mánudagur, október 16, 2006

Mánudagur
Dagurinn í dag var góður. Ég vann í alla nótt og að loknu löngu en ánægjulegu (fámennu) flugi vakti ég Héðinn og við vorum fyrstu gestir Kaffitárs þennan morguninn. Svo fór ég heim og var vakinn klukkan fimm síðdegis. Hef verið í tölvuleik síðan þá að drepa heilafrumur en bjargaði þeim aftur með því að borða grjónagraut með rjóma og slátur með sinnepi.

Kvöldstund með Möttu og Héðni er framundan sem lofar góðu.
Mamma sendi mér brandara í dag:

Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði í hann og brosti til hans. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns" svaraði hún.

Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér "ha... ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér... ó mæ god, ég þekkti þig ekki!"

Konan svaraði svipbrigðalaust: "Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!"


Ég vil biðja allt barnafólk um að koma vel fram við kennara og flugfreyjur.

föstudagur, október 06, 2006


Myndavélin elskar mig ekki
Sumar stundir eru góðar, aðrar ekki. Sumar stundir eru góðar til þess að láta taka mynd af sér, aðrar alls ekki. Ef einhver vill koma með tillögu að því hvað í fjandakorninu ég var að gera þegar þessi mynd var tekinn, þá má hinn sami koma með pena ábendingu, án þess að gera lítið úr mér.
Ég er umkringdur stjórnmálafræðinemum á írskum skemmtistað í Brussel í mars síðastliðnum. Stór hluti hópsins ætlar að taka upp þráðinn á ný og er að undirbúa ferð til Washington og New York í upphafi næsta árs. Stefnan er sett á að heimsækja Bandaríska þingið, Alþjóðabankann, Sameinuðu þjóðirnar, stóra bandaríska sjónvarpsstöð, sendiráð Íslands í Washington, sendinefnd Íslands í New York og vonandi einhverjar góðar bandarískar stofnanir, eins og FBI eða slíkt.

Vonandi verða þær betri myndirnar sem verða teknar af mér í þeirri ferð. Fylgist spennt með!

þriðjudagur, október 03, 2006

Vandræði
Blogger er að biðja um vandræði. Ég hef reynt að skrifa inn færslur hingað núna í rúma viku en blessaður gagnagrunnurinn vill ekkert með mig hafa. Ef þið lesið þessar línur, láti mig þá vita. Ég verð glaður og reyni að skrifa allt aftur sem ég hef hér eytt miklum tíma í að tjá mig.