fimmtudagur, júlí 31, 2003

Leyfi
Hjá hverjum fær maður leyfi til þess að reyna við sætt spænskt hommapar? Raular maður svoleiðis? Ég held ég láti allt vera að sinni og borði kökur úr kökukaffinu síðan í gær. Í dag er síðasti vinnudagurinn minn fyrir GayPride. Berlín baby Berlín.

Raul
Ég hef ekkert náð að raula í dag. Á morgun tek ég pillurnar mínar.

Kvitta takk
í gestabókina mína, hún er hérna til hægri.

4 espressóbollar með sykurfroðu og bjór
Halda manni vakandi. Núna er klukkan orðin tvö að nóttu til. Langaði óstjórnlega mikið í espressó þegar ég var búinn að pakka niður fyrir Berlín. Tók nefnilega öll fötin mín (það er svolítið magn) úr íbúðinni minni í bænum til þess að þvo í sveitinni og getað viðrað úti í náttúrunni. Það er alveg ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir fötin að komast út í sveitina í fríska loftið. Litirnir skerpast í fötunum og skápalyktin sem hefur náð að setjast í eina og eina flík drepst í svona 3 mánuði. Ótrúlegt. Húsmóðursráð Gulla!

Náði áðan að klára fyrsta kaflann í skáldsögunni minni. Ég held þetta lofi góðu. Veit ekki samt hvernig þetta fer. Hlustaði á diktafónsupptökuna sem ég tók úti í rútum á Englandi og lestum á Spáni. Þetta voru fyndnar upptökur.

Var samt að tala við Ása í símann fyrr í kvöld. Ég sötraði bjór í virkjunarbúðum upp á hálendi en ástin mín var úti í Köben í íbúðinni sinni að drekka rauðvín. Maðurinn hans var sofnaður, líklega vegna rauðvínssöturs. Ótrúlega gaman en um leið erfitt að heyra í honum. Sakna hans rosalega mikið, núna eru bara 32 dagar þangað til við hittumst. Þá kem ég beint frá Spáni, spurning hvort að ég komi með spænskt rauðvín en hann verði með danska osta.

Ræddum mikið um Frakkland og Parísarferð þeirra þriggja; Ása, Paw og Sverris Páls. Ég er svona allur að komast yfir mína mestu Frakkafælni, eða Gallafælni eins og það heitir á fræðimáli. Það er víst viðurkenndur sjúkdómur innan sálfræðinnar að hafa óþol og óbeit á öllu sem heitir franskt, það heitir Gallafælni. Síðan er líka hægt að hafa óþol og óbeit á öllu sem er þýskt, en þá heitir það eitthvað annað.

Kannski maður geri bara eins og Gerður Kristný, ritstjóri Mannlífs, skelli sér til Frakklands í þrjá mánuði til þess að stunda ritstörf?

Olíusamráð
Hvenær ætlar þessu máli að ljúka og hvenær ætlar fólk sem kemur þetta mál ekki við að halda kjafti? Hvenær dettur fréttamönnum þjóðarinnar að tala um eitthvað annað? Ef að þetta er svona mikið mál þegar frumskýrsla samkeppnisstofnunar er til umfjöllunar, hvernig verður þetta þegar dómurinn fellur? Hvers vegna eru Alþingismenn að missa sig í frekju og eiginpersónupoti? Hvað ætlar löggjafinn að gera í þessu máli? Ætlar hann að fara dæma? Er þetta fólk ekki með það á hreinu hvað það ætlaði að gera á þingi? Er kannski svona lítið að gera hjá þeim? Eiga þeir í einhverjum vandræði með verkefni?

Allar þessar spurningar berja á dyrum hjá mér þegar ég horfi á hringleikasirkusinn í kringum þetta heimskulega mál. Best þótti mér þó viðtalið við Davíð Oddsson í helgarblaði DV um helgina þar sem hann vildi meina að sekt olíufélaganna myndi skila sér í hærra verði til neytendans sem hann þyrfti svo sjálfur að borga. Það er einmitt málið stupid! Þeir sem taka þátt í svona verðsamráði eiga að gjalda fyrir þess og samkeppnisstaða þeirra að skerðast. Þegar 3 olíufélög þurfa skyndilega að fara greiða 10% af veltunni sinni í sekt þá er mun hægara fyrir önnur olíufélög að festa sig á markaði. Þetta getum við helst séð á AtlantsOlíu og BónusOlíu. Þessi fyrirtæki eiga þó einhverja von þegar hinir risarnir greiða sekt. Kannski endar það með því að stóru fyrirtækin neyðast til þess að selja afgreiðslustöðvar til þess að gera reksturinn sinn hagkvæmari. Nei, þarna féll kongurinn endanlega. Bless Davíð, ég klæðist bleiku á morgun.

Ef að Alþingismönnum er svona umhugsað um þetta mál eiga þeir að fylgjast með því og ræða það hvernig því reiðir áfram í kerfinu, ef þeir eru ósáttir geta þeir breytt umgjörð rannsóknar, dómsvaldi og stjórnsýslustiginu. Það er þeirra hlutverk. Þeir eiga aldrei að fara í rannsóknar eða dómaravald. Þá eru þeir betur geymdir undir einni grænni.

Síðan get ég alveg rætt þetta borgarstjóramál. Hvað með það þó að gæinn hafi skrifað undir einhver samning við Reykjavíkurborg. Eru ekki allir saklausir uns sekt er sönnuð? Hvað eru bláir menn í borgarstjórn að vesenast og krefjast útskýringa, hvað er svo R-listafólk að taka þátt í þessum skrípaleik? Hvað svo með hann að leika svo aðaltrúðinn? Hann er borgarstjóri og fortíð hans skiptir ekki máli. Þó að hann hefði verið dæmdur fyrir morð þá skipti það ekki máli, dómstólarnir myndu dæma hann og ef hann væri búinn að taka út sína refsingu gagnvart samfélaginu væri ekkert að því að leyfa honum að gegna embætti. Þetta pólitíska fjaðurfok í borgarfulltrúum og þingmönnum er þeim til skammar og gerir þá að litlum mönnum. Þetta eru ódýrar mínútur í sjónvörpum landsmanna.

Síðan mætti kannski á endanum reiðast fréttafólki fyrir að taka þátt í allri þessari vitleysu. Getum við ekki rætt hvað sumarið gengur vel? Getum við ekki skoðað betur hvernig fjármunum okkar er varið? Er ekki eitthvað að gerast út í heimi? Þarf kannski að stytta fréttatímann á sumrin? Ja maður spyr sig.

Kökukaffi
Í gær var kökukaffi. Það er ofboðslega stór veisla hérna í Búrfelli. Þá er mikið um að vera. Stelpurnar í mötuneytinu baka kökur, brauð og fleira, brenna við kakó og tína blóm til þess að skreyta borðin. Ég gleymdist. Ég var búinn að ræða það við unglingavinnuna að þau myndu koma til þess að leysa mig af, svo ég kæmist í heita brauðrétti, hnallþórur, súkkulaðikökur, rjóma og annað lostæti. Þegar klukkan var orðin fimm var það orðið nokkuð ljóst að það stóð ekki til að sækja mig. Ég útbjó mér ekkert nesti því ég hélt að þetta væri alveg garenterað. Bömmer. Ég náði ekkert að fitna.

Annars er nú hægt að ræða svolítið um þetta mötuneyti. Ég get sagt ykkur frá því að nú er verið að skoða hvernig hægt sé að spara. Ein hugmynd var sú að hætta með bakka sem fólk notar undir diska, glas og hnífapör. Allavega yrðu keyptir bakkar sem hægt er að setja í uppþvottavélina og spara með því handþvott á þeim. Það er nefnielga talið að ef núverandi bökkum yrði hent og öðru fyrirkomulag sett á er hægt að spara eitt stöðugildi í eldhúsinu.

Eru einhverjir fleiri spurningarmerki en ég? Já ok, er þessi manneskja bara að þrífa bakka? En svo virðist einmitt vera. Því stelpurnar í mötuneytinu spila nefnilega svæðisvörn og um það gilda strangar reglur. Þú ferð til dæmis ekkert inn á annarra manna svæði eða spilar á röngu svæði. Síðan er nefnilega skipt um svæði eftir hvern dag. Eitt svæði sér um að þvo leirtau í uppþvottavélinni, annað svæði sér um bakka, borð og þrífa línuna, þriðja svæði sér um að skammta eftirmatinn, graut, súpu eða ís. Inni í eldhúsinu sjálfu matráðskonan með aðstoðarkonu. Þær sjá um alla afganga. Svona er þetta alltaf þegar gengið er frá. Með því að sleppa þessari manneskju (konu, því að enginn karlmaður hefur verið fastráðinn í eldhúsinu) þá er hægt að færa verkefnið að þrífa af borðum og línuna yfir á manneskjuna sem skammtar grautinn (því þegar skömmtun er lokið er komið að þrifum). Þetta var alveg ljómandi góð hugmynd.

Önnur hugmynd er nýkomin fram, en það er að setja upp vatnskrana. Núna er vatnsskammtari við hliðina á kaffivélinni. Kaffivélin er beintengdi inn á vatnskerfið, þannig að ekkrt þarf að gera nema að setja kaffi í vélina og ýta á “play”. En til þess að fylla 15 lítra vatnsskammtarann þá þarf að bera vatn í könnum í gegnum allt eldhúsið. Munið bara að kaffikannan er tengd inn á vatnskerfið, þannig að það er lítið mál að setja upp einn krana til viðbótar…

Síðan er það línan. Á hverjum mánudegi er línan þrifin. Línan er einstaklega sniðug en í henni er hægt að halda mat heitum. Til þess að maturinn haldist heitur er hann látinn liggja í línunni en undir honum er vatn. Vatnið þarf að taka úr línunni einu sinni í viku og þrífa. Núna er enginn krani til þess að taka vatnið í burtu, þannig að því hefur verið ausið með desilítramáli upp í litlar fötur, gengið með það í gegnum eldhúsið til þess að sturta í vaskinn. Svona er þetta haldið áfram þangað til vatnið er orðið það lítið að nota þarf teskeið. Eftir það er gripið til tuskunnar til þess að ná allra seinustu vatnsdropunum. Eins og þið getið ímyndað ykkur tekur þetta langan tima og hefur tekið langan tíma í þessi þrjátíu ár sem virkjunin hefur verið starfrækt. Núna í sumar kom upp sú hugmynd að setja upp krana í botninn á línunni…

Margrét Öxnevad, hin margnefnda, sagði mér og Önnu Margréti góða sögu úr mötuneytinu. Það var fyrir svona 5-10 árum að það var alltaf fundur eftir hádegismat hjá konunum sem unnu í mötuneytinu. Þær voru að setja upp matseðilinn. Það er stefnan hjá mötuneytinu (já já, þær eru með stefnu) að hafa ekkert það sama í matinn í tvær vikur. Þannig að ef þú ert í mat í tvær vikur áttu aldrei að fá það sama. Gott og vel. Þessir fundir enduðu oft í rifrildi og veseni. Oft þurfti að hringja símtöl í þær konur sem höfðu staðið vaktina vikuna áður. Þær voru alltaf að rifja upp hvað væri í matinn og aldrei voru þær sammála. Þangað til einn daginn þeim datt í hug að skrifa alltaf niður hvað væri í matinn…

Maðurinn hafði skrifað í mörg þúsund ár, en konurnar í mötuneytinu byrjuðu á því fyrir fimm árum. Þessir fundir voru aflagðir jafnskjótt og tekin upp tveggja tíma pása. Engin fækkun á starfsfólki.

Mötuneytið kappkostar við að halda skýrslu yfir það hversu margir borða mat hjá þeim. Þannig geta þær séð hversu mikið er hægt að áætla á mann og spara með því hráefni. Þetta er líka til þess að rukka aðrar deildir innan LV eða senda reikninga til verktaka. Mjög sniðugt. Hér áður fyrr voru alltaf áðurnefndir bakkar taldir til þess að átta sig á því hversu margir borðuðu. Síðan var það starf “bakkakonunnar” að halda því saman hversu margir bakkar voru notaðir en mesta starfið var þó að telja þá sem ekki notuðu bakka, því það gera ekki allir. Oft endaði þetta starf með því að hlaupa á eftir körlunum út á bílastæði, spurja þá hvort þeir notuðu bakka eða ekki. Eins og þið sjáið hefur svæðið “bakkar” í mötuneytinu breyst mikið innan mötuneytisins. Metnaður…

Núna ætla ég að hætta að tala um mötuneytið, svo ég fái örugglega að borða þar aftur.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

ISG
Ég var að rifja upp fréttir helgarinnar í hausnumá mér áðan. Það eru tvær fréttir sem sitja fast í hausnum á mér. Önnur frétt var af Stöð 2 þar sem var verið að fjalla um olíumálið – ekki æsa mig upp og byrja á barnalegum fréttaflutningi þar á bæ. Nema hvað að þá þurfti eitthvað álit hjá Ingibjörgu vegna þess að Þórólfur var markaðsstjóri hjá ESSO. Skemmtilega var sagt frá því að Ingibjörg væri á ferðalagi um Vestfirði, væri þess vegna ekki í símasambandi né með aðgang að fjölmiðlum, hún myndi því tjá sig eftir helgi. Hvar var kerlingin? Á Hornströndum? Vill fréttastofan meina að á Vestfjörðum er ekki sími, dagblað, sjónvarp eða útvarp? Kannski vilja þeir meina að þar sé ekki rafmagn heldur? (Að vísu slær Vesturlínu LV út í um það bil 120 mínútur á ári). Barnalegur og afskaplega kjánalegur fréttaflutningur. Smekklegra væri að segja að Ingibjörg væri á ferðalagi um Vestfirði og myndi tjá sig þegar hún kæmi til síns heima. Óþarfa að búa til hallærislegar afsakanir eða gefa lummó athugasemdir um fallegan landshluta, byggðum af yndislegu fólki.

Hlustuðu þið svo á Bylgjuna á sunnudagsmorgun? Ég man ekki hvað þáttastjórnandinn heitir en hún er með góða útvarpsrödd, smá svona víski í bland við kvefið, dead sexy. En þar með er það upptalið því að blessuð konan virðist vera algjör vindgöng. Ég vona að henni verði skipt út í haust. Á sunnudagsmorgun var verið að fjalla um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Það var verið að tala við neytendasamtökin eða eitthvað slíkt. Málefnaleg umræða og allt það bla bla bla. Síðan þarf hún að enda umræðuna á því að segja við hlustendur að við þurfum að hugsa jákvætt þegar við tökum bensín, hún lét eins og ég ætti í einhverjum erfiðleikum með það, ætti jafnvel erfitt með gang á eftir og andardrátt. Hún sagði mér líka að það væru ekki olíufélögin sem væru að græða, það væri ríkið. Já einmitt ódýra fréttadruslan þín, lærðu betur heima, ef ríkið er að græða (það er núna fyrst á síðastliðnum árum að skila afgangi til þess að greiða niður skuldir) hver er þá að borga fyrir viðhald á vegum, nýbygginar, grafa göng, reka heilbrigðisþjónustu, vegalöggæslu, sjúkrabíla og bráðamóttöku. Er það sjálfboðavinna?

Fréttamenn eiga frekar að setja lag á heldur en að blaðra um hluti sem þeir þekkja ekki. Á meðan lagið spilast geta þeir fengið smá tíma til þess að hugsa eða lesa sér til.

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Hlunnfarinn
Jæja, fékk tvö símtöl í dag, annað frá Friðriki Soph og hitt frá launadeild. Launadeildin var alveg miður sín þar sem ég hef verið stórlega hlunnfarinn í launum. Ekki slæmt. Mér voru boðnir gull og grænir skógar ef ég skyldi ekki gera vesen. Núna er hausverkurinn farinn og skyndilega er ég orðinn málglaður við gesti aftur.

Tannburstar og hestbak
Í nótt dreymdi mig að ég væri að tannbursta mig, ég var staddur úti á túni með tannbursta í hönd innan um kýrnar. Skyndilega kom svartur hestur hlaupandi í áttina til mín. Ég var snöggur til, skyrpti tannkremsvatninu, fyllti lúkurnar af dögginni sem lá í grasinu, saup á og skolaði munninn. Þegar hesturinn hljóp framhjá greip ég í faxið hans og vippaði mér á bak. Við riðum í átt að sólarupprisunni alveg þangað til ég vaknaði.

Smart
Þó maður sé í sumarfríi í erlendu landi þá má vera smart til fara. Þó að maður sé skynsamur Dani þá er það ekki einu sinni afsökun. Ein fjölskylda mætti rétt í þessu, þau voru öll með límbönd neðst á pollabuxunum sínum (hér ringdi seinast í fyrradag) til þess að halda þeim á réttum stað.

Foreldrafrí
Foreldrar í fríi og ég í fríi frá foreldrum mínum. Þetta hljómar næstum eins og sáðfall, en er það ekki. Ég og Tryggvi sáum um að mjólka. Gott mál, nokkrum klukkutímum áður en foreldrareiningarnar bruna í burtu fær belja júgurbólgu og hana þarf að sprauta með pensilíni. Þið haldið kannski að það sé ekkert mál að sprauta belju. Nálarnar eru svo breiðar að manni líður eins og það sé verið að stinga gaffli inn í húðina á þeim. Stemningin að vera vopnaður gafli gegn stóru og sterku dýri er ekkert á topp tíu. Stinga gaflinum á kaf, þræða þar á sprautuna og sprauta nokkrum millilítrum í kroppinn. Erfiðast er að sprauta síðustu millilítrunum, því það er búinn að myndast svo mikill þrýstingur í vöðvanum að nú þarf þumallinn að taka á því. Þegar gaffallinn er tekinn úr skepnunni kemur skiljanlega blóð og það til baka með fullum krafti. Þá er nauðsynlegt að vera snöggur með putta til þess að loka sárinu. Síðan þarf að nudda stóru kúluna sem hefur myndast í vöðvanum þangað til vökvinn hefur drefist og þrýstingurinn hefur eyðst.

Þetta var nú kannski ekki mikil átök, en verra var samt að vakna einn morguninn og það var heitavatnslaust. Það er mjög mikilvægt að hafa aðgang að nógu heitu vatni þegar það er verið að mjólka, það er til þess að halda hreinlæti í góðu lagi og geta þrifið vel. Einnig er það nauðsynlegt til þess að örva spenana á beljunum til þess að þær selji betur. Því þurfti að handnudda spenana fyrir mjaltirnar og örva þannig söluna hjá þeim.

Um kvölið var svo rafmagnslaust vegna þrumuveðurs. Ég ákvað strax að það yrði ekki handmjólkað, ég, Tryggvi og beljurnar vorum strax sammála um það. Því biðum við í smá stund þar til vélstórar og rafvirkjar í Búrfelli hefðu komið Sultartangastöð aftur í gang, en hún datt út vegna þrumuveðurs. Taka þurfti rafmagn af einhverju álverinu þangað til klukkan 11 um kvöldið. Mikið var ég feginn að við hættum álframleiðslu svo að bændur gætu mjólkað. Skynsamleg ákvörðun.

Gúmmístövler
Já Danir eru með þetta á hreinu. Í þrumuveðrinu um daginn var náttúrulega mikið um rigningar og fleira. Ég og Tryggvi vorum einir heima að sjá um búið. Tryggvi er semsagt vinnumaður sem var hjá okkur fyrir 2 árum. Við nentum ekki að elda á sunnudagskvöldið og ákváðum að fara í Árborg og fá okkur hamborgara. Á næstu tveimur borðum við hliðina á okkur voru Danir. Þeir greinilega klæddu sig eftir veðri en þar mátti sjá allar tegundir og útfærslur af stígvélum. Fjórar stelpur, mamma og pabbi geta verið í einu pari sem er röndótt, einu pari sem er reimt frá tá og upp að hné, eitt par getur verið með þykkan botn og það fjórða getur verið adidas skór sem eru níþröngir, hvítir og bundnir upp á miðja kálfa. Ég þarf ekki að greina neitt sérstaklega frá því að allar buxur voru að sjálfsögðu girtar ofan í til þess að strekkja eins mikið á buxunum og mögulega var hægt. Kannski er þetta til þess að teygja efnið til þegar það blotnar eða mynda hné og rassför í flíkunum. Ég kunni ekki við að spurja að því hvor ástæðan lægi á bak við ákvarðanirnar hjá þeim.

Skemmtilegast var samt að sjá alla taka gosflöskurnar sínar með sér þegar þau voru búin að borða, fólk átti mismikið eftir í flöskunum, allt frá börnum upp í hálfa flösku. Allt var þetta nú tekið með samt út í bíl, mér fannst við hæfi að ganga sokkalaus í sandölunum mínum, skilja kókflöskuna eftir og kaupa mér nýja áður en ég fór, svona rétt til þess að sýna íslenskt attidute.

sunnudagur, júlí 27, 2003

2.sætið
Oft hef ég velt fyrir mér því að lenda í öðru sæti í hópíþrótt. Tökum til dæmis fótbolta sem dæmi. Í gær heyrði ég örugglega Bjarna Fel lýsa því hvernig einhverjir fótboltaleikir höfðu farið. Ef við skoðum til að mynda fjögur efstu sætin þá fengu tveir hópar verðlaun fyrir að vinna leik en einn fékk verðlaun til að tapa. Einhverjir hefðu haldið að þeir sem hefðu verið að vinna leik væru í tveimur efstu sætunum, en nei þeir sem að tapa fá skammarverðlaunin 2. sætið. Common! Annaðhvort þarf að leggja af fótbolta eða hafa bara 1. verðlaun, þessi 2. verðlaun eru ekki að gera sig. Það á enginn að fá verðlaun fyrir að tapa sem eru fýsilegri en fyrir það lið sem vann leik.

1982
Áðan sá ég fyrsta 1982 árgerðina af strák sem er sætur. Ég sem hélt að þessi árgangur væri upp til hópa ónýtur. Er ég að móðga einhvern með svona yfirlýsingu? Hmm... Kannski ætti ég að segja fyrsti ljóshærða 82 módelið? Já, það kemur betur út fyrir mig.

Náttúruhamfarir
Vá hvað það er gaman að kynnast því hvernig maður á að bregðast við þrumuveðri. Maður má til dæmis ekki vera undir tré eða í vatni. Þetta hefði ég aldrei spáð í nema að veðurfræðingurinn okkar hefði bent á það. Kannski er ég bara svona eðlilega óhræddur við náttúruhamfarir samanber þegar ég vann í sundlauginni í Þjórsárdal skjálftasumarið 2000. Þá var 17. júní og mörgum fannst tilvalið að fara í sund. Þegar skjálftinn var nýriðinn yfir fór eitthvað fólk í panik en ég spurði bara hvort þau væru ekki í lagi, farið bara í heita pottinn og slakið á. Hvað höfðu þau svo sem getað gert?

laugardagur, júlí 26, 2003

Smokkur
Orðið smokkur finnst hvergi á vefsíðu Landlæknis. Erum við siðmenntuð eða blind?

Takk
Ég er svo hamingjusamur og ánægður. Mér líður eins og ég geti gert allt. Hvers vegna? Því að Veðurstofan kom með gott veður í dag. Var að spá í að hringja, en ákvað að njóta samt veðursins. Kannski er skiptiborðið á Veðurstofunni líka að reyna spóka sig. Kannski er þeim aleg sama. Ég hringi á morgun og þakka fyrir hugulsemina. Á meðan það rignir í London (samkvæmt Kötu á MSN í dag) þá er sólskin í Þjóðveldisbænum, hver þarf að vera heimsborgari þegar við höfum svona fínt fólk til að panta veðrið?

Fiskilykt
Réttnefni á þessum pistli væri kannski frekar fiskiFÝLA. Fyrir um það bil 2 mínútum stóð fyrir framan mig maður sem lyktaði eins og slor. Maðurinn var á að giska níutíu ára, þéttur í gulum fötum. Hans helsta áhugamál fyrir að anda mjög hátt er að hrista klink í buxnavösunum á meðan spjallað er. Hroki og fyrirlitning eru orð sem maðurinn þekkir ekki en hefur á einstaklega sérstakan hátt tamið sér þá hegðun og gert að lífsstíl sínum. Ætli hommar og lesbíur sem temja sér öðruvísi lífsstíl en aðrir komi jafn spánskt fyrir sjónir fyrir aðra og þessi dúdd fyrir mig?

Piltur og stúlka
Haldið þið ekki að Piltur og stúlka sé athyglisverður vefur á leit.is. Ég held að Sæunn springi bráðum, hún er að gera svo góða hluti. Mér verður samt svo umhugsað um þessa búð hennar undanfarið og umræðuna um hvort að fyrirtæki séu karllega eða kvenleg. Hvað er piltur og stúlka? Í fyrstu myndi maður hugsa kvenleg því að konur kaupa föt á börn í miklum meirihluta. En þá varð mér hugsað til Gunnars í Krossinum, hann myndi þá örugglega meina að það væri upprennandi hommauppeldi fyrir unga stráka. Að vísu virðist einhver trukkasamkynhneigð vera í gangi þarna samkvæmt nýjustu fréttum frá Snyrtipinnanum.

föstudagur, júlí 25, 2003

Þjóðveldisbæjarlíf
Áðan heyrði ég fólk lýsa því fyrir vinafólki sínu hvernig búið hefði verið í Þjóðveldisbænum. Áhugavert hvernig fólk sér lífið hérna á Þjóðveldistímanum. Fólk svaf víst allt í baðstofu, einn sat undir birtuglugganum og las húslestur, konur prjónuðu á meðan og karlar borðuðu úr öskum á rúmstokknum. Í sánum inni í búri var kjöt saltað og geymt í tunnunum. Kornbyrgðan var fataskápurinn þeirra og inni í stofu þar sem vefstaðurinn á að hanga var grísum slátrað.

Fyndið hvað ekkert í frásögnum þeirra sem ég heyrði útundan mér var vitlaust. Eigum við að byrja á byrjuninni? Engin baðstofa var á Þjóðveldisöld og engar voru bækurnar, ergo enginn kunni að lesa. Engir prjónar voru til og askar ekki heldur. Salt var hvergi að fá og þetta voru ekki villimenn sem slátra dýrum í híbýlum sínum.

Ég get þó hrósað þeim fyrir að hafa ekki logið að neinum um að kamarinn væri fyrir skepnur, en ég heyrði þó að þeim þætti þetta ólíklegt og líklega væri hérna einhver skekkja eða misskilningur í gangi.

ARG, ég nenni ekki að standa í svona fólki.

Kakósúpa
Sumir bloggarar vinna svo vel að þeir fá að borða í vinnunni. Meðal þeirra bloggara er ég og Þórir. Ég fékk karrýfiskrétt úr ofni en Þóri var boðin kakósúpa. Mig langar rosalega mikið í kakósúpu, en Þórir afþakkaði hana. Herra Kjáni er réttnefni fyrir Þóri.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Pósturinn Páll
Klukkan er orðin 18:00 og vinnan búinn í torfkofanum. Á fimmtudagskvöldum þykir mér best að fara á Selfoss og bera út Hagtíðindi til Hagfræðinema HÍ, sem telja rétt rúma 20 á Selfossi en ég bar út handa 4 í Hveragerði í nótt. Á eftir akstur um Selfossbæ er gott að setjast á Krúsina og drekka Laté með súkkulaðikökunni sem mér þykir svo góð.

Enn á Ölstofunni?
Samkvæmt blogginu hjá Læðunni er hún ennþá á Ölfostofunni. Ég hef svolitlar áhyggjuar af því að hún sé kannski bæði með skorpulifur og búinn með peningana sína. Nennir einhver að fara með lækni og meiri pening handa henni. Ekki viljum við hafa hana í veseni.

Sveitalubbar
Umferðafulltrúi Vestfjarða er skrítinn maður. Útfrá viðtali við hann á mbl.is má draga þá ályktun að fólk úti á landi (eða sveitalubbar eins og hann kallar þá) kunna ekki að gefa stefnuljós. Maðurinn hefur greinilega ekki farið í bæjarferð. Ég var til dæmis í Reykjavík í gær. Eftir að hafa verið úti á landi í einn og hálfan mánuð þá þurfti ég í fyrsta skipti að vera hræddur og pæla í því hvort að fólki væri að fara beygja eða ekki. Þar gefur enginn stefnuljós. Reykjavík er kannski samkunda sveitalubba?

Did you miss me?
Tók mér pásu frá skrifum hér og einbeitti mér að skáldsögunni. Fyrst þið eruð svona mörg sem slysist til að lesa mig er alveg jafn sniðugt að matreiða ofan í ykkur langan texta og selja ykkur hann svo.

miðvikudagur, júlí 23, 2003

3some!
Ég er svo hamingjusamur. 3some í gangi heima hjá mér. Ég, diskókúlan sem ég keypti í Englandi og Jay Leno.

Kvitta takk
Hey, gestabókin mín er farin að virka.

Peruvandamál
Engum öðrum en mér dettur í hug að hringja til Englands til þess að fá upplýsingar um stærðina á ónýtu perunni á klósettinu þegar ég er staddur í Húsasmiðjunni. Vala var að koma út tíma og var með það nákvæmlega á hreinu hvaða peru okkur vantaði í loftið þar.

France
Jæja, mikið er gott að feðgarnir eru komnir heim frá Frakklandi. Samkvæmt fréttum hér og hér hefur þetta verið sukksess. Lykkeligt. Ætli ég sé umræddur Frakkafælari? Engar fréttir er samt hægt að lesa um frönsku eiginmannsleitina handa mér. Kannski slíkt verði í privatfréttum?

Annars hélt ég alltaf að ég færi fyrst til Frakklands með konunni minni. En núna virðist ég fyrst fara til Frakklands með manninum mínum. Í Bilbaoráðstefnunni munum við eyða degi í Frakklandi í einhverji ónafngreindri borg á samkynhneigðri nektarströnd. Þetta fannst Héðni ofboðslega spennandi.

Og þá stundi Mundi
Jæja þá loksins þagnaði ég. Ég setti upp teljara á síðuna mína á föstudaginn síðastliðinn. Ég asnaðist til að setja hann á áberandi stað og rak því augun í tölurnar seinnipartinn á laugardag. Mér varð um og ó, brá og roðnaði. Mér leið eins og ég stæði nakinn á internetinu. Mér leið hreinlega eins og það væri einhver að horfa á mig, ímyndið ykkur að það séu 150 manns að fylgjast með lífinu þínu á þessum sólarhring og þú bara lætur allt flakka. Taktu þér bara smá stund. Óhugnalegt?

Annars kíkti ég aðeins á Hverfisgötuna í dag. Þar var Héðinn hálftíma áður nýkominn úr sveitasælunni en hálftíma síðar kom Sigga systir hans. Sniðugt, I know. Ég hreinlega sá sjálfan mig í Siggu þegar hún kom, hún elskar íbúðina sína eins og ég elska mína. Ég einmitt sit núna í íbúðinni minni, held ég þurfi aldrei að fá fullnægjingu, bjór eða súkkulaðiköku framar. Ég held að þessi íbúð væri besta megrun sem ég kæmist í.

Fékk skemmtilegar fréttir af því að mamma hans Héðins væri reglulegur lesari hjá mér. Það fannst mér ekki leiðinlegt. Svona fréttir eru bara hvetjandi. Núna finnst mér eins og mér beri siðferðisleg skylda til þess að segja mömmu hans Héðins (sem ég hef bara hitt tvisar, en heilsað með handabandi í helmingi þeirra skipta) hvað sonur hans er svona helst að bralla. Ég held að ég taki hérna snögga beygju (engar áhyggjur, ég mun halda áfram að spila með bleika liðinu) og breyti þessu bloggi í daglegar fréttir af Héðni.

Annars hringdi Héðinn í mömmu mína í dag. Þau sögðu mér það bæði, þetta var greinilega svona fréttnæmt að þeirra mati. Leiðinlegt að mamma mín og Héðin nái ekki jafn vel saman og ég og mamma hans Héðins. Þau eiga í vandræðum með að þegja og tala til skiptis. Þau virðast hafa þessa óstjórnlegu þörf til þess að gera slíkt á sama tíma. Ég hef aldrei skilið svona fyrirkomulag. Vandræðalegar þagnir eru ekki að bæta upp einhver orð sem enginn gat heyrt vegna þess að opnir kjálkar stöðvuðu hljóðbylgjurnar inn í innra heilabúið.

laugardagur, júlí 19, 2003

París
Ekkert heyrist frá Ása, Paw eða Sverri Pál. Ég hlakka mikið til að heyra hvernig Frakklandsferðin þeirra gekk. Eins og Ási lofaði mér fyrir nokkrum mánuðum þá átti ég að eignast franskan kærasta, til frambúðar. Ætli hann sé fundinn?

Gleymi ég þér?
Ég var að fara inn á Snyrtipinnan áðan, en áttaði mér svo til mikillar ama að ég er ekki með tengil á hana Sæunni mína. Gleymi ég einhverjum fleirum sem ég les reglulega? Já, maður veit ekki.

Bjór í vinnunni
Föstudagur var guðdómlegur – eins og Bjarni myndi segja. Heiða kom í heimsókn kvöldið áður. Við riðum í þrjá tíma með Önnu Björk og Örnu Björk á móti krökkunum í Laxárdal. Að sjálfsögðu tókum við bjór með til þess að lifa af hitann. Eftir tíu mínútur var Spaði orðinn alsveittur, hófarnir voru meira að segja blautir því að svitinn lak niður hann allann. Viljinn var alveg að drepa klárinn og það var mjög gaman að vera á útreiðum. Við riðum í gegnum túnin á Hamarsheiði, en þar er ofsalega fallegt en skemmtilegra að hleypa. Heitur pottur í Fossnesi á eftir með bjór.
Á föstudeginum vöknuðum við Heiða seint, fórum upp á Gaukshöfða til þess að fá útsýni yfir Þjórsárdalinn, Landsveitina, Skarðsfjallið, Þjórsánna og hluta landareignarinnar okkar. Því næst fórum við inn í Þjórsárdalslaug og sáum mest eftir því að hafa ekki tekið sundfötin með. Pulsupartý í Búrfelli um hádegi.

Eftir hádegi lágum við á teppi fyrir framan bæinn eins og í bíómynd. Ég var fljótlega kominn á boxernar mínar einar saman. Þær eru hvítar með maglitum, litlum hjörtum á. Ég er einstaklega skemmtilega útlitandi í þeim. Hitinn og sólinn voru að drepa okkur, blankalogn og heiðskýrt. Heiða var að hekla sér veski en ég var að lesa gögn frá Skipulagsstofnun (skrítið áhugamál, ég veit). Þegar fór að hægjast um í umferðinni fór Heiða og sótti bjór handa okkur, við náðum að klára þrjá bjóra áður en ég kláraði vinnuna, ég held að bjór hafi aldrei verið svona svalandi áður, meira að segja ekki erlendis. Þegar halla tók að degi og enginn gestur sjáanlegur þá hlupum við niður í læk til þess að kæla á okkur tærnar. Ég var rétt í þann mund að fara í vatnsslag við Heiðu þegar bíll rennur í hlaðið. Fjandinn. Ég þurfti að taka undir mig heljarstökk og hlaupa á brókunum, ýmist með tólið inni eða út, og taka á móti fólkinu lafandi (!) móður og stökkva í buxur fyrir framan þau. Pant aldrei þurfa að gera slíkt aftur.

Trausti er traustur
Sálin og SSSól í Árnesi í gær. Víí! Ég held að sjaldan hafi ég skemmt mér jafn vel. Ég var alveg í S-inu mínu. Þetta var gott partý. Ég var svona ýmist fyrir innan eða framan barborðið, fór svona eftir stemningunni hvorum megin. Eitt kom mér skemmtilega á óvart, þegar ég lít allt í einu upp og þar sé ég Trausta. Þið vitið eflaust ekki hver Trausti er, en honum get ég ekki gleymt. Ég man eftir honum á Gauknum, en þið örugglega úr Djúpu Lauginni.

Einu sinni sem oftar fóru ég og Addi að djamma eftir vinnu á Argentínu. Sálin (hver önnur) var að spila á Gauknum og það þurfti ekkert að ræða frekar hvert ætti að fara. Við vorum komnir við ágæta skál og búnir að dansa frá okkur allan vökva þegar stefnan er tekin á barinn uppi. Haldið þið ekki að Trausti sé að vinna á barnum upp, en hann hafði ég bara séð nokkrum dögum áður í Djúpu Lauginni. Ég mundi eftir nafninu á honum og líka að hann væri með pinna í geirvörtunum. Þegar ég sá hann kallaði ég snöggt nafnið hans og fangaði athyglina, þegar hann kom til mín lagði ég hendurnar á aðra geirvörtuna til þess að vera viss um að allt væri á sínum stað eins og í sjónvarpinu. Jú, allt stemdi. Trausta var að vonum brugðið en þegar ég spurði hann hvað ég þyrfti að gera til þess að fá að sleikja á honum geirvörturnar, þá sagði hann að það þyrfti að kaupa handa sér skot. Ég pantaði þrjú skot, eitt handa mér, eitt handa Trausta og það þriðja handa Adda þannig að hann myndi borga. (sniðugur, I know!) Eftir skotinn tók Trausti upp um sig bolinn og ég fékk að sleikja aðra geirvörtuna, en bíta í hina. Þannig gekk þetta í nokkur skipti. Á meðan man ég eftir því að Addi var að ræða við einhverja konu, sem seinna reyndist vera konan hans Stebba Hilmars um það hvort að ég og Addi værum saman. Addi sá alveg um að leiðrétta slíkan misskilning en passaði sig samt á því að borga fyrir hið nýkomnaáhugamál mitt.

Þegar Trausti kemur á barinn í Árnesi í gærkvöldi var ég ekki lengi að kveikja hver hér væri á ferð. Sem betur fer mundi ég hvað hann hét og allt slíkt. Hann var svo viss um að hafa séð mig áður, fannst eins og hann ætti að kannast við mig. Þegar ég sagði honum að ég væri vanur að sleikja á honum geirvörturnar var hann ekki lengi að kveikja, lyfti bolnum upp og leyði mér að rifja upp taktana. Þannig gekk þetta fyrir hvert skot, þangað til kærustunni hans fannst vera komið nóg. Ég veit ekki hvort henni fannst vera nóg komið af skotum eða sleikingum, enda spurði ég hana ekki að því.

Gladur.com
Ferðafélagið Glaður fór í sína árlegu ferð inn í Klett í gær. Þau stoppuðu fyrir neðan hjá mér, vona að það verði að venju hjá þeim. Ég hljóp út og hjólaði niður á veg með bjór. Fór inn í hinn alræmda pelahring þar sem ég saup á eplasnafsi og skemmdi í mér magann. Skamm skamm. Þau voru að venju hress. Seinna um kvöldið keyrðu ég og foreldraeiningarnar inn í skóg þar sem við hittum þau og tókum annan pelahring. Það var yndislegt veður og gott útsýni, öllu var þessu skolað niður með bjór, sterku víni, blönduðu, heimabruggi, koníaki og viskíi.

Takk fyrir mig Glaður!

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Sumir eru veraldarvanari en aðrir
Í fyrrakvöld komo Jói heim til sín eftir langan vinnudag. Ekki var allt með felldu því að það var búið að keyra á húsið hans. Réttarasagt þá var búið að keyra á eldhúsgluggan hans. Bílinn var á bak og burt, en búinn að skilja eftir hvítar og bláar rákir. Fyrst spyr maður sig hverjir keyra á hús? En svo spyr maður sig hverjir stinga af eftir slíkan verknað og af hverju gat bílinn keyrt?

Löggan sagðist ekkert geta gert og þar sem Jói var nýfluttur inn í húsið var hann ekki búinn að fá sér heimilistryggingu. Það er ekki hægt að kæra neinn þannig að nú má sjá Jóa með smíðabelti og slípurokk á lofti, beran að ofan að öllum líkindum. Það er nú kannski allt í lagi því að Jói vinnur í BYKO og á auðvelt með að fá planka og fleka til að byrja gatið á nýja húsinu sínu með.

Ætli svona geti talist sem leyndur galli á húsinu við kaup? Þannig að það mætti telja seljendunum það til vanrækslu að hafa ekki sagt Jóa frá því að það gæti einhver keyrt á húsið hans. Spurning hvort einhver lögfræðingur taki það að sér. Ég auglýsi hér með eftir aðstoð handa Jóa, massaður karlmaður, ber að ofan eða lögfræðingur í jakkafötum. Bæði hentar vel, handa Jóa.

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Ekki ert þú heimsborgarinn?
Var spurning sem ég fékk frá einum kúnna í morgun. Mér krossbrá, svo ég reyni að nota áhrifalítil orð. Ekki batnaði það þegar hún sagðist vera reglulegur lesandi hjá mér. Gellan (hún var mjög sæt) snéri mér alveg niður í svaðið og ég hafði ekki rænu á því að spurja hana hver hún væri. Hver ertu?

Ég er hlutlaus
Í gærkvöldi reið ég fimm tíma reið upp allan hreppinn minn. Við byrjuðum í Gunnbjarnarholti þar sem hrossin okkar voru, riðum upp Sandlækjarmýrina og meðfram þjóðveginum heim. Algjör stilla, sólskin í hnakkann, fuglasöngur og árniður í bland við hófatak hestanna. Ég var einstaklega vel ríðandi, reið Spaða nærri alla leið, Hekla mín hafði nefnilega riðið undan sér fljótlega eftir að við lögðum af stað. Með þrjá til reiðar og ég var ferðbúinn. Þetta var svo mikil upplifun. Ég hafði stungið upp á því við mömmu að við tækjum með okkur einn pela til þess að drekka og geta gefið hestamönnum sem við myndum mæta. Við létum ekki verða af því en þörfin var engu að síður þar sem við mættum mörgum á útreiðum.

Þegar ég reið upp sveitina mína þá varð mér hugsað til tveggja hópa manna; fyrst var mér hugsað til þeirra ferðamanna sem hafa sótt sveitina heim og síðan til hreppsnefndarinnar eða hreppseignarfélagið eins og margir vilja kalla þá.

Fyrri hópurinn vill meina að þetta sé fallegasta sveitin á landinu, ég ætla bara að taka undir það með því að kinka kolli, enda er ég alveg hlutlaus í þessum efnum. Hinsvegar þarf að fara flá þessa hreppsnefnd því að ekki er til metrakafli af góðum reiðvegi eftir þjóðveginum sem liggur í gegnum hreppinn. Stundum veltir maður því fyrir sér hvað bílaumferð hefur mikinn rétt og getur kært Vegagerðina fyrir minnstu holur í veginum. Hvenær geta hestafólk kært hreppsnefndina fyrir að gera ekkert í málefnum þess umferðarmáta?

Ég var ekki einn
Í gærkvöldi þegar ég var búinn að gera mig kláran í bólið, búinn að lesa og slökkva ljósið, lagðist ég kjurr eins og lög gera ráð fyrir og bjóst við því að gleyma mér hvað úr hverju. Allt í einu heyri ég þrusk, eins og hurðinni sé ýtt upp. Ég kippi mig samt ekki upp við þetta og held áfram að einbeita mér við að ná sambandi við Óla Lokbrá.
En þá gerðist það, eitthvað stórt og loðið skreið upp með vinstri fótleggnum mínum, undir sængina. Ég var svo drulluhræddur að ég þorði ekki að hreyfa mig en hefði örugglega migið undir ef ég væri ekki nýbúinn að pissa. Ég vildi bara ekki trúa því að það væru svona stórar kóngulær á Íslandi. Þegar kvikindið tók sig svo til að sleikja á mér lærið þá áttað ég mig á því að þetta væri kettlingurinn okkar.

Ég var of þreyttur til þess að gera eitthvað vesen eða banna honum það, köttunum er samsagt bannað að vera inni í húsi. Síðan kom þetta grey og kúrði sig undir handarkrikanum til þess að sofa. En þið sem þekkið mig vitið að ég hreyfi mig oft mikið á nóttunni, það fékk kötturinn að reyna. Alltaf fann hann sér þó nýjan stað á mér til þess að mala alla nóttina. Klukkan hálf sjö í morgun var kúturinn greinilega búinn að sofa nóg, fór að klóra mig á hálsinn, ganga yfir hausinn á mér og þrífa loppurnar í hárinu, beit í eyrun og sleikti á mér kinnarnar. Hann beitti öllum sínum ráðum til þess að koma mér á labbir, hann var greinilga í stuði til að leika. Við þessar tilraunir kappans sofnaði ég fastar ef eitthvað var. Ég vildi ekki játa mig sigraðan fyrir kettlingi.

Næst fór kettlingurinn á flakk og ég var ósköp feginn að losna við hann. Hann fannst inni í stofu, búinn að hringja sig í skrautkörfu á stofuborðinu, mömmu minni til einstaklega mikillar ánægju.

Is that in Icelandic currency?
Var spurning sem ég fékk þegar ég sagði þeim að það kostaði þrjúhundruð að skoða bæinn. Við hverju bjuggust þau? Að ég væri að rukka í Evrum? Kannski Yenum? Ég hefði þó aldrei farið að rukka þau um þrjúhunduð faðma vaðmáls. Ég myndi vilja sjá mig halda utan um aðgangseyrir fyrir 200 manns á dag. 60.000 faðmar vaðmáls. Ég þyrti örugglega að byggja við.

Kyss á bágtið
Nú er allt komið í lag á Bloggernum mínum. Búinn að setja inn teljara og gestabók.

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Hvar er ég?
Og hvað er ég búinn að gera við bloggið mitt?

Haukur Agnars?
Tjaldurinn er ekki fugl himnsins heldur sjávarins og fjörunnar. Söngur hans er þess vegna öðruvísi en annarra fugla, það finnst lykt af þangi þegar hann syngur. Hlutdeild hans í himninum er hlutdeild sjávarins í himninum. Tjaldurinn er fulltríu sjávarins og fer með skilaboð frá honum til himinsins. Síðan kemur hann aftur. Hann kemur alltaf aftur.

Höll Minninganna e. Ólaf Jóhann Ólafsson

Prufukeyrslur
Í þessum skrifuðu orðum er síðan undir miklum innri endurbætum. Ég biðst afsökunar af allri ónáð sem þetta getur skapað þér.

SimTower
Í gærkvöldi var ég einn heima á tímabilinu frá ellefu til þrjú. Mamma, pabbi, Heiðrún og Siggi voru í hestaferð, Vala er náttúrulega ennþá í Englandi. Það er langt síðan ég slökkti á heilabúinu og gerði ekki neitt. Ég fann óstjórnlega þörf fyrir að kaupa 3 snickers, ís og borða kex. Þetta át ég allt meðan ég var í SimTower og náði að koma hótelinu mínu í þrjár stjörnur!

Klukkan þrjú kom fjölskyldueiningin heim og ég tölti í háttinn.

Reunion
Ég er búinn að komast að því að ekkert er jafn fræðandi, skemmtilegt, upplífgandi og hvetjandi en að fara á bekkjarmót frá grunnskólanum. Þarna voru mættir helsta fyrirfólk 81 ársgangs Flúðaskóla. Það var samt leiðinlegt að það skyldu ekki allir mæta. Ég verð samt að hrósa almannatengslanefndinni fyrir vel unnin störf, en þá nefnd skipaði ég einn. Ég sá um að hringja út í alla og hafa upp á fólki. Sumir hreinlega svara ekki símanum símun og aðrir hafa ekki kveikt á þeim. Skemmtinefndin var ekki alveg jafn dugleg en hún rukkaði alla um 500 krónur til þess að við gætum setið í Félagsheimilinu og drukkið heimabrugg eins og forðum. Gaman að því samt. Engin skemmtiatriði eða Ice-breaking games. Skrítið.

Ótrúleg minniskorn komu upp og meðal annars var eitt þegar bekknum var tilkynnt að nýr strákur kæmi í bekkinn en hann væri frá Reykjavík. Helgina áður hafði ég verið í bænum til að heimsækja vini míni en þá höfðu allir verið að reykja og ég var ennþá í sjokki að horfa upp á vini mína reykjandi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég upplifði mig sem einan í heiminum og án samleiðar með nokkrum manni. Krakkarnir sem voru mitt viðmið voru skyndilega farin í einhverja stefnu sem ég hafði löngu ákveðið að fara ekki. Eftir tilkynningu kennarans hafði ég víst sagt: Guð minn góður, hann reykir þá örugglega!

Fyndið að upplifa einhverjar svona sögur tæplega tíu árum eftir að atburðurinn átti sér stað og þurfa að útskýra hann eða jafnvel að réttlæta atburðinn.

Ég verð þó að segja bekknum mínum til hrós að við höfum öll þroskast. Hver og einn tók hljóðlega sína stöðu meðal bekkjarins það fór semsagt allt eftir sínum hefbundnu reglum í samskiptum. En hefði ekki verið fyrir Frikka reykingamann úr Reykjavík þá hefðum við endað í eiturlyfjum þetta kvöld til að lifa af.

Skemmtilegast var þó að eiga umræður við sætan strák í bekknum um prufutímabil hans í bleika liðinu eins og hann kallaði það. Hann var ekkert feiminn eða hræddur við að ræða það eða viðurkenna að hann væri ekki með þarmafælni. En þarmafælni er þegar einstaklingur vill ekki viðurkenna endaþarm sinn sem kynövrunarsvæði. Við vorum nokkuð sammála um að "rimming" væri nokkuð sem enginn mætti missa af.

Síðan var haldið á Útlagann og drukkið meira, dansað við skemmtilega tónlist og drukkið enn meir. Freyja frænka plataði mig í töfrateppi á barnum. Síðast þegar ég tók töfrateppi endaði ég með "straigth" karlmanni heima, það gerðist ekki í þetta skiptið. Ekki það að ég hafi verið að vona.

Haldið þið ekki að Andrea hafi verið að djamma á Útlaganum, ótrúlega fyndnir endurfundir. Okkur brá jafn mikið en henni samt meira því að hún hélt að við værum bæði búin að villast í krummaskurð. Ég játaði fyrir henni að hér hefði ég slitið barnskónum og vangað í fyrsta skipti. Munið þið eftir stemningunni að vanga? Þetta var sko miklu stærra skref heldur en að sofa hjá stelpu í fyrsta sinn, toppar að vísu ekki fyrsta strákinn. Hvernig var stemningin hjá þér og vangadansana?

mánudagur, júlí 14, 2003

Höll Minningana
Í gær byrjaði ég að lesa bókina Höll Minningana í vinnunni. Þegar ég kom heim fór ég beint að gefa geldneytunum, hljóp og fór í sturtu. Á eftir opnaði ég rauðvínsflösku og helti mér í stórt og vel pólerað glas. Kíkti yfir spænskuna sem ég hef verið að lesa en kom mér svo fyrir upp í stofusófanum með gott útsýni yfir Þjórsána og Landsveitina. Þarna sat ég þar til klukkan var orðin níu með bókina í annarri hendur, rauðvínsglas í hinni og með krosslagða fætur. Mamma og pabbi voru með gesti en þau voru öll sammála um að ég liti út eins og einhver donna.

Græna Mílan
Í gærkvöldi horfði ég á Grænu Míluna (The Green Mile) en hún er ansi skemmtileg en átanleg mynd. Margir skemmtilegir leikarar og sumir jafnvel sætir. Ég fór samt að pæla í því hvernig það væri að vera fangi sem bíði eftir að dauðadómi yfir sér væri framfylgt, að ég tali ekki um það sem ég var að hugsa um dauðarefsingu yfir höfuð. Ég reyndi þó að vera pínu jákvæður og ímyndaði mér að ef ég verð einhvern tímann dæmdur til dauða þá verður það í eina skiptið sem ég þarf ekki að undirbúa mig. Ég þyrfti ekki að velta því fyrir mér að mun eftir að taka símann, klæða mig við hæfi, passa að fötin væru hrein eða hvort ég væri búinn að borga reikningana. Ég væri líklega bara tilbúinn eins og ég stæði, held ég myndi loksins ekki velta neinu öðru fyrir mér heldur en að upplifa stundina.

laugardagur, júlí 12, 2003

Falleg ummæli
það mesta sem ég get látið mig dreyma um er að bera pokana þína, ég verð aldrei eins hæfileikaríkur spender og þú

Ágúst Flygenring um Guðlaug Kristmundsson og verslunaráráttu hans á MSN í dag

Matartími - til hvers?
Ég komst í mat klukkan 12:50 og eftir mér beið kaldur saltfiskur. Ég var svo svangur að ég át og át kaldan saltfisk. Í seinustu bitunum áttaði ég mig á því að hann væri ekki svona seigur eins og ég hefði haldið, heldur uppfullur af beinum. Jæja, ég þarf að nærast, hélt áfram. Skóflaði í mig skyri með púðursykri og rjóma. Rauk upp í Þjóðveldi og var tíu mínútum of seinn. Þar beið eftir mér fólk sem var alveg brjálað, hélt að ég hefði bara legið í legubekk í hádeginu og látið mata mig af vínberjum. Af hverju hatar fólk mig þessa daga? Ég brá mér frá í 20 mínútur og borðaði allt of hratt og vondan mat til þess að þetta fólk gæti röflað í mér og hafði engann áhuga á því að tala við mig um sögu bæjarins. Síðan vildi það fá afslátt fyrir það að hafa beðið eftir mér. Nei, hér þarf fólk að borga ef það ætlar að röfla í mér!

Sárast þótti mér þó þegar fólk kom klukkan tólf og ætlaði ekki að borga inn því að það vildi ekki láta henda sér út? Hvað eiga þau við? Bara af því þau koma á slaginu þá eiga þau að fá frítt inn og svo má ekki reka þau út? Svoleiðis kerfi virkar ekki.

Annars er búið að vera allt vitlaust hjá mér í morgun, 250 manns. Ég bara forbið mér að fleira fólk komi hérna fyrr en um kaffi. Samt hafa 50 manns komið núna eftir hádegi og bara 30 mínútur liðnar af deginum. Jæja, einn hópur í viðbót. Heyrumst.

Fréttir af Kanaríeyjarhátíð
Jæja, nú er fyrsti hluti helvítins búinn. Gamalt fólk í glasi, sjáið þið ekki hvað það er sniðugt? Ég held að unglingadrykkja um verslunarmannahelgi er meira siðmennuð og fágaðri en nokkurn tímann þessar hrukkueiningar sem telja sig rjómann í ísnum.

Þetta fólk telur að pöntun upp á einfaldan vodka sé með merkilegri pöntunum sem hafi verið lagðar fyrir á þessum bar. Viðbrögðin þegar þarf að borga er eins og þetta séu stærstu fjárútlát þeirra frá því heimsstyrjöldum lauk. Ímyndið ykkur að þykja einfaldur í gos dýr þannig að þú blandar alltaf í vatn eftir það. Sjáið þið hvað fólk getur verið bilað?

Mælirinn sprakk hjá mér um miðnætti þegar ekkert var búið að vera gera á barnum. Hingað til hefur það verið í lagi að fólk mæti með bjórinn sinn af tjaldstæðinu og klári hann inni. En miðað við það áfengi sem dregið var með sér inn í húsið mætti halda að þar störfuðu sjö barir. Ég setti Sigrúnu á barinn og setti Bjarka í dyrnar. Frá þessari stundu færum við eftir lögum. Ekkert gler út úr húsi og EKKERT inn. Ég fór inn í sal með Anítu og við hirtum öll tómu glösin. Sumir héldu svo fast um glösin að halda mætti að þau væru að reyna brjóta þau með hnefanum. Aðrir létu eins og ég væri bæði að reyna stela barninu þeirra OG drepa það.

Næsta sópferð var farin, en það vissi ég að yrði erfiðara þannig að við fóum öll þrjú, ég, Bjarki og Aníta. Allt áfengi tekið af fólki sem ekki var í gleri eða selt á staðnum. Ég held að við höfum helt niður svona 20 lítrum af blandi og bjór. Sumir fóru út með drykkinn sinn og sátu á tröppunum. Restina af kvöldinu stóð ég eins herforingi við dyrnar og var jafnvel með líkamsleit á fólkinu áður en það kom inn. Í eitt skiptið fór kona út með glerglas í töskunni, helti bjór í það úti og ætlaði með það inn. Einn maður gaf mér á hann þegar ég tók af honum bjórinn, en ég held ég hafi sloppið við glóðurauga, samt helvíti aumur.

Mér var samt alveg nóg komið þegar ég var að rökræða við þann ljótasta karl sem ég á ævinni hef séð. Hann sakaði mig um að hafa verið að þrykkja í Anítu, eins og hann orðaði það, inni á kvennaklósetti en þangað höfðum við farið til þess að gera áfengi og bruggstarfsemi kvennanna upptæka. Þetta var kornið sem fyllti mælinn og að sögn samstarfsfólks míns varð ég eins og blikkandi ljósaskilti í framan. Ég sagðist ekki hafa verið að þrykkja Anítu, en ef hann vildi koma með syni sína til mín, þá væri það ekkert mál að ríða þeim í hengla. Þarf ég eitthvað að segja ykkur frá að ég væri búinn að vinna rökræðunni. Gæinn var hvítur í andliti og spurði mig hvort að ég væri að grínast. Ég sagðist gjarnan vilja sýna honum það ef hann hefði áhuga á, hann mætti þess vegna horfa á, skipti mig engu máli. Kannski var ég ekki góður forsvari fyrir samkynhneigðra í þetta skiptið, en ég hlýt að hafa mátt segja eitthvað.

Fréttirnar um að “káfarinn” væri hommi gekk eins og eldur um sinu meðal fólksins. Eftir þetta átti ég ekki í neinum vandræðum með það að stjórna umferð áfengis inn og út um aðaldyrnar. Þegar ég gerði mig líklegan til þess að leita á þeim áður en þeir fóru inn, snéru þeir sér við og tóku glasið eða pelann úr vasanum og drukku það skömmustulegir úti. Typpið á mér hefur aldrei verið valdameira heldur en í gærkvöldi.

föstudagur, júlí 11, 2003

Seldar tröllum
Ég hef ekki komist á bloggið hjá Elínu og Læðunni í lengri tíma. Eru þær týndar og tröllum gefnar eða eru þetta orðnar private heimasíður?

Hvítt í fjöllum
Gamla konan á efri hæðinni, hún langammma mín, kom niður til okkur í morgun. Hélt að heyrnin hefði bruðist sér þegar henni fannst hún hafa heyrt að það hefði snjóað í nótt. Það var freistandi að ljúga að henni og halda því fram að nýja heyrnatækið hennar væri gallað. Við gerðum það þó ekki, í þetta skiptið.

Kanaríhátíð
Núna er ég staddur á barnum í Árnesi að vinna. Núna er helvíti á jörð hérna en í daglegu tali kallast það Kanaríhátíð. Þetta er samkunda af fólki sem rifjar upp þá daga þegar það gat labbað landganginn í Keflavík þegar það fór til Kanarí. Núna stundar þetta fólk hjólastólarallý á sama stað. Í ár er þessi ár 10 ára þannig að búast má við óvenjulega miklu stuði. Dauðabandið hefur byrjað að spila. Sjúkraliðið hefur stillt sér upp fyrir utan fyrir fyrstu ferð í líkhúsið.

Í næstu viku má búast við meira stuði en þá verður SSSól og Sálin hérna í Árnesi. Ztuð!

Underground
Mig dreymdi í nótt að ég væri á ferðalagi. Ég var blankur og keypti mér því miða í öll zonein í Undergroundin í London. Þetta fannst mér hagkvæmt og sniðugt því að ég gat notað miðann eins og oft og ég vildi í heilan sólarhring. Ég skráði niður allt sem ég fór og skoðaði fólkið. Ég var að reyna útbúa leiðbeiningar fyrir fólk hvernig það ætti að ferðast með þessum drekum. Ég var satt best að sega pínulítið hræddur við þessi járnstykki. Ekki er auðveldara að rata í þeim. Ég fór víða og skráði allt niður.
Ég veit ekki af hverju ég er að segja ykkur frá þessu, en kannski er ég að óska eftir meðaumkun. Maður spyr sig. Annars sá maður alla vera lesa Harry Potter í Undergroundinu. Ég og Kata spáðum mikið í þetta, meðal annars sá ég þegar ein stelpan kláraði bókina. Hún smellti henni saman og gaf frá sér hlóð. Hljóðið var eins og hún hefði fengið fullnægjingu og unnið í lottóinu á sama tíma. Síðan leit hún í kringum sig eins og hún hefði unnið eitthvað kapphlaup. Einn maðurinn hafði tekið kápuna af bókinni þannig að hún var bara svört. Kata hélt að það væri vegna þess að hann skammaðist sín fyrir að lesa Harry Potter. Það fannst mér ekki eðlieg skýring þar sem að það virtist vera mjög trendy að lesa hana. Ég held frekar að þetta hafi verið meyja í fyrsta eða öðru húsi. Hann var nefnilega ekki smart til fara. Meyjur sem eru í þriðja eða fjórða húsi eru bæði smart til fara og með lúkkið á hreinu. Þannig er ég til dæmis. Ég er í þriðja húsi. Þeir sem þekkja mig vita að ég er eki of mikið, ég er ekki öfga mikil meyja. Ég er bara svona rétt temmilegur.

Ein pæling í lokin. Ætli bókin mín verði lesin í Underground af öllum eins og Harry Potter. Ætli einhver eigi eftir að skella bókinni aftur með ánægju þegar hann klárar bókina mína?

Bráðum giftist ég þeim
Jæja, rétt í þessu var verið að stoppa mig fyrir ofhraðan akstur í þriðja skiptið á jafn mörgum mánuðum. Ég upplifi þetta jákvætt því að ég er alltaf tekinn fyrir minni og minni hraða í hvert skipti. En einhverju jákvæðu fylgir alltaf eitthvað neikvætt en það er að alltaf verða starfsmenn lög og reglu ófríðari með hverju skiptinu. Þeir hafa þó ekki enn breyst í konu, en ég krossa þá fingur og bið um lesbíu. Ég er greinilega orðinn jafn háður hraðakstri og Ross er háður giftingum. Kannski á ég eftir að giftast þeim. Þá meina ég hraðaakstrinum, ég held ég leggi ekki í löggu. Löggur eru bara ekki í tísku.

Ég reyndi að kíkja á netinu hversu marga punkta og sektargreiðslu ég fengi í andlitið. Það eina sem ég fékk að vita var að Ríkislögreglustjóri færi með æðsta lögregluvaldið í umboði Dómsmálaráðherra, dö! En enginn vildi láta mig vita hversu mikið ég þurfti að borga! Fann það svo á endanum, en áðurgreindar upplýsingar voru mun mikilvægari að áliti þeirra þarna sem settu upp heimasíðuna.

Ég keyri allavega ekki meira í kvöld, nema í glasi.

Þetta er Ísland manstu?
Kata Donna frá London var að koma til landsins í gærkvöldi. Hitti hana á MSN í gær. Hún ætlar að fara út að djamma í kvöld en hafði áhyggjur af því að kunna ekki á djammið lengur. Kannski værið búið að loka einhverjum stöðum eða einhverjir nýjir staðir væru orðnir trendý. Hvað meinar hún? Er þetta ekki Ísland? Við höfum verið eins frá því komum hingað fyrst, Dabbi kóngur breytti þessu að vísu, en hún ætti að þekkja það.

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Sönn íslensk sakamál
Íkveikjur og ólögleg áfengisneysla. Þetta virðist hafa verið helstu glæpir á síðustu öld, að frátöldum einhverjum morðum. Morðin virtust hafa verið tilviljunakennd og framkvæmd af geðveiku fólki. Frásagnir af íkveikjum virtust vera eins og brennuvargir segði frá ástríðum sínum. Áfengisneyslusögur voru helstar um það hverjir tóku sopa af hvaða bruggi og í hve miklu magni, hvaða verð var greitt fyrir og hvort fólk hafi orðið drukkið eða fullt. Já, þetta eru sko sönn íslensk sakamál, ég efaðist ekki eitt augnablik.

Handklæði 103
Mamma vildi meina að ég hefði fallið í áfanganum Handklæði 103. Í þeim áfanga var einmitt farið í gegnum hvaða handklæði eiga að vera í Maríubakka og hvaða handklæði eiga að vera í Haga. Einnig var örlítið farið í gegnum hvernig skal meðhöndla handklæði og hvenær þau skulu sett í óhreinatauið. Einungis var kynnt hvaða handklæði á að nota við hvaða tilefni, en ekki farið djúpt í það. Mamma mín er mjög sár yfir því að ég sé búinn að rugla öllu kerfinu og hún er farin að sjá handklæði í Haga sem eiga að vera í Maríubakka. Þetta þykir henni ekki vera skipulag.

Hvað eru aftur margir dagar þangað til?
Var svarið þegar ég spurði Önnu Siggu og Önnu Möggu hvað væri langt þangað til þær myndu prófa að sofa hjá stelpu. Ég reyndi ekki einu sinni að umorða spurninguna. Þetta var vonlaust.
Við þrjú erum einmitt í svona tölvubúðum í stofunni hjá Önnu Margréti, við erum með fartölvur, á netinu, lesa blogg og skrifa. Margt sem við erum að læra, við erum að kenna hvoru öðru á HTML, gestabækur og eitthvað fleira. Við erum svo smart. Vorum að koma af pöbbnum og hvað er betra að gera eftir 3 bjóra en að fara á netið til að perrast í strákum. Ha? Nei, maður spyr sig.

Feng Shui
Ég kláraði Feng Shui bókina mína í dag. Samhliða er ég búinn að vera Sönn íslensk sakamál. Svo virðist vera sem að hér áður fyrr hafi íkveikjur og brunar verið mjög algengir í Reykjavík – og öllum bara alveg sama. Svo virðist einnig vera að ótrúlega miklar rannsóknir hafa verið gerðar á glæpamönnum, hugsunum þínum, tillögum og smáathöfnum. Ég dáist að rannsóknarvinnu höfundarins eða lögreglunnar hér um miðja síðustu öld.

Feng Shui tekur á mörgu skemmtiegum atriðum; líffræði, landafræði, byggingafræði, viðskiptum, markaðsfræði, fjármálum, félagsfræði og fjölskyldufræðum. Svona til þess að segja ykkur basic þá snýst þetta allt um chi en það er til jákvætt og neikvætt. Það sem við reynum að leitast við er að skapa jákvætt chi og hindra neikvætt chi í líkama okkar og umhverfi.

Chi skiptist svo upp í yin (kvenkyns orku) og yang (karlkynsorku). Hin gullna meðalleið er svo að skapa jafnvægi á milli yin og yang. Þetta gæti hljómað flókið, en er það alls ekki. Ef við höfum ekki jákvætt chi og jafnvægi milli yin og yang gætur það komið út í veikindum, slæmum fjárhag eða ósættum. Ef manneskju vantar til dæmis yin (kvenorku) en það getur komið út í hitakófi, slæmri húð, minnkuð geta fyrir andlegt og líkamlegt álag ásamt fleiru. Er þá fólk hvatt til þess að auka kvenorkuna í kringum sig með því að auka yinríka hluti í kringum sig, borða yinríka fæðu (t.d. ávaxtasafa, grænmeti, melónu, mjólkurmat og te) og síðan er karlmönnum ráðlagt að hafa mök við konur. Hvað er það? Ef konu vantar yin er henni þá ekki ráðlagt að sofa hjá konu? Sjá ekki allir gallana á þessari 8000 ára speki Kínverjana?

Það smartasta í þessu öllu væru pikkupplínurnar sem myndu koma hjá lesbíum þegar þær reyna við bisexual konur eða straight. Ég alveg heyri Jóhönnu segja eitthvað á þessa leið: Æi, ertu eitthvað slöpp? Mér sýnist þig vanta eitthvað yin í þig! Vantar þig hjálp við það?

Færeyskir dagar
Ég komst að því að Gummi frá Minni-Mástungu var einn af þeim sem gerði Tjaldinum lífið leitt í Ólafsvík um síðustu helgi með flöskukasti. Gummi er einmitt af þeim ættum sem kasta mikið af flöskum. Ef einhver vill fá heimilisfangið hjá Gumma til að lumbra á honum, hafi samband.

Konuþörf
Ég er kominn í algjöra konuþörf. Ég er farinn að sofa í náttfötunum sem hún svaf í seinustu nóttina áður en hún flutti úr landi. Mér líður eins og ég sé væmnasta drós í heiminum. En svona er þetta nú samt. Í dag eru það bara 51 dagur í að ég hitti hana. Ég alveg skelf við tilhugsunina.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Kom út úr skápnum í Icelandairflugvél
Gaman þegar maður flýgur heim og þekkir um það bil alla sem ætla að fljúga með vélinni heim. Fyrrverandi biskup Íslands og fylgdarlið sá sér fært að flýga með mér heim. Tveir hommar á fremsta bekk voru mættir og stelpa sem ég einu sinni kyssti á balli. Verst þótti mér að hún var sú eina sem vildi kannast við mig. Ég vildi einmitt þekkja alla aðra en hana! Furðulegt hvað svona getur verið vandró. Þegar ég var að tjekka mig inn þá átti konan bara laus sæti í miðjusæti og aftarlega. Hvort hún ætti gluggasæti? Gleymdu því!

Ég talaði því aðeins við hana, notaði nokkra Dale Carnegie/Brian Tracy takta til þess að fá kerlinguna með mér í lið. Það endaði með því að hún sagðist ætla að gefa mér boarding pass en síðan þegar ég tjekkaði mig inn myndi bíða nýr boarding pass eftir mér með gluggasæti eins framalega og hún mögulega gæti. Ég hélt að sú gamla væri að grínast eða reyna losna við mig á auðveldan hátt. Síðan bíð ég röðini með hommsunum, biskupnum og liðinu þegar skyndilega er kallað: Mr. Kristmundsson please report to the gate imeadilatly! Þar stóð gellan tibúin með nýjan boarding pass, blikkaði mig og hleypti mér strax inn í vélina. Mér leið eins og donnu.

Mér leið jafnvel enn betur þegar gellan hún Birna Sigfúsdóttir kom til mín og kyssti mig þegar hún var að koma inn í vélina. Við vorum heilmikið að tala en hún hafði verið á einhverri ráðstefnu í London, eitthvað svipuðu og Brian Tracy eða Dale Carnegie. Hún er að fara aftur á ráðstefnu í Mars og er að reyna draga mig með. London? Auðvitað kem ég með!

Ég og Birna Birna töluðum mikið saman, enda höfum við gengið í gegnum margt saman hjá Dale Carnegie. Hún tjáði mér meðal annars að hún héldi að hún væri búinn að upplifa tilfinninguna um að koma út úr skápnum. Hún sagðist vera nokkuð viss um hvernig sú tilfinning væri en hún hefði upplifað það þegar hún hætti að vinna fyrir Herbalife. Léttirinn hefði verið svo mikill að henni hefði liðið eins og nýjum homma eða í dömubindaauglýsingu.

Afmælisbörn
Sumt fólk sem á afmæli er rosalega upptekið. Sumir eru erlendis og svara ekki þegar maður hringir í þá aðrir eru í verslun - kaupa föt - þó að ég hafi hringt frá London. Bjarni og Rannveig til hamingju með afmælið á laugardaginn.

Öskubuska
Í kvöld verður Öskubuska heimsótt. Eftir grillhátíð í Búrfelli ætla ég og Anna Magga að fara heim til hennar og gera drottningu nr. 1 tilbúna. Síðan förum við heim til mín að gera mig tilbúna. Ætli klukkan verði ekki orðin tíu þá en þá ætlum við á Stóra-Núp til Önnu Siggu og bíðum í svona tvo tíma eftir að þriðja drottningin geri sig tilbúna. Öskubuska mun svo dæla í okkur bjór á Brjánsstöðum.

Smásaga
Lét verða úr því að kaupa mér diktafón í fríhöfninni á leiðinni út. Ég held að þetta hefur verið gáfulegasta fjárfestingin mín til þessa. Það hafa svo margir verið að hvetja mig til þess að skrifa bók/sögu þannig að ég gekk í það verkefni í lestum og flugvélum að upphugsa karektera og flækjur! Alltaf þegar mér datt í hug ný hugmynd tók ég diktafóninn úr vasanum og tók hugmyndina upp. Í allan gærdag hlustaði ég á hugmyndirnar mínar og skrifaði þær niður. Söguþráðurinn er búinn að vera í vinnslu í dag. Ég ætla samt að hugsa um smáatriðin þegar sjálf skrifin fara fram. Núna er ég helst að ákveða hversu löng þessi saga á að vera. Smásaga eða örsaga kemur ekki til greina. Ætti ég að reyna toppa Harry Potter í lengd eða halda mig við Guðrúnu Helgadóttur-lengd?

Sprell
Í dag er sprell-dagur í Búrfelli. Öll vinna er búinn klukkan tíu, nema jú, ekki í Þjóðveldisbænum! Núna eru allir í ratleikjum, kollhnísum og stórfiskaleikjum. Ekki er hægt að kóróna daginn betur en að vera með hoppkastala á svæðinu, boxhring, teygjuhlaup, trampólín og sætan strák að sunnan til þess að stjórna þessu öllu saman. Ég eyddi öllu hádeginu mínu í að prófa tækin og gera mig að fífli. Anna Björk skoraði mig á hólm í boxi í hringnum sem var uppblásinn og erfitt að labba. Enn erfiðara var að vera með boxpúðana sem voru á stærð við 8 ára barn á hvorri hendi. Það leit út fyrir að við værum bæði í glasi. Ekki versnaði það svo þegar við vorum búin að hamast í ákveðna stund þá rifum við af okkur hanskana og fórum að slást berhent. Við vorum kannski orðin fullæst, enda bæði miklar keppnismanneskjur. Anna Björk endaði leikana með því að gera tilraun til þess að vana mig. Það endaði þannig að ég fór að orga og sá stjörnur. Lagðist niður og átti erfitt með gang. Ég hélt að núna væri öllu sprelli alveg lokið. Ég er samt betri núna - takk. Versta við þetta allt saman var samt ekki verkurinn heldur sú staðreynd að sæti strákurinn sem sá um tækin hætti að horfa á mig - grátur.

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Kata Don
Lenti á Stansted London klukkan 11:00 á mánudagsmorgni. Hitti Kötu á Liverpool Street Station klukkan 13:00. Við fórum í lunch og grunur minn fékkst staðfestur um að Kata væri DONNAN. Förum seinna mikið nánar út í það. Hún tók mig á staði þar sem fræg afmælisbörn borða á eins og Bjarni Snæbjörns og fleiri frægar Hollywood-einingar. Westminister, parísarhjól, Benni frændi, garður, Thames og fleiri staðir urðu fyrir valinu. Við sátum heillengi og spjölluðum. Takk Kata takk fyrir að hitta mig!

Af engri sérstakri ástæðu fórum við að ræða það hvernig það væri að vera heimsborgari og við skiptumst á ferðasögum. Næst var rætt hvað væri framundan. Þið munið kannski að ég fer til Berlínar 2. ágúst og kem heim 8. ágúst. Ekkert mál þið vitið. Kata sagði mér einmitt að hún væri að fara til Berlínar í ágúst. Strax vakti það áhuga minn. Hún ætlaði að vera í tæplega viku og fara fyrstu vikuna. Ha? Jú jú ekkert mál. Hún fer einmitt líka 2. ágúst frá London til Berlínar alveg eins og ég! Við ætluðum því að hittast á Stansted. Seinna kom í ljós að við ætluðum bæði að fara með kvöldflugi og því fór þetta að verða svolítið spennó. Hvað átti hún við? Þið trúið því aldrei þegar ég segji ykkur að við fljúgum bæði með AirBerlín. Það eru nefnilega meiri líkur á því að vinna í lottó heldur en að lenda með Kötu í flugvél til Berlínar!

Ég prófaði mig í underground kerfi London. Flókið fyrstu 5 mínúturnar þegar maður stendur í paniki á brautarpalli og hefur horft á 3 lestir fara framhjá. Maður er bara of hræddur til þess að stíga inn því satt best að segja veit maður ekkert hvað er að gerast. Þá er alltaf gott að spyrja starfsmenn sem eru bæði sætir og elskulegir. Það lá við að ég spyrði hann hvort að hann ætti mikið eftir af vaktinni sinni. Lét það eiga sig til þess að missa ekki af flugi.

FFH
Ný merking á þessari skammstöfun: Föstudagur frá helvíti. Ég myndi ekki óska neinum að upplifa hann.

Síðasta föstudag var ég staddur í Boscome en þar býr Vala systir núna. Ég vaknaði rétt fyrir klukkan sjö um morguninn til þess að kveðja Völu og Hanne, finnska stelpu sem býr með henni. Þegar þær voru farnar fór ég að pakka niður, þvo mér og taka til í herberginu þeirra (þetta er Monicu sjúkdómurinn minn muniði!). Ég átti miða með rútu frá strætóstoppustöðinni klukkan 09:15. Ekkert mál. Ég var mættur þangað klukkan 08:45 með allt mitt hafurtask (nú hafði farangurinn náð 18 kílóum). Þegar klukkan var orðin 09:30 kom rúta en ekki mín rúta. Ég ákvað því að spurja rútubílstjórann hvort hann vissi eitthvað um rútuna mína, hann leit á miðann minn, hló og sagði að þessi rúta stoppaði ekki hér þó að það stæði augljóslega á miðanum. Hann snéri sér við og fór inn í rútu, var nú samt svo vingjarnlegur að segja mér að hann væri á eftir áætlun áður en hann lokaði hurðinni á rútunni. Mér leið svo miklu betur! Takk þú þarna breski rútubílstjóri.

Ég var kominn með púls upp á 550 á mínútu, kökk (ekki þennan góða) í hálsinn, hnút í magann og æðahnúta. Ég fann það að eftir korter væri ég kominn með gyllinæð. Þegar líkamsástand mitt var komið í hnút birtist rúta og ótrúlega vingjarnlegur stewardess steig út, svipti af mér töskunum, strauk á mér upphandlegginn og afsakaði hvað þau væru sein. Næst tók hann miðann úr höndunum á mér, leit á hann og sagði: “London! So you are going the long way!”

Á næstu fjórum tímum heimsótti ég alla helvítis smáskurði á öllu Suður-Englandi. Þegar ég mætti í London um 14:00 áttaði ég mig á því að ég hafði hvorki vott né þurrt fengið mér síðan kvöldið áður og það hafði verið áfengi. Maginn var farinn að segja til sín þannig að ég lofaði mér því að stoppa á kaffihúsi, fá mér kaffi og eitthvað að borða. Örlögin höfðu eitthvað annað í huga. Ég stíg út úr komustöðina og sé hvar rútan mín til Stansted er að fara af stað. Ég hleyp af stað og allir þrjár töskurnar mínar eru í láréttri línu á eftir mér. Það hefði verið gaman að sjá það. Næ að stoppa rútuna sem tekur mig um borð en festir mig í umferðaöngþveytum og ég skoða breska umferð í þrjá tíma út úr hliðarrútu. Gaman að horfa niður í bíla sem eru stopp við hliðina á manni, maður hefur svo gott útsýni yfir klofið á farþegum. Ef ég taldi rétt þá var bílstjórinn við hliðaina á okkur búinn að stjúka typpið á sér oftar en 50 sinnum áður en hann fór virkileg að nudda það.

Kominn á Stansted loksins og ákveð að drífa mig fyrst í Check-In áður en ég setjist niður til þess að fá mér kaffi og eitthvað að borða. Check-In tók um það bil 30 mínútur. Núna voru um það bil 90 mínútur í flugið til Bilbao. Settist niður og pantaði allt sem mig langaði í. Afgreiðslufólkið hélt örugglega að ég væri að panta fyrir her manns, því þegar ég pantaði kaffi þá spurðu þau fyrir hvað marga! Ég ætla ekki að láta það fylgja með hvað ég pantaði.

Búinn að borða og ég var búinn að læra af deginum að nú yrði ekkert slórað. Hausverkur, mígreni og þreyta var alveg að segja til sín eftir 8 tíma í rútuferðum allan daginn í hita og loftleysi. Það er bara alveg passlegt að bíða í 40 mínútur myndi ég segja til þess að komast í gegnum vegabréfs og töskuskoðun. Hliðið mitt pípti á mig og þess vegna ætlaði ég bara að gera það á gamla íslenska mátan að taka af mér beltið og fara aftur, en þau létu eins og ég væri að koma sprengju fyrir. Ég varð að gjöra svo vel að standa kjur með hendur og fætur út í allar áttir á meðan Bretinn þuklaði á mér öllum. Það sem var mest sjokkerandi var að ég hefði getað verið með vasahníf hjá pungnum og skorið flugfreyju á háls í fluginu. Vildi samt ekkert benda honum á það.

Eftir mikið labb, lestarferð í rétt terminal, marga stiga og ganga var ég kominn í rétt gate – að ég hélt. En þá hafði verið breytt um gate þannig að núna varð ég að finna allt upp á nýtt. Rétt náði út að gatei og út í vél. Síðan líður og bíður. Allir komnir en það er eitthvað að. Munum að þetta er 4. júlí, dagur Bandaríkjanna. Er ég sá eini sem held að svoleiðis dagur sé fullkominn fyrir hryðjuverkaárásir? Kapteinninn (sem var mjög sætur, hann kom í farþegarýmið) og sagði okkur að einn farþeginn væri týndur, en hann hafði snúið við því hann hafði týnt vegabréfinu sínu og var þess vegna ekki hleypt í vélina. Vesen. Fyrir hönd EasyJet var borin fram afsökunarbeiðni og bla bla. Síðan fóru þau að leita að farangrinum hans. Þegar hann var loksins fundinn þá birtist gæinn. En tökum eftir því að allan tímann var ég svo drulluhræddur að mig svimaði, ég hélt að ég sæti á sprengju. Það sem bjargaði mér var að það eru bara strákar sem vinna hjá EasyJet og þeir virðiast hafa það áhugamál að vera í alltaf í ræktinni og ljósabekknum þegar þeir eru ekki að vinna. Ég hefði þó allavega getað dáið með bros á vör og blik í auga.

Þegar ég lendi í Bilbao um klukkan 21:00 taka á móti mér 3 Baskar og 2 Danir. Síðan tekur við 40 mínútu akstur til San Sebastian á hraðbraut þar sem hámarkshraðinn er 120 km/h en þeir töldu það ekkert eftir sér að keyra á 160 km/h. Við tókum meira að segja fram úr tveimur blikkandi sjúkrabílum. Það eru ekki margir sem leika það eftir!

Klukkan er orðin 02:00 þegar þeir eru loksins búnir að sýna okkur borgina, en Baskarnir héldu að það væri sniðugt og skemmtilegt eftir svona langa ökuferð. Ég læt það vera. Loksins kemst ég í hótelherbergið í sturtu og sofna. FFH að baki.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Klúður Elín klúður!
Vá hvað það er leiðinlegt að ég hafi verið búinn að loka á þig þegar þú komst á laugardaginn. Þú hefðir endilega átt að hafa samband. Ég var að djamma og kíkti meðal annars á Flúðir. Það hefði verið gaman að kíkja í glas, eða hreinlega hangið lengur í bænum til að hitta þig. Vona samt að ég hitti þig eitthvað í sumar.

Út vil ek
Þá kveð ég ykkur í bili elskurnar mínar. Ég lofa ekki að blogga úti en ég geri það ef ég sé tölvu að sjálfsögðu. London, Bournmeouth, Boscombe, Bilbao og San Sebastian bíða mín núna næstu sex daga með hjálp Icelandair, Easyjet, lesta, rútna og einkabíla. Ég hlakka til. Ég eyddi deginum í dag með því að láta konuna í Borgarleikhúsinu hlæja að mér þegar ég reyndi að kaupa miða á Grease í júlí. Allt uppselt, hún vildi ekki einu sinni að leyfa mér að sitja á gólfinu. Þegar bauðst til þess að vera bara á bakvið, þá leit hún pent yfir gleraugun sín eins og það væri móða á þeim. Ég skildi hana. Í dag var sól á Selfossi en hvergi annars staðar, jafn sjaldgæfir hlutir og að Haukur Agnars hygli núverandi ríkisstjórn.

Haukur minn, það er nú bara þannig að þú samþykkir núverandi kerfi en ert með tillögur að betri útfærslu, eins og við öll. Grunnurinn riðar til hjá þér og því er ekkert að byggja ofan á. Ég spyr mig nú samt, ég er flokksbundinn í einum flokki, en sá flokkur er í stjórnarandstöðunni en undanfarið hef ég talað mjög mikið með málefnum ríkisstjórnarinnar. Samt tel ég að við höfum fengið yfir okkur hræðilega ríkisstórn núna. 12 ár voru greinilega fín en guð hjálpi okkur frá Framsóknarmönnum. Mér líkar hreinlega ekki fólk sem er bara með þá stefnu að ná völdum. Aðrir hafa málefni, skoðanir og drepast fyrir þau. Framsókn drepst bara ef hún lendir í stjórnarandstöðu. Þess vegna vildi ég sjá Dabba og Sollu giftast. Ég fæ bara því miður ekki allt.

Annars hitti ég Héðinn í kvöld. Héðinn er þessi maður sem er alltaf spennandi sætur og skemmtilegur. Það var lítið að frétta af honum. Þ.e. úr einkalífinu, ég og Héðinn ræðum lítið annað. Hann sagði mér samt að hann hefði bloggað og það kom alveg glampi í augun, stolt í röddina og ef hann myndi nota gleraugu þá hefði hann nagað spangirnar. Ánægjan leyndi sér ekki. Ég flýtti mér svo mikið heim til að lesa að ég var nærri búin að bana gamalli konu sem gekk yfir götu. Opnaði netið og las eintómt bull hjá honum. Ég skildi það nú samt. Like one mind girls!

Núna er klukkan orðin rúmlega eitt og ég er búinn með eitt Toblerone og bjór. Ég þarf að eignast fleiri næturhrafna að vinum. Ég á eftir að pakka niður, en ætla að horfa á eina Friendsspólu í viðbót. Kannast einhver við þessa stemningu, t.d. Ási? Sex tímar í flug og ég er að drekka áfengi, án þess að hafa pakkað niður! Það hljómar eins og að konan sé hjá mér.

Hafið það rosalega gott án mín rjómabollurnar mínar! Ég hef eina góða gjaldeyriskaupasögu handa ykkur þegar ég kem heim og er ekki upptekinn í Toblerone og Friends. Pínu einmana og sad núna, I know!