laugardagur, apríl 29, 2006


Hann var pirraður...
...lögfræðingurinn sem ég talaði við í dag. Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem að verkalýðsfélagið útvegaði mér til þess að stefna fyrrverandi vinnuveitandanum mínum vegna vangoldinna launa sumarið 2004. Fyrirtækið var komið á hausinn og því þurfti að lýsa allt upphugsanlegt og óupphugsanlegt á hausnum áður en hægt væri að ganga með þetta allt sinn venjulega leið. Svo klikkaði eitthvað hjá Ábyrgargðarsjóði, sem ekki skilaði sér til verkalýðsfélagsins þannig að lögfræðingurinn minn fékk aldrei neitt um "klikkið" að vita. Á meðan krafðist skatturinn að ég greiddi vangoldinn skatt af þeim launum sem ég aldrei fékk, það mátti ekki bíða. Það er því að verða ár síðan ég greiddi skattinn af þeim launum sem ég aldrei fékk en aldrei koma launin, út af þessu klikki. Það nefnilega þurfti að setja upp nýtt ferli. Eitthvað gleymdist að lýsa gjaldþrota en vegna þess dagaði málið uppi í stofnuninni.

Annað samstarfsfólk mitt fékk launin fyrir mánuði síðan. Vinnumálastofnun vill meina að ég fékk mín laun líka greidd þá, þó að bankareikningarnir mínir vilji ekki kannast við slíkt. Enginn vill neitt fyrir mig gera; ekki Vinnumálastofnun því hún er víst búin að borga mér og ekki vill lögfræðingurinn minn gera neitt fyrir mér, því hann hefur skjal upp á það frá Vinnumálastofnun að þessi krafa sé greidd.

Steininn tók út þegar ég fékk að vita að Vinnumálastofnun vildi meina að hún hafði greitt mér 36.000 krónur, þegar krafan mín hljóðaði upp á tæp 200.000 auk vaxta. Ætli þau hafa bara borgað mér dráttavexti fyrir tvö ár, án höfuðstólsins og án þess að borga það í alvörunni?

Ég veit ekki hvað ég á að gera. En ef að Róbert Spanó er enn aðstoðarmaður Umboðsmanns Alþingis, ætla ég að biðja um fund með honum, því hann er svo fallegur að ég á eftir að róast strax við það og þegar hann byrjar að tala á mér eftir að vera alveg sama um þessa þúsund kalla... (krónur og menn).

Lögfræðingurinn og Vinnumálastofnun halda greinilega að ég sé með svo miklar innborganir í hverjum mánuði að ég verði ekki var við þó að eina vanti...

Meðfylgjandi mynd var tekin í vaktafríi mínu þegar ég bauð strákunum í dekur á vinnustaðnum sem skuldaði mér pening. Síðar komu Þórir, Vigdís og Héðinn í ógleymanlegt kvöld, þar sem ég veitti einni konu og tveimur vinum mínum fullnægju sem þau tala enn um...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Verkefnalisti síðustu helgar
* Var í átta tíma heimapróf í Árnagarði með kaffijógúrt, tölvu, bækur og ostaslaufu að vopni. Tölvukerfi háskólans lá niðri fyrstu tvo tímanna sem skapaði bara ágæta stemning.
* Vann níu tíma vinnutörn á árshátíð ÍTR, furðuleg blanda af starfsmönnum frá sundlaugum, frístundarheimilum, félagsmiðstöðvum og skíðasvæðum.
* Heimsótti Önnu Völu, átum og skoðuðu nýju húsgögnin.
* Þvoði 12 vélar af þvotti.
* Heimsótti tvö afmælisbörn.
* Bakaði 26 hringja kransakaka fyrir fermingu systur minnar, reyni að toppa fermingarbarnið sem er að sauma fermingarkjólinn sinn sjálf.
* Fór á sýninguna Sumar 2006 í Laugardalshöll, kynnti mér fasteignir á Spáni, heitan pott og sólstól í ímyndaðan sumarbústað minn, nuddstól, svuntur, sæta stráka, útvörp og nýtt tímarit.
* Fór í hreinsun og apótek.
* Horfði á væntanlegt fermingarbarn lenda í 2 sæti á Íslandsmeistaramóti í körfubolta.
* Braut saman þvottinn.
* Drakk nokkur glös af púrtvíni yfir kransakökubakstri. Fór síðar á Vegamót með Rögnu frá Manchester og Ólöfu Júl, þar voru nokkrir kokteilar drukknir og léttvín. Meira púrtvín þegar heim var komið ásamt baðferð.
* Öryrkja- og hommahöllin að Hringbraut var ryksuguð eins og hún leggur sig.

Ef einhver var að velta því fyrir sér af hverju það snjóaði í morgun, þá er ástæðan sú að ég fór á sumardekkin í gær. Hef í dag lesið of mikið um konur í sveitastjórnum. Ætla á morgun að skrifa um stefnumótun í Umferðaröryggisgæslu og koma með tillögur í þeim efnum samkvæmt nytja og gróðastefnu (sk. Velferðarhagfræði).

Í lokin langar mig að benda öllum prestum á að smella á þennan tengil. Hér eru jafnvel ónýtt tækifæri fyrir þá.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Brussel
Meiri myndir og þessar eru frá henni Írisi, en ég og Íris deilum afmælisdegi og áhuga á sætum strákum. En bara annað okkar á barn.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hver er þetta?
Prófið að smella hér og giska á hver er í svona sætum bleikum bol. Ef þið náið því fljótlega þá kannski veltið þið fyrir ykkur tungumálinu. Ég er nú ekki flúent... en kannski svona ágætlega sjoppufær - hef lært þetta yfir nokkrum bjórum.

Fleiri myndir
frá Brussel hér.

Annars var ég að velta fyrir mér þessu MBA-námi í Háskóla Íslands. Þessi vangavelta mín hefur verið að veltast um í maganum á mér eins og þvottur í þvottavél. Ég held að ég sé búinn að velta öllum hugsanlegum hliðum málsins upp en samt er ég ekki kominn að neinni niðurstöðu. Þannig er að nemendur sem eru nú að útskrifast í fyrsta skipti með MBA meistaragráðu í Háskóla Íslands stilltu sér upp til myndatöku sem notuð var til þess að auglýsa námið og þetta nýja fólk á atvinnumarkaðnum.

Og ef ég væri að ráða fólk til mín, myndi ég útiloka þetta fólk sem er að útskrifast með þessa gráðu. Því að minnsta kosti annað er að klikka: fólkið eða námið. Þetta fólk á að vera komið með Master í Business Administration en nær ekki einu sinni að stilla sér sómasamlega upp fyrir myndatöku. Þið ykkar sem hafið útskrifast úr menntaskóla í Reykjavík munið örugglega eftir myndatökunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans. Stelpurnar standa í fremstu röð og strákarnir aftar. Og þannig stilltu meistaranemar sér upp fyrir myndatöku.

Fólk sem er búið að veltast í gegnum grunnskóla, framhaldsskóla, grunnnám háskóla og svo meistarastig - ætti að vera búið að læra að setja upp kynjagleraugun. Þess vegna myndi ég leita að þeim nemanda sem hefði neitað að taka þátt í myndatöku með þessari gömlu uppsetningu á fólki, þar sem þarf að "monta" sig af þátttöku kvenna, skilja kynin að og viðhalda gömlu kreddugildum um kynin, þar sem karlar þurfa að haga sér "karlmannlega" með því að hleypa konunum fremst - með skartið og litina - en standa svo sjálfir aftast í svörtum fötum, og einlitum bindum.

Höfum við þá gengið til góðs...?

mánudagur, apríl 10, 2006


How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 47

You will die in a horrible ping pong accident

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis

sunnudagur, apríl 09, 2006

Hefur þú..
(x) reykt sígarettu
( ) klesst á bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n
(x) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi (ekki alvarlega sko)
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik - já Hlé, ég VERÐ að krossa hér :) svindlaði síðast á föstudaginn...(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum - báðum stöðum
(x) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu-
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) verið gagntekin/n af post-it miðum
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
( ) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér - og kastað upp blóði...
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
(x) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Með allt niður um sig
Ég skulda. Og ég skulda heilan helling, ég skulda blogg, ég skulda pening, ég skulda afsakanir, útskýringar, heimsóknir, matarboð, kossa og kelerí, ritgerðir, heimalestur, skúringar, þvott og fleira. Annars er ég líka búinn að vera duglegur við allan fjárann og það ætla ég að segja ykkur frá.

Meginlandsflakk
Í síðasta mánuði fór ég til Brussel, Delft, Amsterdam og Parísar. Hér og hér má sjá myndir úr þeirr ferð, líklega verða fleiri myndir komnar upp seinna.
Ég var nákvæmlega 24 tíma í París, 6 tíma í Delft og tvo tíma í Amsterdam. Við keyrðum um á Citroën svipuðum þessum. Í Delft hittum við mikið af hommum og skoðuðum markaðinn (þá meina ég ávaxtamarkaðinn), versluðum mikið af bakarísdóti og túlípana til þess að taka með til Parísar. Á leiðinni til Parísar stoppuðum við á snilldar Belgískum fast-food veitingastað sem heitir Quick (eftir að hafa lent í umferðarstíflu í nærri klukkutíma). Þegar við gengum þar inn, tókum við að skima eftir klósettinu og þurftum því að horfa innan um þessa þrjá sætu stráka sem hófu að fylgjast með okkur. Þegar við höfðum séð klósettið og gengið þar inn gengu þeir þar á eftir okkur, buðu okkur kynlíf. Það var þá sem ég ákvað að fara frekar í læstan klefa á klósettinu heldur en að míga í pissuskálina, sem var annars mjög smekkleg og álitleg.
Þegar í París var komið tók það ekki meira en tvo tíma að finna bílastæði, enda laugardagskvöld. Við vorum búnir að keyra í gegnum mörg glæpagengin og horfðum upp á einn hvítan bíl vera rifinn í sundur og hlaupið í sitthvora áttina með partana. Klukkutíma síðar vorum við svo mætt í Mojito á heitasta hommastaðnum í "mýrinni".
Herbergið sem ég fékk í París (heima hjá vinkonu vinar míns) var á 7. hæð í tveggja hæða penthouse-íbúðinni. Ég fékk einkaherbergi og einkabað, en af svölunum mínum hafði ég útsýni yfir garðinn og eiffell turninn.
Þegar ég kom heim af djamminu var því alveg kjörið að sitja einn úti á svölunum (sem voru nógu stórar til þess að halda þar almennilegt sveitaball) á stólnum, vatnsglasið og njóta útsýnisins, köldu golunnar, einn með hugsunum sínum. Mér fannst ég heppinn.
Dagurinn á eftir, sunnudagur, fór í síðdegisdrykki, búðarráp og aðra merkilega hluti. Um kvöldið fórum við á rúntinn í París, þessi rúntur gæti vel heitið "París á tveimur tímum" en Ásdís skvísa kom með okkur í þennan rúnt. 18 hringir í kringum Bastilluna var toppurinn á "rúntinum" en París var svo yfirgefin á hápunkti stúdentaóeirða, lögreglumanna og blárra ljósa út um allt.
Tölulegar staðreyndir um París:
Fjöldi drykkja drukknir: á annan tug
Fjöldi hringja í kringum Bastilluna: 18
Fjöldi skipta í Metro: 1
Fjöldi kaffibolla: óendanlegir
Fjöldi sætra stráka: óendanlegir
Fjöldi heimsóttra bakaría: öll nema tvö
Fjöldi klukkutima í París: 24

Í Brussel var nóg að gera og eftir akstur frá París til Brussel, bensinstopp á skuggalegum stað og skoðunarferð í miðbæ Brussel (með stuttu stoppi á skemmtistað þar sem við vorum á gestalista) var ég kominn upp á hótelherbergi og upp í rúm til Evu milli 2 og 3 um nóttina. Næstu nætur átti ég eftir að eyða nóttunum með Evu og þær áttu eftir að vera skrautlegar. Við áttum eftir að taka hvort annað í hælkrók, ég átti eftir að vakna við það að hvíla höfuðið mitt á öxlinni hennar og strjúka henni bakið, hún átti eftir að vakna við það að ég drægi af henni sameiginlegu sængina okkar, ég átti aldrei eftir að verða var við þegar hún kom dauðadrukkin heim.

Brussel var mjög fín og við áttum góðar heimsóknir í stofnanir þar sem vel var tekið á móti okkur og góðan frítíma. Í heildina séð myndi ég lýsa restinni af vikunni (sem að hluta til endurtók sig gagngert): hermenn, kokteilar, snittur, sendiherrar, ritarar, bílstjórar, rútur, matur, áfengi, göngutúrar, labb, evrur, drykkjuleikir, lestur, sturtur, krem, ávaxtasafar, krossant, metró, nýjir skór, ný föt, verslunarferðir, rauða hverfið, homma staðir, skemmtistaðir, veitingastaðir, franskt áfengi, stroh, síðdegisdrykkir, hádegisdrykkir, ákavíti, mjólkurhristingur, þjórfé, finnar, írar, danir, skotar, kossar, strokur, dansar, salsa, tilboð, splæsa, trúnó, klósettpappír, lögregla, hávaði, kasta upp, lögreglu-micrabíll, matvöruverslanir, franska, kurteisi, ratleysi, rýmisgreind, þynnka, spurningar, vangaveltur, lestardyr, stundvísi, óstundvísi, leiðtogafundur, lögreglubíll, lögregluþyrla og súkkulaði.

Vandræðalegasta stundin var þegar við horfðum á alla þjóðarleiðtogana keyra til og frá leiðtogafundi ESB. Með í för voru margir lögreglumenn, ýmist á hjólum, bílum eða þyrlum. Við, stjórnmálafræðinemar frá Íslandi, hlupum á eftir bílunum eins og hundar í sveitinni - þangað til við sáum þyrluna, þá var myndavélunum beint upp í loftið og við farin að hlaupa blint á eftir þyrlunni. Belgískum manni þótti við fyndin, skrúfaði niður bílrúðuna sína (enda búið að stoppa alla umferð) - "you dont have to run, its just a helicopter!!!"

Fyndnasta stundin var þegar ég lá í götunni, kastaði upp blóði og reyndi að ná andanum eftir að hafa hlegið of mikið. Lögreglubíll kom aðvífandi og vildi meina að við hefðum verið með læti, vafalaust.

Hollywood stundin hefur verið þegar við vorum nokkur sem misstum af hópnum vegna "sliding doors" en lestarhurðin lokaði á okkur, skildi þannig ólíklegasta hópinn að frá öðrum meðlimum ferðarinnar, en varð án efa til þess að dagurinn og kvöldið var það eftirminnilegasta í ferðinni.

Takk allir ferðalangar mínir fyrir yndislega ferð!


Það sem er framundan er að baka kransaköku handa litlu systur, baka amerískar pönnukökur, baka skinkuhorn og fleira. Héðinn og Þórir, þið vitið hvaða einkenni þetta er og því þarf ég hjálp.