fimmtudagur, október 30, 2003

Hata blogger
Er að fara út á völl. Skrifaði hér í 20 mínútur. Eitthvað fór úrskeiðis. Ef ég geri það aftur missi ég af flugvélinni. Later.

mánudagur, október 27, 2003

Frænkuboð
Fór í kaffi til Áslaugar frænku um daginn. Áslaug frænka er sextug kona, tvíburasystir ömmu minnar, og helvíti töff. Kom í heimsókn og hún var búin að hella upp á mokkakaffi handa mér. Síðan var að sjálfsögðu súkkulaði með, en hún vinnur í NóaSiríus. Síðan er maður leystur út með gjöfum, súkkulaði og sælgæti. Maður gerir allt of lítðið af þessu.

Alþjóðlegur dagur sambýlisfólks
Ég og Bjarni héldum upp á daginn í gær. Bjuggum til pizzu alveg frá grunni, ég útbjó botn og sósu. Ég setti tómatpurre, hvítlauk, ólífur og mikið af kryddi. Þetta gaf pizzunni mikinn karakter. Gaman að því. Enn þá í dag er ég að súpa seyðið af því að hafa sett mikinn hvítlauk. Vaknaði meira að segja við það að hvítlaukslyktin vall upp úr mér. Tilfinningin var samt meira að einhver trukkur hefði keyrt fram og til baka á mér, verð að fara minnka þessa hvítlaukslykt. Var það ekki ég sem var líka að kvarta undan makaleysi? Spurning um að taka allt í endurskoðun.

Á meðan undirbúningi að pizzunni stóð drukkum við Bjarni hvítvín. Það var ekki Planeta í þetta skiptið, en gott samt. Á eftir fórum við í bíó á myndina Intolerable Cruelty sem var alveg rosalega bandarísk í bland við ást og peninga. Skemmtilegt, held ég. Þar sem við vorum ekki komnir með nægju okkar þá fórum við heim og söxuðum á jólakökubirgðirnar á heimilinu með kaldi mjólk og spólu úr Friendssafninu mínu.

Ég mæli með svona degi sambýlisfólks fyrir alla.

Farandpannan
Það var haldin morgunverðarfundur í Farandpönnunni í gærmorgunn. Það kom á daginn að Héðinn er ekki farandpönnuhafi lengur, sem betur fer. Ég var orðinn svo hræddur að við myndum hittast heima hjá Héðni það sem eftir væri vetrar. Nýi farandpönnuhafinn var meira að segja svo nýriðinn að hann mætti seint á fund með blautt hár... Annars eru mörg teikn á lofti af sex strákum erum 2 að fara á deit í vikunni og 2 að fara til Kaupmannahafnar í kynvillingaferð í viku. Það var ákveðið að vera í sterku sms-sambandi til þess að hægt væri að fylgjast vel með farandpönnuhafanum á hverjum klukkutíma. Núverandi farandpönnuhafi mun því kannski ekkert halda neinn brunch. Næsti fundur hjá farandpönnunni verður 9. nóvember og búið að útvega gestafyrirlesara. Miðað við plön meðlimanna næstu tvær vikur lítur út fyrir að það verði ómögulegt að segja til um hver haldi næstu pönnu.

Verð samt að segja ykkur frá því þegar núverandi pönnuhafi mætti (of seint) á fundinn. Þegar hann var búinn að jarma það út úr sér að hann ætti tilkall til pönnunnar, stóðu viðstaddir upp og klöppuðu fyrir honum. Ágæt hefð verð ég að segja.

laugardagur, október 25, 2003

Laugardagur
Merkilegt hvað lítið verður úr verki hjá manni á laugardögum. Vaknaði í morgun við símhringingu frá húsmóðurinni Pétri, það var um ellefuleytið. Þetta var erfitt þar sem ég var kominn heim klukkan fjögur í gærkvöldi eftir vinnuna. Náði að fríska upp á mig, klæða mig og kveikja á útvarpinu svo áður en húsmóðirin Héðinn hringdi. Hún var líka hress. Stökk svo út að týna upp ruslið í kringum blokkina, gúmmívettlingar og plastpoki var einkenni mitt næsta hálftímann. Merkilegt hvað það getur verið mikið rusl hérna. Labbaði svo út í endurvinnslugám með dagblöð og fernur. Fór í gegnum geymsluna og henti gömlum blöðum, skýrslum og fleira frá grunnskóla og Versló sem ég kem aldrei til með að nota í framtíðinni. Það fór líka út í gám. Labbaði síðan út í búð til þess að versla, mig vantaði eitt og annað til þess að baka jólaköku. Kom svo heim og skellti í jólaköku. Síðan velti ég því fyrir mér, hagsýna húsmóðirin, að líklega væri best að skella í aðra köku fyrst að ofninn væri orðinn heitur, stökk aftur út í búð á meðan jólakakan var í ofninum til þess að geta bakað skúffuköku. Hjartalaga form og muffins varð svo fyrir valinu. Ætlaði svo að skella í brauðvélina en hrærinn er líklega heima hjá Héðni eða týndur, ég baka þá bara bollur í fyrramálið. Héðinn hringdi svo og minnti á Farandpönnuna í fyrramálið, sögur segja að það verði skipti um pönnuhafa, en það skýrist allt á morgun. Ég verð bara feginn ef einhver annar en Héðinn fær pönnuna. Síðan er klukkan allt í einu að verða fimm og ég á að vera mættur í vinnu klukkan fimm. Sem betur fer náði ég að þvo 3 þvottavélar og viðra rúmfötin úti á snúrum. Annars væri ég bara með samviskubit. Ég les í Stebba Ó á morgun, ég skrópaði í bókinni í dag.

Húð & kyn
Jæja ég hringdi í vikunni til þess að fá niðurstöður úr kynsjúkdómatestinu mínu. Koman þangað er nú bara einn brandari út af fyrir sig. Þau áttu meiri von á því að ég væri á seinasta stigi alnæmis heldur en að ég væri bara svona meira að vera öruggur. Ég meina, nýhættur að vera táningur og fara í sitt fyrsta tjekk. Það fannst þeim bara furðuleg útskýring. Ég hlyti að hafa stundað óvarin mök, hættuleg eða eitthvað álíka.

Síðan hringdi ég þetta helvítis símtal. Ég sagði konu að ég væri að athuga með niðurstöður úr rannsókn. Hún bað um rannsóknarnúmerið, kennitölu og nafn. Allt stemdi þetta nú hjá mér. Aldrei í þessa heilu viku hafði ég verið stressaður yfir rannsókninni, en næstu sekúndur kölluðu á bráðamóttöku. Konan sagði, já hérna er þetta, en fór síðan að humma, dæsa út úr sér einsatkvæðisorðum og skilja mig eftir í þögninni. Það var ekki fyrr en ég hafði haldið niðri í mér andanum í svona 20 sekúndur að ég spurði hana hvort það væri ekki allt í lagi. Jú jú elskan mín, allt er fínt, það vantar niðurstöður úr sífilis, þær koma úr næstu viku, hringdu aftur þá. Mig langaði að öskra. Ég gat ekki drukkið kaffi það sem eftir var dags því að adrenalinið var komið af stað fyrir næstu tíu ár. Núna mun ég aldrei hafa áhyggjur af kynsjúkdómum en það er eitthvað sem liggur ennþá yfir hjartanu...

fimmtudagur, október 23, 2003

Ferðamaðurinn
Hafa fleiri en ég áhyggjur af ferðamanninum okkar honum Ragnari?

Pæling dagsins
Þegar ég vaknaði í morgun fóru Bandaríkin í taugarnar á mér. Fór svo að velta því fyrir mér hvað myndi gerast ef allar þjóðir heims myndu setja viðskiptabann á Bandaríkin. Hvaða áhrif myndi það hafa á okkur? Til dæmis mitt persónulega líf? IKEA er frá Svíþjóð, vín frá Ástralíu, bjór frá Danmörku, hommar frá London, hrísgrjón frá Kína, vodki frá Rússlandi, velferðarkerfi frá Svíþjóð, reglugerðir frá Brussel, peningar frá Sviss og kaffihús í París og Ítalíu. Hver þarf Bandaríkin?

Einn ég sit og sauma
Í næstu viku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ef að flugvirkjar fara í verkfall. Annars hef ég aldrei skilið hvað þessir flugvirkjar eru að gera. Til hvers eru þeir, er ekki nóg að einhver hendi töskunni minni um borð, flugfreyjan brosi og flugmaðurinn fljúgi? Svo er líka einhver stétt sem heitir flugumferðastjórar sem er hættuleg stétt fyrir litla heimsborgara. Brr...

Ef það verður ekki verkfall mun ég semsagt eftir nákvæmlega viku sitja í lest frá Kastrup upp á Norreport station. Ég talaði við Svisslendinginn Flo í gær. Hann og Beat lenda klukkutíma á unda mér og Ómari á Kastrup, þeir ætla að fá sér bjór á barnum og bíða eftir okkur. Síðan tökum við lestina saman inn í miðbæ Kaupmannahafnar. Gaman að hittast aftur þarna, en við kynntumst einmitt í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári síðan á ráðstefnunni CpHom02 í Kaupmannahöfn í fyrrasumar. Síðan er ég búinn að hitta Flo í sumar í Berlín og Orio (Baskalandi). Á föstudeginum eftir viku koma síðan Þjóðverjarnir saman á bíl, Britta, Birta og Alex. Allt er þetta gert til að geta verið saman á djamminu 1. nóvember, síðan koma Svíarnir líka sem við kynntumst. Ég er alveg í spreng, ég er svo spenntur.

miðvikudagur, október 22, 2003

Holtið, Jafnréttið og IKEA
Byrjaði í gær á morgunverði hjá Sjálfsbjörgu. Jafnréttis og öryggisnefnd SHÍ langar til þess að bæta aðgengi fatlaðra í Háskólanum, þess vegna er talað við sérfræðinga og hagsmunaaðila. Hitti svo nefndina seinna um daginn. Skemmtilegt fólk enda erum við óvitlaus, fékk meira að segja hugmynd að skáldsögu á fundinum. Mætti ég að nota rétt nöfn í hana?

Fór samt út að borða í hádeginu á Holtinu. Fékk mér risotto í forrétt, barra í aðalrétt og lauk þessu með súkkulaðiköku, kaffi og konfekti. Hérna getið þið skoðað hádegismatseðilinn á Holtinu. Ég er svo mikil frekja, fékk að velja vínið. Valdi ítalskt og vildi hafa það Planetu. Addi vildi franskt, en hann gaf eftir. Síðan fékk ég örugglega besta hvítvín sem ég hef smakkað.

Síðan fór ég með Önnu Völu í IKEA og þar var sko skemmt sér. Ég og Anna Vala förum oft í IKEA. Yfirleitt verslum við mikið en núna versluðum við bara fyrir sitthvoran 2000 kallinn. Við þurfum fljótlega að fara aftur og versla meira, ekki viljum við að IKEA fari á hausinn...

Kvöldinu var svo lokað í Árbæjarlauginni með Brynjari. Nauðsynlegt að slaka á í heita pottinum áður en maður fór heim að jafna út kynorkuna.

Kynorka um miðja nótt
Dagurinn í dag, þriðjudag er búinn að vera viðburðaríkur og skemmtilegur. Núna er klukkan tvö að nótt og ég er að baka tvær jólakökur. Ilmurinn í húsinu er unaðslegur og fátt betra en að lesa "Hugarfar og hagvöxt" á meðan. Mér er alveg sama þó að ég sé í vöðlum til þess að vaða skítinn hérna, núna er bara stemning til þess að njóta bókar og lyktar. Meira að segja eftir smá stund verður nýbökuð jólakaka og ísköld mjólk, rétt fyrir háttinn. Stemningin lætur mann líða eins og í gamla daga þegar maður fékk að gista hjá ömmu, þá fór sko enginn í bólið án þess að fá nýja mjólk, ógerilsneydda og ófitusprengda, með nýbakaðri jólaköku með miklum rúsínum. Ég gleymdi að setja rúsínur í mína, en Vala systir á eftir að líka það betur.

Ógerilsneydd og ófitusprengd mjólk, ég sakna hennar, langar helst að fara austur í sveit núna og fá mér eitt glas. Sjá síðan glasið með taumum af óskiljanlegri mjólk. Hringir og línur út um allt glas. Þetta væri nú líka ekki ferð til einskis, sólargeislinn minn á afmæli í dag, litli bróðir minn. Hann er orðinn tíu ára. Ég hringdi í hann í kvöld til þess að óska honum til hamingju með daginn. Hann hafði átt góðan dag, mamma bakaði pizzu, það var sungið í skólanum, hann fékk gjöf og fór í fjósið með pabba. Samt langaði honum mest í afmælisgjöf að fá að hitta mig. Hann stakk upp á því að hann kæmi til mín á sunnudaginn og væri hjá mér fram á miðvikudag til þess að nýta vetrarfríið sitt hjá mér. Þegar ég eignast börn þá ætla ég að leitast við að kenna þeim að vera svona yndisleg.

Kökurnar eru orðnar fagurbrúnar á lit, komnar fallegar sprungur í þær og þær búnar að lyfta sér svona fínt. Af hverju koma engir gestir á þessum tíma dags?

þriðjudagur, október 21, 2003

Kaldhæðni þjóðfélagsins
Í dag kom reikningur frá Símanum. Ekkert út á það að setja, en með því fylgdi bæklingur "Síminn til þín" eða eitthvað álíka. Þar er náttúrulega verið að auglýsa SkjáTvo eins og svo oft áður. Síðan fór ég að hugsa (já ég setti hugsarann í gang): Var SkjárEinn veldið ekki einmitt byggt upp á stolnum peningum frá Símanum, síðan er hann bara fyrsti samstarfsaðilinn í nýrri útrás? Á að stela meiri pening?

Síðan fór ég að velta Edduverðlaunun, ekki út af Læðunni eða hversu öfundsjúkur ég er er út í Þorvald, formann Samtakanna 78. Edduverðlaunin eiga að vera svona uppskeruhátíð þeirra sem standa sig vel í sjónvarpi og kvikmyndum, ef ég skil þetta rétt. En síðan eru Edduverðlaunin send út í beinni útsendingu, hvað verður þá um tæknimenn og svoleiðis? Komast þeir aldrei á djammið eða eru bara amatörar að sjá um upptöku og tæknistjórn þegar Eddan er?

Dagskrá vikunnar
Í dagskrá vikunnar má sjá Þorvald, formann Samtakanna 78 og kynþokkafyllsta mann landsins saman á Edduverðlaununum. Þorvaldur, ég var búinn að panta hann! Nú máttu vara þig, því þessi maður er minn!

mánudagur, október 20, 2003

Matarendirinn mikli
Endaði svo þetta yndislega landsmót í kaffi hjá Eddu, mömmu Héðins og Siggu. Tilefnið var að ég tók Siggu með mér í Reykjavík eftir landsþingið. Ég held að ég hafi aldrei bragðað jafn góða eplaköku eða Cappucino. Namm namm. Ég ætla að fá mér vinnu á Hvolsvelli næsta sumar og leigja herbergi hjá Eddu. Takk fyrir mig!

Síðan fóru ég og Sigga í bæinn, ég held einmitt að hún sé týnda systir mín, en það er önnur saga. Síðan fórum við að tala um mat. Eftir rúman klukkutíma í keyrslu komumst við að því að það væri sniðugast að fara elda allan þennan mat sem við höfðum verið að tala um. Matarveislan mikla endaði svona:

Lystauki:
Súkkulaðikaka með kremi og M&M

Forréttur:
Brauð í ofni með rifsberjasultu, oregon og camenbert.

Aðalréttur:
Ferskt salat með fetaosti og stórt skornum sneiðum af tómötum
Steikt grænmeti með anís og kjötkrafti
Furuhnetur steitkar í olíu, húðaðar með karamellusósu
Kjúklingabringur makaðar í Dijon sinnepi, aromat og svörtum pipar
Brauðteningar steiktir á pönnu með olíu og salti
Coca Cola

Eftirréttur:
Súkkulaðikakan sem var líka sem lystauki

Eftir matinn:
Bjór á Vegamótum

Morgunmatur:
Heimabakað kúmenbrauð án kúmens
Mjólk

Það eru komnar upp hugmyndir um að ég og Sigga gerum það að atvinnu okkar að elda ofan í annað fólk. Gæti það verið jafn skemmtilegt?

Landsþing homma og lesbía
Jæja, þá er því lokið. Um helgina ræktaði maður hommablómið innra með sér. Það var skundað úr höfuðstaðnum langt út á landsbyggðina eldsnemma á laugardasmorgni til þess að eyða rúmum sólarhring með hommsum og lessum til þess að ræða málefni homma og lesbía á Íslandi. Þarna var bæði komið saman þungarvigtarfólk úr baráttunni ásamt óhörnuðu fólki í og með í bland við þá sem eru greinilega hugmyndasmiðir hreyfingarinnar. Þegar það var búið að funda og ræða á laugardeginum var farið í sumarbústaðina þar sem við tók matarkræsingar, áfengi, kökur, kaffi, súkkulaði og allt sem hægt var að raða í sig. Heiti potturinn var vinsæll áfangastaður á milli rétta og fólk fór að blotna meira og meir. Um ellefuleytið lét ég mig hverfa inn í herbergi þar sem ég lagðist upp í rúm með bók. Á meðan hlustaði ég á alla frammi syngja lög undir gítarleik, seinna fór fólk í pottinn og fólk úr öðrum bústöðum slóst í hópinn. Ég svaf síðan af mér stofnun SMS (Strákar með strákum) en það var stofnað til þess að vera á móti KMK (konur með konum) en það var einmitt rætt á þinginu hversu öflugar lesbíurnar eru orðnar innan hreyfinganna og strákarnir eru að hröklast í burtu og engin nýliðun á sér stað.

SMS hefur víst sett sér það markmið að vera bara með atburði í miðri viku, enda miklu skemmtilegra að hittast þá. MeðLIMAskrá er víst trúnaðarmál, en þar er að finna afar persónulegar upplýsingar. Ég skráði mig ekki í félagið, enda edrú morguninn eftir þegar mér var boðið að vera með.

Ég missti líka af frumskógargöngunni, eltingarleiknum, blóði drifnu manneskjunni, pottaslagsmálum, þynnkunni og heilsuleysinu. Kannski var það út af göngunni upp í Breiðholt úr miðbænum sem gerði mig að svona andfélagslegri veru um miðja nótt. Var ég búinn að segja ykkur að ég var bara á skyrtunni? Geirvörturnar voru svo harðar að þær ristu djúpt í sængina mína þannig að núna á ég þrjár sængur.

laugardagur, október 18, 2003

Í morgunsárið
Vissu þið að það tekur bara tvo tíma að labba heim til mín úr miðbænum? Já og það sem þið vissuð örugglega ekki að það er bæði hægt að finna gamlan haltan mann sem eltir þig uppi með köllum, hrópum og fúkyrðum og sjálfa hamingjuna líka! Hamingjan og gamli maðurinn tengjast þó ekki neitt. Skemmtilegt líka að labba í gegnum vinnusvæðið í Mjódd þegar sólin er að koma upp. Tölum meira um þetta seinna... eða ekki.

fimmtudagur, október 16, 2003


Playful Orlando


What Orlando Bloom are You?
brought to you by Quizilla

Veltandi Héðinn
Jæja þá geta Reykvíkingar séð auga, nef og augabrún Héðins í þeirri stærð sem hún verður aldrei aftur, en síðastliðna daga hefur Héðinn og stelpa umvafinn hvítum rúmfötum verið sett upp á veltiskiltibæjarins. Las svo áðan að hann verðleggur líkama sinn á 5 milljónir. Ætli hann sé þá að leita sér að kærastanum, sem við ræddum um á þriðjudaginn, sem geti keypt hann. Sem einmitt minnti mig á sögu sem að Brian Tracy sagði mér: Prófessor spurði nemanda sinn í lokahófi heimspekideildarinnar hvort að hún (þetta var stelpa) myndi sofa hjá einum kennaranum í deildinni fyrir 5 milljónir USDollars. Hún hugsaði sig um og sagði svo . Þá spurði prófessorinn og spurði hvort að hún myndi sofa hjá sama kennara fyrir 10 USDollars. Þá spurði hún: Hvað helduru eiginlega að ég sé? Hóra? Þá sagði prófessorinn: Nú, ég hélt að við værum búin að ákveða það, en ættum bara eftir að semja um verðið...

Jæja þetta var svona létt saga áður en ég fer út á flugvöll, heyrumst síðar...

miðvikudagur, október 15, 2003

6:30
og ræs! Vaknaði við það að brauðið mitt úr brauðgerðarvélinni var að verða tilbúið, blaðburðadrengurinn var enn að bera út Fréttablaðið og ég heyrði þegar allar bréfalúgurnar skullu aftur, það var enn dimmt en samt sef ég aldrei með gluggatjöldin fyrir. Líkaminn var að þessu sinni ekki þreyttur eða afundinn, enda höfðum við Héðinn kíkt í bjór kvöldið áður. Ég settist upp og tróð tánum mínum í köflóttu/bresku inniskóna mína sem ég keypti erlendis í sumar. Það var opið fram og því fann ég mjög fljótlega að brauðið ilmaði unaðslega. Ákvað að drífa líkamsræktina af og stökk niður stigana í sameigninni til þess að grípa Fréttablaðið, upp aftur á innan við mínútu, þetta var met. Kveikti á Bylgjunni og svo stefnan sett inn í Þvottahús, tók af snúrunum, tók úr vélinni og setti í aðra. Það er svo þægilegt að vera heimavinnandi húsmóðir. Settist svo upp í sófa og las tvo kafla í bókinni minni en þá var klukkan orðin korter yfir sjö og tími til kominn að vekja Völu systur og Bjarna. Það var ekki erfitt að draga þau framúr enda lyktin af nýbökuðu brauði að gera alla sturlaða úr hungri. Skellti espressókönnuni á helluna, tók upp brauðið og skar, setti fram álegg og viðbit. Síðan átum við. Síðan fóru þessar elskur í skólann en ég fór að lesa Fréttablaðið. Hef svo verið heima hjá mér að lesa, skrifa og fleira. Núna er kominn tími til þess að fara út, labba með dagblöðin í endurvinnsluna og hlaupa svo hring í hverfinu. Ég þarf eiginlega að kaupa sódavatn og hvítlauk í leiðinni. Í kvöld er fundur hjá stjórn FSS en á undan henni verður farið í BodyStep til þess að hitta Unni og fá andlega vítamínið sitt.

Ætlaði að elda í kvöld ofan í Ómari byttu, Völu systur, Siddý yfirmanninum mínum og Siggu systur Héðins, slegið á frest, Ómar kemur með vínið bara annaðkvöld. Eftir fundinn hjá FSS í kvöld ætla ég að horfa á Queer as folk á SkjáTveimur, drekka Latté og hringja í mömmu. Á morgun ætla ég að taka daginn aftur svona snemma, það er yndislegt. Ég hef aldrei afkastað svona miklu áður. Undarlegt hvað einn klukkutími skiptir miklu máli.

Hér fyrir neðan eru 4 spurningar. Þú verður að svara strax. Ekki gefa þér tíma .. svaraðu eins fljótt og þú getur.

Tilbúin?
BYRJA!!!

Fyrsta spurning: Þú ert þátttakandi í kappakstri. Þú tekur fram úr bílnum í öðru sæti. Í hvaða sæti ertu?

Svar: Ef að þú svaraðir FYRSTA, þá hefurðu rangt fyrir þér. Ef að þú tekur fram úr öðru sæti, þá ertu í öðru sæti. Ekki klúðra næstu spurningu líka. Og ekki gefa þér jafnlangan tíma og þú tókst þér í þeirri fyrstu.

Önnur spurning: Þú tekur fram úr bílnum í síðasta sæti. Þá ert þú í ... ?

Svar: Ef að þú svaraðir næst-síðastur, þá hefurðu aftur rangt fyrir þér. Segðu mér ... hvernig er hægt að taka fram úr bílnum í SÍÐASTA sæti. Þar aðeins að leiðrétta snillinginn sem fann upp þessar spurningar svarið er jú í 1.sæti þar sem þú ert að hringa síðasta bílinn!!!

Þú ert ekkert sérstaklega klár í þessu greinilega. Mundu að nota bara hugann við næstu spurningu. Enga vasatölvu eða neitt þessháttar, eða skrifa niður.

Þriðja spurning: Taktu 1000 og bættu 40 við. Bættu öðru 1000 við. Bættu núna 30 við. Bættu núna 1000 við. Og núna 20 við. Núna öðru 1000. Og núna 10 við. Skrollaðu niður til að sjá svarið ...











Fékkstu 5000? Rétta svarið er nefnilega 4100. Þetta er greinilega ekki þinn dagur. Kannski nærðu næstu spurningu. Mundu að hugsa hratt!! Pabbi Maríu á fimm dætur: 1. Nana, 2. Nene, 3. Nini, 4. Nono, hvað heitir þá sú fimmta?

Svar: Nunu?
NEI!! Auðvitað ekki. Hún heitir María, lestu spurninguna aftur.

Kæri Jólasveinn

Hlustaðu nú litli feiti ljóti dvergur.
Ég hef hjálpað þér öll þessi ár og verið besta og fullkomnasta jólagjöfin, komið fram í misjöfnum veðrum í efnislitlum gervibaðfötum og ég get sagt þér það hefur oft verið hræðilega kalt. Mér finnst leiðinlegt að segja það en jólasveinn ég finn mig ekki í þessu lengur!!!!! Nú er kominn tími til að breyta til um þessi jól. Ef það gerist ekki mun ég sjá til þess að að það verði haldnar Barbie brennur um allt land ég gæti nú trúað að þér þyki fnykurinn af þeirri brennu ekki eftirsóknarverður.

Jæja jólasveinn hér er þá óskalistinn í ár.:

Mig langar í:
1. Mjúkar bómullar stuttbuxur, og stóran víðan háskólabol í stíl. Ég er orðin hundleið á að líta út eins og mella. Er engin takmörk á því hve baðfötin geta verið lítil og vesældarleg? Og meðal annarra orða ? veistu hvernig það er að hafa nylonbuxur og með frönskum rennilás inni í rassaborunni .

2. Raunveruleg nærföt sem auðvelt er að fara í. Helst hvít. Hvaða bölvaður asni ákvað að framleiða þessa nærfataeftirlíkingu sem festist við húðin á mér þannig að það lítur út fyrir að ég sé með appelsínuhúð.

3. Svo vil ég fá alvöru KARLMANN ? t.d. Action man. Ég er orðin svo hundleið á þessum væmna aumingja honum Ken. Og svo er hann kominn með eyrnalokk ekki skánar hann við það. Ég þjáist að vera nálægt honum. Í guðs bænum gætir þú ekki skapað hann líffræðilega rétt og með tilheyrandi tólum.

4. Ég óska mér að fá handleggi sem ég get beygt svo ég geti ýtt áðurnefndum Ken-ræfli frá mér þegar búið er að útbúa hann rétt.

5. Ég vil fara í brjóstaMINNKUN mér er alveg sama hvort þú þarft að snúa upp á handleggi á e-m lækni ? ég vil fara í brjóstaminnkun.

6. Íþróttabrjóstahaldara til að nota þangað til ég fer í brjóstaminnkun.

7. Nýtt starf. Dýralæknir eða kennari er algerlega out. Hvernig líst þér á að ég verði kerfisfræðingur, verðbréfasali eða vinni við almannatengsl.

8. Nú verður þú að fara að skapa 2001 karakterinn. T.d. fyrirtíðaspennu Barbie, fylgihlutir með henni gætu verið poki með kartöfluflögum, Og lítil askja með súkkulaðibitakökum eða rjómaís. Nú eða Hættu að reykja Barbie með Nikotín plástri og tyggjó.

9. Að lokum ? það er nú kominn tími til að ég fái að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu (Mattel) Ég er búin að vera hér í 42 ár svo mér finnst þetta ekki ósanngjörn krafa. Ég meina það Jóli.

Jæja þetta er nú það sem ég fer fram á. Þegar tekið er tillit til verðmætaskapandi framlags míns til samfélagsins finnst mér þetta sanngjarnar kröfur. Ef þú gengur ekki að þeim skaltu bara finna þér einhverja gæru til að taka við um næstu jól. Svo einfalt er það.

Þín einlæg Barbie.

þriðjudagur, október 14, 2003

Hafragrautur
Eitthvað brást mér bogalistinn í matreiðslu. Þurfti að gera þrjár tilraunir til þess að útbúa hafragraut. Kannski er það út af því að ég djammaði til átta í morgun. Lagði mig í smá stund, fór að læra, út að hlaupa, lagði mig aftur, borðaði, lærði meira, fór á netið, lagði mig... Semsagt lagði mig svona 18 sinnum í dag. Klukkan fimm var erfitt að búa til hafragraut og núna er vinna klukkan sex... Lifi ég þetta af? Ég er með skjálfta í líkamanum af þreytu... Það er óheppilgt að detta í það með vinnufélögunum á mánudagskvöldi fram á þriðjudagsmorgun. Það var svo margt sem ég átti eftir að gera... Dem!

mánudagur, október 13, 2003

Hvítlaukur
Svaf hræðilega illa í nótt. Var alltaf að vakna við andfýluna úr sjálfum mér. Ég bjó mér til pastarétt með grænmeti og hvítlauk í gær. Líklega hefði ég ekki átt að nota nokkur rif í einn disk af pasta. Það er bæði hvítlausklykt í íbúðinni, rúmfötunum og náttfötunum. Djöfull. Muna að nota steinselju með hvítlauk næst. Verst var samt að vera alltaf að vakna upp við það að ropa eða sterka hvítlaukslykt. Í kjölfarið á þessu var svo mikill brjóstsviði að ég gat hvorki legið á bakinu eða maganum. Það þarf svo slæmt lyktarskyn til að vera ég...

600 klukkutímar
Íslenindingar munu fá ánægjulega gjöf milli jóla og áramóta, Ási ætlar að koma til landsins og mun stoppa hérna í 600 klukkutíma. HVað er hægt að dansa mikið og drekka mikið rauðvín á 600 klukkutímum? Eru nógu margir skemmtistaðir fyrir okkur og nógu mikið rauðvín? Kannski sleppur þetta þar sem að konan mín ætlar víst að hitta fleiri en mig. Það er líka ágætt fyrir mig, þá getur runnið af mér og ég lagt mig, svona inn á milli. Í dag eru þetta semsagt 73 dagar þangað til hún kemur til landsins, en bara 17 dagar þangað til ég kem til Köben. Hvern hefði grunað að tíminn líði svona hratt?

Brotbäcker
Í morgun var brauðgerðarvélin formlega tekin í morgun. Setti í vélina í gærkvöldi áður en ég fór að sofa. Ljúft að vakna í morgun og fá sér volgt brauð fyrir skólann. Álegg og viðbit voru að vísu að skornum skammti en hafrabrauðið var gott. Er að spá í að setja í annað brauð og setja kúmen út í, meira salt og ger. Sjáum til hvernig þetta verður. Gárungar hafa sagt að ég sé að vélvæðast fyrir Farandpönnuna, ég kaupi það ekki.

Sommelier í kvöld. Í hverju á ég að vera...

sunnudagur, október 12, 2003

Haustferð Vöku
Er rosalega svekktur að hafa misst af haustferð Vöku. Hlakka mikið til að heyra frá henni. Í fyrra mætti ég bara yfir daginn, var að vinna um laugardagskvöldið. Núna var planið að vera bara yfir kvöldið og nóttina, hafði hugsað mér semsagt að taka þetta á tveimur árum, mynda þannig eina heild eins og ég geri með lærdóminn. Fyndið, maður reynir að hafa allt eins. Djók.

Friends
Hvernig downloada ég Friends?

Kynorka
Ég og systir mín búum yfir svo mikilli óbeislaðri kynorku. Eins og innan vinahópsins reynum við að finna veg fyrir hana til þess að losna út úr líkamanum. Ég og Vala tókum til í ísskápnum, bjuggum til gott pasta með fullt af dóti. Namm namm. Núna er þessi auði tími og við erum að ræða hvað skuli baka í kvöld. Hmm... Kannski verður bráðum kökubasar.

By the way, fólk er að halda að ég og Héðinn vorum að rugla saman reitum. Eru þið að grínast? Hann kom bara til þess að kvarta undan sandi og halda loftskiptum í svefnherberginu mínu. Hann svaf í suðurhluta stóra rúmsins míns, en ég var í norðvestur hlutanum.

Matur
Hvernig gat ég gleymt því að ég væri að fara út að borða á Sommelier á morgun? Viðkomandi er beðinn afsökunar, þetta var löngu planað! Mæting að vísu hálf sex og ég í skólanum til rúmlega sex. Þetta bjargast...

Farandpannan
Stofnfundur Farandpönnunar var haldinn í morgun. Allir mættu tímanlega, enda hommar á ferð (öfugmælaþvæla). Héðinn fékk að ríða síðastur af okkur og því hélt hann stofnfundinn. Merkilegt að vinahópur telji það vera tilefni að stofna til félagsskapar þegar Héðinn fái að ríða, en svona er þetta nú samt. Héðinn heldur semsagt alla Farandpönnufundi þangað til einhver annar fær að ríða, það er ekki búist við því að Héðinn haldi marga Farandpönnufundi samt. Kannski og líklega verður þetta sá eini sem hann heldur.

Allir í hópnum voru duglegar að mæta með eitthvað gotterí, en enginn kom með neitt brauð þannig að við átum snúða og önnur sætindi, pönnukökur og kaffi ala Héðinn. Þórir vaknaði klukkan níu um morguninn til þess að skella í Döðlu- og hnetubrauð, hann á svo mikla innbyggða kynorku strákurinn að þegar hann var búinn að skella deiginu í formið lagði hann bara formið á milli handanna í svona fimm mínútur og rjúkandi brauðið orðið tilbúið. Synd að enginn jafni út kynorkuna hans. En við nutum góðs af sætabrauðinu hans og því ætti ég ekki að kvarta. Hlaðborðið var semsagt mjög sætt, enda sætt fyrir sæta.

Það var ákveðið að það skyldi fjárfest í farandbikar eða einhverju álíka sem geti gengið á milli manna, eitthvað sem er góð stofuprýði. Svona hlutur uppi í hillu er svo góður til þess að byrja á umræðuefni þegar gestir eru í heimsókn. Ég ætla að gefa ykkur dæmi að samtali:
Nei, áttu bikar? (skoðar hann betur) Farandpannan?
Já, þetta eru verðlaun fyrir að hafa fengið síðastur að ríða í vinahópnum...

Þið sjáið hvað þetta getur verið fín uppfylling í vandræðalegar þagnir sem geta myndast, og því góð fjárfesting. Að við tölum ekki um samkeppnina sem hefst um gripinn. Ef allt gengur að óskum verðum við vaðandi í kynlífi upp fyrir haus. Fólk mun kannski fara að taka númer. Kannski þurfum við að ráða okkur starfsmann.

Formannsembættið gengur á milli hommana, síðan erum við með hliðarmenn, Völu systir mína og Siggu systir Héðins. Sigga er gjaldkeri (kann illa að reikna) og Vala er ritari (lesblind). Hommar og fatlaðar stelpur, þetta verður gott partý.

Öfugt ástand
Núna eru margir í ástandinu get ég sagt ykkur, en Reykjavík er semsagt heimsótt af 60 bandarískum hommum þessa helgi. Það þýðir að magn homma í Reykjavík tvöfaldaðist. Við slík tækifæri hafa hommar hópast á klippistofur, sólbaðsstofur, ÁTVR og fleiri staði sem eru nauðsynlegir til þess að undirbúa veiðiskapið. Metz orðinn hommastaður og þar fór víst aðalástandið fram, ég hef þetta bara af afspurn. Gummi stelpa, samstarfskona mín frá Argentínu, var víst svo elskuleg að hitta 20 Kana á fimmtudagskvöldið til þess að taka Citytour, gat þess vegna ekki unnið og ég var á floti í vinnunni á meðan með rússneskar Olgur og sænska Jakoba.

Þetta lýsir lífi mínu rosalega vel þessa dagana, ég er að vinna, baka, þrífa, lesa eða í ræktinni á meðan hinir hommarnir horfa á karlmenn og tæla þá. Stundum finnst ég ekki vera memm.

föstudagur, október 10, 2003

I got lucky
Þvílík útreið í nótt, Héðinn gisti, það fær hann ekki aftur. Hann kvartaði undan sandi í rúminu mínu! Hvað er það? Vissi hann ekki að ég var nýbúinn að skipta um rúmföt? Það fór allt aftur í þvott og þurrkara um leið og ég vaknaði. Fékk enga fullnægju af þessum næturgesti, en það var þó eitt jákvætt, það var umferð um rúmið mitt og það er alltaf jákvætt að það fari ferskir vindar um hýbíli manns. Svo má alltaf spurja hvort að Héðinn sé ferskur eða súr.

fimmtudagur, október 09, 2003

Húsmæðrasímtal
Hún Héðinn hringdi eftir hádegi í dag. Við erum báðar heimavinnandi húsmæður og þess vegna er svo gott að heyrast í síma eftir hádegið þegar búið er að fæða börnin, senda þau út á róló, moppa gólfið og skella kökunni inn í ofn. Á meðan við ræðum heima og geyma er gott að hafa köku í ofninum til þess að hafa samtalið ekki nógu langt, enda kallar heimilið á mörg verkefni sem þarf að gera. Þá má ekki missa sig í símasexi. Við erum jú ábyrgar húsmæður og enginn tími til spillist. Mér fannst hún skjóta ansi mikið á mig, spurði meðal annars hvað ég fengi margar einingar fyrir að horfa á allar þessar kvikmyndir fyrir ILGFF - Icelandic Lesbian and Gay Film Festival og fleira því um líkt. SUSS SUSS. Síðan var hún hissa og afbrygðissöm yfir því að Þóri væri alltaf boðið í mat EN EKKI HENNI? Hvað er hún að meina?

Japanskar hommamyndir
Eru ekki í fyrsta klassa, er núna búinn að sjá þrjár, þetta lofar ekki góðu. Samt er ein alveg jafn góð og önnur var vond. Þessi þriðja var þarna einhvers staðar á milli. Besta japanska myndin væri alveg perfect ef að einn af þeim hefði ekki drullast aftur í skápinn og gifst konu. Hver vill giska á hvað hann var giftur henni lengi áður en hann eltist við hinn aftur?

Ingibjörg Guðlaug
Sumir eru hreinlega heilbrigðari en aðrir. Það er það eina sem ég get sagt. Ingibjörg Guðlaug, PrettyInPink, var öllum til skemmtunar á Málefnaráðstefnu Vöku í gær. Eftir að við höfðum rætt um bloggheima, sæta strákinn sem slysaðist þarna inn (Björgvin, við erum að tala um þig) og kynlíf (minnir mig). Ingibjörg Guðlaug er semsagt byrjuð að blogga aftur og það er kominn tengill á hana hingað til hægri. - Enda er Ingibjörg hægra megin við mig í stjórnmálum. HA HA HA HA. Veit ekki af hverju ég sagði þetta

Síðan fórum við að tala um stráka og Ingibjörg Guðlaug vildi meina að hún væri í fullum rétti til þess að skoða í kringum sig en kannski ekki prufukeyra, ég var ekki alveg sammála... Sem endaði með því að við fluttum umræðuna í hvernig veiða skuli karlmenn. Hún keypti ekki þá kenningu mína að það væri auðveldara fyrir mig að fá karlmann í bólið en hana (ekki byggt á nýjustu rannsóknum) en ég hef fyrir mér að karlmenn hafa veiðistöng, en það hafa konur ekki! HAHA, Við eigum meiri möguleika í sæta strákinn!

My inner child is sixteen years old today

My inner child is sixteen years old!


Life's not fair! It's never been fair, but while
adults might just accept that, I know
something's gotta change. And it's gonna
change, just as soon as I become an adult and
get some power of my own.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, október 08, 2003

Lakið mitt
Kom heim í gær eftir skemmtilegan fund hjá J&Ö (Jafnréttis- og öryggisnefnd SHÍ) og ég er semsagt með þann meðfærilega titil að vera: Formaður Jafnréttis- og öryggisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Blekið er búið í pennanum þegar maður skrifar þetta, kemur hálf kjánalega út þegar maður klárar titilinn með öðru bleki, en það hefur sjaldan komið fyrir.

Kom semsagt heim og er búinn að vera þrífa herbergið mitt, þrífa rúmföt og taka kusk úr hornum. Ég stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að viðra lakið mitt eða henda því, enda komin einhver súr lykt í það. Held að það sé hreinlega ekki nógu mikil umferð í rúminu mínu og þess vegna safnist þessi lykt fyrir þarna. Allavega, ég bragð á það ráð að skella því í rokinu mikla út á svalir og fór svo að ryksuga sameignina/svefnherbergið. Að því loknu, eða eftir um það bil tíu mínútur (já minn er snöggur að þessu, enda í æfingu) þá var lakið mitt horfið af svölunum og snúrunum. Snúrurnar meira að segja búnar að leggjast saman og upp að vegg, bara svona pent. Það var svo mikið rok hérna í Gettóinu (Breiðholti) að ég stóð ekki í lappirnar á mínum eigin svölum. Náði að smeygja mér inn og syrgja lakið.

Þetta finnst mér svo erfitt, sérstaklega í ljósi þess að ég náði aldrei að fræða lakið mitt um alvöru lífsins, eins og lakanda, lakfæravörtur og fleiri kvilla sem það getur lent í. Hvað gerist þegar það hittir vond lök? Mun það hitta hið eina sanna lak? Mun mér líða svona þegar börnin mín vaxa úr grasi? Er þetta mömmugeðveiki?

Núna finnst Völu það alveg tilvalið að útbúa nesti og fara í piknik um hverfið að leita að lakinu. Hún vildi helst smyrja brauð, flatkökur og pakka niður kanilsnúðum, en hérna í gærkveldi voru líka bakaðir þessir dýrindis kanilsnúðar (ég og Vala að losa um orkuna) og eldaður þessi líka yndislegi fiskur. Það var svo Þórir sem kom og jafnaði út kynorkuna á heimilinu með því að aðstoða okkur með því að éta hana. Endalaust þakklæti Þórir!

Eftirfarandi tilkynning hefur verið send til fjölmiðla í kjölfarið:
Ef einhver sér lakið mitt má gjarnan skila því til mín, það fauk af svölum í hverfi 109 en gæti verið hvar sem er þar sem mikið ofsaveður var þegar lakið hvarf. Lakið er teygjulak, var einu sinni hvítt en er nú ljósljósljósrautt - eiginlega kremað. Á miðju lakinu er einn blettur sem mér þykir vænt um, minnir á gamla daga, og vildi gjarnan fá aftur.

Nýtt hlutverk farandpönnunar?
Ég og Þórir horfðum á nýjan þátt á SkjáEinum í kvöld. Fimm karlmenn taka líf eins gagnkynhneigðs karlmanns í gegn, taka íbúðina, fataskápinn, útlit, mat, drykk, hegðun og breyta því! Ekki erfitt. Í framhaldi af því spannst upp sú hugmynd að farandpannan myndi taka sig til og útbúa svona þátt á Íslandi, það yrði þá bara farið að labba á milli RÚV, Íslenska sjónvarpsfélagsins og Norðurljósa á næstunni. Sniðugt ha?

Ég og Þórir fórum að leggja línurnar og pæla í því hvernig þetta gæti farið fram. Það sem kom út úr því var að Þórir vildi sjá um menningarlega þáttinn, líkt og hegðun í kringum annað fólk. Gott mál. Síðan var restin eitthvað vandamál. Það sem kom í ljós var að ég gæti líklega verið þetta allt en Héðinn svona eins og uppfyllingarefni. Pétur myndi pottþétt sjá um meik, hár og krem.

þriðjudagur, október 07, 2003

Hvar endar þetta?
Hvað munum við hafa margar sjónvarpsstöðvar hérna á endanum? Núna á föstudaginn fer að bætast við Stöð3 í stöðvasafnið. Ég og Vala áttum einmitt í miklum vandræðum með að setja inn Skjá2 inn í stöðvaminni sjónvarpsins. Hvað eigum við núna að gera þegar við þurfum að finna upp á nýju kerfi? Á Stöð3 að fara inn á rás 6 eða kannski rás 3? Ef hún færi á rás 3 þyrftum við að skipta út Skjá1 og Skjá2 á nýja takka. Síðan vill vala kaupa áskrift að Stöð2, Stöð3 og Skjá2. Ef mér reiknast rétt þá eru þetta tíuþúsund á mánuði eða fimmþúsund á mann. Girl, I smell trouble! Hver fer svo á hausinn á endanum? Ef að sjónvarpsstöðvarnar gera það ekki, þá verður það ég!

Jú - það er ég
Ef þú varst að pæla í því þá er það ég sem er á forsíðu Stúdentablaðsins sem kemur út á morgun.

Í Stúdentablaðinu eru líka myndir af stúdentum í skólanum. Tveir piltar í læknanámi vöktu sérstaka athygli hjá mér og Þóri. Spurning hvort að Andri aðalmaður og Sverrir sæti, báðir læknanemar, verði næstu fórnarlömb þessa manns.

Mígreni
Datt niður fyrriparts kvölds í gær, eða um tíuleytið, held ég. Vala bjargaði mér. Vaknaði í morgun og er enn frekar vankaður. Fyrir þá sem vantar afþreygjingu er ein góð hér.

mánudagur, október 06, 2003

Nýtt nám
Ég og Erla frænka vorum að ræða saman á MSN eins og svo oft áður. Merkilegt hvernig sumar manneskjur maður heldur sambandi bara í gegnum MSN og Blogg. Ég er ekki að kvarta, athugið það. En þetta er bara merkilegt, breyting, kannski er maður að þroskast. Henni langar út eins og önnur hver manneskja sem ég hef rætt við í dag. Hún vildi fara út að læra, ég þurfti bara að taka undir með henni og hún þurfti þá að spurja hvað ég vildi læra. Fjandinn, þarna hitti skrattinn aftur ömmu sína. En mér datt í hug að læra á stráka, það fannst henni góð hugmynd enda ástarlífið aldrei verið upp á marga fiska. Síðan fylgdu skot í kjölfarið. Segji ekki meir til þess að halda haus.

ILGFF
Þá er undirbúningur fyrir Icelandic Lesbian & Gay Film Festival kominn á fullan skrið. Ef þið sjáið mig á næstunni með ferkönntuð augu þá hef ég verið að horfa á og meta myndir fyrir kvikmyndahátíðina. Í nótt horfði ég til dæmis á lesbíska mynd með miklum ástarsenum. Mæli ekki með því svona rétt fyrir svefninn. Ég held að ég hafi séð geirvörtu sem var á stærð við sultukrukku, dreymdi svo hana í alla nótt.

Engin vinna
Ég hrjáist af þeim slappleika að mega ekki vinna. Ekki vegna þess að ég sé veikur eða standi mig eitthvað illa (held ég) heldur út af því að ég er með eitthvað vesen. Vesenið mitt felst í þvi að vilja skipuleggja mánuðinn um miðjan mánuðinn á undan. Þetta þykir eitthvað vesen. Ég hef því brugðið á það ráð að útbúa mitt vaktaplan sjálfur, en það fæst ekki. Ég semsagt skráði mig á vinnuhelgi, fékk það ekki ,en samt er verið að auglýsa eftir fólki til að vinna þá helgi. Minns bara skilur ekki og nennir ekki heldur. Ég held ég leiti mér bara að einhverju öðru. Vill einhver ráða mig?

Farandpannan
Eins og Héðinn fjallaði um í sínu bloggi þá hefur stofnast félagsskapur sem heitir "Farandpannan". Þessa stundina er Farandpannan einungis titill en á stofnfundinum á sunnudaginn þá verður líklega kippt í liðinn þessu munaleysi sem hópur hrjáist af. Ætli það verði keyptur bikar eða eldhúsáhald?

Sá sem hefur farandpönnuna hverju sinni er skyldugur að halda brunch alla sunnudagsmorgna fyrir meðlimi farandpönnunar. Farandpannan ferðast á milli manna við mök. Sá sem stundaði síðast kynlíf í hópnum verður að sækja farandpönnuna til þáverandi farandpönnuhafa og halda sunnudagsbrunch eftir það, þangað til pannan verður sótt. Ef að tveir meðlimir faranpönnunar stunda kynlíf saman þá neyðast þeir til þess að bjóða í kvöldmat líka á sunnudögum. Guð forði okkur svo frá 3some, þá verðum við líklega í mat allan daginn. En það er kannski ekkert verra?

Farandpönnufólk er semsagt ég, Þórir, Héðinn, Pétur, Bjarni og Hreiðar. Að vísu erum við ekki búnir að tala við Hreiðar, en hver vill ekki vera meðlimur í farandpönnunni?

Strákar? Eigum við kannski að skrifa farandpannan með stóru P-i?

Annars var ég bara að átta mig á því að kannski væri sniðugra að láta þann hafa pönnuna sem hafði upplifað mesta kynlífsþurrkinn, en samkvæmt kenningunni og vinahópnum virðumst við losa okkur við kynorkuna með því að baka. Maður sem er nýbúinn að ríða er líklega ekki sá hæfasti til að búa til brunch.

Ég allavega legg til að við höfum þetta svona til að byrja með, í svona tvær vikur. Svo breytum við reglunni og þá má búast við því að Héðinn hafi pönnuna um aldur og ævi, en hann býr líka til góðar kökur þegar kynorkan hans hefur safnast vel upp. Eða nei! Þá verðum við allir svo feitir, en ég og Þórir vorum einmitt að ræða það áðan í Kaffistofuni í Odda hvað íslenskir karlmenn eru orðnir feitir. Æi þetta er vandamál. Hjálp!

sunnudagur, október 05, 2003

Addi
Ég vil sérstaklega árétta það að ég er ekki hrifinn af Adda. Það ætti að vera orðið almenningi ljóst hér með, en það var síðast fyrir klukkustund þar sem ég var ásakður um það á almannafæri. Þar sem á sama tíma baunað var á mig að allt líf mitt væri á netinu. Þetta tilkynnist semsagt hér með og um leið skýt ég á móti.

Bara ef mamma mín bloggaði
Hún fór á ball í gær. Hún skemmti sér vel. Brimkló var að spila á Selfossi. Mamma pantaði rútukálf og fyllti hann af mannskap. Þetta var víst rosalega skemmtilegt og margir á ballinu. Mamma ætti að vera á umboðslaunum, hún er svo dugleg að draga fólk út að skemmta sér, hún hefði allavega átt að fá frítt inn. Kannski fékk hún það, kæmi mér ekki á óvart. Hún var nú duglegust að falsa skilríki hérna í denn til þess að komast á böll. Síðan vill fólk meina að ég sé slæmur? Mamma þurfti svo náttúrulega að pissa, en það var svo löng röð á klósettið, þannig að hún troðaði sér inn með þeirri afsökun að hún þyrfti að komast í vaskinn og þvo sér um hendurnar. Þegar hún var búinn að þvo sér um hendurnar var hún búin að sigta út fórnarlambið sitt, það var einmitt næst í röðinni. Mamma gekk að stelpu, sem var jafn gömul okkur systkinunum, bað hana um að fá að pissa með henni. Einhverjir hefði orðið hræddir og haldið að hér væri einhver trukkur að pikka upp ungar stelpur. Þegar stelpan fór inn að pissa stóð hún svo með opna hurð og beið eftir að mamma kæmi með. Mamma var ekki lengi að átta sig, bara smá stund og svo pissuðu þær saman. Síðan hefur ekki til stelpu spurts, en mamma sparaði tíma á klósettinu og náði meiri tíma á ballinu, hún er svo praktísk.

Einhverjir hefðu haldið að þetta væri orðið fínt, en það fannst mömmu ekki, ég og mamma erum bæði svo mikið fyrir miðnætursnarl. Mamma fór heim og steikti egg í brauði ofan í liðið. Mamma og pabbi höfðu meira að segja pikkað upp vinnumanninn okkar síðan í fyrrasumar, sem er 16 ára, drukkinn á Selfossi. Heim með kauða, gefið að borða og sendur í rúmið. Einu sinni vinnumaður, aldrei sloppinn.

föstudagur, október 03, 2003

Flugmiðinn
Kom í morgun, ég stakk umslaginu undir rúm, meika ekki að opna hann strax til þess að deyja ekki úr spenningi. Þetta er líka svolítið til þess að hvetja mig til þess að láta ekki möldýr komast inn á heimilið mitt, annars yrði miðinn bara étinn.

Plataður
Vaknaði í morgun, útbjó mér espressó, beyglur, tebollur og fleira sem mér þykir gott. Sótti líka fréttablaðið. Núna mun Stúdentablaðið alltaf koma heim til mín með Fréttablaðinu, ég hlakka til. Las tvennt í Fréttablaðinu sem mér þótti áhugavert og það var ekki neitt um svikin kosningaloforð eða stefnuræðuna, allavega ekki beint. Baktal Fréttablaðsins var um stóran Lekarasigur! Vúhú, frekar aum grein en áhugaverð, skemmtileg blanda.

Síðan var það McDonalds sem var með auglýsingu sem sagði: Nú er ÓDÝRT að borða á McDonalds. Hvað meina þau með þessu? Eru þau búinn að vera plokka og yfirrukka mig í tíu ár? Læt þess vegna ekki plata mig oftar og læt KFC vera minn stað.

fimmtudagur, október 02, 2003

Veikindi
Ég og Anna Vala ræddum saman í síma áðan. Svoleiðis getur haft skelfilegar ályktanir í för með sér. Við reynum alltaf að fara út um heima og geyma en pössum okkur á því að ljúka öllum samtölum á ályktunum, svo að tími okkar sé nú ekki til einskis. Ályktun dagsins: Veikindi eru fyrir lítil börn og fólk sem á heimavinnandi maka.

Haustið
kom í nótt

Blogg í rúminu
Já það er satt kæru lesendur, einu leikfimisæfingarnar í rúminu mínu núna eru fingraæfingar. Eftir að þráðlausa netið er komið heim til mín ferðast talvan mín meira með mér um íbúðina heldur en moppan. Ég mun skilja við moppuna og giftast tölvunni, enda hægt að taka tölvuna með sér í rúmið en moppan er plásfrekari þar.

miðvikudagur, október 01, 2003

Lexía dagsins
Tölum ekki um líf annarra, við hljótum að eiga nógu spennandi líf til að tala um okkar eigið líf við aðra. Það ætti að kenna svona hluti í skólum!

Nei, ég þarf að borga skattinn
Mér datt ekkert betri afsökun til hugar þegar Hafsteinn bað mig um að kíkja á sig til London um helgina. Vissi ekkert hvað ég átti að gera, er bara að vinna og það er ekki erfitt að fá frí núna þegar lítið er að gera. Varð þess vegna að friða samviskuna að þurfa að borga skattinn hjá Tollstjóra í stað þess að fara á IcelandExpress núna.

7 mínútur
and counting! Ekki langt í að blessað Queer as folk verði sýnt á SkjáTveimur. Þeir voru um það bil að þýða rimming sem endaþarmssleik. Maður þarf að sjá meira af þessum íslensku þýðingum, maður verður að geta sagt barnabörnunum hvað maður gerði þegar maður var lítill.

Ég gæti kannski sagt ykkur að núna eru þeir byrjaðir að vera naktir að ofan og Vince er búinn að ná heim feita gæjanum í magabeltinu. Það er sniðugt að hafa þráðlaust net heima hjá sér og geta sagt svona beint út í netið hvað er að gerast á skjánum. Meira svona?

ADSL í raunveruleikanum
Núna er ég semsagt farinn að þeyta um internetið á formúlubíl, ekkert nema gott um það að segja. Dagurinn var samt mjög lýsandi, vaknaði óvenjusnemma til þess að vaska upp, láta þvottavélina og þurrkarann snúast í hringi og fleira. Datt samt í það í gær, bæði heima og í Ölstofunni. Ómar, þessi elska, kom í mat og hún tók flösku með sér, sagðist ekki geta drukkið vatn með mat. Þetta endaði semsagt á Ölstofunni eins og áður sagði þar sem ég fór í kappdrykkju með Ómari og umræðutímum með Læðunni. Hausinn var því þungur við heimilisstörfin í morgun en mikið hresstist ég við að brjóta saman og moppa. Hver þarf AlkaZeltser þegar hann hefur þvott á snúrum og moppu?

Er þetta að verða húsmæðrablogg? Hvar á maður að draga línurnar...

Köben in neunundtwanzig Tagen bitte!
Jæja, þá var það innsiglað í morgun, það fyrsta sem ég gerði á nýja ADSL kerfinu mínu var að kaupa flugmiðann til Köben. Kominn þessi líka gríðarlega spenna í mig. Ég var rétt nýbúinn að bóka miðann og borga þegar Icelandair hringja í mig. Konan spurði mig hvort að ég væri hættur því að borða ekki egg! Ég sagði bara ha? Jú, ég vil helst ekki borða egg, eigum við þá ekki að hafa það í þessu flugi líka sem þú varst að kaupa? Jú, það yrði bara fínt, ég bara steingleymdi að taka það fram.

Ég var svolítið sleginn eftir þetta símtal, leið svona eins og ég ætti stóran bróður. Frekar óþægileg tilfinning hjá mér, ég hélt að ég væri elsta systkinið í minni fjölskyldu. Kram - er kominn með æði fyrir því orði.