laugardagur, maí 31, 2003

Reyklaus dagur í dag
og ofurkonan mín hefur ekki sogið einn nagla frá því hún vaknaði, en dagur verður fljótt að kveldi og þá verður þetta bætt snögglega upp. Ég vil endilega benda fólki á bloggið hennar, ansi skemmtilegt og með nýtt look.
Annars er það að frétta að allir þeir sem hafa komið í Þjóðveldisbæinn í dag hafa fengið með afbrigðum slæma þjónustu, ég hef sagt við alla að ég sé afleysingamaður og viti ekkert um þetta torfhýsi. Allir taka þessu mjög vel og meira að segja í eitt skiptið þóttist ég vera með hausverk og fékk fólkið til þess að ganga út með samúð. Fyndið, því fólk er fífl. Klukkan er núna fjögur og ég er búinn að loka bænum. Ég fór og úðaði í mig kökum, kexi og brauði hjá ofurkonunni. Við vorum sammála um það að maðurinn sem fann upp Landsvirkjun er snillingur. Við viljum bæði hitta hann.

Síðasti dagur vetrar
Ég vil meina að í dag er formlega síðasti dagur vetrar, en í dag er líka laugardagur. Á laugardögum er alltaf saltfiskur, skata og skyr í matur hjá Landsvirkjun. Namm namm. Ég vil að vísu sjá minn saltfisk svo saltan að ég græt þegar ég borða hann, en hann var samt bragðgóður. Á meðan þessu stóð var Vala systir í grillpartýi. Gaman hjá henni. Hún er einmitt að flytja til Bornemouth á morgun, verður þar í 9 vikur. Hún er ekki byrjuð að pakka, ég gat ekki verið í þessu umhverfi, hún er ekki einu sinni með á hreinu hvað hún ætlar að taka með sér. Ég skalf og dreif mig í vinnuna, ég þoldi ekki meir. Vona samt að hún hafi það gott úti kerlingin.

Mamma, pabbi, Heiðrún, Siggi, Sigrún, Sigurjón og Kristján Valur eru í þessum töluðu orðum í flugvél frá Köben til Keflavíkur. Ég hlakka ofboðslega mikið til að sjá þau. Geisp. Sumarið kemur á morgun.

föstudagur, maí 30, 2003

Kastljós
Ég ætla að horfa á Kastljósið í kvöld. Vonandi sé ég hana Svanhildi, ég þarf endilega að fara hitta hana, þá sjaldan sem maður lyftir sér upp.

Hvaða skóla?
Inn í hvaða skóla var tjaldurinn að komast?

Tómt
Hausinn minn er tómur, ég veit ekkert hvað mig langar að hugsa. Þá er við hæfi að hringja í Héðinn og fá ferðasöguna hans úr útskriftarferðinni sinni. Mamma og pabbi koma á morgun, ég sakna Ása. Ég ætla að vera heima í kvöld, hætta að vinna klukkan fjögur, fara heim að ryksuga og skúra, þá sjaldan sem maður lyftir sér upp.

miðvikudagur, maí 28, 2003

Bjarni lookið
Bjarni er kominn með lookið og er ferðbúinn til London baby, London! Við sjáum hann svo í ágúst aftur. Þá verður Bjarni líka búinn að flytja í 101, oj bara. Annars ergGaman að lesa gestabókina á FSS þar sem strákur frá Dóminiska Lýðveldinu notar ansi sterk lýsingarorð um hann Bjarna okkar. Sniðugt. Ef Bjarni fer til Dominiska Lýðveldisins þá á Bjarni vísan drátt, það er meira en við flest getum sagt. Skemmtilegt, mig langar by the way til að læra að setja inn gestabók og myndir.

Spurning
Á ég erfitt með að halda mér við aðalatriðin? Samanber söguna um systur mína og lögguna?

Nýja símaskráin
Ég er einn af þessu fólki sem er ofsalega spenntur við útkomu nýju símaskrárinnar. Ég fletta alltaf nafninu mínu upp, undirstrika og dreg hring utan um það. Ofboðslega sorglegt.

Ási og fjölskyldan mín
Ég held því fram og meina að Ási sé týndur sonur foreldra minna. Systkini mín elska hann og foreldrar mínir dá hann. Ég held að þau hafi valið ferðalag til Danmerkur af einhverri annarri ástæðu en að þar séu ódýr bjór og stutt flug. Einhver ástæða hlýtur að liggja að baki þess að mér var meinað að koma með.

Útgáfuboð
Jeminn, ég er að fara í útgáfuboð hjá Háskólaútgáfunni á eftir, í hverju á ég að vera?

mánudagur, maí 26, 2003

Sveitaball, löggumenn, drykkja, ökuskírteini og systir mín
Síðastliðið föstudagskvöld átti sér stað merkilegir atburðir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Systir mín hélt svaka, heljarinnar kveðjupartý, en hún er jú að fara til Bermúð næstu helgi, á eftir partýinu var ball í Árnesi með Jet Black Joe. Partýið fór fram í húsi foreldra minna í sveitinni, en þau eru núna stödd á danskri grundu. Systir mín stökk á tækifærið og bauð í svaka partý. Hún gleymdi því nú samt að Amma gamla sem er komin á níræðisaldur á enn heima í risinu okkar og henni er hvorki vel við Kapítalista né áfengi. Fyrir henni er þetta eitt og sama bölið. Hún var sú sem fór af stað með mótmælaundirskriftalista þegar barinn var opnaður í sveitinni.

Ég ætla að halda mér við þetta partý. Ég hringdi í systu um klukkan hálf tvö um nóttina þá voru svo mikil læti og kliður í kringum hana að ég taldi það bara öruggt að hún væri mætt á ballið, nei hún var ennþá heima og átti von á fleira fólki. Þegar ég kom heim morguninn eftir þá var svo mikið um tómar flöskur að ég þorði ekki að giska á fjölda fólks í þessu partýi. Það fyrsta sem mætti mér var súr svitalykt í bland við dass af áfengi og ælu. Þegar ég kom inn í herbergið mitt féllust mér hendur, ég gat skautað í gólfinu sem var yfirfullt af ælu og þar lá klessa sem einhvern tímann var stelpa. Á efri hæðinni var systir mín á sinni meygluðustu stundu að borða Seríos. Inni í stofu voru tómar flöskur sem hægt væri að selja fyrir á fimmta þúsund.

Ég var með sting í maganum. Hvernig þorði hún? Ég hefði aldrei þorað að ger aþetta. Þarna öfundaði ég hana að vera svona skítmeygluð, en hafa skemmt sér vel.

Svo sagði hún mér skemmtilega sögu. Hún hafði verið stoppuð af löggunni þegar hún keyrði heim af ballinum. Hún var að keyra á bílnum hans Árna Más. Bílinn hafði fengið skráningu daginn áður, en Árni Már er búinn að búa til eitthvað skítamix sem hann kallar bíl. Bílstjórasætið er fast í fremstu stöðu og þar er ekkert öryggisbelti. Kúplingin er mjög biluð, ef nokkur er til staðar ennþá og gefa þarf honum vel inn stanslaust til þess að það drepist ekki á honum. Lögreglan stoppar systu eftir ballið og biður um ökuskírteini, þau átti eftir 300 metra heim til Árna Más. Vala er með útrunnið ökuskírteini því hún var 19 ára í síðustu viku, en það vissi hún ekki, en það fattaði löggan. Löggan sagðist því ætla að keyra bílinn áfram og einhver þyrfti að fara yfir í löggubílinn, það mátti ekki vera Vala því að þeir kröfðust þess að það væri edrú manneskja sem sæti framí og vísaði til vegar. Þegar granni löggumaðurinn settist í bílinn áttaði hann sig á því að bílinn hans Árna var beinskiptur og það getur hann ekki keyrt, þannig að löggumennirnir skiptu um bíl. Hinn löggumaðurinn var samt svo feitur að hann komst við illan leik í bílinn með sætið í fremstu stöðu og átti verst með að loka dyrunum. Með hnén upp undir höku og í engu öryggisbelti keyrði hann af stað. Á meðan var viskípelinn látinn ganga og Völu fannst það alveg við hæfi að fá sér að drekka fyrst hún væri búin að fá bílstjóra.

Þegar þau höfðu keyrt svona 100 metra er komið af afleggjaranum heim til Árna Más, en þau láta lögguna allt of seint vita þannig að hann tekur beygjuna á ofsahraða og skautar þar fram og til baka og er næstum lentur utan í pípuhliðinu. Löggubílinn á eftir í svipuðum dansi, allir skemmtu sér vel og leit þetta út fyrir að vera ágætur eltingarleikur. Þegar það var komið heim til Árna var aðal vesenið að koma löggunni út úr litla sætinu með engu öryggisbelti, en það tókst. Að því loknu var Vala keyrð heim tíl sín þá 15 km sem þarf að fara. Hún lét þá líka vita frekar seint hvar átti að beygja og var svipaður dans stiginn í túnfætinum hjá okkur. Vala kjaftaði aðeins við lögguna og kvaddi svo.

Á meðan komust allir heim af ballinu sem vildu keyra drukknir heim og engin lögga var til að fylgjast með. Allt þetta ferli tók rúman klukkutíma en það sem er merkielgast var að þeir tóku aldrei niður nafnið á systur minni eða skrifuðu neina skýrslu. Þeim fannst það alveg út í hött að leyfa henni að keyra, en það var ekkert tiltökumál að hafa engin öryggisbelti eða höfðu neitt annað út á ástand bílsins að setja.

Pétur Öxnevad
Ég fékk allt að vita um köttinn Pétur í kaffi áðan. Hún Margrét sem hefur unnið í mötuneytinu í 50 ár sagði mér allt frá honum. Pétur er kettlingur sem er ættaður heiman frá mér. Pétur er einstaklega félagslyndur og er þeim mikið til vina, Margrét og hann. Hann eltir hana um allt, en verst þykir henni að geta ekki lengur gengið um á tánum heima hjá sér því Pétur vill víst meina að tærnar á henni séu leikföng. Pétur lætur ekki rigningu á sig fá heldur eltir Margréti upp á fjöll og fyrnindi til þess að planta trjám, þó að að það sé grenjandi rigning. Það finnst Margréti skemmtilegt, þá getur hún sett hann í þurrkarann þegar þau koma heim. Pétur er kallaður Pétur Öxnevad af samstarfsfólki Margrétar, en hún ber ættarnafnið Öxnevad, en hún er ættuð frá Noregi.
Margrét er þrusukona og þykir sú vinsælasta í bransanum.

Í kvöld ætla ég og ofurkonan að ríða heim til Margrétar og heilsa upp á þau skötuhjú. Margrét hefur fengið leyfi til þess að hætta fyrr til þess að baka fyrir okkur köku. Hún fékk nefnilega sjokk þegar hún hafði boðið okkur heim, en áttaði sig á því að eiga ekki kökusneið.

Fréttatilkynning
Ég undirritaður hef lagt það fyrir ÚTHOMS - Útgáfunefnd hommaskírteina að líta framhjá þeirri staðreynd að ég horfði ekki á Eurovision heldur var að vinna. Nefndin hefur farið þess á leit við mig að ég tjái mig ekki um Eurovision né nefndina fyrr en hún hefur lokið fullri umræðu um málið og komist að niðurstöðu.

Áfrýjunarnefnd útgáfu hommaskírteina hefur öll sagt af sér og neitar að tjá sig um málið. Talið er að málin tengjast, en það hefur ekki fengið staðfest. Sjonni hefur ekki tjáð sig um málið.

Tár, bros og takkaskór
Tölvan er komin úr viðgerð. Nýr harður diskur. Ég þarf að fara safna klámefni upp á nýtt. Verst þykir mér að verðmætt slideshow sem var mjög verðmætt er ekki lengur í mínum fórum. Þetta var eina slideshowið sinnar tegundar í heiminum og verður að öllum líkindum aldrei endurheimt.

Annars er það að frétta að ég fór í göngutúr í Nauthólsvík með umræddum og þar voru okkur boðnir trúlofunarhringar - frítt. Legg ekki meira á mig.

fimmtudagur, maí 22, 2003

Ég gafst upp
Mér fannst það orðið tilgangslaust að útskýra það fyrir Frökkunum sem komu í dag hvaða tilgangi hlutirnir verkuðu í Þjóðveldisbænum. Þeir voru svo tómir í hausnum að það hringlaði í þeim þegar það blés á þá. Þegar þeir spurðu hvort að þeir hefðu flutt inn torfið frá Írlandi með sér og hversu oft það þarf að skipta um torf á túnum á Íslandi þá tók ég þátt í þessum heimskulega leik.

Mennó
Heitir félag starfsmanna í Búrfellsvirkjun. Þau detta í það öll miðvikudagskvöld. Á staðnum er bar sem selur bjór á 250 krónur og önnur verð eru í samræmi við það. Þetta er ansi sniðugt fyrirkomulag og fyrir hagnað af áfengis og bingósölu yfir veturinn skella sér allir í helgarferð eitthvað saman. Núna um helgina fara allir til Eyja. Sniðugt. Það er skemmst frá því að segja að ég skulda 750 krónur á barnum, sem ég verð að telja ansi vel sloppið, en ég mætti klukkutíma fyrir lokun á barnum. Eftir lokun fórum við á kojufyllerí. Ég var bjartur í morgun þegar Sjónvarpið mætti.

miðvikudagur, maí 21, 2003

Mamma bloggar
Mamma mín var að lesa bloggið hjá mér, alveg eins og mamma hans Héðins var að lesa bloggið hans. Stundum vil ég meina að við eigum sömu mömmu. Eða nei, samt ekki. Héðinn getur staðfest það. Mamma mín sagði ekki bara, hún sagði að ég væri vitlaus. Skemmtilegasta upplifunin var samt að sjá hana lýsa þessu með effectum. Hún lék byssu og byssuhljóð, en skemmtilegast var að sjá hana leika heilaslettur á veggnum. Það eiga ekki allir svona mömmu.

Gluggapadda
Maðurinn sem er að laga tölvuna mína hringdi í morgun. Hann sagði að tölvan mín væri með gluggapöddu. Ég skildi að vísu ekki það sem hann sagði en þegar ég hafði flett því upp kom í ljós að þetta væri gluggapadda. Hann gat ekkert gert í málinu.

Tvö tískuslys
Ég átti alveg yndislega skemmtilegt kvöld með ofurkonunni. Í stuttu máli þá má lýsa kvöldinu á þann máta að tvö tískuslys hafi stigið á bak tveimur hestum, einum klár og einni meri, merin fór á klárin en daman fór á merina. Við vorum mjög menningarleg og skemmtileg, enduðum á Djáknapolli, sem er ágætur staður. En ofurkonunni tókst að eyðileggja stað og stund. Fyrir utan það að vera aðeins meira tískuslys en ég, því hún var í grænni peysu, rauðu vesti, allt of stórum reiðbuxum og strigaskóm, þá fékk hún sér að reykja, en þurfti svo að pissa og taldi það ekkert tiltökumál að míga fyrir framan mig. Ég veit ekki hvort að hún taldi að það væri af því ég er hommi eða hvað, en það breytir því ekki að það sem ég sá var ekki fallegt. Hún sat á hækjum sér með sígarettu í kjaftinum, reiðhjálm, buxurnar á hælunum, mígandi á skóna og sitthvorn hundinn á hvorri hlið sem biðu eftir að fá að þefa. Stórkostlegt. Við ætuðum í sund á eftir, stórlega cancelað!

Ég má víst ekki skrifa meira, mamma er alveg brjáluð því hún heldur að köttarnir séu mættir í kjallarann. Gayman til bjargar!

þriðjudagur, maí 20, 2003

Gaman með ofukonunni
Ég og ofurkonan eyðum miklum gæðastundum núna saman. Ég er ansi mikið á netinu og í símanum þessa dagana en hún er inni í Eiríksbúð að elda mat. Landsvirkjunarlíf er ansi gott líf. Ég finn það bara strax hvað ég slaka mikið á og léttist. Þægilegt! Ég og Anna (en það heitir ofurkonan) eigum gott líf, við borðum og hugsum mikið um hreyfingu. Til dæmis í dag þá labbaði Anna til mín klukkan tvö, en þá átti hún pásu en svo keyrðum við til baka eftir tvær sígó, og ég ákvað að fara klukkutíma fyrr í kaffi. Mér fannst ég alveg eiga það skilið, ég var búinn að taka á móti 8 manns og það er ekki einu sinni opið! People give me a break!

P.s. fór í sund í gær, ég var elstur og aldrei þessu vant var Steinunn sundlaugavörður með bros út í annað...
...í smá stund!

Frekja
Ég fór til yfirmannsins áðan og sagði að þetta næði ekki nokkurri átt. Ég yrði að fá mannsæmandi vinnuaðstöðu. Hann hringdi strax og ég fæ tvo smiði og einn rafvirkja til þess að vinna fyrir mig á morgun. Í dag líta þeir út fyrir að vera vel vaxnir, sólbrúnir, stinnar geirvörtur, berir að ofan og sykursætir. Á morgun líta þeir kannski eitthvað öðruvísi út, hver veit. Ég ætla að láta þá setja upp borð, hillur, skúffur og skápa og setja góða lýsingu með dimmer.

Ég fékk líka útgjaldareikning, ég fer í bæinn á fimmtudaginn og má kaupa það sem ég vil! Ég ætla í Rekstarvörur, Tandur, Gámaþjónustuna, IKEA og eitthvað fleira. Eru þið með einhverjar hugmyndir hvar sé gaman að eyða peningum?

mánudagur, maí 19, 2003

RÚV
Sjónvarpið kemur í heimsókn til mín á fimmtudagsmorgun. Myndataka og læti. Ætli það sé ekki best að fara í meik?

Hissa
Commentakerfið er komið! Ég er svo hissa! Ég gat þetta alveg sjálfur en get ekki séð mig sleppa öðruvísi en að þakka Svanhildi og Sæunni fyrir að bjarga mér. Ég vil meina að það eru bara konur sem kunna á svona lagað. Enginn af hommarassgötunum gátu hjálpað mér!

Of seinn
Af því ég á svomikinn pening æetladi ég að fara kaupa gulli.is en er 6 dögum of seinn!

Ég átti lengri afmælisdag
Ég áttaði mig á því í gærkvöldi klukkan 22, þegar ég var að pakka niður fyrir sveitaferðina, að Ási væri búinn með afmælisdaginn sinn, en ég ætti tvo tíma eftir af honum. Þetta var bara svona pæling. Annars var ég í gærkvöldi hjá Héðni og Siggu. Við vorum að spá í Tarot, drekka kaffi og borða gulrótarköku. Namm namm takk fyrir mig! Lagði mig síðan, missti af Will & Grace en ég og Héðinn enduðum á hinu hefðbundna rassakúluklípi okkar.

sunnudagur, maí 18, 2003

Pæling
Hvernig getur maður saknað einhvers ef maður hafði það aldrei? Var bara svona að pæla. Skrítin tilfinning.

Annars var ég á Brian Tracy í gær. Hann er í sömu jakkafötunum og hann var seinast þegar hann var hérna, ég held meira að segja að brotin séu á sömu stað í jakkafötunum og seinast þegar á sá hann. Jæja, nú er ég farinn að ná árangri í lífinu.

Ammæli
Konan á afmæli í dag, til hamingju með það! Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að vera hjá honum - en það verður að bíða betri tíma. Ég vona bara að Elín knúsi yndið mitt rosalega vel frá mér. Ég sakna þín (roðn).

föstudagur, maí 16, 2003

Hvað er að frétta?
Hvað er að frétta frá konunni í Köben? - Maður hreinlega spyr sig...

Ég vil
fá commentakerfi hjálp!

Spottaður
Þjónustufulltruinn minn í bankanum er búinn að spotta mig! Ég vil benda honum á að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera Vökumaður og Sjálfstæðismaður, en það er samasemmerki á milli þess að vera Vökumaður og hugsandi maður.

fimmtudagur, maí 15, 2003

Brian Tracy
Ég fer á Brian Tracy um helgina. Þeim sem vantar miða á 15.000 krónur geta haft samband við mig.

Lárus
Hvað gerir maður þegar maður hittir manninn sem bjó fyrir neðan mann, en skildi við konuna sína og börnin, reyndi við mig á Spotlight og fannst einu sinni dauður í garðinum í blokkinni eftir að hann flutti út, í sturtunni í ræktinni. Segjir maður hæ? Eða verður maður kannski grand og segjir: Hæ, gaman að sjá þig! Reynir maður kannski að eyða vandræðaganginum og stekkur fram og togar í typpið á honum - eða kannski manns eigins?
Skitpir allavega ekki máli, þetta er búið.

Árnagarður
Skiptineminn hérna við hliðiná mér er alltaf að gefa mér augu. Ég er ekki gangandi kynvera fólk!

Hélt ég myndi deyja
Ég mun persónulega sjá til þess að Vala systir muni ekki vinna lengur á Bónusvideói. Ég vann fyrir hana í gærkvöldi svo hún gæti farið á fyllerí, þið vitið, eins og allir stóru bræður gera. Ég vann með henni Heiðu, sem vildi ekki segja mér hvað hún héti og ekki kenna mér á neitt í sjoppunni, samt átti ég að afgreiða alla því hún var alltaf í símanum. Ég get bara sagt ykkur að það var frekar kjánalegt þegar fólk vildi leigja spólu að það tók mig jafn langan tíma að koma því í gegnum tölvuna og afgreiða dæmið eins og það tekur að horfa á eina meðallanga mynd. Segjið mér að þetta sé sniðugt. 15 mínútum eftir að ég fór að vinna kom fertugu kærastinn hennar (hún er jafn gömul Völu systur) og sá um samskipti okkar héðan af. Hann stóð fyrir framan afgreiðsluborðið og sá til þess að segja mér allt sem ég þyrfti að vita. Gæjinn hennar var brjálaður þegar enginn fékkst til þess að vinna fyrir hana. Hann hringdi þess vegna nokkur símtöl og sagðist ekki geta mætt og þennan og hinn staðinn. Í staðinn hékk hann í Bónusvideó til þess að segja mér til og passaði að ég horfði ekki á kærstuna hans (sem er nú enginn kvennkostur). Hann hefur kannski farið svona 5 sinnum í burtu í svona 10 mínútur í hvert skipti og í þau skipti reyndi ég að eyða óþægilega andrúmsloftinu, þið vitið með því að prumpa eða eitthvað.
Mér datt í hug að spurja hana hvort að hún væri í skóla eða eitthvað slíkt. Ég fékk svar eftir svona 18 sekúndur þegar hún sagði: "Ég vil ekki tala um neitt persónulegt". Þetta lýsir lífinu mínu svo vel. Allt sem ég geri fer á hinn veginn. Þið vitið, ég ætlaði að vera str8 en varð hommi, ætlaði að fara í lögfræði, enda á Alþingi, ætlaði að vera duglegur að blogga, tölvan fer á verkstæði. (Sem minnir mig á að ég er núna í Árnagarði með lambhúshettu).

Mottóið mitt fram eftir kvöldi var: Annaðhvort okkar mun deyja í kvöld, ég mun sjá til þess, en fertugi 250 kílóa vöðvafjallið var á annarri skoðun. Við ákváðum að vera bara sammála honum, ég og hann.

Fyndið
Héðinn talar um að hann geti ekki verið með stjórnmálaskýringar eins og aðrir á síðunni sinni. Mig langar þá bara að spyrja, hvað ætlaru að gera Héðinn?

miðvikudagur, maí 14, 2003

13. maí
Vala systir átti afmæli í gær. Ég var búinn að láta renna í bað handa henni með kertum og ilmjurtum þegar hún kom heim úr vinnunni á miðnætti. Þetta var rosalega huggulegt. Hún var að koma úr vinnunni sinni í Bónusvídeo og tók með sér sælgæti og spólur. Ofsalegt fjör. Ég og systa höldum nefnilega alltaf tvisvar upp á afmælisdaga, á miðnætti þegar þeir koma og á miðnætti þegar þeir fara. Við fórum á Select til þess að halda upp á að afmælisdagurinn hennar Völu væri búinn en dagurinn hans Óla forseta væri byrjaður. Sniðugt! Ég prófa nýja hamborgarann/pylsuna sem var auglýst rétt áður í sjónvarpinu.

Þess má geta að ég mun vinna í Bónusvideó í kvöld fyrir systur mína sem ætlar að fagna próflokunum sínum (sem voru í seinustu viku) en ég var að klára mín í dag... Hmm... Þarna lét ég plata mig. Ég var akkúrat að ganga út úr seinasta prófinu mínu hjá Hannesi Hólmsteini.

ARG
entína!
Held mér sé ekki ætlað að blogga. Núna er tölvan mín biluð. Ég er núna í einhverri almenningstölvu upp í skóla. Þið þekkið mig, ég er alveg með hauspoka hérna til þess að þekkjast ekki, og legg teppi yfir hausinn og fram á skjáinn þannig að það geti enginn þekkt mig. Þvílík skömm! Ég er með eign ríkisins undir fingurgómunum, ég finn líka hvernig ég tek upp sýkla frá öðru fólki sem smjúga upp í áður hreina holdið mitt og menga mig! Ég fer beint í apótek á eftir að kaupa mér spritt, síðan fer ég í 60 gráðu heitt bað, það ætti að drepa restina. Mér finnst fingurnir á mér orðnir svo klístraðir þegar ég skrifa svona mikið og músin, ekki láta mig byrja að lýsa henni.
Ætli ég sé orðinn of góðu vanur enda nýbuinn að skola og þrífa lyklaborðið mitt eins og þið munið eftir!

Annars fékk ég góðan brandara sendan á tölvupóst áðan hann er á þessa leið:
Ingibjörg Sólrún og aðstoðarmenn hennar, Össur, Helgi og Guðmundur Árni fóru út að borða á Argentínu.
Þjónninn, sem var hálfsmeykur við Ingibjörgu spurði hana hvað mætti bjóða henni.
"Steik. Ég vil steik, bara steik," sagði hún.
"En...hvað með grænmetið?" spurði þjóninn.
"Grænmetið? Þeir vilja líka steik."

Fyndið því þetta er satt...

mánudagur, maí 12, 2003

Orlof
Fékk orlofið í dag. Ég var búinn að eyða því þegar ég kíkti á heimabankann og sá það. Ég er svo dýr í rekstri...

Útskrift
Á eftir klukkan fjögur er ég að fara í útskrftarveislu hjá litlu frænku minni. Hún er 5 ára og er að hætta í leikskólanum. Ég man ekki eftir því að hafa útskriftarveislu í leikskólanum mínum. Svindl.

Við skulum ekki missa okkur
...og leyfa Halldóri að setjast í forsætisráðuneytið. Núna seinast sá ég Baldur segja það í Fréttablaðinu. Horfum á raunsæja lausn og setjum Davíð í stjórnarráðið og fáum meirihluta með Samfylkingu!

sunnudagur, maí 11, 2003

Hommaskipti
Hommafulltrúi Íslendinga er núna Mörður, skiptur inn fyrir Árna Steinar.

Ég er ekki sammála Sverri Pál þegar hann lýsir kosningunum þeim leiðinlegustu sem hann hafi upplifað. Ég var alveg í fíling.

Orðið á mölinni
Ég varaði ykkur við því að Framsókn yrði of stór! Nú er fólk í alvörunni að tala um að setja Halldór Ásgrímsson í forsætisráðuneytið. Ég hélt að svoleiðis myndi bara gerast í Spaugstofunni. Synd að stjórnin hélt með 3 mönnum, það hefði verið betra ef hún hefði haldið með einum manni og engum dytti í hug að leyfa Halldóri að hrinda Dabba.

Orðið á götunni er samt að synir Davíðs og Ingibjargar eru að slá sér upp. Ég hreinilega óska að foreldrar þeirra fylgi fordæmi þeirra.

Ráðherraefni Samfylkingar: Magga Frí (utanríkis), Inga Solla (dóms og kirkjumál), Bryndís Hlö, Björgvin Sig og Gunna Ömm, sleppum Guðmundi Árna í gegn, hann var alveg edrú í gær, annað en Össur.
Ráðherraefni Sjálfstæðis: Davíð Oddur (forsæti), Geir Hilmar (fjármál), Sturla Bö, Tómas Úl, Pétur Blö og einhverjir fleiri, hef minna stúderað Sjálfstæðisflokkinn.

RS - eru ekki sigurvegarar
Verð að benda Strumpinum á landsbyggðahrokann sinn þegar hann lýsir talningasveit RS sigurvegara kosninganna. Ég hefði viljað sjá þá talningasveit RS smala atkvæðum saman frá Höfn, Keflavík og Eyjum. Ræðum ekki meira um það, ég gæti æst mig of mikið... Það yrði nú samt alveg skoðandi að telja á fleiri stöðum í þessum stóru kjördæmum næst. Það væri hægt að telja á tveimur eða þremur stöðum, senda svo yfirkjörstjórn tölurnar í talningum á ákveðnum svæðum.

Annars eru fréttamenn ekki sigurvegarar kosninganna, þeir áttuðu sig aldrei á kosningakerfinu og komu sér aldrei inn á málið. Það var báðum sjónvarpsstöðvum til skammar að flagga sínu færasta fólki sem var ekki í stakk búið til þess að lýsa lýðræðislegustu athöfnum landsmanna. Furðulegt.

Það gerist allt eftir kosningar
Ég er að tala við Bjarna á MSN og ég fékk hreinlega sjokk, Bjarni er víst heima hjá sér að taka til! Ég fékk örlítið meira sjokk núna þegar ég áttaði mig á því að Össur Skarphéðinsson væri dauður af áfengisdrykkju á Broadway og kom því ekki fram þó Ingibjörg Solla kallaði á hann eftir að hafa ávarpað kosningavöku S-listafólks.

Ég vil meina að Sólrún sé bara fínt nafn, ég myndi allavega frekar vilja heita Sólrún en Heimir.

Annars eyði ég tímanum núna heima hjá mömmu og pabba. Ég var skilinn einn eftir heima á meðan allir fóru í kökuboð fram í sveit. Ég las hann Hannes minn á meðan.

Af hverju sameinast þeir ekki bara?
Litli bróðir minn spurði einföldustu spurningar í heimi um þessar kosningar og beindi henni til mín. Þegar ég áttaði mig á því að ég gat ekki svarað henni þá efaðist ég um að ég ætti heima í stjórnmálum. Þegar foreldrar mínir báðu mig um að útskýra d'Hontd-regluna og jöfnunarþingsæti, þá var það ekkert mál. Ég gæti þá kannski orðið varaþingmaður.

Kosningakvöld
Jæja nú hafa fyrstu tölur í kosningunum birst. Ég er mjög sáttur en ég mundi vilja sjá Framsókn með minna fylgi, þó þeir hafi staðið sig mjög vel. Ef að Framsókn fer ekki eitthvað að minnka þá er það alveg í kortunum að þeir verði í ríkisstjórn og draumurinn minn um giftingu Sjálfstæðis og Samfylkingar fallinn. Annars var kosningadagurinn minn frábær. Ég vaknaði snemma eftir að hafa sofnað yfir dagbókum Háskólanema sem gáfu út bók saman árið 2001 í tilefni 90 ára afmælis Háskóla Íslands. Fór á fætur og fékk mér expressó, mamma hringdi snögglega og við ræddum pólitík um leið og ég stóð úti á svölum á tánum með expressó og símann og horfði á mannlífið á bílastæðinu mínu fyrir utan blokkina mína. Það er nefnilega svo mikill munur að búa svona í úthverfi, það eru engir krimmar og dópistar og fólk ferðast bara um í bílum. Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að hitta einhvern og þurfa vandræðalega að segja hæ. Nóg um það, meira um kosningadaginn.

Síðan las ég í Hannesi Hólmsteini - því ég fer í próf hjá honum á miðvikudag - hringdi nokkur símtöl og endaði á því að klæða mig. Ég ákvað að í dag yrðu það hvítu hnésíðu buxurnar mínar sem ég er nýbúinn að kaupa í Jack og Jones, að ofan yrði fíni bolurinn minn með skjaldamerkinu mínu framaná. Mjög þjóðlegt í tilefni dagsins. Fór síðan að pakka niður og þrífa íbúðina í frábæru veðri, ég lít örugglega út fyrir að hafa verið skúringakona á tánum að ryksuga sameignina, ég hefði hreinlega vilja sjá sjálfan mig að störfum. He he. Fór að sækja Þóri og Héðinn og við fórum niður í Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús að skoða myndir að sjálfum okkur, því við erum módel í útskrifarverkefninu hans Oddvars. Óli forseti var físt mjög ánægður með verkefnið hans - 20 hommar í ramma. Honum fannst þetta mjög sniðugt og Dorrit líka.

Síðan fór ég og Þórir niður í bæ því Héðinn ákvað að fara vinna fyrir kaupinu sínu. Ég og Þórir fórum á Kaffi París og vegna mistaka í bragðlaukum Þóris þá fengum við tvo Cappucino hvor, sá seinni frítt. Mjög sniðugt, mæli með Þóri á kaffihúsi. Síðan fór ég að lotta, fékk mér annan Cappucino á Select og keyrði heim. Þegar ég kom á Heiðina var komin kosningarigning og sólin horfin. Ég átti því alveg eins von á því að úrslitin í kjördæminu mínu yrðu ekki jafn góð og í Reykjavík. Á kjörstað heima hjá mér var ég sakaður um að vera með kosingaáróður á kjörstað þar sem ég hafði barmerki sem á stóð: X-Umburðarlyndi. Ég bað þau um að benda mér á fyrir hvaða flokk ég væri með áróður en þá var lítið um svör.

Það er samt alltaf gaman að kjósa í sveitinni. Ég mæti í kjördeild þar sem Palli á Leiti heilsar mér alltaf og segjir við restina í kjörnefnd - þetta er Guðlaugur, hann býr í Haga. Því úti á landi er kjörskrá ekki í stafrófsröð eða raðað eftir kennitölum. Ó nei. Kjörskrá er ekki einu sinni á tölvutæku formi. Heima hjá mér er nefnilega fjölskyldan skráð saman eftir býlum. Og það sem er enn betra, sveitabýlin eru ekki í stafrófsröð, heldur eftir staðsetningu í kjörskrá. Af því að ég bý í efsta býlinu í sveitinni þá erum við aftast í kjörskrá. Síðan erum við börnin skráð á eftir foreldrum okkar, síðan sýndu þau mér auðvitað að ég væri sá síðasti til að kjósa í minni fjölskyldu og strikuðu því bara með stórkum krossi yfir alla fjölskylduna mína saman: Hagi búinn að kjósa og svo brostu þau til mín um leið og þau spurðu hvernig mér gengi í stjórnmálafræði. Mér leið eins og í Rússlandi svo ekki sé meira sagt. Ég fæ alltaf meira og meira menningarsjokk þegar ég fer austur fyrir fjall. Ég legg ekki meira á mig.

Annars vona ég að Framsókn eigi eftir að tapa meira fylgi þannig að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fari saman í ríkisstjórn og við þurfum ekki einu sinni að velta því fyrir okkur. Ég vona líka að Össur, Jóhanna, Lúðvík og Drífa hafi verið strikuð vel út.

föstudagur, maí 09, 2003

Hörð kosningabarátta
Áðan þegar ég kom úr ræktinni hringi Ingibjörg Sólrún í mig og minnti mig á kosningarnar á morgun. Hún sagði mér hvað hún hefði áhuga á að gera fyrir Háskóla Íslands og LÍN. Skemmtilegt símtal. Þegar ég kem heim eru Sjálfstæðismenn búnir að setja kosningakaffið í póstkassann hjá mér. Núna bíð ég bara eftir því að einhver flokkur sendi til mín 3 vel vaxna karlmenn til að vekja mig í fyrramálið.

Þrennt sem þarf að gera
Kjósa + lotta + skoða sjálfan sig í Listasafni Reykjavíkur

Ég, Þórir og Héðinn tökum þátt í verkefni með 20 hommum og verðum til sýnis í Listasafni Reykjavíkur í lokaverkefnasýningu útskriftarnema Listaháskóla Íslands.

Skólameistari
Ég vil óska MA-ingum, núverandi, fyrrverandi og verðandi til hamingju með nýja skólameistarann sinn. Menntamálaráðherra getur ekki sett það fyrir sig að skipa einn skólameistara, en það getur vafist fyrir honum að svara einu erindi frá mér sem ég sendi inn í byrjun febrúar.

Sjallarar eru skrítnir
Ég átti aftur spjall við Sjallara (Sjálfstæðismenn á Selfossi) í dag. Þeir tóku allt til baka í stjórnarmynduarviðræðunum við mig. Þeir telja það ekki hagkvæmt að láta Ingu Sollu setjast í ráðherrastól því það myndi auka útgjöld ríkisins óþarflega mikið ef hún er ekki örugg á þing! Hvað er verið að segja? Jú, ef að Ingibjörg er ekki þingmaður þá er óþarfi að láta hana fá ráðherrastól því það eykur á launaútgjöld ríkisins. Eigum við þá að banna heyrnarlausum að setjast á þing, því þeir þurfa táknmálstúlka? Klukkutíminn á Alþingi kostar rétt tæpa hálfa milljón þegar einhver stendur í þingstól, eigum við þá kannski að láta þingmenn eða þingflokkana bera þann kostnað m.v. tíma þeirra í ræðustól? Það yrði kannski það næsta sem þeim dytti í hug, eða að láta Slökkvilið sinna útköllum eftir því hver gæti borgað mesta útkallsgjaldið.

Kommon Sjallarar, voru þið að segja að aðrir flokkar væru ekki með það á hreinu hvernig ætti að stjórna landinu? Hugsum fyrst og tölum svo!

Ég er frjáls
Lagið með Botnleðju er alveg fast í hausnum á mér, ég get ekki sagt að ég sé frjáls, en þetta lag er alveg frjálst í hausnum á mér. Ég sem er að vera ýkt duglegur að læra. Ég er frjáls, held ég kjósi bara Imbu Sollu ef þetta lag verður ekki farið úr hausnum á mér eftir sólarhring.

Femin orðin að mbl
Mér finnst fréttavefur Mbl orðinn hálf lélegur undanfarið, ég er aðallega farinn að stunda Femin.is og skoða þar gamlar spurningar og svör um kynlíf. Mér finnst orðið meira að gerast þar en á Mbl og Mbl er aðallega að segja manni hvað maður var að horfa á í sjónvarpinu fyrr um kvöldið. Held ég fari bara að vaska upp og lesa Bøsseliv - Kærlighed og Sex.

Bloggarar
Ég er annars að fara yfir bloggsíður annarra. Þær virðsta hreinlega dauðar. Eru allir að nenna að læra fyrir prófin nema ég? Á einni síðunni segjir ein að ef hún muni ekki skrifa næstu vikurnar þá verði hún á bókasafninu að lesa eða dauð. Ég vona hreinlega að það fyrra því hún er í Oklahoma og ég er ekkert að fara skjótast til þess að fara taka púlsinn á gellunni.

Annars auglýsi ég eftir bloggi frá Zuperkonunni. Hvað er að frétta úr rafmagnsframleiðslubúðunum? Þarf ég ekki að koma til að bjarga þessu? Eða svo ég vitni í Ingvar Sigurðsson á Argentínu: "Eru þið ekki með titling í þetta?"

Sjallarar
Sjálfstæðismenn á Selfossi kalla sig víst Sjallara, ef þeir færu á Akureyri og segðust vera sjallarar þá myndu norðanmenn líklega gera ráð fyrir að þeir væru barrottur. Samkvæmt lýsingum sem ég fékk í síma áðan frá herbúðum Sjallara þá er það ekki fjarri lagi.

Ég lagði undir þá tillögu mína um stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Það var eiginlega ekki til umræðu fyrr en ég fór að tala um Sjálfstæðis og Samfylkingarsamstarf, þ.e. nefndi þá á undan. Það var endanlega samþykkt þegar ég sagði eitthvað á þessa leið: Sjallarar taka þá bara Imbu Sollu með sér í stjórnarsamstarf. Þar með var stjórnarsamstarfið myndað. Mikið væri lífið auðvelt ef það væri bara ég og Sjallarar í þessum heimi...

fimmtudagur, maí 08, 2003

Heimapróf
Hata þau, af hverju eru þau á sama tíma og önnur próf?

Ég vil sjá...
Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk saman í nýrri ríkisstjórn. Ég tel það flottustu ríkisstjórn sem kæmi út úr komandi kosningum. Ég sé fyrir mér að það myndi virka af beggja hálfu. Sjálfstæðisflokkurinn vill bara mynda tveggja flokka ríkisstjórn og Samfylkingin hefur bara sagt að Sjálfstæðisflokkur væri ekki fyrsta val. Það sjá allir heilvitamenn að tveggja flokka stjórn virkar mun betur á Ísa Landi heldur en orgía stjórnmálaflokkanna. Í orgíum verður alltaf einhver abbó.
Við útkomu slíkrar stjórnarmyndunar myndu tveir standa uppi sem sigurvegar og það er nauðsynlegt að þessir tveir aðilar sigri til þess að skapa þessu landi farsæla framtíð. Davíð Oddsson (ekki sjálfstæðisflokkur) og Samfylkingin (ekki Ingibjörg Sólrún) þurfa að standa uppi sem harðir sigurvegarar.

Þetta er án efa seinasta kjörtímabilið sem Davíð fengi að stjórna í friði. Það hlýtur að fara koma á ókyrrð innan Sjálfstæðisflokksins því að þangað er komið mikið af ungu fólki sem hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og hefur frekar þurft að draga sig í hlé heldur en hitt. Þetta unga Sjálfstæðisfólk hlýtur að fara krefjast ákveðinnar nýliðunar og endurstokkunar. Samfylkingin þarf að fá ákveðn útkomu úr þessum kosningum til þess að þar fari fram ákveðin nýliðun. Gömlu refirnir þar eru ekki á leið burt fyrr en þau hafa sigrað. Við getum til dæmis bara vitnað í orð Jóhönnu Sigurðar þegar hún sagði sinn tíma koma. Þetta fólk mun ekki stíga til hliðar fyrr en það er komið í gröfina eða fengið sigur. Þá fyrst getur nýliðun átt sér stað innan Samfylkingarinnar.

Ég sæi fyrir mér að Davíð yrði forsætisráðherrra í tvö ár en hætti svo til þess að fara hekla dúllur og skrifa bækur. Hann fengi að halda haus í gegnum kosningar og hætta af sjálfstáðum en ekki vera hrint úr sæti (og það af konu... brrr...). Inga Solla færi í dóms- og kirkjumál eða utanríkissmál. Hún myndi svo taka við forsætisráðherrasætinu að Davíð loknum. Ég held að það væri vænlegra fyrir Ingu Sollu að sækjast eftir Dóms- og kirkjumálum en láta Utanríkisráðuneytið til einvhers annars. Það er hætt við því að það væri of mikið stökk að fara ofan af Hlemmi niður á Lækjartorg á miðju kjörtímabili.

Sjálfstæðismenn hafa líka staðið sig einstaklega illa í Dóms- og kirkjumálum með sitjandi ráðherra þar. Spurning hvort að Samfylking tæki ekki menntamál (til þess að geta tekið á kosningaloforðum sínum) en heilbrigðismál myndu hrókerast yfir á Sjálfstæðismenn sem myndu fara í ákveðna einkavæðingaferli þar. Samfylkingin fengi félagsmálaráðuneyti en Geir Hilmar Haarde yrði áfram að telja peninga í Arnárhvolli.

Með þessu getum við treyst því að fjármálastjórn ríkissins færi ekki úr böndunum því að horfum á staðreyndir. Samfylkingin hefur því miður ekki yfir að ráða frambjóðendur sem maður getur bent á sem við treystum sem fjármálaráðherra. Samstarf Samfylkingur við Sjálfstæðisflokk er nauðsynlegt til þess að öðlast reynslu í framkvæmdavaldi ríkisins og til þess að fá trúverðugleika í fjármálastjórnun.

Ég get ekki séð að með öðrum leiðum verði félagshyggjufólk með varanlega lausn. Ef þetta tekst ekki núna og með ofangreindri formúlu, þá getum við kvatt Samfylkingu og búist við eflingu Frjálslyndra og jafnvel myndun hægri flokks með nýjar áherslur. Þetta kjörtímabil mun einnig gera úrslitaslag fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fólk mun yfirgefa hann í næstu kosningum yfir til annarra hægri flokka sem munu myndast ef þeir munu ekki taka þátt í ofangreindri formúlu - eða - fara í endurskoðun og endurskipulagningu.

Hvað finnst þér? Sendu mér meil gulli@love.is.

Til hamingju!
Ég vil óska Ása til hamingju með nýju vinnuna sína. Samkvæmt blogginu hans er þetta hausverks vinna, en hann virðist alltaf koma sínu í gegn á endanum. Ekki eitthvað sem kemur mér á óvart.

Ég þoli ekki...
...gellur sem tala eins og hausinn á þeim sé vindgöng. Ég fletti í gegnum Fréttablaðið áðan þar rekstrarstjóri Vísis.is og Femin.is hún Íris er eitthvað að blaðra um að hún sé ekki feministi. Hún styðji að vísu jafnréttisbaráttu kvenna í launamálum á við karla, en henni finnst að konur eigi bara að fá að vera konur og karlar karlar. Þegar ég hitti svona fólk þá verð ég gráhærður og stundum langar mig að taka til baka öll mín prinsip til baka. Hvað er hún eiginlega að segja? Hún tekur það sérstaklega fram að hún vill láta karlmenn opna fyrir sig hurðir þegar hún fer eitthvað fínt. Er ekki í lagi? Stundum man ég alveg af hverju ég kaus að vera hommi, hver vill búa með svona vitleysing, eða réttarasagt, hver vill taka séns á því að lenda á svona vitleysing. Strákar, ég legg til að við verðum allir hommar og gefum skít í konur. Þær virka ágætar sem útungarvélar og flestar þeirra vilja bara fá að vera konur í friði, hvað svo sem það er.

Hver vill ráða svona konu í vinnu? Það þyrfti án efa að ráða sérstaka aðstoðarmanneskju fyrir svona skvís til þess að henni myndi líða eins og "konu". Þessi aðstoðarmanneskja myndi sjá um að opna fyrir hana hurðir, hugsa fyrir hana, svara í símann og sækja börnin á róló. Það sjá allir heilvita karlmenn að þetta gengur ekki. Ég legg til að ef konur ætla að missa sig í einhverju svona þá verði þeim bent á að vera heima hjá mömmu sinni.

Kóktölva og Blogg
Grátur - grátur Ég komst að því að öll mín skrif hér hafa aldrei komist til skila, eitthvað minnir þetta á gömlu bloggsíðuna mína. Vandamálið var greinilega dýpra en einhver biluð síða. Það virtist vera þannig að tölvan mín var ekki rétt stillt til þess að geta postað blogg á síðuna sína. Heimskulegt - I know, en sem betur fer þekkir maður tölvunörd sem kipptu þessu í liðinn og nú mun síðan verða virk og allt sem ég skrifa kemst til skila. Það er eiginlega forsenda fyrir blogginu mínu.

Það er svo margt sem ég á eftir að segja ykkur, til dæmis að FSS-síðan opnaði á ný, ég hellti kóki yfir tölvuna mína, ég gerði uppreisn í vinnunni, amatör.is hélt innvígslufund fyrir mig þar sem ég fór á kostum og fleira og fleira.
Stay tuned!

Leiðarljós
RossGuiding
Ross Marler: Thu ert godi framagaeinn. Ert ad fara ad bjoda thig fram til things og horfurnar eru godar. Thu ert klar gaei, en hefur ekki getad haldid i konu (hmm... erum við badir hommar?). Ther er tho nokk sama, thvi ther hefur farnast vel i starfi. Vonandi naer Roger ekki ad bera a thig rogburd i kosningabarattunni (je right).


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla