sunnudagur, mars 28, 2004

Engin Fríða á slysó
Sunnudagurinn var merkilegur. Héðinn náði að plata mig til þess að fara með sér í Bláa Lónið. Næst ætla ég að muna það að þegar Héðinn biður mig að fara út úr mínu póstnúmeri, þá á alltaf að segja nei. Við byrjuðum á því að keyra fram á bíl á Reykjanesbraut sem var nýorðinn alelda. Ég hafði miklar áhyggjur af bílnum þegar ég keyrði framhjá, ég komst að því seinna um daginn að þær áhyggjur voru óþarfar. Haldið áfram að lesa ef þið viljið vita meira um það. Það voru tveir strákar þar að taka myndir af bílnum sem stóð alelda. Annar strákurinn fannst mér mjög sætur, seinna komst ég að því að Sigga og Héðinnv oru viss um að hann væri hommi, sem meira að segja minnti svolítið á gamlan typpatogara hans Héðins, það var skemmtilegt því svo horfðum við á þá meðan við átum ís í Bláa Lóninu þegar þeir tóku myndir af Ísdrottningunni, keppni sem ég ætla ekki að horfa á. Kannski ég horfi á "the making of..." en það er önnur saga.

Á leiðinni heim þótti við hæfi að fara á KFC til þess að losna við blásýrugerla og steinefni úr tönnunum. En engin af okkur vissi að guð hafði hugsað: já, en ekki meiri gleði á þessum degi. Þannig að það kom bíll á 80 km hraða aftan á okkur þegar ég var nýbúinn að stoppa bílinn. En það hefði verið skemmtilegt að eiga bílinn sinn og verklaust bak aðeins lengur, kannski bara fram að páskum eða fram yfir próf.

Ég fór í eitthvað dramakast, fékk eitthvað í hausinn og bakið en allir biðu rólegrir eftir lögregluþjónum. Mér fannst við þurfa að bíða svo lengi eftir lögregluþjóni að mér fannst eins og við værum að bíða eftir að þeir væru að útskrifast. Sem betur fer tók Héðinn á móti þeim því annars hefði ég líklega kelað við sæta lögregluþjóninn sem seinna fékk viðurnefnið Rúnar en Rúdólfur lögregluþjónn (athugið að nöfn eru skáldskapur í þessum hluta skáldskapur) tók skýrslu af hinum árekstrinum. Hinn áreksturinn var örugglega harðari en í smá stund óskaði ég þess að hafa verið í þeim árekstri, út af sæta lögregluþjóninum sko.

Héðinn keyrði mig svo heim til þess að ég þyrfti ekki að væla fyrir framan hann og systur hans. Þau komu svo til mín og við fórum í hópferð á slysó. Við spjölluðum við stelpurnar í móttökunni og þær voru skemmtilegar, þekktu Fríðu og voru hálfar af skemmtilegheitum áðurnefndar ofurhjúkku. Þær sendu okkur bara heim, hlógu smá og sögðu að verkirnir yrðu bara meiri á morgun, þá væri líka betra að skoða okkur. Mig langaði að lemja þær.

Síðan var haldið kökuboð heima hjá mér þar sem Matta og Þórir slógust í hóp fólks með háls og bakmeiðsli. Kaffi, kaka og eplapie var á boðstólnum ásamt sögum frá Möttu og bílslsysupprifjun.

föstudagur, mars 26, 2004

Banani í Árnagarði
Ég var að koma úr prófi hjá uppáhaldinu mínu honum Hannesi Hólmsteini, við verðum líklega ekki sammála um það hvað ég á að fá fyrir þetta próf. Ég ræði það við hann síðar. Ég sit núna úti í Árnagarði að velja mér námskeið fyrir næsta vetur. Finnst öðrum en mér þetta skráningarkerfi vera flókið? Kannski er ekkert erfitt að velja sér námskeið en þetta tekur óratíma því að forritið er ekkert sérstaklega notendavænt. Ég get samt lítið einbeitt mér að því að velja námskeið því það eina sem ég get hugsað um er þessi banani sem liggur á gólfinu. Hann er ekki í hýðinu og fólk gengur í kringum hann eins og enginn taki eftir honum. Þetta er ótrúlegt! Enginn vill kannast við að hafa misst heilan banana á gólfið en svo þykist enginn taka eftir honum og meira segja breyta sporunum sínum til þess að stíga ekki á hann. Ætli hann hafi fallið af himnum ofan?

Síðustu daga hef ég verið að læra á fullu undir prófið hjá Hannesi og skrifa verkefni sem ég er að skila til Jóhanns á eftir. Þetta er búið að vera æðisleg vika. Sjáið mig ekki fyrir ykkur að búa til pastasalat á morgnanna, henda því í dollu og sitja á Hlöðunni allan daginn að lesa? Á kvöldin er ég svo búinn að ná mér niður með því að flokka skjalasafn FSS í möppur. Ótrúlegt hvað ég næ að slaka á með því að svala maníuþörfum mínum. Ég hef til dæmis raðað öllum sokkunum mínum núna eftir þykkt efnisins í þeim. Mér líður svo miklu betur. Íbúðin mín er aldrei hreinni en þegar ég hef mikið að gera. Vonast til þess að geta viðrað allar sængur í húsinu í dag en mér sýnist það vera byrjað að snjóa.

Talandi um skipulagshæfileika þá kom ég í heimsókn upp í Stúdentaráð í gær. Erla er orðinn formaður og ég bara gapti. Hún var greinilega hætt að vinna en vá hvað ég var skotinn í því sem hún hafði komið sér fyrir. Hún var greinilega farinn úr vinnunni því hún var búin að raða öllum hlutum á skrifborðinu, klára öll verkefni, stilla upp lyklaborðinu og láta skrifborðsstólinn flútta vel í sömu línu og talvan. Ef ég hefði haft myndavél þá hefði ég skotið af einni mynd, verð að muna eftir þessu næst.

Talandi um myndir. Ég var að fá myndir úr Árshátíð Argentínu. Boy, annaðhvort var ég svona fullur eða fólkið á myndum, eða bæði. Heilir og hálfir hausar hér og þar, meira að segja stundum engir hausar... Veit ekki hvort það myndi vekja lukku að ég kæmi í heimsókn á Argentínu með myndirnar til þess að sýna, þyrfti að ritskoða þær fyrst. Ég get til dæmis ekki sýnt myndirnar úr eftirpartýinu þegar ég, Addi og Sunna vorum ein eftir...

fimmtudagur, mars 25, 2004

Der inbreikar was
Já já, fyrirsögnin er úr hollensku myndinni Já systir nei systir. Ég svaf venjulega í nótt, að öllu nema einu leyti. Áður en ég segji ykkur frá því verð ég að segja ykkur sögu úr stigaganginum mínum. Í stigaganginn hefur tvisvar sinnum verið brotist inn í vetur. Í bæði skiptin réðust þeir inn í íbúðirnar á hæðinni fyrir neðan mig, þegar hurðin hafði verið opnuð þá stukku mennirnir inn í íbúðir fólksins og reyndi að skemma og svívirða fólk. Þetta gerðist einu sinni um miðjan dag og einu sinni á sunnudagsmorgni. Í eitt skiptið var konan ein heima í öllum stigaganginum, fáklædd með barn á brjósti. Í annað skiptið voru hjónin inn í rúmi á meðan börnin horfðu á morgunsjónvarpið. Auðvitað er þetta ekki gaman, en við hverju á maður að búast, þetta er Gettóið.

Ég vaknaði svo klukkan hálf sex í morgun, það var einhver að berjast við dyrnar og náði svo greinilega að opna þær. Ég var orðinn drulluhræddur, reis upp í rúminu, leit á klukkuna og bjóst við að núna væri einhver að brjóst inn. Ekki alveg heppilega nóttin til þess að ákveða að sofa nakinn. Velti mér fram úr rúminu og lagðist á gólfið sem er fjær dyrunum og búast mátti við að innbrotsþjófurinn sá mig ekki. Á meðan ég lá á köldu gólfinu og kramdi litla-Gulla þá heyrði ég að innbrotsþjófurinn var kominn inn í eldhús, skoðaði í skápana og ísskápinn. Af hverju mér datt í hug Já zystir nei zystir, ætla ég ekkert svo mikið að velta fyrir mér. En kannski vonaðist ég eftir jafn sætum innbrotsþjóf og í þeirri mynd. Hver veit?

Þegar ég var um það bil búinn að bleyta gólfið kom verann inn í svefnherbergi. Vala stóð þar, greinilega búinn að finna sér eitthvað að borða og sagði: Æi, vakti ég þig, ég sem var akkúrat að reyna læðast um til þess að gera það ekki.

Vala hafði semsagt keyrt tvo vini sína út á völl í morgun, þeir voru að fara til Lúx og nennti ekki að keyra aftur upp í sveit heldur krúsaði til stóra bróðurs og sofnaði og sefur líklega enn, á meðan ég þurfti að fara í andlega áfallahjálp, vatnsdrykkju og bókalestur til þess að gíra mig niður og sofna aftur.

I did it!
Ég lét verða af þessu. Hvað finnst ykkur? Tveggja mánaða meðganga loksins búin.

þriðjudagur, mars 23, 2004

What Makes You Sexy? by eva71
Name/NickName
Gender
Sexy Body Part IsYour Hands
Special Talents AreEverything (Multi-talented)
Created with quill18's MemeGen 3.0!

mánudagur, mars 22, 2004

Auddi
Núna langar mig bara að skrifa um Audda. Ég var að klára að horfa á 70 mín. Ég hef aldrei verið sannfærðari um þrjá hluti; Auddi er sætur, Auddi er hommi og Auddi þráir mig. Vona samt að hann sé ekki með þrjáhyggju þar sem ég er náttúrulega bundinn í báða skó. Ég verð bara að vona að hann geti haldið sínu lífi áfram án þess að vera mjög hryggur.

sunnudagur, mars 21, 2004

Foreldrafrí
Systkini mín komu til mín í gær, laugardag. Framundan voru tveir dagar í foreldrafríi. Við fórum strax í Kringluna. Við systkinin reynum alltaf að gera eitthvað óvenjulegt saman. Við erum jú alveg frá ellefu ára aldri upp í minn aldur, áhugamálin eru ólík en öllum finnst gaman að fíflast og borða mat. Í Kringlunni var auðvitað farið að versla og eitthvað verslað handa hverjum og einum. Ég fékk til dæmis í gjöf frá þeim Rapid White, dót sem gerir tennurnar mínar hvítari. Síðan var farið á rúnt um bæinn þar sem við létum öllum íllum látum. Við vorum með fullt af gömlum geisladiskum með okkur á rúntinum. Á meðan við rúntuðum og hlustuðum á Whigfield, Dans(f)árið, KimsMegaMix og fleiri gamlir slagarar. Það var eitt lag sem sérstaklega var skemmtilegt, kannski þið munið eftir því en textinn er eitthvað á þessa leið: "hey you dont be silly, put a condom on your willy... je je je je je!" og svona gengur lagið aftur og aftur. Við fengum mörg augnagoturnar á okkur þegar við sátum fjögur í bílnum og þóttumst hlaupa um götur bæjarins. Ótrúlega fyndið. Vala systir fór svo í partý og Heiðrún systir fór til vinkonu sinnar til þess að gista. Ég og Siggi bróðir horfðum því á sjónvarp fram eftir nóttu og átum ávexti.

Í dag var svo kallað til Pönnufundar. Fundurinn þurfti að taka á því álitaefni hver væri rétthafipönnunnar. Það var ákveðið að maðurinn, sem segjir meiri fréttir af öðrum en sjálfum sér bæði í ljósvakamiðlum og á bloggsíðunni sinni, væri rétthafi Pönnunnar. Útlendingurinn frá föstudagskvöldinu hafði ekkert hringt í mig og því var ég ekki hættulegur mótherji í þessari keppni. Ég lærði þó eitt um helgina og það á frekar að fá símanúmer heldur en að gefa þau, þessi mistök kostuðu mig að ég var óriðinn um helgina. Bömmer.

laugardagur, mars 20, 2004

Heimaborgari
Mér var bent á það pent um daginn að ég væri sko enginn heimsborgari heldur væri orðið heimaborgari líklega mun betra réttnefni á mig. Ég vildi ekkert velta því frekar fyrir mér en dagurinn í dag var kannski mjög heimsborgaralegur. Í dag talaði ég til Íraks, en þar er hún Siddý (sem var yfirþjónn á Argó) að stjórna uppbyggingarstarfinu í Norður-Írak. Merkilegar fréttir sem hún ber mér alltaf. Ég talaði til Spánar og Danmerkur, en Paw maðurinn hans Ása er einmitt að halda partý í kvöld á meðan konan mín (maðurinn hans) er að spóka sig í New York með Elínu sem býr núna í Oklahoma. Það var hringt í mig frá Ítalíu en ég sá mig ekki geta svarað þeirri símhringingu, full flókið dæmi. En ég er samt orðinn alþjóðafulltrúi FSS þannig að eitthvað getur þetta breyst.

Ég geri eins og Héðinn núna og þýt á aðalfund Vöku.

föstudagur, mars 19, 2004

Ný klipttur Íslandsmeistari í cruising
Dagurinn í dag var skemmtilegur. Ég byrjaði á því að senda Norrænu Ráðherranefndinni 28 blaðsíðna skýrslu og fróðlegan tíma hjá Jóhanna í Opinberri stjórnsýslu. Hvernig getur einhver verið að læra stjórnmálafræði og ekki vitað hvernig Alþingi virkar, þú ert líklega ekki að velja þér fag eftir áhugasviði. Hvernig gat hvorki kennarinn eða nemendurnir ekki vitað hverjar væru fastanefndir þingsins og þaðan af síður hvernig formennsku í nefndunum var háttað. Umræðan var á svo lágkúrulegu stigi að mér langaði mest að æla eða labba út, gerði þó hvorugt.

Fór síðan í klippingu til Hlédísar og spjallaði við Möttu á meðan. Matta var hress, kominn með hár niður á rass og var á leið á árshátíð kennara um kvöldið. Við öfundum hana auðvitað öll. Hlédís átti í einhverjum erfiðleikum með að verða við óskum mínum um að leyfa mér að hafa hárið sem ég hef verið að safna í þrjá mánuði, þannig að hún tók það bara allt af.

Eftir lærdóm og húsmæðrastörf fór ég í ræktina. Tveir tímar af puði, meiri rassæfingum og endalausum armbeygjum voru hlutir sem Unnur Eróbik kennari reyndi að myrða mig með. Hún bætti mér það svo upp með því að bjóða mér á Salatbar Eika. Þar tróðum við í okkur salati, pasta, ávöxtum, grænmeti og fleira. Þarna var verið að opna einhverja ljósmyndasýningu sem var gaman því að á henni var einhver sá myndarlegasti strákur sem ég hef séð. Hann var dökkhærður, sólbrúnn, útlenskur (talaði ensku við alla), heitur rass, alveg þessi þykka rúllukragapeysa og leðurjakka týpa. Mér sýndist ég vilja kynnast honum betur, þó ekki vera nema til þess að máta skóna hans. Vá þeir voru flottir, örugglega það besta við hann, eða kannski ekki alveg, hann er líklega bestur nakinn. Mér sýndist hann hafa vöxtinn í það.

Ég fór ófáar ferðir á salatbarinn til þess að ganga eins oft framhjá honum og ég gat. Lyktin af honum var góð og hann var farinn að taka eftir mér. Í tilefni ljósmyndasýningarinnar var hann með hvítvínsglas í hendi og við vorum búnir að ná augnsambandi. Ég fór og stillti mér upp við stóra skál af niðurskornum ávöxtum og fór að éta þá af áfergju á meðan við horfðumst í augu á meðan hann reyndi að vera kurteis við sýningargesti að blanda geði. Aðstæðurnar voru ótrúlega magnaðar. Unnur skemmti sér konunglega við alla þessa tilburði mína. Svona hef ég ekki hagað mér innan íslenskrar efnahagslögsögu áður.

Stutta útgáfan er sú að þegar við förum og Unnur fer til þess að kveðja alla þá sem hún þekkir þá geng ég upp að honum, bíð þess að hann snúi sér að mér og veiti mér athygli. Fyrst gjóir hann mig augum, eftir nokkrar sekúndur snýr hann hausnum örlítið, svo koma axlirnar og loks bros. En hann færir ekki fæturnar enda voru þeir í svo fallegum skóm, ef þið munið rétt. Þarna var sigurinn unninn og áhugi hans á mér var loksins staðfestur eftir öll augngotin hans. Eitthvað var hann samt eitthvað alveg ekki viss þannig að ég keyrði Unni heim en kom svo aftur því "ég týndi símanum mínum."

Hann fékk fleiri númer en skóstærðina mína. Hann fer heim á mánudaginn.

Whats does your personality rate from 1-10? by morning_prayer
Your first full name
Your personality rates anope, zero
your best quality ispeople love to be around you
your worst quality isWell, nothing I can think of
this is becauseyou were always this way
Created with quill18's MemeGen 3.0!

Who will give you an orgasm? by leslie13
Name
Age
Virgin?
So, who will make you moan?Seth Green.
How?Magic! Kaboom!
Will it be good?OH YEAH.
Created with quill18's MemeGen 3.0!

fimmtudagur, mars 18, 2004

BodyStep var það heillin
Ég er aldeilis búinn að vera taka á því í ræktinni, þrisvar í viku er lágmarkið, einu sinni út að skokka og svo er ég að reyna bæta sundferð við í hverri viku. Þetta er allt liður í því að láta Gulla líða betur og líta líka betur út. Auk þess er ég þreyttur á kvöldin, sofna eins og ungabarn þegar ég leggst á koddann. Þetta er núna búið að vera í gangi í rúman mánuð.

Skokkið er ekkert mál, tek rúman hálftíma í skokk, enda á nokkrum armbeygjum, magaæfingum og teygjum. Sundið er minna mál enda eftir svona 500 metra bíður heitur pottur og gamlir karlar sem vilja ræða þjóðfélagsmál. BodyStepið er samt eitthvað mis, allavega öðruvísi en í gamla daga. Núna er ég eini strákurinn og kennarinn talar um okkur öll í kvenkyni. Já Unnur er enn að kenna BodyStep og ennþá er brjálað að gera í tímum hjá henni. Þið sem þekkið ekki Unni vitið ekki hvða þið eruð að fara á mis við. Þegar ég fór að mæta í febrúarbyrjun aftur í pallatímana var stórt pláss fremst sem var ómannað, en þarna vorum við venjulegar hommarnir, Eyþór, Jói, Bjarni, Haukur, Raggi og fleiri. Eyþór og Jói eru farnir til Köben. Bjarni er í leikfimi á hverjum degi í skólanum. Raggi er búinn að búa út í New York og Haukur hefur verið lélegur að mæta. Þegar ég mætti loksins eftir smá stund í hléi var ekkert mál að fá stæði fremst í 100 manna salnum. Ég var rétt nýbúinn að koma mér fyrir þegar ein af reglulegu konunm vatt sér upp að mér og spurði mig hvort að hinir hommarnir myndu ekki mæta. E e e... Ég vissi bara ekkert hvað ég átti að segja, en sagði henni svo eftir smá stam að þeir væru flestir fluttir út. Vonbrigðin leyndu sér ekki en kvaddi mig svo með því að segja að núna yrði ekkert gaman í þessum tímum í framtíðinni. Hef ekkert séð hana síðan þá.

Í gær var svo nýtt program kynnt, BodyStep #55 og það er sko magnað program. Alveg eitthvað fyrir vant fólk. Það meira að segja tekur MJÖG vel á rassinum en ég hef lítið getað beitt honum eftir tímann í gær. Fór semsagt eftir tímann í gær í keilu með FSS en gat lítið sem ekkert gert því að sársaukinn var að drepa mig, ég hélt á tímabili að ég hefði slitið eitthvað í honum en það er líklega ekki. Ég finn samt rassinn minn mótast og það er skemmtilegt. Eftir tímann í gær stóð ég heillengi nakinn fyrir framan spegilinn í strákaklefanum að skoða á mér rassinn, mér finnst hann pínu flottur og þótti gaman að velta honum fyrir mér. Ég hætti að skoða mig þegar ég tók eftir því að það vakti athygli hversu mikið ég var að skoða mig. Stökk í buxur og út.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Dapurt? - nei
Síðasta helgi var skemmtileg. Það má enginn misskilja mig. Hápunktur helgarinnar var án efa þegar ég fann týndan æskuvin minn og leyndan maníutvíbura, hana Fríðu. Enn betra var jafnvel þegar Anna Margrét Ofurkona kom að heimsækja mig, gisti og tróð í mig nammi alla aðfaranótt laugardagsins. Skemmtilegast var að fara spá aftur í spilin mín, mér leið aftur eins og fimmtugri gamalli konu með hrukku og skítalykt, spegúlerandi í litaspil. En stundum stendur maður uppi eftir helgi og spyr sig: hvers vegna? Þetta var líka það eina sem var að ganga upp hjá mér, allt annað hrundi og ekkert fór á þann veg sem ég hafði óskað mér. En það er önnur saga.

Ég vona bara að ofurhjúkkan hafi það gott í Prag, hún veit að ég er að pakka með henni í anda, þvo þvott, ganga í leiðinlegum fötum (sem maður pakkar ekki niður) og velja nælonföt til þess að ferðast í. Samt get ég alveg viðurkennt það að Fríða er stiginu hærri í maníunni en ég. Til dæmis er það ekkert mál fyrir mig að ferðast í bómull...

Síðustu tvær nætur hef ég eytt með tveimur vinum mínum. Aðfaranótt mánudagsins keyrði ég um götur stór-höfuðborgarsvæðisins með dapran vin minn í framsætinu. Við veltum fyrir okkur lífi hans og tilveru en komumst að einhverjum niðurstöðum, ég veit ekki, ég allavega komst að því að hann er ekki að spjalla nógu mikið um sitt líf og tilfinngar. Hef ekki hugmynd um hverju hann komst að. Í gærkvöldi hitti ég svo kunningja minn sem er að koma út úr skápnum. Það var gefandi en ótrúlega þreytandi, það rifjaði enn og aftur upp hvað það getur verið erfitt og leiðinlegt að vera hommi. Síðan er fólk hissa að maður hafi stundum millinafnið hommi, auðvitað er maður stoltur að hafa lifað þetta allt af. Vonandi eru engir skápar að lesa þetta og mikla ferlið fyrir sér...

Svo reyndi Héðinn vinur minn að hringja í mig í gærkvöldi, eftir nokkrar sekúndur í spjalli skellti ég hreinlega á hann. Ég meikaði ekki að tala við hann. Veit ekki af hverju það er, líklega var það uppsöfnuð spenna sem við höfum ekki náð að tala um. Ég svaraði honum ekki aftur þó að hann hringdi, mikið var ég samt feginn að búa einn og þurfa ekki að öskra á neinn í kringum mig.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Allt nýtt
Eins og glöggir lesendur Heimsborgarans hafa séð er komið nýtt blogg. Sumir fara í aðra heimsálfu á meðan aðrir eru bara heima að búa til nýtt útlit á bloggið. Á bak við þetta nýja útlit liggur fjögurra tíma vinna, sé ekki eftir henni, þó ég vildi gjarnan vera í henni Ameríku með konunni minni og Elínu.

En með nýju útliti stendur til að vera með skýrari ritstefnu og ekkert bull, eða þannig. Ég ætla meira að segja að vera minna niðurdreginn, en þó birta 100 atriða listann minn fljótlega sem er alveg að smella. Ég er kominn með 89 atriði.

mánudagur, mars 15, 2004

Ég lifi og ég mun lifa
Í gær fór ég á stuttmyndaprógram HinBio. Síðasti dagur hátíðarinnar er nú liðinn og því hátíðin um leið. Eftir stuttmyndirnar fórum við á Ölstofuna, ég, Þórir, Héðinn, æskuvinur minn og Jóhann. Gaman. Fyrr um daginn bjó ég til CV mitt, það gekk bara vel nema ég er með rosalega stóran félagsmáladálk en starfssaga mín er annaðhvort Landsvirkjun eða þjónn, smá markaðsstarf. Um miðjan dag hafði ég keyrt Jankees Boer, formann dómnefndar HinBio út á völl. Vaknaði samt snemma og var að lesa evrópska sögu þangað til.

Ég er búinn að keyra sex sinnum út á Keflavíkurflugvöll síðustu tvær vikur. Ég gæti ekki hugsað mér að fara til útlanda, þó að einhver myndi keyra mig. Oj.

Á föstudaginn fór ég í skólann. Mætti snemma til Hannes Hólmsteins sem ætlar að fara út fyrir öll mörk og ... jæja ég ætla ekki að æsa mig. Fór svo í tölvur og las um hryðjuverkin á Spáni, greinar á Sellunni, Deiglunni og Tíkinni. Ég var búinn að skrópa svolítið á þessum síðum. Mér finnst tíkin orðin ógeðslega leiðinleg.

Um ellefuleytið var ég mættur í Opinbera stjórnsýslu hjá Jóhanni. Hildur gömul bekkjasystir mín úr Verzló settist hjá mér en hún var komin verulega í glas og áfengislyktin lagðist yfir fyrirlestrarsalinn. Hildur var að koma úr fimmtugsafmæli hjá systur mömmu hennar. Þangað mættu allir í morgunmat þar sem borið var fram vodki og áfaxtasafi. Ættingjar og vinir tóku frí í tilefni dagsins og voru orðin drukkin fyrir hádegi. Í tilefni af þessu öllu saman var Hildur að tala hátt og hlæja mikið. Ég hló inn í mér.

Um kvöldið fór ég í ræktina, mat til Önnu Völu, hitti Önnu Möggu á Kaffibrennslunni, við leigðum video, keyptum nammi og ég dró fram Tarot spilin mín. Við vorum að til fjögur um nóttina. Precius moment.

Vaknaði svo allt of snemma á laugardeginum. Fór fram úr án þess að vekja Önnu Möggu og settist fram að lesa. Sótti blaðið og útbjó morgunmat. Rosalega rómantískt og það næsta sambandi sem ég hef komist í rúmlega tuttugu ár. Fór svo niður í bæ og keypti mér bleikt bindi og bleikt belti og bleika gjöf. Var semsagt að fara í bleikt afmæli um kvöldið. Fór samt fyrst á tvær myndir í HinBio og bjó mér til kvöldmat heima hjá Héðni.

Myndi gjarnan vilja eyða þessum laugardegi og sunnudegi, já eða bara ekki upplifað þá.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Hreint og beint snökt
Í kvöld fór ég á HinBio eins og svo oft áður í þessari viku. Ég byrjaði að fara á stelpustuttmyndaprógrammið. Sumar stuttmyndirnar voru svo grófar að ég heyrði allar konurnar og stelpurnar súpa hveljur í kringum mig. Það var talað um að það þyrfti að þurrka upp sætin fyrir næstu sýningu. Það var eitthvað sem hitnaði innan í mér, líklega hefur það verið lesbían í sjálfum mér sem að hoppaði af kæti, ein innan í mér. Eftir velheppnaðar stelpustuttmyndir var ákveðið að ráðast í það verkefni að setja upp Hrein og bein. Eitthvað gekk erfiðlega að koma því af stað en það gekk á endanum. Ég ætlaði ekki að ílengjast en það endaði með því að ég settist aftast í salinn og kom mér fyrir. Eftir bara 2 eða 3 mínútur var ég farinn að hágráta og þurfti að berjast við það að láta ekki ekkan í mér heyrast um allan salinn. Eftir 45 mínútur af grátri og uppnámi leið mér eins og ég væri bólginn í framan. Ég veit ekki af hverju ég grét svona mikið en líklega er maður eitthvað tilfinningalega opinn þessa dagana út af málefnum sem ég hef ekki talað um hér. Kannski var það líka að sjá og heyra í konunni minni. Ég áttaði mig á því að það eru mjög margir mánuðir síðan við höfum virkilega getað eytt heilu dögunum í okkur og gert ekki neitt. Kannski var það að mér fannst ég vera ríkur yfir því að vera hommi og búa af allri þeirri reynslu að fara í gegnum það ferli. Kannski var það að hafa logið í öll þessi ár og farið þannig á bak við fólk sem voru vinir manns og fjölskylda. Auðvitað hefur það áhrif á sambönd fólks þegar maður segjir þeim að maður hafi verið að ljúga í mörg mörg ár. Það lætur mann velta því fyrir sér hvort maður sé fær um að ljúga um fleira. Kannski grét ég af því að ég er einmana en hef aldrei haft fleira fólk í kringum mig. Kannski hef ég ekki hugmynd um það. En mér leið vel.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Úr Öskjunni í kynþokka
Í hádeginu í dag var ég með kynningarbás FSS og HinBio í nýju byggingu Háskólans, Öskju. Ég var alveg einn og mættur svolítið fyrir hádegið. Í stuttu máli sagt var þetta hræðilegt. Ég bauð upp á kók og kex en enginn vildi þiggja, allir vildu frekar borða gras og drekka vatn. Skrítið þetta fólk í þessari Öskju. Síðan þegar ég reyndi að gefa mig á tal við þau þá hlupu þau undan mér í flæmingi. Ég sem vissi ekki að ég væri svona mikil ófreskja. Enginn vildi tala við mig utan einn skiptinema sem fannst ótrúlega magnað að það væri félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta. Honum hefði bara aldrei dottið slíkur félagsskapur í hug. Síðan var hann að spurja mig hvað við vorum að gera og svona, en ólíkt öllum Íslendingum bjóst hann ekki við að þetta væri kynlífsklúbbur.

Þegar klukkuna vantaði korter í eitt og rúmur klukkutími af helvíti var búinn kom neyðarkall úr kynningarbásnum í VRII en þar var búið að borða Davíð Krans út á gaddinn en verkfræðinemar eru víst krakkar sem segja sex. Þau spjalla og fara sem betur fer óstöðvuð í veitingar og tala við mann. Þar er fólk mannblendið og borðar ekki gras. Þarna sat ég alveg þangað til allt kex og gos var næstum búið en þá stökk ég í tíma. En mikið rosalega eru sætir strákar í VRII, þarna sá ég nokkra sem þyrfti að leika svolítið við. Davíð Krans var líka duglegur að sýna mér þá sem eru að spila með okkur í liði, vilja spila með okkur. Ég fór semsagt úr öskjunni í musteri kynþokkans, VRII.

Meðal annars náði ég að bera hann Inda augum sem Eyþór var svo spenntur fyrir. Ég er bara sáttur við það að Eyþór fái að eiga Inda ef ég fæ að eiga legendið mitt hann Jakob. Sanngjörn skipti Eyþór?

Kort
Það hefur verið gaman að sjá fólk bætast inn á kortið mitt hérna til hliðar. Ert þú búin að kvitta?

mánudagur, mars 08, 2004

Skattframtal
Í dag var góður dagur. Ég fór í ræktina og tók á í einn og hálfan tíma, hitti Þóri á kaffihúsi og við skoðuðum strákablöð, borðaði morgunmat með mömmu, borðaði hádegismat með mömmu, fór í atvinnuviðtal og rúllaði því upp, þvoði gardínur, hringdi til Spánar, hitti Óskar Finns, borðaði kvöldmat á Argentínu, kláraði og skilaði skattframtalinu (það reiknaðist út að ég þarf núna bara að borga jafn mikinn pening í heildina og ég gerði á hverjum mánuði á síðasta ári), hélt áfram með 100 atriða listann minn, sótti vinninginn minn úr Matur2004, horfði á Friends, sótti um tvær vinnur, þvoði af rúminu mínu, moppaði, fór með pappír í endurvinnsluna, prentaði út glósur, prentaði út gamlar fundargerðir hjá FSS, las tvo kafla í Ragnheiði Brynjólsdóttur, fór í bíó með Binna á The Last Samurai, hringdi í Héðinn til þess að óska honum til hamingju með daginn, heimsótti Bjarna og braut saman þvott.

Núna finnst mér ég eiga skilið að útbúa mér fótabað í balann minn, fara inn í stofu og horfa á einn Friendsþátt, um leið og ég er búinn að hátta mig og tannbursta í mér tennurnar. Sjáumst á morgun.

P.S. Það var uppselt á HinBio í dag.

Hamingjudagur í dag
Já það er hamingjudagur í dag. Mamma gisti í nótt og við fengum okkur góðan morgunmat saman. Mamma las blaðið á meðan ég bjó til Latté, smurði beyglur með hvítlaukssmurosti, salati, gúrkum, papriku og ólífum. Síðan skar ég niður soðið brauð og smurði það með miklu smjöri og mörgum sneiðum af osti. Síðan setti ég sódavatn í lítil glös til þess að geta hreinsað bragð úr munninum. Himneskur morgun, síðan kveikti ég á tölvunni og ætlaði að undirbúa mig undir tímann sem ég var að fara í en las þá tölvupóst þess efnis að tíminn féll niður. Ég var því á náttfötunum að skrifa ritgerð fram undir hádegi á meðan mamma fór út í bæ að versla og útrétta. Eftir hádegi fór ég svo í atvinnuviðtal sem gekk svona glimrandi vel. Konan hreinlega elskaði mig, en ég elskaði hana ekki. Hringdi svo í Adda á Argentínu og sættist við hann, við erum vinkonur á ný.

Rétt áður en ég fór í atvinnuviðtalið var hringt í mig frá Danól þar sem þau tilkynntu mér að ég hafði unnið í leiknum þeirra á Matur2004. Vá hvað ég var hamingjusamur og brunaði eftir viðtalið að sækja þessa rosalega stóru körfu.

Í körfunni var: Pez karl, pez, After Eight, Ballerina kex, Fig Rolls, Maryland kex, kerti, blandaður lakkrís, Merrild kaffi, Café Noir, Remi kex, Condis súkkulaði, Caramel fingers, Troja súkkulaðikex, servettur, tannkrem, sjampó, hárnæring, nokkur sokkapör, sokkabuxur, Haribo nammi, kjúklingasúpa, stafasúpa, tyggjó og dúnkur af Quality Street nammi. Þetta var allt sett í stóra körfu sem ég hef enn ekki fundið stað fyrir í íbúðinni minni. Mér dettur í hug að setja hana inn á bað...

Ég fór á Mat2004 með Önnu Völu en við vorum mætt rétt upp úr hádegi en fórum ekki fyrr en rúmlega fimm. Á þessum tíma hef ég líklega drukkið eina sjö latté og étið fyrir sjö daga. Það var æðislega gaman hjá okkur og núna lítur út fyrri að átveislan haldi bara áfram.

Síðasti söludagur
Í gær var síðasti söludagurinn hans Héðins en í dag fagnar hann afmælinu sínu. "Allir" hittust á Ölstofunni í tilefni þess og það var gaman. Ég hitti Fríðu fyrrverandi, Ragnar, André, Dóu, Ölmu, Brynhildi, Bjarna, Siggu systir, Pétur, Möttu, kærustuna mína og afmælisbarnið. Svo voru fullt af öðru fólki sem ég man ekki hverjir voru fleiri.

Mamma kom í bæinn í gær og fór á Hinsegin bíódaga. Það verður nú að segjast að það er nú betri mæting en margir vina minna hafa sýnt Hinsegin bíódögum. Mamma kom svo í stutt stopp á Hverfisgötuna þar sem Þórir og Héðinn voru fyrir. Hún höndlaði samt ekki að fara með okkur á Ölstofuna, henni fannst við eitthvað svo súrir.

laugardagur, mars 06, 2004

Meiri þrif
Mér var bent á það að næsta viðfangsefni hjá mér gæti verið að skrúfa innstungur af veggjum og þrífa þær að innanverðu. Af hverju er þetta það eina sem ég get hugsað um héðan af?

Í dag er laugardagur. Ég ætla að þrífa baðherbergið og lesa meira í sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Síðan þarf ég að þvo þvott og ætla að hengja út þvottinn á snúrur því að það er svo gott veður. Síðan er ég að sjá um Hinsegin bíódaga í dag. Ég þarf að vera mættur klukkan fjögur til þess að sjá til þess að allt gangi þetta rétt fyrir sig.

Héðinn á afmæli á mánudaginn, hausverkur.

Hættur
Á miðvikudagskvöldið hætti ég. Ótrúlega furðuleg tilfinning, eins og að horfa á barnið sitt verða fullorðið. Ég hætti sem formaður FSS en plataðist í það að vera áfram í stjórn. Kannski verð ég gjaldkeri, kannski ritari eða alþjóðafulltrúi. Hmm... Hvað finnst mér spennandi? Þetta verður allt ákveðið á þriðjudaginn á fyrsta stjórnarfundi FSS. Ég ætla að undirbúa mig andlega að stjórna ekki fundi og þurfa að hlíta fundarsköpum. Yfirleitt líkar mér ekki sköp en núna verð ég bara að bíta í það súra epli.

Það var svo á miðvikudaginn, aðalfundi FSS, þegar fundurinn var alveg að verða búinn þá var ég pínu tekinn í furðulegri og óvæntri stöðu. Þessar elskur höfðu keypt handa mér gjöf. Þarna stóð ég eins og asni, vissi ekkert hvað ég átti að gera. Þessi pakki var rosalega stór, ég þurfti að breiða út hendurnar til þess að ná utan um gjöfina. Vissi ekkert hvernig mér átti að líða eða segja. Köttur var kominn í ból Bjarna (ekki segja orð Héðinn, þessi setning á að vera svona hjá mér). Gjöfin var fjarstýrður trukkabíll með drifum á öllum hjólum og læti, þeim þótti þetta vera eitthvað við hæfi út af trukkaskapnum í mér. Lesbían er orð sem ég hef gengið undir í FSS undanfarin tvö ár. Útskriftargjöfin var svona ótrúlega vel við hæfi.

Trukkurinn er búinn að elta mig um íbúðina eins og hundur. Ég hef til dæmis sett inniskóna mína á trukkinn og farið svo upp í rúm með fjarstýringuna. Þegar ég vakna þá læt ég bílinn koma með inniskóna til mín. Í gærkvöldi setti ég vekjaraklukkuna á bílinn, geri það ekki aftur, ég var í svona fimm mínútur að átta mig á því hvaðan hljóðið kæmi. Ég var að verða vitlaus, það hefur tekið mig einn klukkutíma að fá andlega heilsu aftur.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Nýtt afslöppunarverk - and I am loving it!
Kannast ekki allir við svona afslöppunarverk, maður situr kannski og skrifar, les eða lærir heila daginn en stendur svo upp reglulega, þurrkar af einni hillu, vaskar upp, setur í þvottavél eða moppar gólfin. Undanfarið hafa þessir hlutir ekki veitt mér jafn mikla ánægju eða afslöppun og áður. Því þurfti ég að finna mér upp nýjar og róttækari afslöppunarverk. Ég tók viftuna í sundur inni í eldhúsi og hef verið að leggja hvern hluta í heitt vatn og spreyja með Leysigeisla. Hinsvegar hef ég lítið getað rifið mig frá þessu nýja áhugamáli mínu. Ég get hreinlega setið og horft á fituna leysast upp af hverjum hlut, stundum fara heilu flögurnar af hlutunum, en stundum virðast þær hverfa hægt og rólega.

Í raun snýst þetta allt um aðferð. Ef þú lætur hlutinn liggja í heitu vatni í smá tíma þannig að fitan blotni vel og hluturinn sjálfur hitnar er gott að taka hann upp úr, láta hann þorna í smá stund, spreyja Leysigeislanum á hvern flöt og láta liggja þannig þangað til hluturinn hefur kólnað alveg, eða í svona korter. Með því að smúla núna með mjög heitu vatni og miklum krafti næst mesta fitan af. Núna er hægt að strjúka yfir með þurrku og spreyja aftur yfir með leysigeisla þangað til húðin hefur ekki fitulegt yfirborð.

Þegar þessu stigi er náð er gott að taka klút sem er með örlitlum rúðuúða. Þannig fær hin nýþrifna húð í og á viftunni betri vörn gegn framtíðarfitunni, auk þess sem gljái á heimilistækinu kemur betur út. Rúðuúðinn í lokinn er því bæði fyrir útlit og notagildi.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Giftir menn og ógiftir
Spjallaði við Ragnar í dag á MSN, hef ekki hitt hann síðan hann gifti, ekki heldur eftir að stóri afríski pakkinn hans kom eða eftir að hann bloggaði. Ætli Ragnar sé sami maður? Við Héðinn ræddum þetta í dag, hversu mikið breytist maður þegar maður er búinn að segja þetta einfalda "já"?

Hvort gerist á undan; að maður hætti að blogga eða gifti sig. Helst þetta algjörlega í hendur og undantekningarlaust. Líklega hættir maður að blogga og giftir sig svo snögglega á eftir, shit, ég þarf þá að halda eitthvað áfram að blogga, ég er ekki tilbúinn í skuldbindingu strax... hjálp tilvistarkreppa hjá heimsborgaranum, ég þarf að komast til útlanda!

þriðjudagur, mars 02, 2004

Bænheyrður
Ég vil sérstaklega þakka guðfræðinemanum mínum, sem er nýlega kominn á fast, fyrir að koma með ritningarlega aðstoð mína við það vandamál að þurfa að pissa eftir að hafa farið með bænirnar. Gott að heyra að líklega er það ekki guði vanþóknanlegt að ég kasti mér vatni þó ég pissi, held ég stökkvi bara beint upp í rúm núna óhræddur við að þurfa að fara framúr seinna. Takk fyrir það.

Fyndið að lesa yfir færsluna sína, það er eins og ég sé að djóka, en er það alls ekki. Þetta var virkilegt vandamál, sérstaklega eftir nýja átakið mitt að drekka lágmark einn og hálfan lítra af vatni á dag. Þetta var orðið daglegt vandamál, tek með mér vatn í rúmið svo ég fari ekki þangað einn.

Meira af mömmu og mér
Enn og aftur ætla ég að segja ykkur frá sögu sem endar með því að tengjast mér og mömmu. Í barnaskóla var mér strítt fyrir að vera mömmustrákur, ég er eiginlega farinn að taka undir allar þessar fullyrðingar, nema mér finnst ég orðinn alveg jafn mikill pabbastrákur, þetta er bara allt að aukast. Hvar endar þetta eiginlega?

Einu sinni var ég rosalega blúsaður og staddur heima hjá systkinunum á Hverfisgötunni. Ekki voru það kengúruhopp eða heimabakstur sem náðu að kæta mig þannig að við ræddum um hvað kæmi manni í gott skap. Við komumst að því að líklega væri fátt sem kæmi manni í betra skap en að henda dóti. Líklega hefur Sigga systir eða Héðinn verið að henda fötum og því datt mér í hug og gera það líka. Ég fór heim og henti alls konar tegundum af fötum. Ég henti til dæmis grænum plastjakka, miðlungssíðum og tvíhnepptum, frekar smart. Gamlir bolir, slitnar buxur, illa lyktandi föt og annað fékk líka að fjúka með. Vá hvað mér leið vel. Þetta gerði mjög stóra hrúgu á stofugólfið hjá mér sem ég leyfði að vera þarna í nokkra daga. Sumar flíkur hlutu náð en aðrar fengu að fjúka, jafnvel nýþvegnar! Hrúgan stækkaði þó frekar en hitt, sem var jákvætt auðvitað. Síðan var öllu troðið í tvo stóra ruslapoka, annar var fullur af bómullarfötum og hinn af plastefnum og fleiru ónáttúrulegu. Bómullinn átti að sendast í sveitina fyrir pabba minn til notkunar í bílskúrnum en plastið og það ónáttúrulega átti að fara í Rauða Krossinn.

Í Rauða Kross pokann hafði ég stungið ógeðslegum nærbuxum sem ég fékk eitt sinn í afmælisgjöf. Nærbuxurnar voru úr plasti og efnislitlar, það voru bara einhver bönd sem héldu plastinu að framanverðu, sem var svo einnig með rennilás. Þetta vakti gríðarlega mikla lukku í afmælinu en hefur ekki komið með neina hamingju í mitt líf. Nærbuxurnar fengu því að fjúka með til Rauða Krossins, enda hugsaði ég vel til flokkunarfólksins þegar það myndi taka upp nærbuxurnar. Þá fyrst yrði gaman hjá þeim og mikið flissað. Mér fannst ég bara vera gera góðverk.

Síðan stand pokarnir hjá mér í nokkra daga í viðbót og enn bætist í þá, þangað til móðir mín kemur í heimsókn og tekur BÁÐA pokana með sér í sveitina. Mamma mín er ekki lengi að flokka fötin mín þegar hún finnur þessar plastnaríur. Þegar ég frétti hvað mamma mín gerði þá vissi ég hvaðan húmorinn minn kom. Hún var ekki lengi að koma þeim smekklega fyrir á koddanum hjá pabba og hefur síðan átt erfitt með sig það sem eftir var dagsins. Pabba mín fannst þetta alls ekki fyndið, allavega ekki strax en núna er þetta orðinn aðalbrandarinn. Ég held samt að ég sendi ekki fleiri naríur eða dót austur til foreldra minna. Þetta finnst mér alveg nóg.

Gamlir atburðir á mínu bloggi - nei
Ég var gagnrýndur fyrir það að vera fjalla um gamla atburði á blogginu mínu, þ.e. eldsvoðann í Haga, en hann gerðist fyrir 3 vikum. Hinsvegar sjá glöggir lesendur að það er í raun inngangur að mjög svo æsilegri frásögn að nýju fjölskyldunni minni sem hefur tekið upp nýja siði og nýjan stíl. Það er kannski enn skemmtilegra að segja frá því að sami aðili fór í kynsjúkdómaathugun um daginn, þó hann hafi ekki sofið hjá neinum frá því hann fór síðast í athugun fyrir nokkur hundruð mánuðum...

Hver sefur núna hjá óvininum?

mánudagur, mars 01, 2004

Tveir góðir saman
Á heimasíðu NFVÍ, nemendafélags Verslunarskóla Íslands, má sjá tvo góða menn leika í auglýsingum. Þetta eru auðvitað þessi maður og þessi maður.

Getur þú fundið þá?

Hjónabönd samkynhneigðra
Eru allir búnir að fara á www.frettabladid.is og kjósa um hjónabönd samkynhneigðra?