mánudagur, ágúst 25, 2003

Spánn
Sól, hiti og saela. Eydi timanum minum ekki herna lombin min. Eg kannski bara laet ykkur vita hvernig eg hef haft tad tegar eg kemst til Kaupmannahafnar og verd i godu yfirlaeti hja konunni minni. Ast.

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Spánn
Heitar strendur, fyrirlestrar, sól, vinnuhópar og skoðunarferðir bíða mín. Núna eru 20 mínútur í að við leggjum af stað á flugvöllinn. Kannski ég fari að henda ofan í tösku. Erfitt að fara pakka bæði fyrir Spán, Köben og nótt á Stansted.

Ég gerði ekkert!
Hvað hefur komið fyrir bloggið mitt? Allt bara út og suður! Hver ber ábyrgð á þessu? Hvað hef ég eða einhver annar gert rangt?

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Stúdentagarðar
Búinn að fá úthlutað!

Fjölskyldustund
Í gærkvöldi hafði fjölskyldan mín ekkert fyrir stafni. Það kom því upp sú hugmynd að breyta herbergisskipan í húsinu. Þar sem enginn hafði neitt annað í plönum var útbúið nýtt skrifstofuherbergi, Siggi bróðir fékk bæði svefnherbergi og leikherbergi. Inn á milli húsgagnaburða var farið í andstyggilegu leikina okkar, til dæmis komust við að því að Vala systir er með rúmlega handfylli af brjóstum hvoru megin, en það er ekki að marka því hún er með svo stórar hendur. Mamma mín er andlega óheilbrigð, enda komumst við að því að hún var ein af fyrstu starfsmönnum IKEA. Það kom okkur nefnilega svolítið spánskt fyrir sjónir þegar hún fór skyndilega að nefna húsgögnin, svona eins og þau væru hluti af fjölskyldunni, þá voru þetta bara IKEA nöfnin sem ég hafði heyrt Ása svo oft tala um áður.

Menningarnótt
Já það var tekið á því, ég byrjaði á því að vakna klukkan sjö í Reykjavík. Ég var að fara í próf klukkan níu hjá ævisagnaritaranum honum Hannesi Hólmsteini. Prófið gekk ömurlega og ég hef aldrei gengið jafn illa. Ef ég deili árangri í undirbúning þá er útkoman það slök að það jaðrar við sjálfsmorð. Til þess að láta mér líða betur keypti ég kennsluforrit í spænsku, fór svo heim að slappa af. Um fjögur sótti ég Hárliða í WorldClass, stefnan hjá okkur var að fara í hommakaffi á Cozy. Eftir mikið basl í gegnum umferð bæjarins tókst okkur að komast í 101. Gengum Laugaveginn og ég með regnhlíf. Hittum Sverri Pál sem var í miðjum klíðum að sökkva sér í menninguna. Kaffi var nóg fyrir mig og Héðinn þannig að við sögðum bless. Klukkan sex skokkaði ég upp Laugaveginn til þess að fara vinna á Argentínu. Þetta kvöld var svolítið sérstakt, húsið var næstum þríbókað og seinasta kvöldið hans Óskars. Mér fannst þess vegna ekki hægt annað en að mæta. Kvöldið var skemmtilegt en ég svitnaði eins og svín, sem betur fer sá ég um 30 manna gagnkynhneigt brúðkaup þetta kvöld með ljósmyndara Séð og heyrt. Þess vegna eru til myndir af mér sveittum eins og svíni. Njótið lömbin mín. Fékk 2000 krónur í tips frá brúðgumanum, sem var greinilega farinn að hlakka til næturinnar. Þetta var ofboðslega gagnkynhneigt brúðkaup, ég fékk alveg gubbu, hvers vegna þurfa þau að alltaf að vera koma því á framfæri að þau séu gagnkynhneigð og hér séu bæði konur og karlar? Við náðum því alveg strax. En þurfa svo að skipa í sæti þannig að öðrum megin á borðinu sitja konur og hinum megin karlar, síðan sitja náttúrulega pör/hjón á móti hvoru öðru. Ég skil bara ekki af hverju gagnkynhneigt fólk þarf alltaf að vera nudda því framan í mann að þau nudda typpi inn í píku, geta þau ekki haldið þessu fyrir sig sjálf?

Það var samt leiðinlegast að sjá einn mann sitja einan og greinilega var “deitið” hans systir hans um það bil 20 árum yngri en hann sjálfur. Maðurinn spilaði greinilega í bleika liðinu og þess vegna sat hann eins langt frá brúðhjónunum og mögulega var hægt að setja hann. Samt var hann bróðir brúðgumans! Ég fór því að hugsa hvort að maðurinn væri giftur eða í sambandi og væri jafnvel ekki heimilt að mæta með manninn sinn í brúðkaupið. Svona sætur maður ætti allavega ekki erfitt með að heilla einhvern í kringum sig. Á meðan ég velti þessu öllu fyrir mér tókst mér að hella jafn miklu rauðvíni á borðið og í glasið hjá feita manninum við hliðina á honum. Sem betur fer var lítið eftir í flöskunni þannig að ég gat bjargað mér með því að segja: “Rauðvínið búið, ég verð að sækja meira”

Síðan var tekið vel á nóttinni, fór í partý til Héðins og Þóris á Hverfisgötunni. Þar var gaman. Ég og Matta slógum víst í gegn og það ekki í fyrsta né síðasta skipti. Nágranninn á efri hæðinni náði að slútta partýinu með einni símhringingu. Skál! Vegamót, Ölstofan, Hverfis og Sólon – er ég að gleyma einhverju? Allt endaði þetta á Lækjartorgi þar sem öll matarföng voru búin. Þá var klukkan orðin sjö, búinn að vaka í 24 tíma og tími til kominn að koma sér í sveitina til þess að vinna klukkan tíu.

Loksins var vinnan búin klukkan sex um kvöldið á sunnudeginum. Dreif mig heim og var orðinn ansi þreyttur og ónýtur, svo ég taki vægt til orða. En þegar heim var komið var mamma með þá hugmynd að ég þyrfti að elda og það var náttúrulega ekkert mál. Siggi bróðir sótti kýrnar en var með neyðarkall þegar hann kom til baka því það var belja að bera og það var afturfótafæðing. Code read! Ef einhver gestkomandi hefði verið á staðnum hefði honum þótt gaman að sjá okkur takast á við þetta. Allir höfðu sitt verkefni, pabbi fór að sækja snæri, mamma stökk til að sækja tvö prik á meðan ég hoppaði í stígvél og sótti gúmmívettlinga á liðið. Eftir mikil átök við að draga kálfinn úr beljunni og rífa hana upp þá kom mikið blóð en kálfurinn vildi ekki anda, þess vegna fór af stað ástand MJÖG RAUTT. Það eina sem mamma sagði var, hann andar ekki. Það var eins og við hefðum öll verið slegin í framan. Heiðrún systir hljóp inn í mjólkurhús að sækja volgt vatn í fötu, Siggi bróðir hljóp til kálfana að sækja vatn með köldu vatni, pabbi greip í afturlappirnar á kálfinum og lyfti honum upp, mamma fór með hendurnar upp í munninn á kálfinum og opnaði öndunarveginn, ég nuddaði magann á kálfinum til að koma blóðinu á hreyfingu. Í þeim svipan sem Heiðrún kom með volga vatnið fór kálfurinn á gólfið og mamma og ég hjálpuðumst að við að fjarlægja lífhimnuna úr munninum og frá nösunum – til þess notum við heitt vatn. Kálfurinn fór fljótlega að anda eðlilega og kýrin fékk því að kara hann loksins. Síðan fór ég inn að elda. Einhvern veginn hafði þetta verið allt svo hressandi að ég fann ekki votta fyrir þreytu og horfði með fjölskyldunni á Ocean Eleven áður en ég fór að sofa.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Þynnka
Ég áskil mér rétt til að blogga næst á þriðjdaginn.

föstudagur, ágúst 15, 2003

Fullt
Ég fékk spurningu um það í dag hvort að ég vildi bæta Tjaldinum inn á MSNið hjá mér. Mér þótti það náttúrulega ekkert mál, en þegar ég hafði stutt á OK þá sagði tölvan mér að MSNið væri fullt hjá mér og ég yrði að eyða út fólki af því. Hvað á hún við? Má maður ekki hafa fleiri en svo og svo marga inni á MSNinu sínu? Hvað er það?

Vantar þig herbergi?
Það er laust herbergi á Tjarngötunni í vetur. Skilyrði er að vera heilsteypt manneskja og námsmaður. Ég get komið ykkur í samband við réttu aðilana.

Laxveiðar
Hverjum er ekki sama þó að einhver fór að veiða lax. Á meðan að það eru ekki til neinar reglur um það á enginn að þurfa segja neitt. Það eru einmitt svona mál sem stjórnarandstaðan á að vinna í og reyna svo að krækja á stjórninni með því að hleypa ekki svoleiðis málum í gegn. Þannig vinnur hún sér fylgi, ekki með því að vera væla og gagnrýna. Hættum að væla og förum að vinna!

Út í heim
Stundum verð ég alveg veikur. Ég var að blaða í bæklingi Flugleiða um flugferðir í borgir í Evrópu. Paris, Osló, Helsinki, New York og London hljóma ofboðslega vel. Kannski hljómar þetta vel fyrir ykkur líka, en bíðið bara þangað til þið skoðið myndir og lesið um verslanir, veitingastaði og djamm. Vill einhver vera memm?

Meira um menningu
Var sagt við mig í gærkvöldi þegar bloggið mitt komst til umræðu. Viðkomandi vildi ekki endilega minnka vægi annarra þátta á blogginu mínu en vildi sjá meiri menningarlegri umræðu. Hérna hafið þið það, ég ætla ekki á menningarnótt því ég ætla að fara vinna á Argentínu. Ég bara verð að komast þangað aðeins að vinna!

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Berlínarferðasaga
Ég er alveg í essinu mínu. Ég er að skrifa ferðasöguna til Berlínar, búinn með 3 blaðsíður og 85000 slög, ekki einu sinni hálfnaður í ferðalýsingunni. Bíðið bara!

Skattstofan
Hringdi í skattstofuna mína í gær, ég vildi bara rétt ræða framtalsmálin mín og svona við kerlingu. Samkvæmt mínum útreikningum vildi Geir Haarde fá tvisvar sinnum það sem ég var búinn að reikna út. Ég hringdi því til þess að tala við hana Sigrúnu á Skattinum. Þetta var voðalega formlegt viðtal, hún bað fyrst um kennitölu og staðfestingu á að ég væri Guðlaugur, síðan kom listinn yfir alla atvinnuveitendur mína á síðasta ári. Það fyrsta sem hún sagði að ég tæki greinilega ekki nóg að nótum, ég fengi fullt af greiðslum sem ég byggi ekki til reikninga á móti og þyrfti því að greiða skatt. Flott þjónusta ekkert mál. Næsta spurning sem ég fékk var hvort að ég ætti nokkuð eiginkonu og nýtti mér skattkorið hennar. Sér einhver hvert þetta stefnir? Út af einhverri meðfæddri þörf þurfti ég að segja: Nei, ég á engann eiginMANN (af hverju heitir þetta ekki eiginkarl, konur eru jú líka menn). Blessuð konan fibaðist eitthvað til eftir þetta í símanum og fór allt í einu að meðhöndla mig eins og brothætt kristalsglas. Hún fór skyndilega að tala eins og ég væri ljóshærður og dipplaði augunum mínum ótt og títt, enda tví eða þrítók hún alla hluti. Á endanum ákvað hún hjá sér að sniðugast væri að senda mér bækling, þar sem ég átti kláralega við eitthvað vandamál að stríða, sem hjálpaði mér að telja fram. Ég get nefnilega lesið það núna og undirbúið mig undir næsta framtal, sjáið þið til. Þannig var það, en einföldu spurningunni minni, hvort að á mig hefði nokkuð verið áætlaður skattur var löngu svarað. Held ég borgi bara hommaskattinn minn í sex stafa tölu möglunarlaust.

Í dag eru
2 dagar í próf
3 dagar í menningarnótt
7 dagar að ég fari til London
8 dagar að ég fari til Spánar
17 dagar að ég fari til Kaupmannahafnar og hitti Ása
22 dagar að ég komi heim og byrji að vinna aftur á Argentínu
24 dagar þangað til ég byrja í skólanum

Ofboðslega eru þetta margir hommar
Var setning sem mamma mín sagði þegar hún sá myndirnar mínar frá Berlín. Ég leit upp og hristi hausinn, konan sem var á GayPride með 20.000 öðrum um síðustu helgi fannst hópur homma sem taldi 30 stykki mikill hópur. Mig langaði að benda henni á að það hefði verið fleiri hommar sem hún hefði hitt í Reykjavík, en hún var með meiri huga við sultuna sem mallaði á hellunni í eldhúsinu. Það sá ég glöggt því hún skaut augunum reglulega á pottinn. Kannski var þetta bara svona falleg setning hjá henni til þess að sýnast hafa áhuga eða þá hún var með kaldhæðni með því að vísa í að ég hefði nú bara verið á hlaðborði.

40 dagar og 40 nætur
Ég skrapp í bæjarferð í gærkvöldi í Fossnes þar sem Anna Björk var að horfa á 40 daga og 40 nætur með Josh Hartnet. Mikið rosalega er maðurinn getnaðarlegur, ef ég fer einhvern tímann í 3some þá er það með honum (sjáið hvað ég er hógvær, trúi því ekki að ég nái honum einn). Önnu Björk og Völu systur þóttu þetta bara heimskulegt myndefni að kvikmynda strák sem ekki rúnkaði sér eða stundaði kynlíf á þessum rúma mánuði. Svipurinn var milljónavirði sem kom á þær þegar ég sagði þeim að þetta væri nú frekar erfitt og að þessu markmiði væri bara alls ekkert hlaupið. Síðan held ég að ég hafi aðeins farið yfir línuna með því að deila of mikið hvernig ég verð graður. Bara pínu.

Áhugmál
Tæknin breytir svo miklu hjá okkur, til dæmis stóðum við í heyskapi í gær og fyrradag, en enginn á heimilinu tók eftir því. Pabbi sló bara 6 hektara lands og sá um heyskapinn alveg einn. Sló, rakaði, snéri, rúllaði og pakkaði alveg sjálfur. Karlinn mætti meira að segja í alla matartíma. Á meðan bjó mamma mín til sultur og hlaup, eins og frægt er orðið. Við systkinin sáum um ýmis smáverk, litlu systkinin ásamt vinnumanni sáu um mjaltir en ég og Vala systir mættum til vinnu hjá Lalla frænda (það kallast Landsvirkjun í minni sveit). Tæknin hefur á tíu árum fært heyskap úr stress og panik tíma í áhugamálið hans pabba. Betri tæki eða færni spila kannski mestu þarna inn í eða kannski er ég bara búinn að þroskast og átta mig betur á hlutunum.

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Dóp
Fyndið að lesa um það að lögreglumönnum hafi verið boðið dóp í Reykjavík um helgina, því það var mér einnig boðið. Ég og Elfa vissum ekki alveg fyrst hvað það var verið að bjóða okkur þannig að dúddinn endurtók spurninguna. Hann átti ekkert erfitt með það þó að við værum stödd á kaffihús þar sem tónlist var spiluð lágt og fólk átti auðvelt með að heyra á milli borða. Þegar við áttuðum okkur á því að þetta orð sem hann nefndi væri dóp þá kom svona fliss á okkur og pískur þannig að dópnaglinn áttaði sig á því að við værum ekki vænlegir neytendur.
Flissum dópin frá okkur!

Próf
Vinkonan er í sjokki! Ég er að fatta að ég er að fara í próf á laugardaginn, EKKI á þriðjudaginn. Lesa lesa lesa. Svo þarf ég einhvern til þess að leysa mig af. Hjálp!

Hver á að borga?
Ég átti áhugavert samtal við ráðstefnugest í Berlín. Við vorum að tala um stjórnmál almennt og hver ætti að borga fyrir þjónustu ríkisins. Það var einstaklega gaman að koma honum á þá skoðun að auðvitað á sá sem notar þjónustuna að greiða fyrir hana, til dæmis vegabréf, þau ættu ekki að vera ókeypis, heldur ættu þeir sem nota þau að greiða fyrir kostnaðinn á þeim. Það væri nefnilega ósanngjarnt gagnvart þeim sem ekki nota vegabréf að nota þeirra skattpeninga til þess að kosta útgáfu vegabréfa. Sama má segja um háskóla, auðvitað eiga þeir að borga fyrir þá þjónustu sem nota hana, þeir sem ekki fara í háskóla ættu frekar að fá þá peninga sjálfir í sinn eigin vasa. Þarna var eitthvað aðeins erfiðara að draga í land, en það tókst samt.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Matartími og frívakt
Er kominn heim núna. Hérna bíður mín lax, sviðakjammar og hvönn. Mamma hefur aldrei eldað þetta saman en datt í hug að þetta gæti komið vel út. Ég læt ykkur vita hvernig þetta endar. Á leiðinni úr vinninnu hringdi Héðinn í mig af frívaktinni sinni, en það orð hef ég aldrei skilið. Frívakt er það eins og að eiga frí í vinnunni? Eða er það skyndilegt frí af vaktinni sinni? Héðinn útskýrði það sem svo að frívakt væri svipuð vinnunni minni. Hvað átti hann við?
Annars var kveikjan að símtalinu sú (enda ekki algengt að Héðinn hringir) að hann vildi fá fréttir af þerminautnum eins og aðrir í mafíunni, en sú saga verður ekki sögð hér.

Bjarni
Bjarni Bilun hringdi á sunnudagskvöldið. Hann bað að heilsa.

Charlies Angels
Í gærkvöldi hélt fjölskyldan í Haga áfram að prófa græjurnar sem frumburðuinn (ég) gaf foreldrareiningunum í sumargjöf. Í gær var horft á Charlies Angels, með því var boðið upp á bjór, kók og brauðrétt. Ég sá um bjórinn en mamma bakaði brauðrétt. Þetta gerði hún þrátt fyrir að hafa verið að útbúa 48 krukkur af einhverri sultu. Á meðan sultugerðin stóð í hámarki fórum við hin á hestbak og í sund en komum heim eins og áður sagði í bjór og brauðrétt. Ég held ég flytji aldrei að heiman.

Zu grösse
Berlín er stór borg. Þar eru bæði S-bahn og U-bahn. Þar má finna homma og lesbíur. Þar eru sætir strákar og minna sætir. En það sem er allt of mikið af eru minnismerki um stríðið. Ef þú tekur lestina þá sérðu minnismerki um alla hommana sem dóu í höndum Nasista og ef þú lítur til himins þá sérðu minnismerki um einhverja fjölskyldu sem dó. Síðan ef þú labbar á milli austur og vestur Berlínar þá sérðu stóra reiti þar sem ætlunin er að setja upp minnismerki um hitt og þetta, fólk og drápsaðferðir. Hver vill búa á drápsminningarstað? Ætli svona staður sé ekki fullkominn til þess að ala upp þunglynd börn? Ég er fluttur þangað, óska eftir eiginmanni með tvö börn sem eru efni í þunglyndi.

Email
Ég var að fá email frá yfirmanninum mínum sem var á þessa leið: "Hættu nú á netinu Gulli minn og hringdu í mig sem fyrst". Hvort segjir þetta meira til um mig, yfirmanninn minn, vinnustaðinn eða samband mitt við yfirmanninn?

Þar sem tveir hommar koma saman þar er kynlíf
Hvað kallar maður þá GayPride?

mánudagur, ágúst 11, 2003

Ég verð að ná sambandi
Ég er staddur heima hjá mér, nánar tiltekið í sveitinni hjá mömmu og pabba. Ég er klárlega að reyna að ná sambandi hérna. Ég keytpi handa þeim heimabíó/dvd/geislaspilara/útvarp og síðan þá hefur hreinlega verið erfitt að ná sambandi. Mamma er núna að sulta húsið með Stuðmenn í botni í nýju græjunum. Það er hreinlega erfitt að ná sambandi. Pabbi sleppti því að fara sofa í nótt því að honum fannst alveg tilvalið að horfa á DVD í nýju græjunum sínum með suroundsystem. Í kvöldmatnum bar ég það undir þau hvort að ég hefði ekki verið ágæt fjárfesting hjá þeim, svona sem frumburðurinn. Einhver öndunarhljóð fékk ég á milli munnbita hjá þeim, glottið leyndi sér þó ekki sem endaði síðar í matarslag, það var aðeins verra því að það var kjúklingaréttur með tómatdressingu í matinn. Hlutur sem erfitt er að ná úr fötum, en það var í lagi, ég er nýbúinn að kaupa mér fullt. Rauði krossinn fékk því fullan poka í kvöld. Held að þetta sé ekki heilbrigt fjölskyldulíf hérna.

Ég er farinn að ná sambandi, núna er Karlakórinn Hekla kominn til þess að hjálpa til við sporin á meðan hún hleypur á milli vasks og eldavélar við sultugerðina. Mikið er ég samt feginn að hún er ekki farin að syngja með. Þetta er þó óneytanlega skemmtilegra áhugamál sem hún tekur sér fyrir hendur og þá meina ég fyrir okkur hin. Því þegar hún var í Rauðu seríunni þá sást hvorki tangur né tetur af henni.

Á á ekki orð
Eftir vikutíma frá netinu er ég alveg á fullu að lesa mig til um hvað ég hef misst af. Mér þykir gaman að sjá hvað ég missti af og hverju ég missti ekki af. Elín Björk búin að fara í Bingó. Ási er eitthvað farinn að æsa sig út af Páfa - en hlakkar samt til að sjá mig. Sverrir Páll summar alltaf vel upp hvað er það helsta sem hefur gerst undanfarið. Bjarni bimbó er enn í útlöndum, en hringdi í gær, ég á samt eftir að kíkja á bloggið hjá honum. Ragnar er í desperation síðustu daga sumarsins til þess að leita að sumarást, ég ska koma á deit með þér elskan. Snyrtipinninn mnn fær ekki pening frá LÍN en hefur staðið sig með eindæmum vel í barnafataverslunarrekstri, sá þig í göngunni elskan, en þú sást mig ekki... Héðinn bara bloggar og Kjáninn heldur djammdagbók - takk fyrir nóttina ljúfastur! Vignir var með mér í Berlín, en hann tók um það bil 477 myndir sem brátt verða deildar með ykkur. Ofurkonan er búin að gera allt vitlaust í vinnunni hérna, henni datt til dæmis í hug að breyta mötuneytinu, taka búrið og setja það þar sem ruslgeymslan er og öfugt. Þannig er allt hráefni geymt á sömu hæð og það er notað til eldunar, en ruslið og það sem er bara notað einu sinni á ári er geymt í kjallaranum. Ég held að Ofurkonan verði bráðum rekin, gaman að kynnast þér. Koss. Fjalar frændi hennar er kominn heim frá Barcelona, ég held meira að segja að hann hafi tekið smá lit með sér heim. Læðan er komin heim af Ölstofunni, hitti hana á Kofanum - ég held að hún sé orðin mun sætari en þegar ég skildi við hana síðast (við vorum samt aldrei það mikið gift). Ágúst Semsagt.net heldur áfram að vera málefnalegur og senda inn sín blogg með sms.

En ég held að næsta borg sem ég flyt til, eftir Copenhagen, Paris, Bilbao, Eibar, San Sebastian, London og NY sé Berlín. Alveg til í að bæta henni við. Nánar um Berlín síðar lömbin mín.

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Kominn heim
Já, það er rétt sem þið heyrðuð. Ég er kominn heim. Á morgun mæti ég aftur til vinnu og því má búast við því að ég bloggi eins og brjálaðingur til þess að segja ykkur hvað á daga mína hefur drifið undanfarna viku. Hérna er smá efnisyfirlit: Berlín, millilendingar í London, GayPride, djamm, flugferðir, flugvellir, Þjóðverjar, áfengi, hostel, neðanjarðarlestar, íslenskt djamm í útlöndum, matur á Evruverði og fleira og fleira...

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Berlin!
Berlin er stor borg. Eg held ad eg gangi svona um tad bil 80 km a dag. Tad er um tad bil heiman fra mer til Reykjavikur. Fjandinn ein minta eftir. Sjaumst seinna.

laugardagur, ágúst 02, 2003

Berlín
Ég gæti sagt ykkur frá mörgu skemmtilegu úr djamminu mínu í Reykjavík í gærkvöldi, raunar öllum gærdeginum sem var tær snilld. Þar sem ég legg af stað út á flugvöllinn eftir 50 mínútur, ekki búinn að pakka, en búinn að finna til... Þá legg ég ekki í frekari skrif. Knús allir, ég er farinn til Berlínar.

p.s. frétti það í gær að Læðan væri erlendis, hún er því ekki á Ölstúen.