laugardagur, desember 31, 2005

Síðasti dagur ársins: í dag og í gær
Sambýlið að Hringbraut hélt svakalegt partý í gær. Sambýlisfólk hefur haft samband við sérfræðinga lögreglunnar í mannfjöldaáætlunum og sameiginlega komust aðilar að þeirri niðurstöðu að ekki færri en 80 manns hafi mætt í fagnaðinn á síðasta föstudagskvöldi þessa árs. Gárungar hafa jafnvel talað um að fjöldi fólks hafi náð stóru hundraði. Fólk mætti fyrst á níunda tímanum og síðustu gestir fóru þegar klukkan var að ganga fimm að morgni.

Takk öll sem mættu og takk öll þeir sem tóku þátt í rauða-miða leiknum. Matthea og Bjartmar eru yfirlýstir sigurvegarar leiksins, en Matthea þurfti að spurja aðra gesti hvort þeir vissu um Sigurlaugu (nágrannakonu okkar Ólafar) eða hvort hún væri í partýinu, Bjartmar fékk það hlutverk að kynna fólk og benda því á hvað það ætti sameiginlegt. Önnur verk voru eins og: Tala smámælt, sletta á dönsku, sinna útlenskum gestum, halda tækifærisræðu, koma þeim orðrómi af stað að sambýlisfólk Hringbrautar eigi í ástarævintýri ásamt fleiri verkum.

Skemmtileg tilviljun að kvöldið byrjaði á Hamborgararbúllunni með tilboði aldarinnar en nóttinni lauk með partýi aldarinnar hjá Sambýlinu.

Dagurinn í dag hefur einkennst af endurvinnslu, skúringum, þrifum, ilmaukum, þvotti, útloftun, endurröðum, skrúbbi og fleiri góðum verkum. Hér glansar hver einasti blettur. Nýtt á rúmum. Nýtt ár má koma.

Við höfðum samt ekki látið nágranna okkar vita að það væri partý hjá okkur og í dag vorum við með svolítið samviskubit yfir því hugsanaleysi hjá okkur. En "sem betur fer" er ég búin að rekast á íbúa úr 4 íbúðum. Þau voru öll svo ánægð, líf í húsinu. Einn þeirra kom heim í nótt þegar "stór hópur fólks sat úti á tröppum að reykja" (tilvitnun í nágranna). Sigurlaug, títtnefndur nágranni (og sú sem hefði orðið mest var við hávaðan) hváði þegar hún sá mig ryksuga sameignina, benti mér á að það væri ekki okkar verk, enda væri sú þjónusta keypt. Ég sagði henni að ég kynni nú ekki við annað þar sem við hefðum haldið partý í gærkvöldi, og hvort hún hefði ekki orðið vör við það og vonandi hefðum við ekki valdið henni miklu ónæði.

"Það er nú algjör óþarfi að vera þrífa sameigina þó að maður fá nokkra gesti í heimsókn"

Ég held að Sigurlaug sofi fast.

Gleðilegt ár öll sömul, takk fyrir samfylgdina og ég hlakka til þess að takast á við nýtt ár í hópi góðs fólks.

fimmtudagur, desember 22, 2005

fajitas
You taste like fajitas. You are exotic and spicey.
Only the bold can handle you, you little
firecracker. You are delicious and your
sizzling goodness can be heard and smelled all
over the place.


How do you taste?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, desember 15, 2005

Svalaðu forvitni þinni...
...settu nafnið þitt í kommentakerfið og:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

EN

7. Ef þú gerir það verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

miðvikudagur, desember 14, 2005

Fæðing
Í dag eignaðist ég lítinn frænda. Við erum systkinabörn. Vala systir var með þeim fyrstu upp á fæðingardeild, sá tæplega klukkutíma gamalt barn. Djöfull er ég afbrygðissamur. Engillinn er allavega kominn í heiminn og ég óska Óla frænda, Jóhönnu og Rebekku til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Ég og mamma ræddum það ástand hversu mikið af ættingjum eiga afmæli í desember og janúar. Þetta virðist vera eina útungunartímabil ættarinnar. Með örfáum góðum undantekningartilvikum. Ég er eitt þeirra dæmi. Ég áttaði mig á því að litli frændi fæðist nákvæmlega 3 mánuðum á eftir afmælinu mínu, sem eru á sama tíma 9 mánuði á undan afmælinu mínu ERGÓ 25 ára getnaðarafmæli, held ég kaupi mér köku.

Daglegar þjáningar
Mikið er gaman að setjast að kvöldi og skoða þau dagsverk sem maður klárar. Desember hefur sínar sterku þjáningar af prófum, jólaundirbúningi og yfirvinnu í vinnunni. En hafið þið velt því fyrir ykkur hvað það tekur mikinn tíma í að reka ykkur. Daglegar þarfir og dagleg verk taka ótrúlega mikinn tíma af manni. Til þess að koma meiru í verk þarf líklega að skera niður þennan tíma eða vinna hraðar. Hvað ætli það taki mikinn tíma í það heila til dæmis að gera daglega:

-skoða tölvupóstinn
-fara í sturtu
-fara blogghring
-raka sig
-borða morgunmat, hádegismat, kaffi, kvöldmat og kvöldhressingu
-sofa sex til tíu tíma
-drekka 3 lítra af vatni
-bera á sig krem á morgnanna og aftur á kvöldin
-tannbursta sig að lágmarki 2svar
-vaska up
-fara út úr húsi
-lesa blöðin
-henda gömlum blöðum
-brjóta saman föt
-lesa sér til skemmtunar
-horfa á fréttir NFS, Rúv OG Kastljósið - ALLTAF Kastljósið
-taka vítamínin
-heyra í vinum sínum
-ryksuga eða þurrka af eða þvo þvott
-velta fyrir sér skemmtilegum bloggum
-standa í símtölum við foreldraeiningar, í misjöfnu ástandi
-taka við og senda daðurs skilaboð út um allan heim

Ég held að þetta taki svona 18 tíma í það heila sem gefur mér 6 tíma afgangs sem er ansi erfitt þegar maður stendur svo í þremur tímum ofan á allt. Ég þarf að skera niður. Hvað leggið þið til?

þriðjudagur, desember 13, 2005

http://steik.is/?link=696

http://uk.tickle.com/inv.html?inv=8296335805776575606

Today's quiz: Which Desperate Housewife are you?
How you did
You're Bree Van De Kamp. Now, how to fix your marital problems? Well, reaching for the Nigella cook book has always helped you in the past. You are convinced that a loving osso bucco will solve your familial problems. You are a perfectionist who wants to travel through life on an even keel. You are determined that optimism and a permanent smile will solve your problems and you are obsessed with keeping up with the Joneses. But deep down, you simply want to make sense of your out-of-control life.

DHgabrielle
Congratulations! You are Gabrielle Solis, the
ex-model with everything she's every wanted a
rich husband, a big house and John, the
17-year-old gardener.


Which Desperate Housewife are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, desember 12, 2005

85 ára gamall maður fór til læknisins að láta taka sáðprufu. Læknirinn lét manninn hafa glas með sér heim og bað hann um að koma tilbaka daginn eftir með prufuna.

Næsta dag kemur sá gamli til læknisins og lét lækninn hafa tómt glasið eins og hann fékk það deginum áður. Læknirinn spurði karlinn þá hverju sætti og bað hann um útskýringar. "Já doksi, þetta gerðist svona - fyrst reyndi ég með hægri hendinni og svo reyndi ég vinstri en ekkert gerðist! Þá bað ég konuna að hjálpa mér. Hún reyndi fyrst með hægri og síðan vinstri hendinni eins og ég hafði gert en án árangurs. Hún reyndi einnig með munninum, fyrst án tanna og síðan með tönnunum en ekkert gerðist. Við ákváðum þá að tala við nágrannann hana Önnu, hún reyndi þetta líka fyrst með báðum höndum í einu og svo reyndi hún meira að segja líka að kreista á milli hnjánna en ekkert gerðist!"

Lækninum var mjög brugðið "Spurðir þú virkilega nágrannann?!?" "Jebb" svaraði sá gamli. "og sama hvað við reyndum tókst okkur ekki að opna glasið!"
HAHAHAHA hvað hugsaðir þú?

föstudagur, desember 09, 2005

The Keys to Your Heart

You are attracted to those who are unbridled, untrammeled, and free.

In love, you feel the most alive when things are straight-forward, and you're told that you're loved.

You'd like to your lover to think you are optimistic and happy.

You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please.

Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with.

Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment.

You think of marriage as something precious. You'll treasure marriage and treat it as sacred.

In this moment, you think of love as something you thirst for. You'll do anything for love, but you won't fall for it easily.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Your Personality Profile

You are nurturing, kind, and lucky.
Like mother nature, you want to help everyone.
You are good at keeping secrets and tend to be secretive.

A seeker of harmony, you are a natural peacemaker.
You are good natured and people enjoy your company.
You put people at ease and make them feel at home with you.

Your Seduction Style: Sweet Talker

Your seduction technique can be summed up with "charm"
You know that if you have the chance to talk to someone...
Well, you won't be talking for long! ;-)

You're great at telling potential lovers what they want to hear.
Partially, because you're a great reflective listener and good at complementing.
The other part of your formula? Focusing your conversation completely on the other person.

Your "sweet talking" ways have taken you far in romance - and in life.
You can finess your way through any difficult situation, with a smile on your face.
Speeding tickets, job interviews... bring it on! You truly live a *charmed life*

On Average, You Would Sell Out For

$323,998

Your Career Type: Enterprising

You are engertic, ambitious, and sociable.
Your talents lie in politics, leading people, and selling things or ideas.

You would make an excellent:

Auctioneer - Bank President - Camp Director
City Manager - Judge - Lawyer
Recreation Leader - Real Estate Agent - Sales Person
School Principal - Travel Agent - TV Newscaster

The worst career options for your are investigative careers, like mathematician or architect.

You're a Playful Kisser

Kissing is a huge game for you, a way to flirt and play
You're the first one to suggest playing spin the bottle at a party
Or you'll go for the wild kiss during a game of truth or dare
And you're up for kissing any sexy stranger if the mood is right!

You Should Learn Swedish

Fantastisk! You're laid back about learning a language - and about life in general.
Peaceful, beautiful Sweden is ideal for you... And you won't even have to speak perfect Swedish to get around!

miðvikudagur, desember 07, 2005

Já það er stundum erfitt að vera í starfsmannahaldi....

Af hverju finnst mér þetta óborganlega fyndið? Og einhvern veginn alveg úr takt við jólaandann og allt það?

Jólahlaðborðið í danska fyrirtækinu.
Það þarf að vera pláss fyrir alla.

2. desember
Til allra starfsmanna:
Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins, julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentína þann 20 desember. Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur. Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
3. desember
Til allra starfsmanna:
Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki jólasöngvar. Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi
---
7.desember
Til allra starfsmanna
Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Með gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir því verkalýðsfélagið hefur mótmælt og telur 200 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi.
---
9. desember
Til allra starfsmanna
Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta rétt hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa ekki að sitja við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu fá hommar og lesbiur blómaskreytingu á borðin sín.
ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ?
Tina Johansen
fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi
---
10. desember
Til allra starfsmanna
Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.
Tina Johansen
fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða
---
14. desember
Til allra starfsmanna
Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki. Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til Mánans 20.desember til að sitja sem lengs frá dauða-grillinu sem þið mögulega getið. Njótið, for helvede, salatbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið að tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn! Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið farið í kóma!
Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni.
---
17. desember
Til allra starfsmanna
Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine Johansen góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum óskum á geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka ykkur frí allan daginn þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað.
Gleðileg jól!
Frederik Lindstrøm
starfsmannastjóri

þriðjudagur, desember 06, 2005

Veikindi
Ef maður er veikur og þarf vegna veikinda sinna að sitja á klósettsetunni frá tíu að morgni til eitt árdegis er gott að hafa unnið sér aðeins í haginn. Það er til dæmis gott að hafa verið búinn að setja útvarpsstöð á sem segjir fréttir á klukkutímafresti og hafa sótt sér bæði Blaðið, Fréttablaðið og Morgunblaðið. Svo er gott að ljúka við eina skáldsögu sem maður hafði byrjað á. Þegar öllu þessu er lokið er mjög líklegt að veikindin þín eru búin að ná jafnvægi og þú getur staðið á tveimur fótum á ný.

En kannski ekki. Þegar maður er bæði orðinn svo vökva og orkulaus er best að hringja í mömmu sína. Með mjáróma röddu getur maður beðið hana um að koma til sín og hjúkra sér. En svo getur maður munað kannski eftir því að það þarf ansi mikið til þess að mamma manns fari af stað.

Dæmi.

Í sumar var ég svo rausnarlegur að taka mömmu mína með mér til Boston í vinnustopp. Í þessu sama flugi var ég svo óheppinn að nagli skarst undir nöglina mína (nagli, nögl) og fletti henni nær allri af. Þær afleiðingar urðu að mikið blóð spýttist fram undan hinni flögnuðu nögl...

Ég hefði kannski átt að segja ykkur strax að þegar ég sé mannablóð þá líður yfir mig, mjög snögglega. Það gerði það líka í þetta skiptið í 36.000 fetum yfir Atlantshafinu, rétt sunnan við Grænland.

Ég rankaði við mig á gólfinu með súrefnisgrímu og andlit farþegana sitthvoru megin við ganginn, glápandi á mig með mineraturana fyrir framan sig. Frítt skemmtiatriði um borð!

Hinar flugfreyjurnar höfðu farið fram í til mömmu og sagt þeim að það hafði liðið yfir mig og ég eitthvað meitt mig á hendi. Svar mömmu var: "Og er eitthvað sem ég get gert?"

Hvernig datt mér í hug að hún myndi keyra suður til Reykjavíkur?

föstudagur, desember 02, 2005

Ég er í heimaprófi...
...þess vegna blogga ég, um marga ónytsamlega hluti.

MEYJA 2. desember 2005
Gæðadagur er í vændum og meyjan leggur sitt af mörkum með snilligáfu sinni. Hún notar tíma sinn svo vel, að hún gæti vel haldið námskeið. Væri heimurinn ekki dásamlegur ef allir væru jafn duglegir og hún.

Í dag byrjar líka þjóðartalning Þjóðskrá Hagstofu Íslands. Látið mig þekkja það. Þau eru búin að tala um það að þetta taki cirka 14 daga, að telja fólk í sveitarfélög og út úr landinu. Við þurfum að fá nákvæma stöðu þann 1. desember, í gær. Af því að maður er svona mikill innanbúðarmaður þá veit maður hvað verður gert við fólk sem skiptir um lögheimili fram að 15. desember - því verður blótað, og tilkynningarna; þær verða merktar sérstaklega...

Svo þegar þjóðartalningin er búin, þá er alltaf haldið stórt þjóðtalningarpartý. Ætli það hafi verið haldið partý við fyrsta manntalið?

Gael Garcia, kærasti Ölmu, átti afmæli á miðvikudaginn. Ég er alveg miður mín að hafa gleymt deginum hans. Staðan í keppninni um Gael er því; Alma-Gulli, 1-0.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Próf
Ég er í prófi, 30 tíma heimaprófi. Ég er búinn með 3 tíma og á því 27 tíma eftir. Ég er ekki byrjaður. En síðan ég fékk prófið í hendurnar er ég búinn að gera eitthvað allt annað.
- kláraði umsókn til styrktarsjóðs
- fór í spænskutíma
- lærði spænsku
- fór í bakarí og keypti mér sykur
- talaði til útlanda
- fór yfir fjármálin mín
- greiddi reikninga (ekkert betra en að borga reikninga)
- moppaði og vaskaði upp
- taldi dagana til jóla
- fór blogghring
- rakst á strák úr flotanum í skólanum, skiptumst loksins á símanúmerum

En núna er það bara að fara byrja skriftir við prófið. Eða ætti ég að borða annan Donult eða senda þetta sms? Nei, amma mín sagði alltaf: skyldan fyrst og skemmtun svo.

En svona í lokin. Ég hafði minn reglulega næturgest í nótt. Við látum stundum verða af þessu svona án allra formsheita eða undirbúnings. Stundum gerist þetta bara beint í framhaldi af dyrabjöllunni eða símtali. Ótrúlega afslappað og þægilegt. Yfirleitt er horft á sjónvarpið og borðað súkkulaði. Svo er kúrað uppi í rúmi. Fyrir svefninn finnst Siggu gott að nota hárklóruna mína en hún fann hana ekki en ég fann hana um leið. Þá datt mér nefnilega svolítið í hug sem að mamma var alltaf vön að segja við mig: "Ef þú ert lélegur í að finna dótið þitt, Guðlaugur, þá finnuru þér aldrei kærustu"

Ég þarf ekki að taka það fram að ég fann aldrei dótið mitt þegar ég var lítill.