föstudagur, nóvember 28, 2003

Brotinn sambýlismaður
Bjarni vakti mig svo sannarlega í morgun. Hann sagði svo ótrúlega rólega við mig: "Á ég að sýna þér hvað ég gerði í gær? (smá pása - þarna reyni ég að opna eitt og svo annað, troða svo einhverjum orðum fram á varirnar) Ég fékk mér svona gifst (sýnir gifsið) utan um handleggsbrotið mitt"

Þarf ég eitthvað að taka það fram að ég vaknaði? Köld vatnsgusa hefði ekki virkað betur. Blessaður karlinn fékk opið beinbrot í gær þegar hann fór í flikkflakk í leikfimi. Mikið er ég feginn að hafa ekki verið með honum. Ég hefði ekki séð lengra en út að lithimnu og átt erfitt með að halda svimanum í skefjum...

LeiguPanna
Jebb það er rétt, ég mun halda næstu pönnu! VÚHÚ! En áður en þið standið upp eitt af öðru og byrjið á svona amerísku klappi þá er best að ég taki eitt strax fram. Ég á engann rétt á Pönnunni sjálfri, enda mun ég halda LeiguPönnu. Þetta er nýtilkomið innan Pönnunnar og gert í tvennum tilgangi.

a) Ef illa stendur á hjá Pönnumeðlimum verður að vera hægt að halda Pönnuna annars staðar en í húsakynnum "glæpsins" þetta er nauðsynlegt vegna þess að oft vilja fjölskylduvinir og ættingjar fá gistingu um helgar eða fólk vill nýta helgar til þess að bóna.
b) Til þess að vernda persónufrelsi Pönnumeðlima og þeirra bólfélaga. Þetta er gert í virku samstarfi við Persónuvernd.

Ég mun því vera PönnuTaki innan LeiguPönnu í þetta skiptið en mér er það lífsómögulegt að gefa upp hver er PönnuFramsalshafi. Þið hljótið að skilja af hverju þetta er nauðsynlegt.

Mamma mín er bóndi
Mamma er komin á MSN, nú er voðinn vís. Við áttum skemmtileg samtal í morgun. Ég verð að fá að vitna í hana, það kemur hérna að neðan. Til þess að þið skiljið svona meirihlutann af þessu þá er eiginlega nauðsynlegt að ég segji ykkur að pabbi minn er ekki til stórræðanna vegna þess að hann lenti í slysi fyrir stuttu. Mamma er því orðin bóndi í tvöföldu starf.

Mamma segjir:
þú ert vonandi búinn að kveikja á jólaljósunum þau eiga svo vel við lööööööberinn inni í sjónvarpshergi
Mamma segjir:
Ég má ekki vera að þessu jóla stússi ætla að kaupa jólin í ár það er svo mikið að gera í búskapnum þú skilur..
Mamma segjir:
Ertu búin að bóna og gera fínt getur þú komið svo til mín um helgina og tekið stofuna og borðstofuna f.h.
Mamma segjir:
já ég er að fá Arnór og Ingvar til að setja fyrir mig upp jólaseriuna á húsið í dag þeir koma með lyftu þú skilur lofthræðslan er enn til staðar hjá mér...
Mamma segjir:
Ég er búin að senda 2 bellljur og 3 tudda í sláturhús síðan ég varð framkvæmdastjóri
Mamma segjir:
já karlinn er ekkert á leiðinni frammúr og vel á minnst það væri gott að fá klaufklippur til að klippa á honum neglurnar þær slitna ekkert núna hjá honum
Mamma segjir:
Ekki væri verra að fá góða sköfu eða mann (konu) til að skafa framan úr honum af og til svo maður geti betur skilið hvað hann segir þú veist það heyrist ekki svo hátt í honum bara svona upp á varalesturinn

Hýrir hjálpa
Þetta blogg er farið að uppfærast fimm daga fresti. Mér finnst það ekki vera góð þróun. Kannski er það bara þverskurður af því hvað það er búið að vera mikið að gera. Ég hef reynt að hafa það að mottói alla mína tíð að það sé aldrei það mikið að gera hjá manni að maður geti ekki bloggað eða haldið heimili sínu hreinu. Mér skjátlaðist. Það verður stundum að sleppa því að blogga þegar batteríin eru alveg búin. Þessi nýja morgunvinnan mín er hressandi, því er ekki að neita en slítur svefninn í sundur. Það virðist bitna á þolinu sem maður getur verið fyrir framan tölvuskjá. Ég þarf að reyna finna lausn á þessu, láta öll mín verkefni vinna saman í harmony. Það á eftir að reddast. Núna hætta fyrirlestrar að slíta í sundur daginn hjá mér. Ætli ég þurfi þá ekki að gefa mér frí frá lestri með því að fara í sund eða hlaupa yfir miðjan daginn, meðsundsmenn og hlauparar óskast.
Já það nýjasta nýja og sem er líka algjört æði er: Hýrir hjálpa. En hluti af því felst í því að ég fer í IKEA að versla með markaðsstjóra IKEA, henni Lísu. Ég og Lísa erum orðnir þessir fínu vinir. Lísa er líka skemmtileg og skemmtileg kona/stelpa. Róbert á Jóa og félögum klippti dúddann og Jómbi dressaði kauða upp. Síðan létum við mála íbúðina hans og fórum svo að þrífa. Við sótthreinsuðum alla eldhússkápa og vöskuðum upp hillurnar, ekki vanþörf á. Skíturinn var svo gamall að lóið á gólfinu var grænt á litinn. Ég held að næst þurfum við að sjúkratryggja okkur fyrir skít. Íbúðin var eins og uppspretta alls ills. Afraksturinn af þessu öllu sjáið þið í DV á laugardaginn.
Við urðum allar rosalega spenntar fyrir þessu og langar að halda áfram. Enda erum við gott teymi. Róbert og Jómbi eru æðislegir strákar. Fíla þá í rassgat! hahaha, þessi var fyrir Róbert. Það voru tveir blaðamenn DV og einn ljósmyndari sem skemmtu sér konunlega yfir okkur. Líklega þurfa þau ekkert að fara á neitt stand-up á næstunni eða fara í bíó.

Skoðaðu endilega DV á laugardaginn og segðu mér hvað þér finnst! Er ég að gera mig að ölgjöru fífli eins og Héðinn segjir? Ekki væri verra að heyra hvað ykkur finnst um innanhúshönnunina mína. Skora ég meira en 3 eða 4?

mánudagur, nóvember 24, 2003

Queer eye fyrir hvern?
Ég fékk símtal í morgun, um níu, manneskjan hélt að hún hefði vakið mig. Ég benti henni strax á að ég vakna milli fimm og sex alla virka morgna. Þú nærð mér ekki í bólinu í miðri viku elskan. Ég er ekki ókeypis.

Manneskjan vildi fá mig til þess að taka þátt í íslenskum Queer eye for the straight guy. Það verður skemmtilegt. Ég sló auðvitað til. Ég á að sjá um innanhúshönnun. Ég er semsagt að fara í IKEA á morgun. Vei vei. Loksins fæ ég borgað fyrir að vera þar. Síðan erum við hommarnir að fara hittast annað kvöld. Ég held að þetta gæti hreinlega orðið gaman.

Ég bar þetta síðan undir fréttamanninn hann Héðinn. Hann vildi frekar setja mig í félagsmálin, vildi meina að ég væri félagslegt sleipiefni. Hann sagði að ég væri með 9 í einkunn í félagsmálum en bara 3 eða 4 í innanhúshönnun. Hann sagði að heimilið mitt væri "bara venjulegt og ekkert annað" þegar ég spurði hann hvort ég kynni ekki mitt fag.

Eitthvað betri viðbrögð fékk ég frá Bjarna (þegar hann loksins vaknaði) en hann sagði bara: "Hróður þinn er kominn víða!", geispaði og læsti klósettinu til þess að pissa og tannbursta sig.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Föstudagur
Fyrst kemur Gísli, þá kemur Eiríkur og áður en maður veit er komin Helgi.

Femin - ég er ekki kvenlegur
Slysaðist til þess að lesa nokkra pistla á femin.is í morgunsárið. Ég ýtti svo á eitthvað sem hét "Sex and the city" en upp kom eitthvað allt annað en ég átti von á. Getur einhver sagt mér HVAÐ ÞETTA HÉRNA ER? Ég fékk í fyrsta skipti brjóstsviða fyrir klukkan átta að morgni af einhverju öðru en kaffi.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Bloggfríið mikla
Já síðan eru liðin mörg. Hingað hef ég ekki komið í langan tíma. Þetta á sér allt skýringar. Ég kynntist á þessum tíma að stundum er erfitt að blogga, meira að segja ómögulegt á tímum. Ég hefði getað komið hingað og hripað niður einhver orð og verið leiðinlegur, vildi það ekki. Less is more. Það sagði einhver góð lesbía. Held að hommi mundi seint taka undir það...

Ég var vakinn upp á laugardagsmorgunn eftir klukkutímasvefn og 10 tíma vinnu um nóttina með þær fréttir að pabbi minn væri á leið í bæinn með sjúkrabíl. Hann hafði lent í bílslysi. Það er svo furðulegt hvað fer í gegnum líkama mann við slíkar fréttir, held að allt hafi verið sársaukafullt. Ég fór í sturtu til þess að fríska mig og það var eins og vatnið væri búið til úr hnífum. Reyndi svo að borða eitthvað þegar ég heyrði þyrlu fljúga yfir blokkina. Ég áttaði mig á því að líklega væri þetta alvarlegra slys en mamma vildi láta í símanum. Þegar ég kom á slysó vissi ég ekki hvað ég átti að segja þegar ég kom í móttökuna. Hvað á maður að segja? Á maður fyrst að vera rosalega rólegur og kynna sig, eða bara strax vera segjast heimsækja pabba sinn. Ég velti þessu fyrir mér í nokkrar sekúndur á meðan konan í afgreiðslunni bara starði á mig. Að lokum tókst mér að segja að líklega væri pabbi minn hérna. Auðvitað var þessi þögn og þessi setning tekin á þann hátt að ég væri í rosalega áfalli. Fékk hjúkrunarkonu til þess að segja mér allt aftur - þó mamma hafði gert það í símanum um morguninn. Síðan fór hún nett í að komast að því í hversu miklu áfalli ég var.

Á sjúkrahúsinu var ég í einhverja fimm tíma. Þeir voru hræðilegir. Á hverju korteri komu nýjar fréttir af pabba, allt leit þetta nú betur í hvert skipti. Upphaflega var mér sagt að gera mér engar vonir, allt óvíst með karlinn, ef hann myndi lifa þetta af myndi hann verða haldið sofandi í svona 3 daga til viku. Ég var að leika einhvern Súperman, vildi ekki hringja í neinn til þess að bíða með mér, það var dálítið átak, hef ekki áhuga á því að gera það aftur. Daginn eftir fékk ég símtal, pabbi var svo ákafur að komast til meðvitunar að það tókst ekki að halda honum sofandi. Ég var náttúrulega mættur eftir núll eina...

Ég var bara í þessu að koma frá því að sækja karlinn. Hann er sprækur karlinn, eitthvað stirður en lítur vel út. Það er alveg ómetanlegt að vera minntur á það hversu vænt manni þykir um fólkið í kringum sig. Það er eins og maður meti fólk í kringum sig meira, láti það fara síður í taugarnar á sér. Það er ekkert það slæmt sem gerist hjá manni að maður geti ekki dregið af því lærdóm. Það er gott að finna hversu sterk fjölskyldubönd maður lifir við, það er víst ekkert svo sjálfsagt. Að ég tali nú ekki um allan þann fjölda fólks sem hefur verið ólatt við að aðstoða við mjaltir og aðrar gegningar.

Annars er það að frétta að nú hef ég loksins fengið iðnaðarbónið þannig að nú fara húsgögnin að flytjast af parketi, þar sem það á að bóna það af krafti. Setja svona 5 mm þykkt lag af bóni. Já gott fólk, takmarkið er að spara í jólaskreytingainnkaupum þetta árið en láta það allt speglast í gólfinu þannig að það líti út fyrir að vera helmingi meira. Síðan yrði nú ekki leiðinlegt að fá Pönnuna til sín til þess að geta boðið strákunum í litlu jólaíbúðina mína.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Hákon
Sendi mér sms rétt í þessu, hann var að kaupa miða til Köben. Hann fer eftir 6 tíma og verður eina nótt. Svalt. Hann gerði þetta í tilefni afmælis síns og til þess að hitta stelpu. Sniðugt og rómó. Góða ferð vinur.

Úbs.. Fattaði að ég gleymdi að hringja í ömmu í kvöld. Kerlingin á afmæli, en ekkert stórt samt, bara 89 ára.

Jólin
komu í morgun inn um póstlúguna. Þið kannist kannski við þau sem Bókatíðindi. Jólin eru formlega komin til mín.

Takið af ykkur skóna - ég er að bóna!
Dagurinn búinn að vera yndislegur get ég sagt ykkur. Vaknaði eldsnemma, fór ekki fram úr til þess að borða eða fara í sturtu, nei kveikti á kertum um leið og ég kveikti á tölvunni. Settist svo upp í sófa innan um öll kertin og fór að lesa námsbækur. Eftir nokkra tíma í lestri eða um tíuleytið hef ég líklega sofnað, vaknaði ekki fyrr en milli tólf og eitt. Hressti mig við og hélt áfram lestri. Það gekk vel þangað til Bifvélaversktæðið hringdi, bílinn minn var tilbúinn. Þarna fór það, hvernig átti ég hugsanlega að komast þangað. Bílinn upp í Grafarvogi en ég bý í Breiðholtinu. Ákvað án þess að hugsa að taka strætó. Það hefði ég ekki gert hefði ég hugsað meira, kannski betra að ég gerði það ekki. Þetta var alveg frábær strætóferð og ég var ekki nema hálftíma með öllu labbi og biði að komast upp í Grafarvog. Til hvers er maður að eiga bíl? Hér með tilkynnist að bílinn minn er til sölu. Ég ætla að kaupa grænakortið fyrir afganginn.

Helsti notandi strætó hringdi í mig þegar ég sat þar í þungum þönkum að lesa Auðlindir Norðurlanda: Formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2004 og náði alveg að klára alla skýrsluna, duglegur strákur. En ég veit hvað þið hugsið, dísus nörd! En ég allavega eyddi jafn miklum tíma og þið í að ferðast, nema að ég las á meðan með einkabílstjórann minn fyrir 220 krónur. Bara ef fleiri vissu af þessu! Þórir hringdi semsagt í mig til þess að athuga hvort ég kæmi ekki með sér í útgáfupartý bókarinnar hennar Siggu Birnu. Ég var maður. Við fórum því á Hótel Borg þar sem voru skemmtiatriði, M&M og Sprite í boði. Stemningin var góð og Sigga Birna var ánægðu þó að það væri greinilega mikið að gera hjá henni. Bókin sem hún er að gefa út heitir Hvað er málið? og er ætlað fyrir unglinga og er svona eins og leiðarvísir eða svoleiðis fyrir þau. Þarna er meira að segja fjallað um homma og lesbíur, vitnað í mig og svona... Veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta, en þetta er allavega mjög sniðugt og flott.

Þegar ég kom heim bjó ég mér til kjúklingasúpu, sauð pasta út í og skar lauk og ólífur þar með. Maukaði allt saman og drakk með vatni yfir Kastljósi þar sem Hörður í Laxárdal talaði gegn Drífu alþingismanni og sauðfjárbónda. Hörður er svínabóndi í sveitinni heima sem ég hef miklar mætur á. Ég var rétt búinn þegar Óli frændi kom og ég fór í "Handy-Daddy" stuð. Við rifum þvottavélina mín í sundur og fundum leguna sem var biluð. Við erum einu sinni áður búnir að rífa þessa elsku í sundur og við héldum að við hefðum gert eitthvað slæmt síðast. Núna var þetta kúlulegan hjá mótornum, lítið mál. Frændi ætlar að taka öxulinn í vinnuna og taka hann í sundur þar. Ég ætla að sjá um að finna kúlulegur sem passa.

Áður en frændi fór bað ég hann um að hjálpa mér að taka húsgögnin úr herberginu hennar Völu. Þetta var algjör skyndiákvörðun. Mér datt nefnilega að skúra og bóna herbergið hennar það sem eftir væri kvölds. Þegar ég var búinn að ryksuga ákvað ég að athuga hvort ég ætti bón. Það var ekki til. Ég stökk því út í 10-11 en þar var ekkert bón sem mér leist á, ekki heldur í 11-11 og ekki heldur Select. Kannski á maður ekki að bóna svona seint, en allavega var ekki til hvíta Hreinz eða gula Klex neins staðar. En þessi tvö bón hafa staðið með ættinni í gegnum súrt og sætt, ekki ætlaði ég að vera sá fyrsti að brjóta þá reglu. Annars vita náttúrulega almennilegar húsmæður að ekki dugar að bóna parket með búðarbóni. Best er að nota iðnaðarbón til þess. Þessi iðnaðarbón fást í tíu lítra brúsum. Ég hringdi í mömmu í sveitina og pantaði brúsann, hann kemur með næstu ferð suður. Þá verður allt parketið í íbúðinni þrifið og skrúbbað, eldhúsið, gangurinn og stofann.

En þarna stóð ég í íbúðinni minni, í bónstuði, og horfði á tómt herbergið. Eftir smá íhugun stökk ég út í bíl og ákvað að fara rúnt á milli ættingja, einhver skyldi eiga "rétta ættarbónið". Og það stemmdi, Hryggjarselið átti nógu mikið í brúsa til þess að ég náði að bóna herbergið hennar Völu. Á morgun ætla ég að tæma hjá henni fatarskápana, þrífa innan úr þeim, brjóta saman og raða upp á nýtt. Taka svo allt dótið úr efri skápunum, henda sumu og raða hinu upp á nýtt. Þetta á að takast fyrir hádegi. Síðan verður lært og svo skundað í vinnu á nýstillta bílnum sínum. Það er bjart yfir morgundeginum.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Móðurmál
Var að commentera á síðu konunnar minnar rétt í þessu. Systir mannsins hans og maðurinn hennar eru að fara ættleiða barn á næstunni og konan mín og maðurinn hans eru að verða frændur. Skildi þetta einhver? Kannski þið skiljið það bara betur ef þið farið inn á eiginkonuna mína í linkasafninu. Það sem ég ætlaði semsagt að fara koma frá mér að ég talaði við Paw, mann konunnar minnar, í dag. Hann var svo æstur og ánægður að hann gat ekki talað ensku né íslensku (er hann nú samt orðinn ansi sleipur í henni) en þurfti að framkvæma öll tjáskipti á dönsku, hamingja hans og gleði neyddi hann til þess að hugsa, tala og framkvæma á móðurmáli. Sem fékk mig til að hugsa, ég get ekki verið svona hamingjusamur eins og hann er, enda er ég alla daga að æfa ný spænsk orð og framburð á þeim. En kannski er það frekar út af því að ég fékk fréttir um að spænska útgáfan af hinum þýska Alex langar að kíkja til mín í heimsókn í vetur. Gæti verið. Sem minnir mig á að mér finnst að það ætti að banna lesbíum að tala við fólk fyrir utan sitt þjóðríki. Þær skilja bara ekki hvað heimurinn er lítill. Til dæmis er mjög ósniðugt af íslenskri lesbíu að segja við þýskan homma (Alex): "Já ert þú þýska útgáfan af Raúl", slíkt getur aldrei leitt neitt gott af sér, enda hlaust mér engin panna í rándýrri Kaupmannahafnarferð - SEM ÉG BORGAÐI ALVEG SJÁLFUR. Greinilegt að Evrópusambandið þarf að grípa inn í til þess að krydda upp í kynlífinu hjá mér. Talandi um kynlíf og hverjir eru ekki að fá'ann. Héðinn er núna alveg slarp slarp út af heimildaþætt á RÚV (hvað annað væri í sýningu hjá þeim?) um danska læknanema í Afganistan, en þar má sjá einn bólfimisfélaga hans í mannúðarstörfum. Sniðugt. Kjáninn þorði ekki að segja neitt almennilega frá þessu á blogginu sínu en ég geng alla leið, enda er ég vanur því. Var meira að segja á stjórnarfundi FSS þar sem þetta var til umræðu, Héðinn búinn að koma sér í sjónvarpið en það gerði Taws sem fór illa með Héðins og hans tilfinningar líka. Það mætti halda að Héðinn væri að safna... en það er hann víst ekki. Héðinn hringdi samt í kvöld og sagðist búast við því að ég bloggaði um málið - hann ætti ekkert einkalíf eftir að ég byrjaði að blogga, það er ekki satt Héðinn, þú varst fyrst að eignast líf EFTIR að ég byrjaði að blogga. Annars fór ég, Héðinn og Þóri í kakóbolla á Vegamót á þriðjudagskvöld. Þar vorum við að ræða lítið. Mikið af þögnum. Náðum samt að ræða um það að við vorum allir að blogga um pönnufundinn síðasta sunnudag. Héðinn summaði þetta upp eins og fréttamanni sæmir, sagði að við hefðum allir okkar stíl og það hefði verið gaman að sjá mismunandi nálgun. Lokaði þessu svo með því að segja að Þórir hefði haft besta yfirsýn yfir fundinn en sjálfur hefði hann vaðið úr einu í annað. Eftir mikla þögn og spurningu frá mér sagði Héðinn mér að líklega hefði ég verið fyndnastur. Vei gaman, ég er hirðfíflið í hópnum. Næst skal ég mæta í búning. Kannski ætti maður ekki að vera heimsborgari heldur hirðfíflið. - Nei annars það er svo mikið af íslenskum stöfðum, ekki voðalega veraldlegt í því. Annars er þetta búið að vera leiðinlegt kvöld. Þvottavélin mín er biluð. Mig langar mest að liggja bara uppi í sófa og halda í vísifingur á einhverjum kærasta og gefa honum vínber að borða. Helst mætti hann ekki snerta mig. Langar að slökkva á heilanum yfir lélegu sjónvarpsefni, kannski Taws? En núna er ég kominn í hring og kannski ætti ég að loka deginum með því að enda einn uppi í sama rúminu - aftur. Það er góður hringur.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Tilkynning frá Farandpönnunni
Pannan hélt fund á sunnudaginn og gestafyrirlesari var Anna Svava að þessu sinni. Fundur var settur þegar fundarstjóri mætti og byrjað var á því að fá sér nýbakaðar heilsubollur ala Gulli, rjómaköku ala Pétur, speltbrauð ala Þórir og kryddkaka ala Bjarni. Það verður að segjast eins og er að sá eini sem bakaði sjálfur var Gulli en hinir voru með keypt. Í raun er þetta bara spurning um hverjir hafa náða jafna út kynorkuna og það hafði Gulli ekki náð þannig að hann þurfti að baka. Þegar búið var að smakka á flestum sortum var ákveðið að fara ræða hvernig Pannan hafði færst á milli manna á síðastu tveimur vikum. Það var ekki mikið flakka á henni en það var gaman að heyra sögur um það hvernig meðlimir Pönnunnar höfðu reynt að hrifsa henni til sín með mismiklum árangri þó. Eftir léttar umræður var komið að Önnu Svövu að koma með sitt erindi. Hún hafði eytt nokkrum tímum á bókasafni og á internetinu til þess að lesa sér til um samkynhneigð. Upp úr því kom að henni fannst hún vera með allt og vítt efni og lagði til að framtíðar fyrirlesarar Pönnunnar myndu fá ákveðið skilgreint efni til þess að fjalla um. Hún sagði að þetta væri líkt og bjóða homma til þess að halda fyrirlestur um konur í kvennaklúbb, það væri lítið sem að homminn gæti sagt konum til dæmis um blæðingar. Það varð úr að Anna Svava tók okkur í pínu sjálfsskoðun og sálfræðigreiningu. Hún bar fram ýmsar spurningar og velti mörgu fyrir sér. Hún velti því meðal annars fyrir sér hvers vegna hommar hefðu þessa næmni sem sumir vilja kalla kvenleika en hún sagði að hommar ættu langt í land með því að krækja sér í kvenleika, þeir hefðu bara þessa næmni sem væru algengari meðal kvenna en karla. Síðan spurði hún af hverju meðlimir Farandpönnunar væru á lausu og af hverju þeir hefðu litla sem enga reynslu af samböndum. Anna Svava stjórnaði umræðum af stakri snilld og náði að láta meðlimi Farandpönnunar hugsa sinn gang, auka sjálfstæði sitt og sjálfsöryggi. Anna Svava þurfti síðan að fara skyndilega, en til þess að yfirgefa Comfort Zone fóru meðlimir Pönnunar í bíó um kvöldið. Það verður líklega tekið á þessum málum seinna.

Pannan samþykkti síðan að halda leyndu gagnvart almenningi hver væri með Pönnuna hverju sinni. Ekki til þess að vernda einkalíf okkar heldur annarra...

Þeir sem hafa beðið um að vera gestafyrirlesarar eru: Matta og Ásdís, Læðan, Jói og Kata - gleymi ég einhverjum?

Stjarnan
Fór í ræktina í gær að venju, ekkert venjulegt um það að segja, þangað fer ég yfirleitt þegar ég er ekki erlendis. Svona til þess að búa til eina hliðarsögu þá er ég farinn að léttast og léttast á sama tíma og hárið lengist. Sumu finnst annað jákvætt og hitt neikvætt, nefni engin nöfn. Fór semsagt í ræktina í gær og eftir í sturtunni var ótrúlega hýrt andrúmsloft, svo að vægt sé tekið til orða. Síðan kemur einn gæinn í sturtuna, rosalega vel vaxinn, sexý og sætur. Hann náttúrulega þvær sér (ekki það að ég hafi verið að fylgjast með) en fer síðan í sundskýlu til þess að fara í heita pottinn. Sundskýlan var úr hvítu gegnsæju efni, að framan var blurrað með svona svörtum blettum á litlu svæði þannig að ekki sæist í djásnið hans, sniðugt, þá áttaði ég mig á því að þær voru hannað þannig að þær áttu að vera gegnsæjar. Svo ég haldi nú áfram með sögu þá snýr hann sér við og á rassGATINU hans má sjá litla stjörnu, nógu litla til þess að hylja bara þarmagatið sjálft en halda hinu til sýningar, síðan þurfti þessi mannfjandi að beygja sig fram þannig að það sáu allir að "stjarnan" hans var alveg á réttum stað. Ég held samt ekki að hann spili með stjörnunni, það getur enginn svona samkynhneigður komið úr Sjálfstæðissýrðum bæjarfélögum.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Smile Smiley
Smiling Smiley


Which MSN smiley are you?
brought to you by Quizilla

7:00 am
Jebbs... Ég og Siddý erum í góðum fíling eftir vinnuna í gærkvöldi. Við erum heima hjá mér. Við fengum okkur rauðvín, við erum réttarasagt búin með rúmlega sitthvora. Bjarni fer að vakna hvað úr hverju, við ætlum að búa til Latté. Sem betur fer keypti ég Amarúla í Fríhöfninni. Núna er bara að bíða eftir að Bjarni vakni. Ég og Siddý erum orðin rosalega hress. Morgunmatur og svo að leggja sig.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Sigga Systir
Gleymdi að segja ykkur frá því að Sigga systir er byrjuð að blogga. Hún er ansi skemmtileg pían. Veistu Sigga mín, ég held að það sé Héðinn sem að skemmi hjólin þín. Ég myndi bara hætta að lána honum faratækin þín. Furðulegt að helsti fréttamaður/fyrirsæta þjóðarinnar geti ekki séð sér annan fararstjóta en gulu limmurnar. Fyrst hann elskar þær svona mikið þá verður hann að vera trúr þeim! Ég hlakka til að sjá Colgate brosið og ég skal setja í þig silicon, ekkert mál!

Kem heim á morgun þannig að ég get hjálpað þér með íslensku stafina. Annars er ég orðinn ansi furðulegur í íslensku og er farinn að standa mig að því að hugsa á dönsku frasar eins og: "Já þetta er daglegt" (dejligt), "Ætlaru að vera svo vinalegur.." og fleiri fleygar setningar.

GayTrix
Á laugardaginn var hátíð í Kaupmannahöfn. BLUS var með stóra homma/lessuveislu í stórborginni. Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér rosalega vel í kringum alla Íslendingana, Danina, Þjóðverjana og Svisslendinga. Þórir er búinn að vera ansi spenntur að fá að heyra fréttir af farandpönnunni, en hún hefur ekkert verið færð af Danmerkurförum, meira að segja var pannan hrifsuð upp á Ísland því að þáverandi pönnuhafi var staddur í Danaveldi/Baunalandi. Vegna þessa hafa myndast nýir kviðmágar í pönnuhópnun. Það verður spennandi að sjá hvar pannan endar svo næsta sunnudag. Eitthvað var samt Héðinn að tala um að hann yrði í sumarbústað þessa helgi og það kæmi í minn hlut að keyra upp í Húsafell á sunnudagsmorgun til þess að ekki ætlar hann að sleppa Pönnunni... Héðinn verður því að sitja á klár sínum ef hann ætlar ekki að vera fær um að halda Pönnu.

Annars voru ansi skemmtileg móment á GayTrix og í raun um helgina í heild sinni:

1)
Florian og Beat frá Sviss koma til mín og spurja hvernig Jói hafi það. Ég spyr þá bara á móti af hverju hann ætti ekki að hafa það gott. Þá verður Florian alveg bleikur í framan og segjir við mig: Vissur ekki af því? Jói var fluttur í burtu með sjúkrabíl! Ég verð náttúrulega hálfhræddur að eitt af börnunum mínum sé komið á spítala, en Florian sagðist hafa séð hann meðvitundarlausan vera fluttan á börum út í sjúkrabíl. WOW. Ég fór í Monicu-kast í svona tíu sekúndur og síðan var það búið, æi hvað með það ég var ekki með símann og það besta sem ég gat gert í stöðunni var að skemmta mér. Eftir svona korter sé ég Jóa í syngjandi sveiflu með sitthvoran Danann upp á arminn. Ég er ekki fljótur að snara mér til hans og lýsa því yfir hvað það sé gaman að sjá að hann sé búinn að jafna sig. Ég er varla búinn að sleppa orðinu þegar svipaðar yfirlýsingar koma frá Beat og Florian sem voru skyndilega mættir líka. Jói var náttúrulega hálfhissa yfir þessum óþarfa yfirlýsingum en það kom á daginn að hann hafði bara ekkert verið í neinum sjúkrabíl og það hafði ekkert liðið yfir hann.

2)
Stalst til þess að pissa á lesbíuklósettinu (stelputojinu) en þegar ég lauk upp dyrunum stendur það hávaxinn brosandi Íslendingur sem Héðinn togaði seinast í typpið á. Það var ansi skemmtilegt. Við stelpurnar fórum að spjalla og höfðum ofboðslega gaman. Síðan varð þessi Íslendingur full hrokafullur og sagðist vera aðalmaður í Kaupmannahöfn. Ég reyndi að svara fyrir mig með því að segjast vera ansi international/evrópskur en virkaði ekki. Spurði hann síðan hvort hann hefði borgað sig inn, auðvitað var svarið. Ég sagði að það væri ansi undarlegt að aðalmaður í Kaupmannahöfn þyrfti að borga sig þar inn þegar ég væri á gestalista. - Síðan snéri ég mig á hælnum.

Seinna um kvöldið sagðist hinn sami maður hafa pissað í öll hornin hérna. Ég sagði að viðkomandi byggi í kúluhúsi og snéri mig á hinum hælnum.

3)
Var hringt í mig í dag. Beat frá Sviss spurði mig hvar ég væri. Ég sagði að ég og Ási værum á Strikinu að versla. "Já auðvitað, fyrirgefðu hvað þetta var heimskuleg spurning" var svarið sem ég fékk.

4)
Heyrnarlaus strákur reyndi við mig á Cozy á fimmtudagskvöld/föstudagsmorgun. Furðulegt að sitja hjá einhverjum og vera skrifast á. Hef í raun aldrei látið reyna við mig þannig áður en það var mjög áhugavert. Það var þægilegt að finna fyrir daðri, þó það væri á pappír. Þessu fylgja margar skemmtilegar sögur sem ég ætla að eiga með konunni minni og Farandpönnunni.

5)
Talandi um konuna mína, ég ætti ekki að vera kvarta undan því að hözzla ekki í Köben þegar ég geng um miðbæinn leiðandi konuna mína að skoða í verslanir. Fyrst við erum að tala um verslanir, vá hvað ég á eftir að fá mikið til baka frá TaxFree og vá hvað ég er að spara! Ég tók út pening í gær til þess að kaupa jólagjafir í dag. Ég kem ekki með neinar jólagjafir heim en ég fer allavega ekki í jólaköttinn. Til dæmis voru ný jakkaföt keypt, fjórðu stykkin. Það þarf einhver að stoppa mig og Ási var of þreyttur fyrir það í dag. Ég legg ekki meira á hann.

Annars er ég búinn að heyra það oft og mörgum sinnum frá Ása að ég sé í raun og veru Monica. Ég hef ekki fundið gott svar við þessu ennþá. Kannski er ég hún og get sætt mig við það.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Ráðmannsgata
Þá er maður staddur á Ráðmannsgötunni enn einu sinni. Eftir fjögur skipti í viðbót mæli ég með því að Ási og Paw flytji, er farinn að þekkja hvern krók og kima á Norrbro, er hættur að líða eins og túristi á Strikinu. Mér finnst samt ennþá allt ódýrt en Ási er farinn að stynja eins og baunverji þegar einhver verð eru nefnd. Fólk hefur verið ofboðslega forvitið að vita hvernig farandpannan hefur gengið á milli manna, ég ætla ekkert að segja nema að eins og staðan er í dag er sami pönnuhafi og var síðast...

Svaf ekkert fyrir flugið eins og svo oft áður. Ómaría gisti heima, eða það er að segja hún lagði sig í tvo tíma áður en við fórum út á völl. Ég kláraði umsókn í Norrænu ráðherranefndina, nokkur bréf, glósaði einn kafla og fleira sem ég hafði setið á hakanum. Þessu var lokið klukkan þrjú um nóttina en þá fór ég að pakka. Þá vaknaði Ómar og fór í sturtu. Klukkan fjögur hélt ég að ég væri tilbúinn þannig að við fórum. Þegar ég var kominn til Kaupmannahafnar áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert klárað að pakka niður. Engir sokkar, engin ilmvötn, engin gleraugu og enginn linsuvökvi. Ég þarf líklega að fara gefa mér meiri tíma í að pakka og minni tíma til þess að drekka Martini í Leifsstöð. Flugið var samt gott og við höfðum sæta flugfreyju sem heitir Páll. Á milli þess sem ég nýtti rétt minn til þess að horfa á flugfreyjuna nýtti ég tímann til að læra, maður er svo praktískur. í framhaldi af allari þessari praktík á ég von á dönskum ríkisborgarrétti.

Annars var kvöldið fyrir flugið ansi skemmtilegt, Ómar kom og plataði mig í Magic Tan. Mæli alveg með því, ég er svo brúnn núna að það er eins og einhver hafi skitið á mig. Ég er alveg að fíla mig en verð ekki var við svo mikla breytingu í athygli, grenj grenj, hvað þarf maður að gera meira?

Vorum samt úti að borða á voðalega fínum stað í morgun (klukkan þrjú), fengum okkur Grunch (ekki brunch því klukkan var orðin þrjú). Eftir það var farið í súpermarkaðinn til þess að kaupa hommasafa (áfenga gosdrykki) til þess að nota í partýinu í kvöld. Hingað er von á nokkrum tugum homma og lesbía, það verður gaman. Á leiðinni til og frá súpermarkaðsins gengum við framhjá: Skóbúð Paws, Ásasjoppu og Kaffi heimdalli. Stundum vil ég meina að Norrebro sé Íslendinganýlenda, en það hef ég aldrei sagt upphátt. Annars er stemning fyrir þetta partý í kvöld, á meðan ég blogga og nýti mér gestrisni Ráðmannsgötubúa þá er verið að breyta rúmum, svefnsófum og öðru í sæti. Hérna verður gríðalegt fjör. Sem eftirréttur verður farið í hundruða manna partý í Stúdentahúsinu eins og ég hef svo mikið talað um undanfarið.

Annars er Ási ansi duglegur að benda mér á íbúðir sem eru til sölu/leigu hérna. Hann benti á eina góða í gær, hún var með hornglugga, en snéri að aðalgötunni þar sem strætó gengur á 30 sekúndna fresti, svo dæmi sé tekið. Ég hafði ekki hugsað mér að flytja til Kaupmannahafnar til þess að missa vitið og svefninn að eilífu amen.

Á þriðjudaginn kom Ásgeir sænski í heimsókn. Sex klukkutímar af mat og drykk, það var gaman. Morgunmatur á Subway, síðan Kaffitár, þá var farið heim til þess að drekka súkkulaðilatté, muffins a la Gulli og vöfflugerð Ásgeirs. Namm namm. Vignir lét svo sjá sig þegar 3/5 hluti af vöfflu var nýfokinn í ruslið, í staðinn fékk hann súkkulaðiís. Hann fór því sáttur. Ég og Ásgeir ætlum að hittast í Köben á þriðjudag og fá okkur kaffi/öl.

Annars er ég líklega mest búinn að nýta mér TaxFree. Þurfti augljóslega að fara út að versla því margt hafði gleymst að pakka niður. Það var ólán í láni. Mig vantaði sokka og var síðan búinn að ákveða að kaupa buxur og skó, því það bráðvantar mig. Ég endaði með verslunarpoka sem innihéldu, húfu og trefil (eitt sett í viðbót), peysu (þessi er líklega númer fimmtíu og ég nota þær aldrei) og bol. Þarna fór praktíkin mín og danski ríkisborgararétturinn út um gluggann. Mesta vesenið er samt þegar ég bið um að fá að versla skattfrjálst, þá er það sagt við mig að það sé bara fyrri útlendinga, ég get bara ekki hætt að monta mig yfir dönskunni minni.

Ég og Ási erum greinilega opinber ákvörðuntökuhafar þess hvar Íslendingar, Danir, Svisslendingar og Þjóðverjar djammi í Kaupmannahöfn þessa helgina. Byrjuðum á því að fara á Mexibar á fimmtudagskvöldið. Mexibar selur kokteila og sérhæfir sig í þeim en þar hittum við Guggu vinkonu Þóris og kynntumst mörgum skemmtilegum Dönum sem eru með Guggu og Ása í bekk. Gugga sagði mér að Mexibar er í mjög miklu uppáhaldi hjá Þóri síðasta sumar þegar þau voru í Köben á GayPride og því hugsuðum við hlýtt til hans. Ég held að ég hafi smakkað einhverjar tólf eða fimmtán tegundir af kokteilum. Ég varð alveg rúllandi í framhaldi af því. Skyndilega höfðu allir íslenskir og danskir kynvillingar þefað okkur uppi og staðurinn fylltist af yndisfögrum samkynhneigðum karlmönnum. Þá vorum við vinsamlegast beðnir um að fara þar sem gagnkynhneigðu stelpurnar urðu pínu daprar yfir að finna ekki fyrir neinum súperpower í kringum okkur. Þaðan fórum við á Oscar. Þar var gaman og hittum mjög marga Dani sem við þekktum. Skemmtilegt að segja frá því að Kim sem ég var með síðasta sumar er orðinn forsíðumodel fyrir Panbladet, gaytímaritið í Kaupmannhöfn... ... ...

Í gærmorgun kom svo Florian (Svisslendingur) til landsins. Alltaf gaman að hitta hann. Með honum fórum við einmitt að versla og átum góðan mat, sem við komumst að því að Flo hafði ofnæmi fyrir, hann fékk því bara vatn og brauð. Um kvöldið kom Beat (Svisslendingur) til landsins en Florian sótti hann og Jakob (Dani, var að koma frá Stokkhólmi) út á völl, en þeir lentu á sama tíma. Beat og Florian gista svo heima hjá Jakob þessa viku. Florian var með góðar fréttir handa mér, hann var að bjóða mér á ráðstefnu í Oslo í febrúar, ég sagði auðvitað já, þannig að ef einhver vill hitta mig í Osló í febrúar, þá er ég geim. Þið sem þekkið mig munið að það eru til ansi sætir Norðmenn. Vííí. Þessi ráðstefna er semsagt á vegum Evrópusambandsins og er fyrir fólk sem skipuleggur multinational conferences. Alveg minn tebolli.

Íslensku lesbíurnar mættu svo í gærmorgunn og Þjóðverjarnir komu á bíl frá Berlín. Síðan hittust allir á Oscar um miðnætti. Vá það var gaman að hitta alla aftur. Hitti meira að segja Thomas (Dani) sem ég kynntist þegar ég var fulltri HINBIO (Icelandic Lesbian and Gay Film Festival) á CGLFF - Copenhagen Gay & Lesbian Film Festival í október á síðasta ári. Við spjölluðum heillengi enda voru Danirnir að klára kvikmyndahátíðina sína og þessi helgi er svona "umræðuhelgi" skipulagningahópsins. Kannski maður kíki á þessar elskur á morgun fyrst við erum að koma upp svona hátíð í janúar á næsta ári. Thomas kemur í partýið í kvöld og þá ákveðum við hvernig er best fyrir mig til þess að kíkja í heimsókn til þeirra.

En aftur að Þjóðverjum, Dönum, Íslendingum og Svisslendingum. Danirnir og Íslendingarnir voru ofboðslega spenntir fyrir nýjum gay skemmtistað sem var að opna og heitir Kaviar. Þjóðverjarnir fóru strax í vörn og voru með einhverjar spurningar eins og af hverju við vildum fara, af hverju Oscar væri ekki nógu góður og fleira. Síðan var bara ekkert múður það átti að fara þangað, þá fengum við fljótlega útskýringu. Þjóðverjarnir héldu að þetta væri svona skemmtistaður með saurfantasíur... En í Berlín er þetta svona codename fyrir þá sem vilja saur í kynlífið sitt að fara á Kavíar, þeir sem vilja hins vegar hland í kynlífið sitt fara á Kampavín... Það er skemmst frá því að segja að Kavíar í Kaupmannahöfn er ekki þannig, þar eru BARA FLOTTIR STRÁKAR. Váá! Oft eru ég og Ási sammála um stráka, en þarna vorum við alveg sammála. Fyndið samt til þess að hugsa hversu líkan smekk við höfum á karlmönnum en eigum okkur enga kviðmága (úr orðabók Farandpönnunnar og merkir: búnir að sofa hjá sama strák).

Núna var Kazaa að segja mér að búið væri að niðurhjala tíundu seríu af Friends. Ég og Ási erum að fara horfa á video á meðan Mr. Handy-Daddy er að setja upp hillur á klósettinu. Ég læt í mér heyra.