sunnudagur, ágúst 28, 2005

Allt er búið
Helgin er að ljúka. Sumrið er í andarslitrunum og ég á bara eina flugferð eftir. Á föstudaginn næsta fer ég starfsmannasamtal, skila búningnum, töskunni og öllu draslinu. Mér finnst pínu eins og ég hafi selt sumrið frá mér fyrir slikk. Góð sala samt hjá mér, yndislegt samstarfsfólk og ekki ætla ég að kvarta undan farþegunum. Frábært í alla staði bara.

Fór í innflutningspartý til Adda í gærkvöldi. Það var gaman, Addi býr í ansi áhugaverðu iðnaðarhúsnæði og er búinn að koma sér vel fyrir, alltaf að koma sér betur og betur fyrir. Fyrr um daginn var ég að vinna í brúðkaupi. Fullt af sætum strákum, og það sem betra var að allir sætu strákarnir á mínum aldri (vinir brúðgumans) sátu á mínu borði. Einn þeirra var ansi duglegur að daðra við mig, nuddaði á mér axlirnar, hallaði sér upp að mér og talaði lágt (ekki alveg hvísl) upp að eyranu - rétt þannig að ég fann andardráttinn. Síðan tók hann í höndina á mér, snerti á mér lófann (sem allir vita hvað þýðir) og bað mig um aukabolla, honum langaði í te líka - sagði mér það svo í óspurðum fréttum að sér þætti bæði betra...

Samt var hann edrú, búinn að rétt dreypa á hvítu og rauði - drakk aðallega kók. Ég er nú ekki saklaus sjálfur, var duglegur að gefa veiðileyfi á mig. Var samt á varðbergi, þetta er ekki alveg týpan sem ég er eitthvað að eyða tíma mínu í. Hann eyðir án efa 1/3 ævinnar í rúminu og öðrum 1/3 í ræktinni og ljósum. Restin fer í eitthvað sem við hin köllum líf. Svo var þetta búið þegar ég sá giftingarhringinn hans á hendinni, þá var þetta búið.

En hverjar eru svo líkurnar að rekast á hann, bara fá hann í fangið þegar hann gengur út af REX síðar um kvöldið? Djöfull er hann með fallegt bros.


Ég er nú samt búinn að gera meira en að þjóna, fljúga, daðra, dansa og brosa. Í dag var íbúðin sótthreinsuð. Hér hefur allt verið þrifið hátt og lágt. Í Ameríku keypti ég teflon sem maður spreyjar á flísar og baðhúsgögn. Þetta hefur það í för með sér að húðfita, skítur, ló, kalk og kísill er strokinn af án vandræða - og þetta virkar. Kannski ætti ég að flytja þetta efni inn, þá gæti ég eytt öllum peninginum í að múta yfirflugfreyju Icelandair til þess að fastráða mig...

Héðinn er á leið til mín í þessum skrifuðu orðum, í farteskinu hefur hann þýska mynd um Adolf Hitler. Ég og sambýliskonan mín játtum að horfa á myndina með honum, en eins og allir vita horfir Héðinn síður á amerískar klisjur. Þess vegna förum við hjónin (ég og Ólöf) bara ein í bíó á Wedding Crashers og leigjum Spanglish.

Heyannir eru búnar í sveitinni og ég hef ekki sest upp í traktor í allt sumar. Það finnst mér sorglegt. Finnst það óþægilegt hvað ég fjarlægist uppruna minn og allar þessar stunir með dýrunum og smyrja traktora. Í dag velti ég því mjög alvarlega að leita mér að manni sem vildi búa með mér úti á landi, helst með búskap, ferðaþjónustu og svo myndi ég sitja í sveitarstjórn; rífast um tíuþúsund krónur til eða frá í hitt eða annað málefnið, hvort keyra ætti börn fyrr eða síðar úr skólanum og hvort utansveitarfólk ætti yfir höfuð rétt á byggingarlandi í sveitinni.

Það þætti mér gaman, þegar ég er búinn að fljúga í svona 15 ár.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég anda - st ekki
Komið öll sæl, ég heiti Gulli og ég stend ekki lengur undir nafni sem skemmtilegasti bloggari landsins. Ég er hinsvegar farinn að lifa mun skemmtilegra lífi en áður, líklega er það vegna þess að ég er orðinn skemmtilegri sjálfur. Hlátur.

Mér finnst ég skulda ykkur samt svo mikið blogg og mikið langar mig að segja ykkur frá mörgu af því sem ég gerði frá því ég talaði síðast um San Francisco - djöfull var það gaman annars. Líklega er þess vegna best að ég bloggi í anda Mattheu og Héðins - svona stiklublogg.

Frá því heyrðist í mér síðast hef ég gert allan fjandann, ég hef til dæmis:
* skorið þumalputta á nagla um borð, reynt að stoppa blæðinguna, tókst ekki og því leið yfir mig. Næsta sem ég veit er að ég er að drekka súrefni með hinar flugfreyjurnar yfir mér.
* ég hef fengið mér Café Latte á flugvellinum í Paris með súkkulaðihúðaðri vöfflu með Stefáni vini mínum sem er fellow-fluffa.
* ég hef farið upp í Hvalfjörð með sambýliskonunni (Ólöfu) og hjákonunni (Héðni), þar grillaði ég svo eftirminnilega ferskan ananas með rjómasúkkulaði. Báðar konurnar mínar stundu af fullnægju, því hæfileiki minn til að búa til góðan mat er ólýsanlegur. Þær komu ekki upp orði.
* í sömu ferð náði ég að stoppa íslenskan skógarbruna og bjarga gargandi samferðafólki mínu frá köfnun vegna reyks. Hæfileikar mínir við að slökkva eld leyndu sér ekki. Að loknu slökkvistarfi lagðist ég í grasið, útataður í súkkulaði og ananassafa.
* í Hvalfirði gengum við upp að Glym, hæðsta fossi á Íslandi, óðum á, hittum útlendinga, lögðum okkur í laut fyrir ofan fossinn og ræddum um geðveiki sem býr í hausnum á okkur öllum.
* ég hef fengið mér kaffi og stóran muffins á flugvellinum í Stokkhólmi með Erlu sem er fellow-fluffa og fyrrverandi sam-Verslingur. Náðu þið þessum?
* ég hef tekið mömmu með mér í stopp til Boston. Mamma sló í gegn um kvöldið þegar við fórum út að borða með áhöfninni. Newberry street hefur ekki verið með jafn háa veltu og þennan dag, en mamma fór tvisvar á sama deginum að versla þar - en það var eftir ferð niður í miðbæ og í Gallería - stóra mollið í þeim bænum.
* ég hef haldið mjög svo vel heppnað flugvélamatarboð heima hjá mér og fjórum hommum boðið til þess. Á boðstólnum var Gordon Blue kjúklingur, flugvélabrauð, flugvélasmjör, flugvélakaffi, flugvélamjólk, flugvélasykur, flugvélaplastglös og flugvélahnífapör. Að lokinni máltíð flettu allir í gegnum Saga Boutique og prófuðu þær vörur sem ég hafði verslað (sem eru ansi margar..)
* ég hef um miðja nótt fengið sent til mín stóra queen-size rúmið mitt sem ég hef saknað óheyrilega mikið frá 20. september síðastliðnum. Ég sef jafn vel í því og á hótelherbergi í Ameríku og mun því jafna mig á því að fá ekki áframhaldandi vinnu hjá Flugleiðum.
* ég hef líka skotist til Danmerkur í pulsustopp með dagsfyrirvara. Farið upp á Norðurbrú til Ása og Paw til þess að borða brauð og kakó. Ég leiðinni til baka á hótelið slysaðist ég til þess að stoppa til þess að segja hæ við Þóri, Unu og Hannes sem teiguðu bjór á Masken. Það var heldur betur ferð til fjár, en nokkru síðar kynntist ég ansi áhugaverðum dönsk/íslenskum strák sem vinnur sem flugþjónn... samtal okkar barst frá Masken yfir á Cozý og endaði á góðan hátt - í það skiptið - á götum Kaupmannahafnar.
* á föstudaginn át ég lasagna með Svövu í Osló í hádegismat (át matinn með Svövu, hún var ekki í matinn).
* ég eyddi fjórum dögum í Liectenstein ásamt 70 öðrum samkynhneigðum og tvíkynhneigðum (og gagnkynhneigðum) hvaðanæva að úr Evrópu. Við skemmtum okkur konunglega við hin ýmsu uppátæki og fundarhöld. Án efa var það skemmtilegast að lenda á séns með Mr. Gay Switzerland og fá að þreifa á þjóhnöppunum hans. Þeir voru stinnir en sjarminn fór þegar rætt var við þennan einfalda dreng.
* ég hef hoppað uppi í rúmi með Héðni á 42 hæð á Times Square í New York. Hringt dauðadrukkinn í Siggu systur þaðan til Ítalíu, hringt austur á Firði til þess að heyra hljóðið í honum Ása mínum og hringt í einmana flugþjón í Kaupmannahöfn. Ég hef líka sama kvöld drukkið meira en átta gin og tónik á einu kvöldi, sem urðu sterkari eftir því sem Héðinn reyndi meira við barþjóninn.
* ég hef líka orðið heillaður af skemmtilegum, frönskum blaðamanni á kókaíni í lokuðu eftirpartýi í Chelsea. Man ekki hvað hann heitir. Náði að tæla hann til mín þegar Héðinn hentist á klósettið.
* þið hafið líklega áttað ykkur á því að ég tók Héðinn með mér til New York. Það var gaman. Mikið var það gaman. Held samt að það hafi verið skemmtilegra fyrir hann.
* ég hef flogið með einum homma og einu spurningamerki. Eftir flugið fórum við spurningamerkið saman í sund. Stuttu seinna tók hann á rás úr sundlauginni og náði að yfirgefa svæðið á mjög skömmum tíma.
* ég hef farið í klippingu þar sem sæti færeyski klipparinn minn sagði mér að ég þyrfti að vera duglegri að örva mig. Til þess að fá ákveðna örvun þyrfti ég að nudda mig oftar. Hann var að tala um hársvörðinn, vildi meina að það væri að þynnast á mér hárið.
* ég hef eignast vinkonu sem selur gleraugu í Mall of America. Hún seldi mér einmitt nýju gleraugun mín. Hún heitir Jill og vann einu sem flugfreyja, talaði frönsku þá og flaug New York - Paris í fimm ár - ekkert annað. Á sama tíma bjó hún með tuttugu og fimm í íbúð. Þær voru sex saman í herbergi. Hún sagðist aldrei hafa riðið heima hjá sér á þessum tíma.
* ég er búinn að skoða Ground Zero. Ég ætlaði að segja brandara en hætti við því að fólk grét í kringum mig, fjórum árum eftir atburðina, í miðri borginni.
* ég hef kysst strák frá Póllandi og Guatemala í New York - á sama tíma.
* ég brenndi á mér þumalputtann við að fagna þjóðhátíðardegi Sviss í Liectenstein.
* ég hef gengið á eftir konu á sextugsaldri upp þverhníft fjallið í Liectensein, hún var leiðsögukonan okkar og gekk í háhæluðum rússkinsskóm. Ég hrósaði henni þegar upp var komið fyrir rösklegt göngulag og að ekki sæist á skónum hennar þó hún hefði gengið upp blauta hlíðina og vaðið moldina. Hún sagðist þá hafa fyrst áttað sig á því að hún væri að lóðsa homma-hóp, ekki fyrr.
* ég hef hlegið að brandara fellow-fluffu þegar hún sagði mér frá því (stuttu eftir flugslysið í Aþenu) að hún hafi hringt fram í til strákana til þess að athuga hvort þeir væru með meðvitund.
* ég hef farið með öryggisatriðin um borð með demó-sýningu á meðan ein flugfreyjan stóð inni í eldhúsi, girti upp um sig pilsið, beygði sig fram, múnaði og þóttist tala með rassvöðvunum. Ég brosti óeðlilega mikið til farþeganna og reyndi að fanga alla þeirra athygli svo þeir litu ekki við, en það tókst ekki...
* ég ef líka fengið dramakast yfir því að fá tölvupóst frá yfirflugfreyju en náð mér aftur.
* ég hef gefið Önnu Völu afmælisgjöf sem hún átti og tók hana þess vegna til baka.
* en ég hef ekkert bloggað og mikið sé ég eftir því.