laugardagur, maí 29, 2004

GGreat
UUnforgettable
LLoud
LLoving
IIntense

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com

föstudagur, maí 28, 2004

Við munum lifa - lifa!
Þið ykkar sem eruð tónelsk og músíkölsk getið sungið fyrirsögn þessarar færslu í anda hippatímabilsins. Bravó! Ég á mér enga afsökun fyrir því að hafa vannært ykkur með bloggfærslum, aðra en þá að ég hef verið latur, leiður og upptekinn.

Aðallega hef ég verið að koma mér í nýju vinnunna mína á Café Óperu, skrifa ritgerð og dunda í húsfélagsmálum. Auk þess hef ég verið duglegur að fara í lautarferðir, sundferðir, hanga einn á kaffihúsum og sleikja sólina á Austurvelli.

Ég segji ykkur frá þessu öllu betur seinna. Í fyrsta skipti í dag las ég Birtu, blaðið sem kemur með Fréttablaðinu. Þar er verið að segja hvernig maður á að fara á deit með ákveðnum stjörnumerkju, ég bara verð að skrifa hérna upp hvernig er best að fara á deit með mínu stjörnumerki. Þegar ég las þetta leið mér eins og þetta væri skrifað bara um mig, ekki alla í stjörnumerkinu. Svo vel á þetta við mig.

Svona á að haga sér á fyrsta deiti með Meyju:
Meyjan vill einfaldleika og smekklegheit. Hún fer hjá sér ef þú slærð um þig og reynir að gera of mikið á fyrsta stefnumóti. Lykilorðið er hófsemi og gæði frekar en magn. Þótt þessi "kona" sé eldklár og hafi hvassa tungu þolir hún illa grófa framkomu eða vesen. Vertu hreinn og beinn og þá skipta aðstæður minna máli. Gagnrýnar umræður um þjóðfélagsmál vekja áhuga hennar.

Prófaðu: Allt sem er heilsusamlegt á vel við hana, þannig að hjólatúr og grænmetisfæði á eftir gæti hitt í mark. Um kvöldið geturu prófað vínsmökkunarnámskeið, þannig geturu sameinað þörfina fyrr fágun og að læra eitthvað nýtt.

Varastu: Að mæta órakaður (persónuleg comment frá Gulla; ekki meira en 2 daga...) í krumpuðum fötum og tala um yfirdráttinn. Einnig að virka tregur og seinn að fatta, þessi kona hugsar á ljóshraða.


Með þessum orðum lýk ég bloggfærslunni í dag, bíð eftir að einhver bjóði mér á deit og hlakka til að sjá ykkur á morgun.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Hátíð í bæ, hátíð í borg
Í dag er haldinn hátíðisdagur í Reykjavíkurbæ og Kaupmannahafnarborg. Konan mín á afmæli og hún er víst 21 árs í 3. skipti. Góður árangur það! Til hamingju með daginn ástin mín.

föstudagur, maí 14, 2004

Þér er ekki boðið!
Í dag á Óli afmæli. Davíð er brjálaður yfir því að hann lét sig ekki hverfa af landinu til þess að vera í konunglegu brúðkaupi. Óli hringdi í mig og bað mig um að fara með Dorrit, en ég var upptekinn, búinn að lofa mér í vinnu í kvöld.

Markmið dagsins: Einn daginn skal ég mæta í kongunlegt brúðkaup.

Annars verð ég núna að koma mér af stað, það er hittingur hjá henni Ómaríu þar sem við ætlum að horfa saman á brúðkaupið og spá í einhleypingja sem mæta þangað.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Fimmtugsafmæli
Í dag á litla systir mín afmæli. Hér hefur verið bakað, skúrað og þrifið síðan á mánudag. Á boðstólnum eru:


  • heilsubollur
  • heimalagaður ís með maltesers
  • marenskaka með þeyttum rjóma, jarðarberjum, kókosbollum, nóa kroppi, maltesers, súkkulaðisósu og rice crispies
  • heitur brauðréttur með ýmsu grænmeti og sósu
  • rice crispies kaka
  • jógúrtkökur
  • skinkuhorn
  • skúffukaka skreytt með sælgæti
  • ostakaka með súkkulaðiívafi og þykkum homeblest botni
  • ...allt var þetta borið fram með öllum tegundum af gosi og ýmsum gerðum af kaffi


Allt heppnaðist þetta vel, eða eins og Héðinn orðaði það: "Vá, þegar bara það er hálfnað í fatinu þá er fyllt á með nýju". Það má því segja að nóg hafi verið um matinn og algjör félagsheimilisstemning í húsinu. Upp úr þrjúleytið fóru hingað vinkonurnar að mæta, þær komu og fóru allt til klukkan sjöleytið þegar ættingjar fóru að koma í heimsókn. Meira en helmingur þeirra fóru um tíuleytið en hálftíma síðar komu hingað Héðinn og Pétur. Stuttu síðar fóru foreldraeiningarnar með foreldra sína, systkini og afkvæmi úr húsinu þannig af eftir stóum við fjögur: ég, Vala, Héðinn og Pétur sem átum restar og leifar. Nokkuð huggulegt alveg undir miðnættið. Þessi færsla er postuð rétt fyrir miðnættið. Nokkuð skemmtilegt.

Vala, elsku Vala, til hamingju með tuttugu árin. Það eru ekki margir sem eiga afmæli degi á undan forsetanum og halda veislu sem hann sjálfur yrði stoltur af.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Tómas Þórðarson og ég
Í kvöld keppti ég í Eurovision fyrir Danmarkshönd. Í dag átti ég kærasta og veiti ofvirkum strák stuðning með því að leyfa honum að búa á heimili okkar í Kaupmannahöfn. Eða svo virtist upplifun alls fólks í kringum mig vera. Það voru ófá smsin sem ég fékk um hversu ótrúlega líkur danska keppendanum ég væri, bæði í útliti og töktum. Ekki skemmir að við erum báðir af íslensku bergi brotnir og tökum karlmenn fram yfir kvenmenn í tilhugalífinu. Fyrst fékk ég að heyra þetta frá Kristjáni, eiganda Argentínu, sem venjulega segjir ekki mikið, en sló á lær sér um leið og hann tilkynnti mér að ég væri alveg eins og þessi fjallmyndalegi maður sem væri að fara keppa fyrir Dani í Eurovision, sérstaklega þó taktarnir. Hann sagðist hafa haft svo gaman að því að hafa séð mig svona, vonaði svo að ég yrði jafn frægur og sjarmerandi og þessi strákur. Ég stóð auðvitað með bakka fullan af glösum og leið eins og kaldri grófri gólfatusku hefði verið slegið framan í mig. En gott fyrir egóið var það.

Leiðinlegt samt að ég skyldi ekki hafa unnið. En vel fór á með Jónsa og Tómasi á "blaðamannafundinum" í Istanbul, gárungar hafa kallað þetta hommasamkundu - og auðvitað með réttu. Einhverjir hafa sagt að það séu bara tveir hópar sem fíli Eurovision, hommar og Íslendingar. Mamma tilkynnti mér að líklega tilheyrði hún báðum hópum og þyrfti bráðum að fara skrá sig í Samtökin 78, því ekki sleppir hún Eurovison. Hún passar sig á því löngu fyrir keppni að hlusta ekki á Eurovision lögin fyrr en á kvöldinu sjálfu, finnst annað vera eins og að opna jólapakka á Þorláksmessu - bara eitthvað sem maður gerir ekki. Enda er líklega Eurovisionkvöldið eina kvöldið sem ekki er kvöldmatur heima hjá mér fyrr en um tíuleytið, því enginn eldar mat en stundum er borðuð súrmjólk yfir showinu. Mamma hefur þó aldrei verið sannspá um úrslitin, það get ég sagt ykkur.

Litlu systkinin mín skyldu þó ekki hvað hann Gísli Marteinn átti við þegar hann kallaði danska keppandann Íslending. Með stuttri útskýringu var hægt að útskýra að hann Tómas væri eins og hann Ási okkar. Kátínan varð mikil og spurning hvort meiri athygli fékk Eurovisionið sjálft eða vangaveltur um það hvenær þyrfti að fara heimsækja Ása. Heiðrún reyndi víst að fá það í gegn að heimsækja hann bara sjálf. Hún er tólf ára og vildi meina að hún þyrfti að komast í að kaupa föt á sig í verslunum þar sem vinkonur hennar gætu ekki verslað, hún væri orðin svo þreytt á því að allar stelpurnar í skólanum væru alltaf að herma. Við erum að tala um Cosmopolitan girl!

þriðjudagur, maí 11, 2004

Icelandair?
Ég verð bara að taka undir með kaffidvergnum, þetta Icelandair er eitthvað að kúka langt upp á bak og mér er sama þó að einhverjir hafi einhver fetish fyrir kúk, þá er þetta bara ekki fallegt. Ég er búinn að vera á netinu undanfarna daga til þess að skoða flug til Kaupmannahafnar svona til þess að missa ekki af ódýru flugfargjöldunum í sumar. Ég veit ekki hvað ég gerði rangt en ég hef semsagt alltaf verið að leita að flugsætum fyrir tvo, já þið leggið tvo og tvo saman en ég legg saman einn og einn. Við fáum ekki sama út úr þessu.

Heimasíða Icelandair stingur upp á því að ég fljúgi fyrst til Glasgow og þaðan til Schiphol í Amsterdam en þaðan taki ég beint flug til Kaupmannahafnar. Til þess að komast heim þá bjóða þeir mér upp á að taka sama flug nema að bæta inn Heathrow á milli Amsterdam og Schiphol. Og þetta allt bara fyrir 260.000 íslenskar krónur! Bara ef fleiri vissu hvað þeir eru að gera góða hluti! En síðan prófaði ég að ætla fljúga á öðrum dagsetningum og fann beint flug til Kaupmannahafnar á aðeins 120.000 íslenskra króna. Ég bara gleymdi að spurja hversu mörg hunruð þúsunda vildarpuntka maður fengi fyrir svoleiðis miða.

Ég á bara ekki orð. Hver er ástæðan fyrir þessu? Er verið að reyna nýta flugið til Glasgow, selst svona illa í það eða er það vegna þess að það var uppselt í viðkomandi flug á þessum dögum sem þeir stungu upp á þessari fáranlegu leið. En langan tíma tók þetta og samt er ég með ADSL tengingu, hefði ekki viljað vera kaffidvergur að panta mér flug. En kannski maður ætti bara að kaupa þetta flug og vera svo samferða kaffidvergnum til Glasgow, það yrði þó gaman og aldrei hef ég flogið til Amsterdam, þó að samkvæmt flugplani yrði stoppið bara 50 mínútur.

Kannski er tímanum betur varið í lestur á Samanburðarstjórnmálum. Komst til dæmis að því í dag að á Íslandi eru fæstir íbúar á ferkílómeter í allri Evrópu, það hefði nú ekki þurrft mikinn sérfræðing, lítið bara yfir þorpið Reykjavík, svona lítur landsbyggðin út á meginlandinu.

mánudagur, maí 10, 2004

Mæðudagur
Í gær var mæðradagur en í dag var mæðudagur. Ég gerði ekkert fyrir mömmu mína, ekkert sérstakt. Eyddi bara góðum degi með henni að ræða lífið og tilveruna. Við ræddum fyrstu ástina okkar, drauma, framtíðarsýn og áætlanir. Það er svo gott að geta sagt frá tilfinningum sínum og draumum, að geta svo fengið gagnrýni og hughreysti frá konu sem er besti vinur manns og búinn að þekkja mann frá því maður var smábarn. Ég segji bara eins og MasterCard: Priceless!

Fór í tvenn atvinnuviðtöl í dag, mér finnst ég töffari og sjálfstraustið er komið aftur. Vala systir er búinn að baka og baka í allan dag en hún á afmæli á fimmtudaginn og hún lætur eins og hún sé að verða fimmtug, hér á að vera opið allan daginn, heitt á könnunni og allar sortir til. Hér er búið að búa til súkkulaði-ostaköku, maltesersís, nokkra púðursykurs-marensbotna, svampbotna og rice-crispies botna og muffins. Bakstrinum verður haldið áfram á morgun en í kvöld verður fyrst horft á O.C. síðan á Survivor og loks á C.S.I.

Vala systir keypti Mannlíf handa mér. Í Mannlífi má sjá góða mynd af þessum manni og kærastanum mínum, en þeir þykja báðir mjög myndarlegir.

sunnudagur, maí 09, 2004

Vatnsblöðruslagur ættingja
Eftir nokkra tíma á Austurvelli með Ragnari, Héðni og Þóri auk þess að hafa eytt smá stund á Argentínu til þess að kyssa Svenna bless þá fór ég í Blómaval til þess að hitta Guðrúnu Trukkalessu, þar er hún að moka mold með gröfu og alveg í essinu sínu. Fyrr um daginn hafði ég hringt í Gunnu frænku og spurt hana hvort ég mætti ekki koma í kvöldmat. Það endaði með þessari rosalegri veislu sem samanstóð af kjúklingi, frönskum, salati, gosi, sósum, ís og ég veit ekki hvað og hvað. Áður en við settumst niður til þess að fá okkur kaffi þá var farið út í garð með IKEA poka af stærstu gerð, fullan af litlum vatnsblöðrum. Það var komin tími til þess að fara í vatnsblöðruslag. Reglurnar voru einfaldar, allir byrja með vatnsblöðru í sitthvorri hendi og mega ekki sækja sér nýjar fyrr en báðum sprengjum hefur verið kastað og þá bara sækja sér tvær blöðrur. Eftir örugglega tuttugu mínutur af hlaupum og að því er virðist nokkur hundruð vatnsblöðrur voru allir orðnir móðir og því snilld að fá sér heitt kaffi áður en maður hélt heim á leið til þess að halda áfram lestri og almennum lærdómi.

laugardagur, maí 08, 2004

Vorhreingerning
Vaknaði eldsnemma í morgun til þess að undirbúa vorhreingerningu í blokkinni minni. Það var rosalega skemmtilegur dagur í dag með öllu fólkinu í blokkinni minni. Ég bauð svo upp á pylsur, prins póló og kók. Ég náði að kynnast rosalega miklu og merkilegu fólki, greinilegt að hér býr kjarnafólk. Meðal annars býr hérna ritstjóri mbl.is, fjármálastjóri Vífilfells (þegar ég komst að því að hún væri fjármálastjórinn þá saup ég hveljur, svo greinilega að hún tók eftir því, síðan spurði hún mig bara stolt hvort ég hafði heyrt sögur af sér, ég jánkaði því), markaðsfulltrúi Símans, margir sjálfstætt starfandi, margir smiðir (meira að segja sætir), í blokkinni eru líka starfsmenn allra bankastofnanna á Íslandi, skrúðgarðyrkjumeistarar, leiðsögumenn og ég veit ekki hvað og hvað. Æðislegt fólk og þau elskuðu mig öll. Enda skipaði ég fólki í hópa og fylkingar sem kom okkur að góðu verkefni. Hinsvegar neitaði ég fólki um nýjar rólur og vegasölt, vildi frekar að það yrði mörkuð stefna fyrir garðinn til framtíðar. Fólk tók undir það, fannst ég gáfaður.

Ég auglýsti eftir vinnu hjá öllu þessu fólki, enginn hafði neitt, líklega hefur þeim þótt ég of manískur, vona samt ekki - samt smá. Því auglýsi ég eftir því núna líka að mig vantar vinnu.

Í gærkvöldi fór ég í partý þar sem Þórir var í tveimur nýjum hlutverkum, hann lék við en ekki ég og gestgjafa. Í partýjinu voru Alma, Matta, Arndís, Inga, Nonni, Viktor, Ýr, Kamilla, David og svo parið Hemant og Þórir. Ég endaði á því að sækja mömmu mína á djammið og kom henni dauðadrukkni í bólið, þá sjaldan sem hún lyftir sér upp. Hún var samt ekkert þunn og er búin að vera mála íbúðina mína í allan dag. Takk fyrir það mamma!

föstudagur, maí 07, 2004

Pamploma
Þetta blogg er í engu samræmi við fyrirsögnina. Í dag kom mamma í bæinn, við erum búin að vera pússa glugga, sparsla og mála. Rosalega gaman. Ég er búinn að vera undirbúa vorhreingerningardag húsfélagsins á morgun. Ég á von á svona 50 manns í mat og tiltekt, það þarf ýmislegt að undirbúa við það.

Mamma kom í bæinn í dag, hún er ekki lengi að biðjast afsökunar kerlingin og við erum búin að eiga ágæta stund. Redduðum þessu eins og öðru sem kemur upp í fjölskyldunni. Við erum nú búin að takast á við einn homma, nokkur bílslys og fráföll. Auðvitað var þetta smámál þegar fólk missir sig. Mamma er semsagt úti á lífinu í kvöld og var orðin skrautleg þegar ég keyrði hana í partý strax eftir æfingu.

Ég var í BodyStep á meðan mamma gerði sig tilbúna að tjútta. Þessi aerobik tími var örugglega sá besti í langan tíma. Við vorum fjórir hommar sem mættum; ég, Bjarni, Haukur og svo skyndilega Jói. Unni brá svo hryllilega við það að hún stökk fram af sviðinu, kyssti Jóa og svo var salurinn látinn klappa. Þau voru semsagt saman að djamma í Köben um síðustu helgi og svo kemur Jói svona skyndilega og óvænt heim. Gaman að því. Hommarnir slógu rækilega í gegn, þið hefðuð bara átt að vera þar.

En núna er kominn tími til þess að skunda í partý hjá þeim hjónaleysum Þóri og Hemant.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Besti dagur í heimi
Það er gaman að vakna á góðum degi og vera hress, finna sér eitthvað að gera en fá svo símtal frá mömmu sinni með yfirlýsingum um að maður sé aumingji, slóði, vanþakklátur og ótillitsamur. Það einhvern veginn bara dregur úr manni allan vind, eins og að sprengja blöðru og krefjast þess svo að hún sé hamingjusöm. Æi, ég ætla að reyna leita að hamingjustaðnum mínum.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ákvörðun
Það er stór ákvörðun og erfið að ákveða að skrá sig úr þjóðkirkjunni, það er voðalega erfitt að skrifa undir plaggið. Kannski svipar því til þess þegar maður ákvað að koma út úr skápnum, það er mjög erfitt að segja: "mamma, pabbi, ég er hommi!" - það bara er erfitt.

Undanfarið hefur samt komið upp tveir atburðir sem gera þessa ákvörðun mun auðveldari. Þegar ég las Fréttablaðið aka Baugstíðindi í morgun þá talaði Biskup landsins um veðurguðina sína (takið eftir að það meira að segja í fleirtölu) og hvernig þeir hafi tekið á móti honum. Ég veit ekki hvaða trú biskupinn minn, fyrrverandi, hefur eða hvaða guði hann heldur. Ekki ætla ég heldur að prófa hann í boðorðunum, en þar er boðað að enga guði skuli maður eiga nema guð einan. Þegar biskup landsins fer svo að tala um veðurguði og segjir svo á Prestastefnu að blessun sambönd samkynhneigðra eigi heima í sálusorg. Karl-inn hefði bara betur mátt þegji í þessi bæði skipti.

Ég ætla að eiga mitt samband við guð á mínum eigin forsendum og ætla ekki að þurfa Biskup eða Biskupsstofu til þess að segja mér hvernig því er háttað. Ég ætla að eiga einn guð og þegar ég binst mínum maka þá verður það ekki skilgreind stund ásamt sálarsorg. Þess vegna fyllti ég þetta eyðublað út.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Deiglan
Ég er svo skotinn í þessari grein og þeim pælingum sem þar koma fram.

Ég er annars enn að bíða eftir því að mamma mín og pabbi fari að þora að skrifa álit sín við skrifin mín og vina minna. Síðast þegar ég fór í sveitina til þeirra þá sögðust þau oft setjast saman fyrir framan tölvuna til þess að lesa bloggið mitt og vina minn, en þau sögðust oft vilja skrifa eitthvað við skrifin okkar en ekki þorað það. Ég vil því endilega hvetja alla til þess að hvetja foreldra mína til þess að segja eitthvað. Koma svo öll, hvetjið þau!

Í anda EU
Það eina sem ég hata við ESB reglur og það eina sem ég vil ekki taka þátt í.

Viðskiptahugmyndir og viðskiptavesen
Af því að maður er nú atvinnulaus aumingji þá reynir maður að ímynda sér hvað geti borgað saltið í grautinn hjá manni. Tvær yndislegar viðskiptahugmyndir hafa komið upp og mig langar að láta reyna á þær báðar.

Fyrst hugmyndin er að búa til handbók fyrir húsmæður með Ragnari. Handbókin á að fjalla um fullt af notafullum húsráðum við hinum ýmsu aðstæðum. Mér dettur í hug að hún verði kaflaskipt og heiti eftir aðstæðum: "Í svefnherberginu", "Úti í garði", "Í eldhúsinu" ... og svo framvegis. Bókin myndi líka hafa aukakafla um hvert herbergi hvernig best er að innrétta þau svo þau nýtist best og svo auðvelt sé að þrífa. Lokakaflinn um hvert herbergi er svo að sjálfsögðu þrífaplan fyrir herbergið með leiðbeiningum.

Önnur hugmyndin kom upp hjá mér og Stínu í Baskalandi en hún gengur út á það að sameina varasalva og sleipiefni. Uppistaðan yrði sleipiefni með ákveðnu bragði, til dæmis vanillu eða jarðarberja. Hægt yrði að nota staukinn sem varasalva eða nudda honum í kringum anal til þess að mynda sleipiefni. Ég vil taka það fram að Stína sjálf átti mestar hugmyndirnar að þessu öllu.

Á meðan ég velti þessum ópraktísku hlutum er hún Siddý í Amman í Jórdaníu að skipuleggja neyðarsendingar frá UN til Falludja og Nadjaf í Írak. Svolítið ólíkt, en í lagi.

Í gærkvöldi fórum ég, Héðinn og Þórir að horfa á leikrit hjá Bjarna og bekknum hans, afsakið, þetta var ekki leikrit heldur kynning á vinnu vetrarins. Ég upplifði þetta samt sem leikrit, sama hvað hver segjir. Ég vil samt taka það fram að ég er höfundurinn og þetta er mitt blogg. Sama hvað hver segjir.

Talandi um Kjánann, hann kom til mín í morgunmat í morgun, það var auðvitað bara gaman að því. Borðuðum bananabrauð og spjölluðum. Síðan þurfti ég að fara til þess að passa litlu frænku mína í smá stund, ég og Kjáninn stóðum því á miðju bílaplaninu og kysstumst bless, en þegar ég lít við þá er hann Garðar gamli í stigaganginum við hliðina að glápa á okkur út í bíl. Ég og Garðar erum miklir kunningar, enda er hann skotinn í ömmu minni og fer oft í sveitina að hitta hana, sérstaklega eftir að afi dó. Karlinum var greinilega svo brugðið að hann sat undir stýri heillengi og rétt náði að veifa til mín, en leit ekki upp. Ég hlakka til að hitta þann gamla á laugardaginn í vorhreingernigu blokkarinnar minnar. Á hann eftir að ræða við mig eða kannski bara sleppa því að mæta yfir höfuð?

mánudagur, maí 03, 2004

Bananabrauðsdagur
Ég gat ekki sofnað fyrr en klukkan fimm í nótt. Las þess vegna nokkra kafla um það hvernig fjárlög eru búin til, en það var ekki nógu svæfandi heldur bara áhugavert og áhuginn herti frekar lesturinn heldur en að svæfa augnlokin. Klukkan hálf níu var nískukerlingin í íbúðinni búin að dingla, vildi halda áfram að ræða þessar 400 krónur sem ég er að svíkja hana um. Það endaði með því að hún stökk niður í banka og greiddi upp allar sínar skuldir. Greinilegt að ég er mest sannfærandi þegar ég er nývaknaður, andfúll og á náttfötunum. Til þess að forðast misskilning þá sef ég alltaf nakinn en stökk í náttföt þegar dinglað var á bjölluna, fannst það ekki við hæfi að taka á móti einhverjum í fullum næturskrúða.

Er svo bara búin að vera heima í dag að dunda. Lesa meira um fjárlagagerð, opinbera stjórnsýslu, búa um rúm og þurrka af. Vala systir kom svo heim eftir vinnu og við fórum að sækja hrærivélina mína úr viðgerð. Mér fannst svo mikið að þurfa að fara borga 17.000 krónur fyrir viðgerðina að ég ákvað að anda aðeins rólega áður en ég fór inn, velta því fyrir mér hvað Ómar vinkona mín myndi segja. Fór svo inn, ræddi rólegur við hana, fékk hrærivélina, kom með nokkur rök, kvartaði smá, daðraði og smellti saman hælunum eins og Dórótea í Oz, gekk út með 40% afslátt. Fyrst bauð hún mér 20% afslátt, eða að fella niður vaskinn, ég hló svona lítið að henni eins og ég hefði móðgast, sagði svo við hana: "Mér finnst bara sjálfsagt að fá vaskinn niðurfelldan ef ég borga með cash, þú verður að gera betur en þetta", hallaði mér yfir borðið og horfði í augun á henni þegar ég sagði þetta.

Valhoppaði svo út í bílinn minn með hrærivélina undir hendinni og nýtt ábyrgðarskírteini fyrir þessa elsku. Það var strax farið í Bónus og verslað inn fyrir allan afsláttinn. Ég var svo sniðugur að ég keypti nokkra matarbanana á afslætti og fór strax heim að baka bananabrauð. Vala missti legvatnið yfir kjöti á tilboði og því ákveðið að bjóða einhverjum í mat til okkar annað kvöld. En núna set ég punktinn því bökunarklukkan var að dingla og segja mér að bananbrauðið mitt væri tilbúið. Ætla að fá mér heitt bananabrauð með dönskum gauda osti áður en ég fer í ræktina til Unnar. Svo er ég að fara í leikhús í kvöld. Það er svo mikið að gerast eitthvað.

sunnudagur, maí 02, 2004

Panna panna panna! - Bolla bolla bolla!
Jæja í kvöld verður haldin panna og er staðsetning hennar að sjálfsögðu haldið leyndu gagnvart almenningi. Í kvöld verða gestir pönnunnar fimm talsins, Ragnar, André, Jóhann, Fríða og Hannes. Síðasta panna var haldin fyrir stuttu síðan en þá var kallað til morgunverðarfundar eftir ákveðnar fréttir og viðbrögð Kjánans lýsa því best: "Þarna er síðasta virkið fallið! Erum við allir dæmdir til þess að falla fyrir gömlum freistingum!"

Umræðuefni Pönnunnar í kvöld er samt langtímasambönd og gift fólk. Fróðlegt því við í Pönnunni höfum enga reynslu af slíku. Ég er búinn að skrifa niður mínar spurningar og efasemdir til þess að vera vel undirbúinn fyrir kvöldið.

Annars má líka búast við því að gærkvöldið mitt verði rætt af Pönnunni. Ég hef lumskan grun af því að þeir voru ekki sáttir við það hvernig ég hagaði mér þar. En það er nú eitthvað sem ekki er hægt að blogga um.

laugardagur, maí 01, 2004

Toblerone
Í dag er laugardagur og ég er nýstaðinn upp úr sófanum. Þar hef ég legið undir blárri þykkri sæng og mörgum koddum, gætt mér á Toblerone og vatni yfir videospólum. Í morgun þegar ég vaknaði þá var sko dekur punktur is. Ég klæddi mig í þykka handprónaðar hosur sem amma mín bjó til, sótti Fréttablaðið, helti upp á kaffi og dró fram alls konar brauð, hrökkbrauð, bruður og kex. Með þessu var ég með danska salami pylsu, niðurskorinn hamborgarahrygg, þrjár tegundir af sultutauji, danskan og feitan ost, íslenskan gaudaost, danskan smurost, papriku, agúrku (já, því gúrka er ekki íslenskt orð) og hvítlaukskrydd ásamt einhverju fleiru. Ég er svona ríkur af góðu áleggi því amma mín smyglaði inn dönsku áleggi hingað þegar hún kom frá Tótu systur sinni, gott ef ég var ekki búinn að segja ykkur frá því.

Á meðan úti í garði voru börnin búin að leika sér í allan dag. Ég var með pínu samviskubit fyrir að vera í hússtjórninni og vera ekki búin að rumpa af vorhreingerningunni og láta börnin leika sér í skítugum garðinum. En núna er ég búinn að fá dagsetningu kýlda í gegn. 8. maí skal það vera, ég ætla að grilla í mannskapinn, taka manntal og rukka svo þær íbúðir sem ekki mæta. Já það er ekkert grín að hafa mig sem gjaldkera húsfélagins. Talandi um gjaldkerastarfið mitt í húsfélaginu, í gær eyddi ég þremur korterum í að rífast og rökræða við konu sem vildi meina að ég væri að rukka hana um 400 krónur of mikið. Ég sýndi henni útreikningana umþað bil 200 sinnum, eða eitt skipti fyrir hverjar tvær krónur. Síðan voru tvær manneskjur að leggjast yfir þetta í einn og hálfan tíma samtals, það sjá allir að þetta er ekki gott tímakaup að karpa um 400 krónur. Vildi óska að ég hefði verið að karpa um framlag Íslands í þróunarsjóði ESB eða lagasetningu á Alþingi í staðinn. Þar myndi ég sko standa mig vel.

Í gærkvöldi fórum við Þórir á Ölstofuna til þess að hitta Héðinn og Jóhann. Það var gaman og margt um manninn. Sigga Birna kom á svæðið og þar sást líka Sara Dögg fræðslufultrúi Samtakanna 78. Þorvaldur Davíð stökk út um dyrnar áður en ég náði að kast á hann kveðju, við náðum þó rétt að kasta á hvorum öðrum augum áður en hann stakk sér út. Síðan komu Matta, Hlédís, Fríða, Arnar og tveir strákar sem ég var aldrei kynntur fyrir. Mikið fleira fólk hitti ég og meðal annars hitti ég hana nöfnu mína í algjörri mýflugumynd og Guðrúnu betur þekkta sem bifvélavirkjann sem er byrjuð að vinna í Blómaval. Ragnar og André voru mættir á svæðið og voru duglegir að labba reglulega til okkar að spjalla. Ragnar var með hatt sem ég var rosalega skotinn í og fékk að vera með hann stóran hluta kvöldsins. Fólk hafði á orði að ég væri eins og Justin Timberlake. Ég veit ekki um það, en ég hefði ekki sagt nei við mig ef ég hefði reynt við mig.

Kvöldið var uppfullt af innihaldsríkjum leikjum eins og telja lögin sem spiluð voru með Sálinni, fylgjast með strák reyna við Möttu, kyssa Hlédísi, puðra á brjóstin á Hlédísi og telja upp allar borgir í heiminum sem byrja á P. Þessi síðasti leikur var lang skemmtilegastur og líka lang erfiðast að hætta í. Ég og Þórir vorum úrskurðaðir í jafntefli. Til þess að útskýra leikinn þá þurftu þetta að vera heimsborgir eða borgir með beint flug. Ég nefndi Peking, Patreksfjörður og Pétursborg. Þórir nefndi Písa, Pabloma og einhverja þriðju borg sem ég man ekki. Jóhann nefndi Phoenex og Pittsburg. Fríða nefndi Paris og Prag. Leikreglur eru mjög einfaldar, sá sem er fyrstur að segja borgirnar töldust sem þeirra stig. Þegar við vorum byrjuð að telja upp borgir sem byrja á T þá þurftum við nauðsynlega að hætta, en þá vorum við komin með Turku, Tromsö, Tókýó og Torino, stungið var upp á Tálknafirði en það var dæmt ógilt því þangað er ekkert beint flug. Furðuleg - jamms tek undir það en ég var samt sexý með Justin Timberlake hattinn minn.

Ragnar stakk upp á ótrúlega viltu ævintýri í sumar. Ég er alveg búinn að ganga í keng síðan hann nefndi þetta við mig. Núna er bara að treysta á guð og feita lukku um að þetta bjargist allt saman.

Föstudagurinn sem heild var mjög góður. Ég vaknaði snemma og það var svo mikill léttir á mínum, var í mínu fyrsta prófi á fimmtudaginn og lauk því um fjögurleytið. Ólíkt því að taka próf í apríl og í desember er að ef maður klárar próf klukkan fjögur þá er enn bjart úti og sólin skein sínu blíðasta. Merkilegt að líða ekki eins og eiturlyfjasjúklingur að skríða undir sæng með bók, heldur geta farið í þunnar hörbuxur út á svalir, staðið við skítugt handriðið og lesið einn kafla í bókinni sem er lýst upp með sólargeislum á meðan skíturinn á svölunum læsir sig utan í fötin mín og ísköld vorgolan blæs upp lærin á manni, því maður er í svo stuttum, víðum og þunnum hörbuxum. Ég myndi ekki sleppa þessu fyrir milljón en það væri samt góð hugmynd að þrífa svalirnar einhvern tímann á næstunni.

Föstudeginum var svo eytt í Smáralind, byrjaði á því að vakna um sjö, velti því fyrir mér að fara út að hlaupa og draga Hlédísi með en sem betur fer sleppti ég því, Hlédís var ennþá morgunfúl um tíuleytið þegar hún klippti mig í Smáralind. Hjá Hlédísi fékk ég þær fréttir að Þórir hefði komið daginn áður en Héðinn væri væntanlegur seinnipartinn. Eftir klippingu fórum við Hlédís og fengum okkur pönnukökur á kaffihúsi og létum næsta kúnnan hennar bíða í korter. Eftir að kynþokkinn minn, sólskinið og vildarpunktar flugleiða voru mættir aftur á staðinn eftir klippinguna ákvað ég að fara með bílinn á hjólbarðaverkstæði til þess að kaupa mér ný dekk undir nýja tjónabílinn minn. Mér finnst svolítið mikið að borga 20.000 krónur fyrir ný dekk undir bílinn og það er ekki einu sinni einn sætur strákur að vinna á hjólbarðaverkstæðinu sem vinur pabba á. Kunni ekki við að ræða það við hann, nefni þetta við pabba sem vonandi kemur því svo til skila.

Eftir hjólbarðaverkstæðið fór ég heim að vinna sem húsmóðir en stökk svo niður í Smáralind þegar ég vissi að Héðinn var mættur í stólinn til Hlédísar. Ég náði að lauma mér inn og þar sem Héðinn var ekki með gleraugun á sér eða linsurnar í sér þá náði ég að stökkvar fyrir framan hann og kyssa hann á munninn. Hlédís var með í þessu plotti og við gerðum heljarinnar atriði á hárgreiðslustofunni sem verður seint leikið eftir. Á hárgreiðslustofunni rifðjuðum við Héðinn upp leikinn: "Hvor okkar er hommalegri" en hann gengur út á það að við spurjum fólk sem við þekkjum (takið eftir að ég vildi breyta leiknum í fólk sem við hittum, en fékk ekki þá breytingu í gegn) hvor okkar sé hommalegri og líklegri til að vera hommi. Það er náttúrulega styðst frá því að segja að ég hef alltaf unnið sigur úr bítum og Héðinn tekið undir það með stelpulegu flissi, ég held hann skilji ekki leikinn.

Sátum á kaffihúsi þangað til Héðinn var næstum orðinn of seinn til þess að mæta annað skiptið þann daginn upp í Útvarpshús, en þangað til höfðum við hitt margt skemmtilegt fólk. Fyrst kom Ómar drottning á svæðið en hún hafði verið í Debenhans að versla nýjar meikvörur. Ómar var samt svolítið súr yfir því að hafa ekki getað keypt nýju línuna í einhverju ákveðnu merki sem hún kann svo vel við. Þessi nýja lína lét andlitið á henni víst líta út eins og parket. Ég og Héðinn litum bara snöggt á hvorn annan, þekkjum ekki þennan mekheim en ég gat séð að Héðinn var spenntur og fullur áhuga. Svona rétt til þess að toppa daginn þá kom Elli sem var að vinna með mér á Argentínu, sagði lítið annað en hæ í nokkrar mínutur en þarna með honum voru konan hans og tvö börn. Vá að hugsa sér Elli er einu ári yngri en ég en samt er hann búinn að leggja á sig gagnkynhneigt kynlíf að minnsta kosti tvisvar en ég aldrei. Mér finnst að standa þurfi upp fyrir svona mönnum og hrósa þeim, einhver þarf að leggja þetta á sig. Ef enginn sinnir þessum gagnkynhneigðu konum í þessu þjóðfélagi þá yrði bara uppreisn og nóg er nú að hafa þennan fjandans 1. maí.

Ég tók 1.maí próf í Birtu. Mér finnst þessi dagur til einskis sagði Birta, þurfti ekki að láta segja mér það. Það sem mér finnst merkilegt við þennan dag er að Evrópusambandið er að stækka og Evrópa er að fara taka þvílíkum breytingum sem ég er svo spenntur fyrir. En nei, við hérna uppi á þessu skeri erum svo upptekin af Lúðrasveit verkalýðsins að við fylgjumst ekki með því sem er að gerast í kringum okkur. Ekki ein frétt í hádeginu um djammið í Evrópu í nótt, svolítið spældur, sérstaklega af því ég gat ekki verið á þessu djammi. Sárastur er ég samt yfir því að ég og Þórir vorum á leiðinni heim í nótt langaði okkur í pylsu en Select var lokað. Hvað er það? Hafði ASÍ ekkert hugsað út í það hvað ég ætlaði að borða? Skiptum um karlinn í brúnni!