mánudagur, september 26, 2005

Fastur
Í tilefni þess að ég er kominn á fast og svo hamingjusamur í kjölfarið á því ætla ég að birta brandara sem mamma sendi mér.

Einu sinni var björn sem átti heima í kofa uppí tré og kanína sem átti heima í holu undir trénu. Björninn var alltaf að berja kanínuna því að enginn birna í skóginum vildi hann. Einn daginn kom álfur til þeirra og bauð þeima báðum 3 óskir hvorum. Björninn var svo frekur að hann vildi óska fyrst. Hann óskaði sér að allir birnir í skóginum yrðu birnur. Svo óskaði kanínan sér að hún ætti hjálm. Þá óskaði björninn sér að allar þessar birnur elskuðu hann og hann elskaði þær. Þá óskaði kanínan sér að hún ætti mótorhjól. Þá óskaði björnin sér seinustu óskina sína: Ég óska þess að ég væri eini björninn í heiminum og allar birnur elskuðu mig. Þá stökk kanínan upp á mótorhjólið sitt og í sömu andrá rauk hún á því í burtu og ÖSKRAÐI: ÉG ÓSKA ÞESS AÐ BJÖRNINN VERÐI HHHHOOOOMMMMIIIII........!!!! HEHEHE

Meikar sens?
Konur láta gata sig, tattovera, fæða börn, fara í keisaraskurð, í figusog, fjarlæga rif, hefta magann saman, fara í brjóstastækkanir, fjarlæga hár með plokki og heitu vaxi, fjarlægja naglarætur, plokka augabrúnir... og svo vilja þær ekki láta taka sig í rassgatið af því að það er svo vont!!!!

Fékk þennan texta sendan frá ónefndum aðila í gegnum MSN rétt í þessu. Þó að ég sé að læra kynjafræði í Háskólanum, finnst mér ekki annað hægt en að deila þessu, kannski hefur það eitthvað að gera með stemningu helgarinnar.

Talandi um helgina. Ég sat svo lengi með Pétri yfir einni góðri rauðvínsflösku og einu staupi af Patxaran, basknesku og rammsterku áfengi. Þessir tveir Pönnufélagar voru ekki lengi að grípa til hinna ýmsu leikja sem að Pönnumeðlimir hafa gjarnan gripið í til þess að kynnast betur og brjóta niður feimnismúra. Fyrsti leikurinn var sms-leikurinn, en hann gengur út á það að farsímar ganga á milli og skilaboð bæði í innhólfi og úthólfi eru lesin upp af öðrum meðlimum - og þau skýrð ef eitthvað er óskýrt. Í tilefni af því var hringt til Manchester og Héðinn vakinn.

Þessi leikur hefur ekki verið spilaður lengi og þess vegna var síminn minn stútfullur af skemmtilegum sms-um sem að Pétri fannst ekki leiðinlegt að lesa. Spurning um að deila þessum sms-um með ykkur öllum.

Ég var að drekka hálfan lítra af mjólk, borðaði kleinur með og núna er mér orðið kalt.

fimmtudagur, september 22, 2005

Klukk!
Ég hef verið klukkaður, ég verð því að gefa upp fimm tilgangslaus atriði um sjálfan mig.

1. Ég er heimsforeldri. Þið ykkar sem ekki hafið enn skráð ykkur sem slík, drífið ykkur í að skrá ykkur hér, áður en þið farið að skammast ykkar.

2. Ég er sælkeri, elska allt með súkkulaði. Hata dietvörur og gervisykur.

3. Ég þrífst best í þjónustustörfum. Þegar ég er að selja vörur, þá er ég að þjónusta fólk með því að láta það ekki missa af frábærum tilboðum.

4. Ég elska morgna en hata að fara fram úr rúminu.

5. Ég hef aldrei farið í yoga en í staðinn tek ég fólk í heilun til þess að róa sjálfan mig - oooog þjónusta aðra :)

Ég ætla að klukka fólk sem ekki bloggar en ég veit að les síðuna mína:
Árni Grétar
Mamma
Ólöf
Ásta Ósk
Halli og Þórhalla, bróðir mömmu og konan hans

Allir eiga að gefa upp fimm tilgangslaus atriði um þau sjálf. Koma svo!

miðvikudagur, september 21, 2005

Veikur
Í dag er ég veikur og það sem er enn merkilegra, ég leyfði mér það. Held ég hafi síðast tekið mér veikindafrí í mars 2000 þegar ég var í Verzló - þá var ég þunnur ef ég man rétt. Í dag hef ég ekki opnað námsbók, ekki þrifið einn blett heima hjá mér eða þvegið þvott. Í staðinn hef ég leikið mér í tölvuleikjum, horft á sjónvarpið, borið á mig krem og lesið skáldsögur. Mætti ekki í skólann, finnst það pínu aumingjalegt, er að reyna réttlæta það fyrir mér að hafa sofið í staðinn.

Annars var góðri helgi að ljúka, það voru réttir heima í sveitinni. Tvö réttarböll fór ég á, annað var í Árnesi þar sem ég dansaði frá mér allt vit og hitt var á Brautarholti þar sem ég stökk til bjargar á bak við barborðið, af tómri góðmennsku - því hvað er mikilvægara en leyfa samsveitungum mínum að drekka frá sér allt vit.

Komst að því að það er slæmt að vera góður. Slæmt að vera góðhjartaður og hjálpsamur. Í einfeldni minni hélt ég að ég væri að fara taka þátt í góðri skemmtun, aðstoða og þjóna fólk við að gera kvöldið ánægjulegt. Ég hef líklega aldrei haft jafn rangt fyrir mér, nema þá kannski þegar ég tók próf hjá Hannesi Hólmstein hér um árið - en það er önnur saga. Ég hef aldrei kynnst annari eins svívirðingu, dónaskap og frekju frá nokkru fólki, orð sem voru látin falla um mig - afkastamesta barþjóni kvöldsins - eru ekki til þess að hafa eftir, og samt kalla ég ekki allt ömmu mína, lesendur þessarar síðu þekkja það nú...

Þannig að ef þið eruð í kringum pirrað, frekt, ofurölvað og dónalegt fólk; þá eru það líklega Skeiðamenn eða gestir þessa réttarballs.

Ballið í Árnesi var skemmtilegra, þar mátti sjá fullorðið fólk í fótboltaleik með munntóbaksdós og heilu fjölskyldurnar dansa saman. Upplifun kvöldsins var að sjá tvo bindindismenn, bæði blóðskyld mér, verða húrrandi fullt - frændi minn fór fram úr tveimur dögum síðar. Uppákoma kvöldsins var þegar inn á ballið kom drengur sem ég vann einu sinni með í veislum á Varðskipinu Þór einn veturinn. Ég veit ekki hvor okkar var hissa; þegar hann sá mig eða þegar ég sá að hann var ennþá í þeim leik að leita sér að stelpu.

Já - svo fékk ég koss í afmælisgjöf frá Nonna sæta frá Stóra-Núpi á ballinu.

Og já! Afmæli hjá mér í síðustu viku, vakinn upp með söng og morgunverðarbakka sem samanstóð af kerti, nýbökuðu brauði, niðurskornu grænmeti, osti, sultu og nýlöguðu, rammsterku espressó. Ólöf sambýliskona söng allar þær afmælisvísur sem hún kunni og greip mig í bólinu með stelpu, Siggu systur. Svo hlóðust á mig gjafir frá þeim stelpum en það var meðal annars: súkkulaði húðaðar kaffibaunir, kaffi, alvöru kakóduft fyrir flóaða mjólk..., gróft pestó og súkkulaði fondue.

Ætli fólk sé almennt búið að ná því að ég sé sælkeri?

En jæja, núna sný ég mig að því að fara vera veikur aftur. Er að lesa svo skemmtilega bók um sorglega atburði eftir Sigmund Erni fréttamann.

þriðjudagur, september 13, 2005

Af samskiptum manna
Ég er ansi duglegur að halda sambandi við fólk sem ég hef hitt á ráðstefnum um alla Evrópu og senda tölvupósta á ólíklegasta fólk. Líklega sendi ég aldrei færri en 10 tölvupósta að jafnaði í viku hverri til einnota vináttu um allan heim.

Undanfarið hef ég fengið þau skemmtilegustu viðbrögð sem ég veit um og sprenghlæjileg bréf. Hér koma bútar úr nokkrum þeirra:

Fabi er þýsk lesbía sem ég kynntist í Sviss í síðasta mánuði. Peggy sem hún talar um er rólegasta og yfirvegaðasta manneskja sem ég þekki; þess vegna voru lýsingar á hegðan hennar hin mesta skemmtun fyrir mig. Lasse er furðulegasta týpa af homma sem ætlar aldrei að þagna...

Hi Gulli,

yes, I'm fine, thanks. The way back to Germany was quite surrealistic. Peggy, Lasse, me and Malte (the German journalist, do you know him?) started driving home directly after the "aqua" party. When we fetched our bags at the youth hostel, the guy from the reception started raising a fuss: He wanted to call the police because he tought we would steal luggage from other rooms. Peggy started crying, had a little nervous breakdown and angrily attacked her car, which actually was quite impressive...

All the way back, I was still wearing my Lesbian Drag King costume, which I had come up with for the party. The artificial beard was itching and Lasse was talking and talking and talking...

Anyway, I am back in Berlin and I am busy doing completely other stuff. University has not started by now, so I went on vacation at the Netherla! nds and I organize stuff concerning the little musical project I'm playing with. Summer has gone, but we still have a very nice and soft and even warm beginning auf autumn.

Have a nice time in Iceland and greet the others, if you see them

Fabi



Morten er norskur strákur sem ég sendi tölvupóst fyrir misskilning þegar ég var að reyna senda henni Lotte (dönsk lesbía) tölvupóst. Mér varð á að rita einn vitlausan staf en hef í staðinn komist í samskipti við þann furðulegasta Norðmann sem sögur fara af. Hann er bæði óskammfælinn, frekur og beinskeittur. Hann veit nákvæmlega hvaðan við súpum seyðið, Íslendingarnir og okkar tilvist er auðvitað háð nákvæmu samþykki ríkisstjórnar þeirra...

Læt síðasta email frá honum fljóta með til skemmtunar.

Well, Lotte's e-mail are (after some confusion) (can you see the "s" in there? - i didnt *lol*). I do hope you know your history, cause it was norwegians that found Island. It was nothing but a rock in the middle of the sea when we came there. Nevermind the fact that the FIRST norwegians was criminal refugees fleeing from the law, probably after killing someone with an axe.

But then you guys started to eat rotten shark and sheep balls, so we thought: "well, let'em keep it - its nothing but a pice of rock in the middle of the ...." - you know the rest. Only after did we find out that you dudes & dudettes had shitloads of fish in the ocean, but it was too late. Maybe the shark and the sheepballs was just a trick? Amyways, we didnt like the vulcanos either. They are just to scary and unpredictable.

We did keep Svalbard - i dont know why. Could be because of the polar-bears, even if we keep shooting them. They should leave them alone if you ask me ... nice and cudly and ... well, kind of dangerous.

So much for bringing you Lotte's e-mail. You owe me a beer & a drink next time i go to Island. And a sightseen. And a good dinner. And i think of something else later ....


:-)


Med hilsen/Kind regards
Morten Bredal



Og öll þessi enska kemur stöðugt frá honum eftir að ég er búinn að sjóða saman þessa fínu skandinavísku handa honum - sérmatreidd fyrir hvert einasta tölvupóstbréf sem ég sendi.

Ég hafði hugsað mér að bæta við þriðja bréfinu, en læt það liggja milli hluta, ég reyni nefnilega stundum að halda mér innan siðsamlegra marka.

sunnudagur, september 11, 2005

Haustlaukar
Farfuglinn Héðinn er farinn. Núna er bara við hæfi að það fari að snjóa til þess að ramma inn allan þennan kulda sem umlykur landið. Eyddi deginum í dag því í heilun og andlega pýramídanum til þess að ná jafnvægi.

Hlátur - eins og þetta sé eitthvað svakalega erfitt.

Skólinn er á fullu. Heimalærdómur í spænsku er eins og maður sé kominn til Guðlaugar Nilsen í Verzló að nýju. Lesa þetta, gera þetta verkefni, skila þessu og vera tilbúinn að tala um þetta...

Réttir um næstu helgi. Ég hlakka til.

Lára Hrönn á afmæli í dag. Raúl átti afmæli í gær. Ég hringdi í hann. Skemmtilegt samtal sem átti erfiða fylgifiska. Ég er aftur orðinn tilfinngalega súpa. Var það kannski vitlaus ákvörðun hjá mér eftir allt saman að flytja ekki til Spánar? Eru tilfinningar mínar enn geymdar í fjallshlíðum Baskalands?

Ég bað Raúl um að skila mér tilfinningunm mínum til baka. Hann var ekki tilbúinn til þess.

Sambýliskonan og Héðinn tóku mig út að borða í gær. Byrjuðum á MARU og lukum því á Galileo. Héðinn demdi niður heilum þjónabakka og ég hendi glasi yfir hálfan salinn. Héðinn braut nokkur glös, ég braut mitt ekki.

Matur hjá tengdó fyrr í kvöld. Kannski væri best að hætta þessari vitleysu, hætta að vera hommi og eignast þessa yndislegu tengdaforeldra mína til frambúðar

Ég hef fengið verri hugmyndir.

Svo er bara að velja.

Standa við sitt.

Og vera stoltur. Mér finnst tíminn líða hratt. Samt kannski ekki lítið eftir, en samt svo mikið búið.

Afrakstur? Ef hann er einhver, er hann ekki til í steypu og ást. Enda lífið svo miklu meira.

Það sem skiptir mig mestu máli eru kaffibollarnir sem ég drekk með vinum mínum og samverustundirnar sem ég á með mömmu, pabba og systkinum.

Pabbi er að fara til Rússlands í næsta mánuði, kemur svo heim, gistir eina nótt og fer svo til Ungverjalands. Best væri hann geymdur í flugfreyjustarfinu með mér. Við værum greinilega góðir í því saman, feðgarnir.

Hasta luego!