miðvikudagur, september 29, 2004

¡Hola!
Stadurinn er Barcelona. Felagsskapurinn er Hedinn. Ekki slaemt. I dag er midvikudagur, eg kom a sunnudag, fer a morgun. Eg og Hedinn erum bunir ad gera allan fjandan af okkur. Hofum ferdast mikid, bordad, sofid, verslad, gengid, drukkid, drukkid og drukkid. Nuna sitjum vid a Internetkaffi, Islendingur var ad setjast vid hlidina a okkur, hun heitir Ljosbra. Otrulega skemmtilega ljoshaerd. Fyndid, eg er i Barcelona og eg hangi inni a netkaffihusi. Best ad fara drekka odyrt afengi eda versla god fot, blogga svo heima.

sunnudagur, september 26, 2004

Þráðlaus á Kastrup
Jæja gott fólk eftir tveggja tíma svefn er ég staddur á Kastrup, hingað hef ég oft komið. Er með fartölvuna mína með mér og vafra því ásamt öðrum fallegum viðstkiptafræðingum á netinu. Makalaust, þráðlaust, þú mátt kalla það sem þú vilt. Kvaddi konuna mína í morgun, hún var sofandi. Ég var eiginlega svolítið fegin því að þetta var pínulítið erfitt. Fyrst þegar ég kvaddi hana var það mjög erfitt, síðan varð það erfiðara en í síðustu skipti hefur það bara komist upp í vana. Í morgun var það öðruvísi, það var mjög erfitt. Var með kökk í hálsinum alla leiðina út á strætóstöð, síðan var sætur strákur í strætó, var fínn eftir það. Er maður svona einfaldur?

Sat langt fram á nótt ásamt konunni og tengdaforeldrum að ræða ótrúlegustu málefni. Þess vegna er ég svona lítið sofinn sjáið þið til. Samt lít ég mjög vel út og mér líður vel.

Dvölin hérna á Ráðmannsgötu er búin að vera ótrúleg, ég fann mig og mínar þarfir. Hvernig getur maður týnt sjálfum sér? Mér tókst það allavega. Í gær tók ég Ása í nudd og heilun, langt síðan að ég hef getað gefið svona mikið af mér. Ég er kominn með innri ró og það er frábært að taka svoleiðis með frá Kaupmannahöfn.

Elsku Ási, takk fyrir frábæran tíma. Núna er það morgunmatur á Kastrup. Eftir tvo tíma er ég í Barcelona.

laugardagur, september 25, 2004

Köben og svo Barcelona
Þetta eru búnir að vera brjálaðir daga í Köben. Kom hingað á þriðjudaginn og núna er laugardagur. Man ekki eftir því að hafa farið nokkurn tímann að sofa og því er sú kenning mín að annahvort hafi ég alltaf sofnað fullur eða þá að í raun hafi bara einn dagur liðið. Legg ekki í að meta hvort er réttara, kannski út af áfengismagni í blóði.

Vaknaði í morgun, lesist síðdegis, í rúmi konunnar minnar. Svaf eins og ungabarn. Ég og konan höfðum skriðið upp í rúm á sama tíma og Paw hafði farið á fætur til þess að fara í vinnu. Já klukkan var orðin margt, eða lítið, fer eftir því hvort að menn voru nývaknaðir eða nýkomnir heim. Ég og Ási vorum að koma úr busahátíð í Roskilde háskóla. Tíu þúsund manns, 10.000 manns segji ég, voru samankomin á háskólalóðinni í mörgum tjöldum og innan um öll húsin að skemmta sér. Þarna gastu gengið á milli tjalda mismunandi deilda, hlustað á plötusnúða, hljómsveitir, farið í kaffitjald, fengið sér thai-mat, bjór á 15 krónur, skot á eitthvað minna, pissað í sniðugt unit, lagst út í runna að kela, reynt við marga sæta stráka (margir voru þeir - jesús) ásamt mörgu fleiru. Ég hef aldrei haft neina sérstaka löngun til þess að fara í skóla erlendis, allir þessir sætu strákar sögðu mér það samt og sýndu að ef einhvern tímann var þörf - þá er núna nauðsyn.

Ég var ekki búinn að vera lengi þegar ég náði augndaðri við rosalega sætan strák, mættumst í skuggasundi - hann með vinum sínum og ég með Helli - einstaklega sniðugri danskri hommahækju. Við mættumst og snérum okkur við, gengum þannig heillengi og snérum okkur svo aftur við. Ef ég hef einhvern tímann skilið hugtakið "hommahækja" þá var það þarna. Mér tókst nefnilega að ganga afturbák með því að halda í hendina á Helle og hélt þannig bæði stefnu, jafnvægi og einbeitingu. Hann fibaðist hinsvegar og gekk utan í staur. Það var samt eitthvað ekki til þess að stoppa neinn. Það var hinsvegar ég sem endaði þessa stund okkar, bjóst við að hitta hann aftur - en hverjar eru líkurnar innan um 10.000 manns?

Lærði af mistökunum og kyssti næsta strák sem ég komst á séns með. Talaði ekkert við hann, veit ekkert hvað hann heitir, sá bara að hann hafði áhuga. Hávaxinn strákur með gleraugu.

Fyrr um daginn höfðu ég, Paw og Helle farið á Castró til þess að fá okkur bjór. Hann kostar bara 20 krónur yfir daginn, stór bjór af krana. Það líkaði okkur vel. Átti svo að hitta Möttu og Ásdísi á Hovedbandegården milli klukkan fimm og sex. Stóð skyndilega upp af kaffihúsinu til þess að taka strætóinn minn sem var að koma, sveif ekki þá svona skyndilega á mig sem leiddi af því að erfitt var fyrir mig að hlaupa út af kaffihúsinu. Endar með því að ég missi allt klinkið mitt, kreditkort, nýju stafrænu myndavélina mína og húslykla á götuna fyrir framan strætóinn. Dökkur sætur strákur hjálpar með að týna allt upp og borgar svo fyrir mig í strætó. Tölum heilmikið saman. Síðan frétti ég að Matta og Ásdís yrðu seinar þannig að skyndilega hafði ég aukatíma í miðbænum - og auðvitað fór ég að versla. Og það er miklu skemmtilegra að versla ef maður er fullur. Maður sleppir sér alveg, ekki það að það hafi einhvern tímann verið vandamál fyrir mig. Alls ekki.

Mæti svo strák á Strikinu, hann var sætur þannig að ég horfi. Endar með því að hann kaupir handa mér kaffibolla. Hann varði ekki lengi, komst að því að hann átti kærasta til margra ára og þeir búa saman í hommahverfinu á Kristjánshöfn. Þakkaði pent fyrir mig.

Matta og Ásdís fóru svo framar öllum mínum vonum. Borðuðum mjög svo vondan mat á Strikinu. Vissum ekki hvort að matsölustaðurinn væri mexíkanskur, ítalskur eða spænskur. Líklega vissu kokkarnir það ekki heldur því að maturinn var hvorki heitur né kaldur, bragðmikill né vondur, ekki misskilja mig samt - hann var alls ekki góður. Drukkum þá bara hvítvínsflöskuna okkar og mokuðum okkur í burtu.

Sniðugar þessar stafrænu myndavélar, hver veit nema ég setji ferðasöguna mína á netið í myndum þegar heim er komið. Barcelona í fyrramálið, lendi þar fyrir tíu um morguninn. Ætla að skoða borgina allan daginn, hitti svo Héðinn um kvöldið. Xavier sækir mig út á völl en Jon hitti ég síðar um kvöldið. Fer svo til Lundúna á fimmtudag. Hitti ykkur heima á klakanum í október.

Ég er skriðinn uppí. Líklega sofum við þrír saman í herbergi. Tengdó fá rauða sófann minn.

þriðjudagur, september 21, 2004

Fyrsti dagur í verkfalli
Í dag vaknaði ég og fór ekki í skólann, ásamt öðrum 45.000 grunnskólabörnum. Ég átti að vísu ekkert að mæta í neinn skóla, þannig að lítið var um breytingar hjá mér. Áður en ég skreið fram úr hringdi ég í frænku mína sem er grunnskólakennari og spurði hana hvort að hún vildi koma út að leika þar sem hún væri ekki að fara í skólann í dag.. Henni fannst þetta ótrúlega fyndið - núna er hún komin upp í sumarbústað að viðarverja pallinn.

Þá fórum við systkinin og sóttum frænkur okkar tvær, sem voru heima hjá sér að rífast. Við gáfum þeim að borða og fórum svo með þær í Kringluna þar sem öll börn á grunnskólaaldri á höfuðborgarsvæðinu voru einnig. Þar hitti ég líka nokkra kennara sem hengu á kaffihúsum, önnur þeirra var Líf, hin man ég ekki hvað heitir - en það er í lagi því hún kann ekki á tölvu og les því ekki bloggið mitt.

Ástmaðurinn var sóttur í vinnuna sína rétt áður en ég fór að hjálpa Karen og Ingva að flytja í Norðurbrú í nýja hverfinu í Garðabæ. Fyndið því að á morgun er ég svo að fara til Norðurbrú í Kaupmannahöfn - heimurinn getur verið svo lítill og ég get verið svo nægjusamur.

Svo bíðum við bara og sjáum til hvort að DV vilji kaupa fréttaskotið sem ég var að reyna selja þeim í dag og hvort að verkfallsverðir Kennarafélagsins kæri móður mína. Móðir mín er komin með á annan tug af börnum í sveit til sín, já já, þið lásuð rétt. Að Haga í Þjórsárdal er börnum kennt að moka skít, þrífa föt, ganga vel um, ganga frá eftir matinn, kurteisa framkomu, vakna snemma á morgnanna og enn fyrr í háttinn á kvöldin, prúðlegir leikir, að skilja ekki útundan og sækja beljur. Siggi, Heiðrún, Þröstur, Helga, Ragnheiður, Kristjón, Haraldur, Elísabet, Eiríkur, Elín Ósk, Sigurbjörg og fleiri börn sem ég kann ekki að nefna eru í ögunrabúðum móður minnar en ég er stunginn af til Kaupmannahafnar - því Baunverjar fara ekki í verkfall, þar ríkir þjóðarsorg vegna skilnaðar í kónungsfjölskyldunni.

Næsta færsla frá kóngsins Köben.

mánudagur, september 20, 2004

Nokkur bréf
Munið þið þegar ég benti ykkur á greinina hans Guffa vinar míns? Ótrúlega gott opið bréf sem ég skil með hverri einustu tilfinningu sem ég hef. Ég sendi ábendingu til margra vina minna, þar á meðal prestsins míns. Eftir að hafa lesið bréfið sendi hann mér þetta:

Ég segi bara æ, æ yfir svona grein. Það er langt í land hjá honum, og ég held satt best að segja er varla hægt að líta á kirkjuna sem stimpil eins og hann kveður að í lok greinarinnar. Húná að staðfesta, hún getur það ekki, aðeins beðið fyrir og blessað. En meira vonandi seinna.

Svo kemst ég á Selluna í dag og les opið kveðjubréf til Davíðs, ótrúlega gott, pínu hrokafullt, en gott. Ég fíla hroka.

Á meðan ég man, Tjaldurinn er vaknaður eftir gott sumarfrí. Mér líður eins og að fjölskyldumeðlimur sé kominn heim frá útlöndum.

sunnudagur, september 19, 2004

Allt í plati!
Það voru margir hissa í gærkvöldi þegar ég tilkynnti á kveðjuhófinu / minningarathöfninni / afmælissamkomunni að plön mín um að fara til Spánar væru fyrir bí og ég myndi ekki hverf af senunni í Reykjavík. Ég vil ekki taka djúpt í árinni eða vera gera eitthvað dramatískt, en sumir grétu af hamingju þegar þeir heyrðu fréttirnar. Flugmiðanum mínum hefur verið breytt í eina flugferð til Kaupmannahafnar þar sem ég ætla að heilsa aðeins upp á konuna mina og átta mig á lífinu með henni. Þegar ég hef svo fengið nóg af kartöflutungumálinu þá kem ég heim, fæ nefnilega aldrei nóg af konunni minni.

Danmörk er full af skemmtilegu fólki núna og stefnir í að Pönnufundur verði haldinn á Oscars einum og hálfum tíma eftir að lendi í Danaveldi. Héðinn, Gulli og Bjarni munu vera viðstaddir þennan sögulega fundur þar sem þetta er fyrsti fundurinn sem haldinn er erlendis. Konan er í fríi eftir hádegi í skólanum þann daginn og verður því líklega gestafyrirlesarinn að þessu sinni. Það er nú ekki leiðinlegt.

Þá er stefnan tekin á að hitta og knúsa hana Möttu mína sem er heimsótt af konunni sinni henni Ásdísi, hlakka til þess að hitta þær. Þá gæti ég vel hugsað mér að hitta ónefnda Dani þann tíma sem ég ætla að vera úti. Í gærkvöldi var Arndís eitthvað spennt fyrir því að koma með mér, vonandi nær hún að redda sér fríi, ef einhver les þetta sem vinnur sem lögregluþjónn og er í fríi næstu helgi, ertu til í að taka helgina hennar Arndísar fyrir mig?

Annars var djammið í gær ansi gott. Margir komu í afmælið mitt sem var mjög gaman að upplifa. Ég fékk margar gjafir; stóran Draum, blóm, blómavasa, handklæði, vítamín, myndabók á spænsku, grímu, myndaramma, mynd af mér og Bjarna, geisladiska, stresshring, rauðvín umvafið nærbuxum, nokkra kossa og en færri tungur. Ölvun var rosaleg hjá mér, hef ekki verið svona fullur líklega á þessu ári.

Það sem gerðist og það sem ég gerði af mér: ég kyssti tvo af mínum bestu vinum - meðal annars báða saman, kyssti allt samstarfsfólk mitt - núverandi, þáverandi og verðandi, fékk að klæða tvær stelpur úr að ofan - sleikti svo á þeim geirvörturnar, kyssti líklega meira en 12 manns - af báðum kynjum - sumt fólk hafði ég aldrei séð áður og veit ekkert hvað það heitir, stakk puttanum mínum upp í rassinn á tveir strákum - sleikti þá svo á eftir, lét stela jakkanum mínum á Nellys - stal þá öðrum í staðinn, stundaði símavændi og símakynlíf, sendi ótæpileg sms í númer sem ég mundi en voru löngu horfin úr símaskrá símans míns, lagðist ofan á fyrrverandi samstarfsvinkonu mína á dansgólfinu- þóttist ríða henni á meðan kærastinn hennar horfði á okkur - hann var ekki sáttur og lét mig vita það, reykti sígarettur eins og það væri atvinnan mín, var nærri farinn heim með strák og stelpu til þess að vera þriðja hjólið í kynlífsleikjum - endaði uppi í rúmi hjá Siggu systur og fékk þar gistingu - skynsamlegt.

Niðurstaða: Afmælisveisla sem ég man eftir! Ég myndi gera þetta allt aftur og á tvöföldum hraða eins og hann Laddi þegar hann söng um Súperman.

miðvikudagur, september 15, 2004

100 dagar, föt og nekt
Í dag eru nákvæmlega 100 dagar til jóla, mikið hlakka ég til. Það er mikil hefð á jólunum hjá fjölskyldunni minni, hefðir sem mér líkar mjög vel. Á nýársdag ætla ættingjar að hittast hjá ömmu eins og venjulega, stefnan er að spila FRIENDSspilið. Held ég mali þá keppni. Í gærkvöldi spiluðum við Vala FRIENDSspilið, það tók okkur 12 mínútur að klára það. Það voru tvær spurningar sem við gátum ekki svarað. Við ætlum að spila aftur á eftir, áður en ég fer að vinna.

Í morgun þegar við systkinin vöknuðum komumst við að ýmsu um holdafar okkar. Allar mínar gallabuxur virðast vera orðnar ansi víðar og allir brjóstarhaldararnir hennar Völu hafa hlaupið í sumar. Hvað er til ráða? Völu datt í hug að við færum í verslunarferð með mömmu, held að það gæti orðið gott partý.

Mér var bent á þessa mynd á netinu áðan. Hún er komin á skjámyndina á tölvunni minni núna. Því var hvíslað að mér að þessi mynd hefði verið tekin á Íslandi, er einhver með símann hjá honum?

þriðjudagur, september 14, 2004

Afmælisdagur
Í dag var merkilegur dagur, að sumu leyti var hann góður og að öðru leyti slæmur. Í dag er Davíð Oddsson í síðasta sinn í bili að minnsta kosti Forsætisráðherrann okkar og ég upplifði minn fyrsta dag sem 23 ára einstaklingur. Þið getið sjálf dæmt um það hvor hluturinn er slæmur og hvor góður.

Dagurinn hefur heppnast einstaklega vel. Takk þið öll sem hafið gert daginn innihaldsríkan með símtölum, sms og gjöfum. Þetta byrjaði með því að sms-in fóru að hlaðast inn upp úr miðnætti. Upp úr klukkan fimm um nóttina komu þau fyrstu yfir daginn. Mamma hringdi syngjandi klukkan níu, hún söng alla hugsanlega afmælissöngva - á nokkrum tungumálum - hún þurfti samt að stoppa og reikna hvað ég var gamall í miðjum söng. Milli morgunmatar og hádegis var mér færð fyrsta afmælisgjöfin - FRIENDSspilið, það er sko alveg að hitta í mark. Þá hringdu tveir Spánverjar, Stína í Baskalandi, Florian frá Þýskalandi, konan mín frá Danmörku og svo Ingigerður frá Flórída. Það getur verið alveg fullt starf að eiga afmæli, held ég hafi talað í símann í að minnsta kosti 3 eða 4 tíma í dag. Þar af svona einn og hálfan til útlanda. SMSin eru orðin fleiri en þrjátíu og ég er ekki enn búinn að komast í gegnum tölvupóst sem mér var sendur. Ég er svo agndofa af því hversu margir hafa munað þetta. Takk takk takk takk.

Verkefni dagsins voru annars mjög fjölbreytileg. Núna ætla ég að biðja Héðinn um að hætta að lesa því að hann þolir ekki að lesa um húsfélagsmál. Sinnti semsagt fjölmörgum verkefnum fyrir húsfélagið, FSS og fleiri svona lokaverk, bílasala, bankamál, heilbrigðismál, tímapantanir og uppsögn á ýmsum hlutum (þó ekki neinum kynlífssamböndum - djók).

Hitti svo Bjarna og Þóri á Súfistanum, við reyndum að fá Hreiðar og Pétur með okkur, en það gekk ekki. Fórum eftir kaffiþamb á NINGS til Völu systur að borða rækjur og reyna við næstum því átjan ára starfskraftinn. Þaðan var farið í Árbæjarlaugina þar sem að við reyndum að skoða ræktun íslenskra typpa og renna okkur nokkrar ferðir í rennibrautinni. Rennibrautin fékk falleinkunn, það fengu strákarnir líka. Einn var álitlegur, hann er í þjónastéttinni og ég þótti vita aðeins of mikið um hann. Þá var farið og fenginn sér einn lítill ís en endað hjá Vigdísi Rebba sem var dugleg að blanda ofan í okkur áfenga drykki. Endaði svo heima hjá mér löngu fyrir miðnætti ásamt Völu systur og stefnan á það tekin að spila FRIENDSspilið. Rétt fyrir miðnætti hringir Sigga Systir og nokkrum mínutum síðar hringir Héðinn fréttapési frá Danaveldi, drukkinn á Strikinu. Hann var þá nýkominn af því skemmtilega djammi að reyna við minn fyrrverandi bólfélaga og fyrrverandi kærasta stráks til átta ára sem Héðinn sjálfur svaf hjá. Var þetta of flókið fyrir ykkur?

mánudagur, september 13, 2004

Hæ öll!
Í tilefni þess að ég er að flytja til Baskalands langar mig til þess að bjóða ykkur öllum í partý næsta laugardagskvöld, 18. september.
Staðsetning gleðskapsins verður Pravda-barinn í Austurstræti og ég verð með meðvitund þar milli klukkan 21:00 og miðnættis. Drykkir verða í boði mín milli klukkan 21:00 og 22:00 sama kvöld á sama bar. Eftir að mínum veigum er lokið verður stór bjór á 350 krónur ásamt öðrum góðum tilboðum.

Mér þætti rosalega vænt um ef þú og þínir sæuð sér fært að mæta og gera þannig kvöldið eftirminnilegt. Tölum saman í álitskerfinu og tilkynnum komu okkar!

Gott
Ég hvet alla til þess að lesa þessa grein. Ég hafði ekki lesið hana þegar ég hitti Guffa í lunch í dag, en þegar ég mætti til vinnu síðar um daginn og las hana þar, þá hágrét ég og var klökkur allan daginn. Í kvöld hef ég verið að senda ábendingar á þessa grein út um allan heim, mér líkar hún svo vel. Þrjú eintök af greininni voru prentuð út og send til ættingja sem ekki eru nettengd.

Sjálfur skráði ég mig úr þjóðkirkjunni og það var ekki einföld aðgerð. Ég þurfti að veita sjálfum mér aðstoð og leiðsögn við það að skilgreina mig og samband mitt við guð. Ég er samt miklu sáttari við mig núna, eins og að koma út úr skápnum eða rífa af sér plástur. Þetta er vont á meðan það stendur yfir en svo líður manni rosalega vel. Það er hinsvegar galli á skápaútkomunni að henni lýkur aldrei, þú kemur út úr skápnum á hverjum degi. Því horfum á staðreyndir, þú ert alltaf gagnkynhneigður þangað til annað kemur í ljós.

fimmtudagur, september 09, 2004

Hringjarinn í Notré Dame
Steig framúr í morgun um hálf áttaleytið eftir þriggja tíma svefn, svona líka eiturhress, skellti dóti í bílinn og sagði bless. Keyrði fjölskyldubíl frænda míns austur fyrir fjall áleiðis heim í sveitina. Klukkan er rétt rúmlega átta og ég keyri station bíl sem er fullur af tveimur börnum frænda míns og konunnar hans, þær spurja báðar mjög mikið og geta rætt hlutina fram og til baka. Ég reyndi eftir fremsta megni að svara spurningum og veita þeim athygli. Það gekk illa og því meira sem ég lagði mig fram því meir jókst hausverkurinn minn.

Ánægjan var mikil þegar ég kom heim og sleppti þeim út úr bílnum. Þögn. Engin spurning. Keyrði þá í Laugarás til þess að hitta heimilislækninn minn hann Gylfa. Fyndið því að það er pabbi vinar míns, sem er fósturbróður Hreiðars, hommavinar míns. Náði þessu einhver? Vildi ræða við heimilislækninn minn um það að ég væri að flytja til Spánar. Hann skoðaði í tölvunni hvaða sprautur ég hafði fengið undanfarið, brá við og dró fram þrjár tegundir af sprautum. Núna átti að bólusetja fyrir lifrabólgu A og B, mænusótt og þriðju veikinni sem ég man ekki hver er.

Mér leið ekki vel þegar hann fór að flysja plastið utan af sprautunum, gerði allt tilbúið að stinga þessu inn í húðina á mér. Fyrsta sprautan var stungið, fann vel fyrir henni. Leið ekki vel. Næstu sprautu fann ég ekki fyrir, að ég muni, því að næst ligg ég bara á gólfinu og sé þegar Gylfi læknir horfir á mig, gat ekki hlegið því að hann brosti svo mikið.

Tvær sprautur af þremur. Þriðju sprautunni var stungið og sprautað á meðan ég lagði á hliðinni og hvíldi mig. Þegar drottning var búin að jafna sig settumst við niður til þess að spjalla saman. Um margt er að ræða. Eftir að hafa rætt um kynlíf og Gylfi hafði sagt mér að hommar væru almennt upplýstir og passasamir orðið í kynlífi þá lofaði ég að kíkja á hann aftur um jól og áramót. Hann rétt náði að segja mér að annað herðablaðið á mér ætti eftir að bólgna vel út eftir þriðju sprautuna.

Ég er í um það bil 20-30 mínútur að keyra heim frá Heilsugæslustöðinni. Á meðan fann ég hvernig herðablaðið lyftist upp og bakið á mér stífnaði. Núna líður mér eins og hringjaranum í Notré Dame með annað herðablaðið út í loftið eins og þotuvæng.

þriðjudagur, september 07, 2004

Sambandsfælni
Eftir að Sæunn gaf í skyn í álitskerfi síðunnar að ég þjáðist af sambandsfælni hef ég bara verið að velta því fyrir mér. Ég hef á allan hátt reynt að velta því fyrir mér hvernig hún gæti myndast og hvers vegna. Öll álit vel þegin.

Svo sjúklega var ég farinn að vilja takast á við þennan "sjúkdóm" að ég ákvað að setja upp rannsóknarsenu. Ég leyfðu/bauð strák, sem hleypur daglega á eftir mér í grænum sokkum, að koma heim til mín í gærkvöldi. Hann tók með sér spólu sem við horfðum saman á uppi í sófa. Skref eitt komið, samt fannst mér þetta ótrúlega kjánalegt. Áttaði mig ekki á því hvort mér liði illa í þessum aðstæðum út af því að strákurinn var ekki sá rétti eða hvort það tengdist þessari sambandsfælni minni. Sjaldan hef ég verið jafn fegin eins og þegar myndinni lauk. Ég veit ekki hvort það var út af því að myndin var hryllingsmynd eða af því að ég er með sambandsfælni. Síðar komst ég að því að hann kom ekki á bílnum sínum og þyrfti því a) að gista, b) að taka leigubíl eða c) að ég keyrði hann heim.

Út af hreinni góðmennsku, að ég held, eða sambandsfælni stökk ég út úr íbúðinni og vonaði að hann fylgdi mér út svo ég gæti fylgt honum heim. Mikið kveið mér fyrir að þakka honum fyrir kvöldið, kannski út af því að ég er með sambandsfælni. Ég varð því ofsalega ánægður og hamingjusamur þegar skyndilega byrjaði að blikka ljós í mælaborðinu og mjög stuttu seinna fór að sjóða á bílnum. Þó að þetta væri ekki minn bíll þá var ég svo rosalega feginn. Við vorum svo stutt frá heimili hans að næstu mínutur gátu farið í að sækja vatn og takast á við aðstæður. Gúdbæ-móment gat því verið á léttu nótunum, veifað yfir hálft hverfið hans, öskrað bless og brunað í burtu á nýja bílnum mínum. Ég held að annaðhvort hafi guð sjálfur eða sambandsfælnin mín hafi bjargað mér þarna.

mánudagur, september 06, 2004

Varaskeifur
Fólk eins og ég getur verið ansi fyrirséð og gulltryggt sig fram í tímann. Fólk hefur kannski séð fyrirkomulag í bíómyndum þess efnis að fólk segjist ætla giftast hvoru öðru séu bæði einhleyp þegar ákveðnum aldri sé náð. Eftir að ég kom út úr skápnum sagði ég upp öllum slíkum plönum við stelpur sem ég hafði gert, það tók ekki langan tíma og hefur ekki enn verið gert. Ég hef aldrei hitt hana Elínu sem bjó á móti mér í Álfaheiðinni eftir að ég flutti þaðan 9 ára gamall.

Eftir að ég kom út úr skápnum hef ég hinsvegar gerði ég tvo slíka samninga við vini mína og um helgina bættist við sá þriðji. Fyrstu tveir samningarnir liggja núna undir stól, báðir strákarnir eru báðir búnir að ná sér í gullfallega stráka og virðist ganga betur heldur en gengi dollars og evru til samans.

Þriðji samningurinn var innsiglaður um helgina, ekki með kossi eins og hinir tveir, heldur með handabandi. Ég og Addi tókumst í hendur á laugardagskvöld. Ef við erum báðir einhleypir þegar 35 ára aldri er náð ætlum við að reyna fyrir okkur. 15. september 2016 á ég von á símtali ef Addi er enn á lausu.

Íspinnar og heimsborgarar
Leit við á Hverfisgötunni á miðvikudagskvöldið í síðustu viku, rétt eftir miðnætti, strax eftir vinnu. Þar voru foreldraeiningar systkinanna tveggja; fréttapésans og ítölsku snótarinnar sem var nýkomin heim. Hún Sigga mín er svo falleg og sæt eftir sína utanlandsreisu, mér reis stolt þegar ég hitti hana. Sigga gaf mér ýmislegt sniðugt að smakka frá ítalíu, keypt nýbakað í ítölsku bararíi fyrr um morguninn. Át líka sneið af kökunni sem Héðinn bakaði á landinu í bili. Bæði mjög gott, íslenskt og ítalskt.

Átti svo furðulegustu kveðjustund með Héðni, leið eins og ég faðmaði að mér stóran grænan hlunk frá Kjörís, bæði kaldur og klístrugur. Leið eins og glæpamanni og smábarni á sama tíma. Ekki einu sinni bros frá Héðni, lék krók á móti bragði og hringdi 20 mínutum áður en flugvélin hans tók í loftið. Þá var hann óétinn og búinn að drekka einn bjór í fríhöfninni, þá var gaman að heyra í honum. Klakinn var bráðnaður og tilbúinn að takast á við fagra sveina í útlöndum. Fín kveðjustund sem við áttum í símanum, mun betri en sú sem við áttum í raunveruleikanum.

Kveðjustundir geta samt verið svo mismunandi, Matta til dæmis kom til mín á Óperuna eftir vinnu hjá mér, með allt niður um sig í bókstaflegri merkingu. Föðmuðumst á Lækjargötu með allt drukkna fólkið í kringum okkur, okkur var alveg sama. Vorum bæði að því komin að gráta og stutt var í að tungur okkur færu að éta hvor aðra. Héldum samt alveg aftur af okkur, fór samt að háskæla þegar ég var kominn inn á Óperu, fékk út á það bjór frá staffinu, engin spurði neins, bara rétti mér bjórinn.

sunnudagur, september 05, 2004

Mexíkópartý
Síðasta föstudagskvöld var mér boðið í partý ásamt nokkrum öðrum. Ingigerður var að bjóða í svona hálfgert eða nokkuðgert kveðjupartý, því hún er nú að flytja til Orlando/Miami/Florida, ég er ekki alveg með þetta á hreinu. Hún er allavega að flytja í þessa eyðileggingu þar sem að þessi hvirfilbylur var að fara yfir. Það er víst búið að loka flugvellinum þar sem hún ætlaði að lenda með Icelandair og fella niður öll flug. Hún er ekki búin að fá atvinnuleyfi frá Sendiráðinu, en hún ætlar út á miðvikudaginn. Þekkjandi Ingigerði þá á þetta allt eftir að smella. Ætli hún hafi verið búin að kaupa miða?

Mexíkópartýið var semsagt haldið heima hjá systir Ginger (en það er hún kölluð), en ég var víst eini vinurinn sem mætti. Afgangurinn af mannskapnum voru ættingjar eða nánir fjölskylduvinir. Ég var eins og Matthea í Danmörku, krækiber í helvíti. Hver einasti kjaftur hélt auðvitað að hér væri verið að kynna til leiks "nýjasta vininn", ekki vorum við að hrinda þeirri hugmynd viðstaddra frá með því að sitja í faðmlögum hvors annars meðal allur hópurinn spilaði Gettu betur. Hver einasti meðlimur lagði sig fram við að kynnast mér og vera almennilegur við mig. Ég fékk til dæmis persónulega skoðunarferð um eitt stærsta eggjasafn á landinu, 57 tegundir af eggjum af 63 tegundum fugla sem verpa hér á landi.

Ég er þá búinn með fyrstu tilraun að kynnast tengdafjölskyldu, verð að segja að ég er ekkert smá vonsvikinn út í mig að hafa ekki oftar farið í svona tengdafjölskylduheimsóknir! Ef fleiri eiga svona yndislegar fjölskylur er ég alveg til í að vera kærasti einhvers, þó ekki væri nema í einn dag. Mig langar í tengdafjölskyldu!

miðvikudagur, september 01, 2004

Kveðjupanna
Í gærdag lögðu sex hraustir og myndarlegir sveinar af stað út úr höfuðborginni. Félagsskapurinn var Pannan og full mæting var; ég, Þórir, Héðinn, Bjarni, Pétur og Hreiðar. Leið lá austur fyrir fjall. Meðferðis voru helstu nauðsynjar; sundskýlur, matur og áfengi. Fyrsta stopp var hjá honum Kobba kút í Sundhöll Selfoss. Þar var reynt fyrir sér í öllum rennibrautum, sama hvort þær pössuðu okkur eða ekki. Þá var einnig krúsað í gufunni og menn mældir út. Sundlaugarvörðurinn ávítti einungis einn okkar, sem verður að teljast nokkuð gott fyrir hóp ærslafullra drengja. Helstu vonbrigðin voru þegar við vorum að fara upp úr og myndarlegustu karlmenn á Selfossi voru að klæða sig úr (sáum það þó) til þess að bleyta sig.

Það voru tveir bílar notaðar í þessa óvissuferð, skipulagða af mér og Héðni. Fyndið því að óvissa, leyndarmál eða slíkt má ekki nota í sömu setningu og nafnið/persónuna Héðinn. Meira en helmingur Pönnumeðlima var búinn að frétta þetta með því að annaðhvort spurja Héðinn eða fá fréttir í gegnum fyrrverandi bólfélaga hans. Skemmtilegt. En leikurinn sem við fundum upp á á leiðinni var jafnvel enn skemmtilegri. Hann er mjög einfaldur og hann geta allir leikið eftir. GSM-símar eru teknir af öllum, síðan eru öll sms í innhólfi og úthólfi lesin upphátt og frá hverjum eða til hvers. Ótrúlegustu leyndarmál komast í ljós, skapar umræðuefni og losar um. Þetta hjálpar til við að skilja hvern annan og sjálfan sig betur. Eftir allar þessar uppljóstranir var lítið sem brann fyrir brjóstið á Pönnumeðlimum það sem eftir lifði nætur, ekkert sem gat hugsanlega farið yfir strikið.

Eftir símaleikinn lá leið næst upp í Gullhreppana, nánar tiltekið í sumarbústaðaland á ættaróðalinu Haga. Við höfðum fengið einn bústaðinn lánaðann sem er með fullkomið útsýni yfir Þjórsánna, Heklu, Landsveitina, Skarðsfjallið, Búrfell, Núpinn og heimatúnin að Haga. Við komum þangað í ljósaskiptunum og var útsýnið, stemningin og fegurðin ólýsanleg.

Eftir góða átu af kjúkling, salati, víni, dressingum, majonesu, rauðvíns og sveppasósu ala Gulli og bökuðum kartöflum ásamt fleiru var ráðist í desert, grillaður ferskur ananas, ásamt ís og mars-súkkulaðisósu. Nammi namm.

Stutt heimsókn frá foreldrum mínum og litlu systkinum hressti aðeins upp á mannskapinn, en foreldrar mínir voru á leið á áramót kúabænda (nýtt kvótaár hjá kúabændum). Litlu systkini mín, ellefu og tólf ára, voru því eftir að hlusta á samræður okkar vinanna. Þau hafa líklega haft frá mörgu skemmtilegu að segja í skólanum í dag, náð að kenna ný orð og orðahugtök. Þá var farið í skoðunarferð um íbúðarhúsið okkar heima í sveitinni og brunað í bæinn að því loknu. Sumir sváfu en aðrir skiptust áfram á símum og sendu sms úr símum hvors annars.

Kvöldið fær sex stjörnur af sex mögulegum, fyrir sex skemmtilega stráka. Kvöldið var sexý!