laugardagur, júní 26, 2004

Heimsborgarinn er ekki sumarbloggari
Miðað við frammistöðu mína síðustu vikurnar vinn ég ekki titilinn "besti sumarbloggarinn". Enda kannski ekki furða. Ég hef verið að drekkja mér í vinnu, núna slaga vinnutímarnir í þessum mánuði rétt upp í 300 tíma. Skellti mér því til Köben í gær og er þar enn núna, verð fram á þriðjudag.

Hér er mikið gaman, ég er hjá konunni minni og manninum hennar. Konan mín er með heimsókn frá bróður sínum í Þýskalandi, bróður sem hún eignaðist þegar hún var skiptinemi í Þýskalandi. Á Norðurbrú í Kaupmannahöfn er því alþjóðlegt heimili með fjórum opinberum tungumálum; ensku, dönsku, íslensku og þýsku. Þetta hressir allverulega upp á tungumálahæfileikana.

Paw á afmæli í dag og hann hafði ekki hugmynd um komu mína fyrr en í gærkvöldi þegar Ási segjir skyndilega við hann að núna sé kominn tími til þess að fara út á völl til þess að sækja mig. Óvænt afmælisgjöf það.

Í dag höfum við farið í Brunch á virkilega skemmtilegan stað þar sem einstaklega fallegur karlmaður var að vinna. Ég drakk nokkra bolla af þessu ógeðslega kaffi til þess að eiga afsökun til þess að fara á barinn til hans. Hann var samt orðinn eitthvað feiminn og til baka þar sem ég og Ási sátum í bestu sætunum í húsinu og fylgdust vel með honum. Hann tók alveg eftir því enda vorum við ekkert að fela áhugann okkar.

Gott að vera kominn aftur með konunni sinni, segji ekki meir.

Hér í Kaupmannahöfn eru annars útsölur í algleymingi, verið að rýma í öllum fatabúðum fyrir nýjum fötum. En það sama má segja um skemmtistaðina, eftirlegukindur vetrarins er það eina sem er á boðstolnum í næturklúbbnum, verið að hreins út fyrir sumarið. Ergó, hér er enginn sætur strákur en í staðinn eru ódýr föt, maður fær víst ekki allt.

Samt má búast við því að hitta margt skemmtilegt fólk í kvöld í afmælisveislu Paws, Ási reyndi að hræða mig með því að segja mér að einn af mínum fyrrverandi leikfélögum kæmi. Auðvitað ekki sá sem ég vonaðist eftir og hræddist um leið...

Kaupmannahöfn á eftir að koma ansi skemmtilega á óvart, finn það á mér. Þetta byrjaði bara ágætlega þegar ég kom á Kastrup en þar sá ég Önnu vinkonu mína sem býr hér í Kaupmannahöfn ásamt danska kærastanum sínum. Þarna var líka Gerður sem var með mér í bekk í Versló og ég réð til vinnu í Þjóðveldisbænum í sumar. Örstuttu seinna komu Paw, Ási og Christian.

Ójá, í gærkvöldi komu svo Gugga og Gugga að hitta okkur á Masken. Ég og Gugga (aka typpaskoðari) vorum að tala um typpi allan þann klukkutíma sem þær stoppuðu þar. Við vorum að bera saman typpastærðir, sverleika og úthald eftir þjóðernum. Einstaklega heppilegt þar sem Gugga hefur verið einstaklega iðin við kolann og hefur unnið sem hjúkrunarfræðingur hér í Danmörku og á Íslandi, meðal annars á húð og kyn...


Annars hef ég átt ansi heimsborgaralega viku. Hún byrjaði á miðvikudaginn þegar ég hringdi í Brittu vinkonu mína í Berlín en hún átti afmæli. Ég hringdi viljandi þegar á leik Þýskalands og Tékklands stóð, allir krakkarnir sem ég þekki í Berlín voru saman komnir til þess að horfa á leikinn og samgleðjast Brittu, ég heyrði örstutt í flestum nema herra morgundrætti sem ekki sá sér fært að koma í símann...

Næsta símtal var frá Ása, þá hringdi Florian frá Sviss en svo lauk kvöldinu á fjöggura tíma spjalli við Raúl. Mikil var gleðin og hamingjan þegar ég sofnaði.

Ég er búinn að bralla margt í mánuðinu, mig langar að segja ykkur frá því á næstunni en síðan hef ég líka verið að gera upp í huganum hvað hefur drifið á daga mína síðasta árið. Gæti verið skemmtileg upprifjun þar sem ég hef ekki enn klárað 100 atriða listann minn.

Har det brå!

föstudagur, júní 11, 2004

Það er mér að kenna!
Ég verð bara að viðurkenna hlutina og segja eins og þeir eru. Þetta er allt mér að kenna. Þið getið kennt mér um þetta. Það eina sem mig langar til þess að biðja ykkur um er skilningur og fyrirgefning. Þetta var alls ekki ætlunin mín.

Sum ykkar haldið öruggleg að nú sé ég að tala um bloggleysi mitt undanfarið. Svo er ekki. Ekki svo að skilja að ég sé ekki í rusli yfir því, alls ekki. Auðvitað þykir mér það leiðinlegt.

Málið er nú bara annars eðlis. Þið ykkar sem eruð mikið í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Lækjartorgi hafið örugglega orðið vör við að klukkan þar er stopp klukkan eina mínútu í þrjú. Hún er búin að vera stopp núna í bráðum viku. Þetta er auðvitað búið að vera hvimleitt fyrir alla þá ferðamenn, borgarbúa og aðra gesti borgarinnar. Það sem enginn þessara manna veit að þessi bilun í klukkunni er mér að kenna. Það er mitt starf að halda þessari klukku gangandi.

Núna haldið þið að ég sé orðinn gangandi vitlaus. Svo er nú samt ekki. Ég hef það fyrir starfi að sjá um þessa klukku. Laun mín eru samt ekki greidd af borginu eða neinu af hinu opinbera. Ég vinn á Café Óperu. En þessi Lækjartorgsklukka er stjórnuð af gamalli veggklukku sem hangir hérna upp á vegg hjá okkur á Óperu. Ég hinsvegar er búinn að týna lyklinum að henni þannig að nú kemst enginn í það að trekkja hana upp þannig að klukkan út á torgi gangi líka. Í stuttu máli sagt þá er þessi veggklukka sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og þótti svo nákvæm að ákveðið var að láta Lækjartorgsklukkuna stjórnast af þessari klukku inni. Veggklukkan mín slær því "púlsinn" fyrir Lækjartorgsklukkuna. En af því að ég er búinn að týna lyklinum þá þarf að leita að lyklinum sem er geymdur hjá gamla Fógetaembættinu í Reykjavík, en eins og allir vita er það embætti ekki lengur til...

Það er því búið að ræsa út alla rafvirkja borgarinnar ásamt lögmönnum og sýslumönnum sem taka á málinu. Það átti að ráðast í atvikið klukkan 14:59 í dag en tókst ekki. Það er nefnilega bara hægt að ræsa hana tvisvar á sólarhring, til þess að þær sýni réttan tíma.

Skemmtilegt samt að segja frá því að klukkan sýnir núna nákvæmlega sama tíma og í auglýsingunni sem Þórir leikur í fyrir Símann.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Jolly
You are Barbapapa! Pink-cheeked, helpful, and warm,
you are always lifting spirits up.

sweet
You're the sweet side of Garfield who adores his
teddy bear Pooky!! Awwww...