miðvikudagur, apríl 28, 2004

Þjónustuver
Ég vil þakka Önnu Völu fyrir margar skemmtilegar uppfærslur á heimasíðunni sinni þær eru bæði mikil afþreygjing og skemmtilegar. Í tilefni af því að anna þekkir Hemma Gunn, fer á bókasafnið og vinnur á næturvöktum hjá Símanum í Þjónustuverinu, þá er þetta spaug gott fyrir hana.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Betra?
Er betra að hafa baklitinn hvítann? Ertu sátt við þetta Anna Vala?

Myndaalbúm
Já þið haldið örugglega að ég sé að drepa mig í lærdómi fyrr prófin. Þarna plataði ég ykkur. Ég er að koma mér upp myndaalbúmi á netinu. Fylgist með!

Systkinin sameinuð á ný
Jæja þá er hún Vala systir mín flutt í bæinn til mín á ný. Það er ekki til þess að styðja við andlegt óheilbrigði bróður síns heldur er hún orðin barnapassari hjá frænda okkar og unnustu hans. Það er nú aldrei leiðinlegt að búa með henni Völu, hún er bæði hress og skemmtileg. Ég fór til dæmis í BodyStep í gær en þegar ég kom heim þá var Vala bara tilbúin með matinn, tveir hamborgarar á mann og því settist ég ekki einn til borðs, líkt og ég hef gert á öllu þessu ári.

Eftir matinn var hreiðrað um sig fyrir framan sjónvarpið þar sem Vala dró skyndilega fram ís, súkkulaði og páskaegg. Þetta yndi var búin að halda til haga einu páskaeggi númer 5 til þess að við gætum borðað saman. Hvað þarf maður meira? Páskaeggið var samt ekki borðað strax þannig að ef einhver vill koma í heimsókn er til eitthvert magn af súkkulaði.

Áður en við fórum svo að sofa var svona quality time hjá okkur. Ég lá uppi í rúmi, leysti verkefni í spænskri málfræði á meðan Vala vaxaði á mér bakið. Djöfull var það vont. Til þess að endurgjalda henni greiðann gekk ég í smá stund á hryggnum hennar. Hef sjaldan sofið jafn vel, en gat ekki sofið með neina sæng og varð að lúlla á maganum því að á bakinu var þykkt lag af Aloa Vera Gel til þess að róa húðina eftir öll átökin.


Á þessari síðu er búið að skora á mig í framboð með öðru merkilegu fólki. Ég þakka bara traustið Kalli minn.

mánudagur, apríl 26, 2004

Friendster
Jæja, núna eiga allir að skrá sig á Friendster, þetta er svakalega gaman og sjá hvaða vini allir eiga og sjá hvaða vini maður á sameiginlega með öðrum.

Núna hefst hin opinbera vinakeppni. Sá sem á flesta vini þegar hann deyr vinnur!

Smelltu hér og vertu með í keppninni. Leitaðu svo að mér, ég heiti Guðlaugur Kristmundsson. Vei vei vei.

Blogg samkvæmt læknisráði
Var hjá heila- og taugasjúkdómasérfræðingi í dag. Móttakan var um það bil tíu mínutur að rita mig inn og svo var gjaldkerinn meira en korter að rukka mig, eins gott að ég mætti snemma segji ég nú bara. Eitthvað voru þau að kvarta undan því að vera fáliðuð en meirihlutinn af fólkinu sat innan við borðið og spallaði. Já ég er að tala um hvítklædda hjúkrunarfræðinga. Loksins var þetta búið og ég fékk að vita að ég átti að bíða á biðstofunni. Gott og vel, þegar klukkan var orðin hálftíma meira en stefnumót mit við lækninn átti að vera ókyrraðist ég. Sá svo gullfallegan strák labba inn í læknajakka, svolítill töffari í sér þannig að hann var með hann opinn og hann flagsaði svona um. Greinilega pínu drottning. Vá hvað hann var sætur, síðan bara sagði hann nafnið mitt, vildi hitta mig. Ég stökk á fætur eins og mér hefði verið boðið á deit.

Við ræddum margt skemmtilegt, en samt aðallega um það af hverju heilinn minn er ekki að starfa rétt eftir bílslysið. Ég var settur í mörg líkamlegar prufanir, stærðfræðireikning og fleira. Ég stóð mig vel í sumu og illa í öðru. Hann snerti mig á líklegustu og ólíklegustu stöðum, ég stóð á einum fæti, taldi aftur á bak og fleira og fleira. Ég sagði honum frá öllum þeim atvikum sem ég hafði lent í og þar sem mér þætti heilinn ekki vera virka eins og hann ætti að gera.

Læknirinn: "Hvað er níutíu og fimm mínus sjö"
Gulli: - löng þögn - "Níutíu og sjö" - pínu montinn
Læknirinn: "Hvað er níutíu og sjö mínus sjö"
Gulli: - löng þögn - tel á puttunum á mér - "Níutíu og fjórir" - leið pínu illa að vera lengi að reikna en samt stoltur

Síðan lætur læknirinn mig deila, margfalda og leggja saman. Svara því öllu rétt og samviskusamlega. Síðan lætur hann mig draga frá aftur og enn og aftur get ég það ekki. Síðan fæ ég blað og blýant til þess að draga frá og þá get ég þetta loksins rétt, en eftir miklar vangaveltur.

Komumst að því að ef ég stend með lokuð augun þá dett ég til vinstri, án þess að átta mig á því að vera detta. Þessi elska greip mig því og við ákváðum að láta mig ekkert loka augunum aftur. Samt fékk ég klapp á bakið fyrir að geta labbað eftir beinni línu. Ég var satt best að segja mjög hræddur um að geta það ekki.

Lokaspurning frá lækninum var svo: Hvað heiti ég? Ég hefði gjarnan vilja eiga ljósmynd af andlitinu sem kom framan í mig þegar ég vissi ekki svarið við þessari spurningu. Reyndi að hugsa til baka hvað hann sagðist heita en mundi það ekki, Dale Carnegie maðurinn sjálfur! Hugsaði svo til þess að nafnið hans stóð heima á blaði, mundi það frekar sem ég hafði skrifað niður.

Samkvæmt læknisráði á ég að blogga að minnsta kosti einu sinni á dag. Fer til taugasjúkdómasálfræðings í næstu viku og hitti sæta lækninn minn aftur eftir tvær vikur.

föstudagur, apríl 23, 2004

Pink
Jæja þá eru miðar á Pink tónleikana 10. ágúst komnir í höfn. Og já gott fólk, forsalan er á morgun en maður er með réttu spottana. Hvað get ég sagt? Síminn hjálpar þér að láta það gerast!

Sænskir dagar
Undanfarin vika er sko sannarlega búin að vera sænsk hjá heimsborgaranum. Thomas frá Gautaborg í Svíþjóð er búinn að vera í heimsókn en honum kynntist ég á ráðstefnu í Kaupmannahöfn sumarið 2002. Thomas er hvorki augnayndi né með mestu félagsleguhæfielikana en hann er einlægur og með svona passion in life.

Þeir komu hingað tveir, hann og kínverski kærastinn hans, kærastinn fór heim á þriðjudag því hann átti ekki meiri pening en Thomas var lengur og fékk þá gestaherbergið mitt. Þeir höfðu annars gist á Gistiheimili Hjálpræðishersins, góð staðsetning - annað segji ég ekki.

Thomas er einstakur ég, hann og Anna Vala fórum til dæmis í bíó á þriðjudagskvöldið en eyddum örugglega jafn löngum tíma í að ákveða hvaða mynd ætti að horfa á og að horfa á helvítis myndina. Thomas vildi fara á netið og lesa alla gagnrýni á netinu - því betra er að lesa allan söguþráðinn áður en farið er í bíó svo maður eyði nú engum pening til einskis. Ég og Anna sögðum fljótlega stopp með þeirri yfirlýsingu að þetta væri lengsta og heimskulegasta umræða sem við höfðum tekið þátt í. Fórum því bara á ameríska þvælu um forsetadóttur, hún var samt mjög fín því að í myndinni voru sætir strákar - allt það sem þessi hópur var að leita að.

Thomas keypti sér lopapeysu í miðbænum, ótrúlega litrík og "falleg". Kærastinn hans vildi meina að hún væri mjög svo kvenleg, læt það alveg ósagt en hún er allavega ekki eitthvað sem ég myndi klæðast í, jafnvel innan undir regnkápu í réttunum. Hann er búinn að vera í henni upp á hverja einustu mínutu frá því hún var keypt. Þetta hefur haft slæmar afleiðingar fyrir íbúðina mína ásamt almennri umgengi hans. Hann er búinn að reyna að vera duglegur að hjálpa til við uppvask og að taka til eftir sig. Samt eru spottar og hár úr lopapeysunni hans hægt að finna út um allt: á glösum sem hann vaskar upp, hnífar vafðir inn í þá, á matarborðinu, í sófanum, á klósettinu, í vaskinum, í öllum hornum og já í rúminu hans.

Lyktin sem er í svefnherberginu sem hann var með er viðbjóðsleg. Það er svo kalt í íbúðinni minni, kuldi sem er samblandaður af Ajax-lykt. Ég er nefnilega að lofta út um leið og ég reyni að drepa þessa viðbjóðslegu lykt. Hún er öll að andast blessunin. Baðkarið er samt allt eftir, í því er svartur sandur og einhverjar pöddur sem ég kannast ekki við að séu íslenskar. Það er naumast að hann sparar mikla peninga á því að fara sjaldan í sturtu blessaður, fór semsagt í þessa sturtu í morgun og það stórsér á baðkarinu. Ég ætla bæði að hringja í heilbrigðisstofnun og kaupa mér hanska áður en ég ræðst á þennan viðbjóð.

Thomas fór semsagt í dag en í gærkvöldi bauð hann mér út að borða á Galileo til þess að sýna þakklæti fyrir gestrisnina og allt það. Mjög sætt af honum, síðan skrifaði hann kort og faldi einhverjar gjafir út um allt hús. Ég var eiginlega orðinn pínu hræddur á tímabili, hélt jafnvel að hann væri að fara á fjörurnar við mig, gott að vita að maður á séns...

Mæli samt ekki með því að nokkur maður sem hefur unnið sem þjónn eða vill fá góða þjónustu fari þangað út að borða. Maturinn var frábær en þjónustan er betri á AktuTaktu og American Style. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum en á sama tíma fékk ég aftur þjónaveikina mína. Ef einhver hringir í mig í dag og býður mér fulla vinnu sem þjónn þá sleppi ég vorprófunum og legg mig allan í það. Spurning hvort maður viti kannski alltaf hvar ástríða manns liggur.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Alltaf er ég að taka einhver svona próf. Uppáhaldsliturinn minn er blár en líka rauður. Blár er samt í meira uppáhaldi.

Gay or Not Gay? by tashay17
LJ Name
Favorite Color
Gay or Not Gay?Gay... very gay
Created with the ORIGINAL MemeGen!

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Helgarblogg að hætti Kjánans
Mér finnst ég þurfa að segja ykkur frá allri helginni minni, þó að núna sé kominn þriðjudagur. Ætla að segja frá helginni í réttri röð, hún var nefnilega alveg ágæt og stundum alveg helvíti góð.

Föstudagur
Byrjaði á því að sleppa tíma hjá Hannesi Hólmsteini, ég var bara ekki í andlegu skapi til þess að takaskt á við skoðanir hans og málróm, hafði svo litla mótspyrnu að eftir tíu mínutur hefði ég tileinkað mér allar skoðanir hans. Hitti þess vegna Helgu Arnars strax eftir tímann, við ætluðum að ræða ritgerð sem við eigum að skila í þessari viku en við ræddum þess í stað um ástir, rómantík, dauðann og ég veit ekki hvað og hvað. Tími hjá Jóhanni var næstur, mér finnst Jóhann skemmtilegur sérstaklega eftir að hann gaf mér tíu fyrir verkefnið mitt og lenti í smá umræðu við hann í gegnum tölvupóst. Honum finnst ég sniðugur. Í hádeginu fór ég svo á fund um jafnréttismál í Háskóla Íslands, hjálpi mér allir, fer ekki á svoleiðis aftur. Fullur salur af kerlingum að væla um misrétti og hvað jákvæð mismunum sé nauðsynleg. Eftir hádegi fór ég svo til móðurbróður minns og þreif þar allt hátt og lágt. Þau voru að mála, þrífa og pússa - hvað er betra en að fá mig í heimsókn eftir svoleiðis? Hentist svo í BodyStep og dró síðan aerobik kennarann minn með mér á American Style. Eitthvað var í loftinu en sótti svo Kjánann og leið lá í partý til Bjarna.

Ég var eitthvað þreyttur og lagði mig, var ekkert of hress eitthvað. Síðan fór fólk að tínast í annað partý, hjá henni Kötu sem er að fara flytja heim frá London. Þar vaknaði ég eitthvað til lífsins en þar sáu ég og Þórir kærasta Kötu í fyrsta skipti, við sátum því bara saman í sófa eins og smástelpur horfandi á sætasta karlmann á Íslandi í dag. Honum svipar mjög til Audda nema virðist líða mun betur með kynhneigðina sína en Auddi og er þess vegna svo afslappaður og sætur. :) Þegar ég og Þórir vorum farnir að æsa hvorn annan upp með því að búa til draumóra með honum þá áttuðum við okkur á því að nú væri kominn tími til þess að yfirgefa partýið.

Ég ætlaði heim en fannst ég verða að kíkja í smástund á Ölstofuna til þess að hitta hana Fríðu mína. Hún var ótrúlega drukkin og skemmtileg en ekki jafn drukkin og hún Hlédís samt. Hlédís er nefnileg að fá teina þannig að hún er að reyna kyssa eins marga karlmenn og hún getur þangað til. Hlédís stendur því upp á stól og karla á alla karlmenn á Ölstofunni að hún þurfi að fá kossa og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hætti að telja eftir að hún var búin að kyssa tíu karlmenn auk þess sem Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri, var líka eitthvað búinn að leika við hana. Hlédís var samt best á karlaklósettinu þetta kvöldið, hún stillti sér þar upp áreiðanlega í hálftíma eða meira og passaði upp á það að allir karlmenn þvæðu sér um hendurnar eftir að hafa lokið sér af.

Fljótlega var ákveðið að skipta um skemmtistað og labbað í næsta hús, Vegamót. Þar hitti ég minn fyrrverandi sem var með sinni núverandi en hann hvorki sá mig, heyrði né heilsaði. Það fór eitthvað í skapið á mér að einhver vildi ekki þýðast mig þannig að ég kallaði fólkið út og leiðin lá á Hverfisbarinn. Einhvern tímann á þessu bili tók ég við handtöskunni hennar Hlédísar og var með hana það sem eftir var kvöldið. Ég gleymi náttúrulega að segja ykkur frá því að Þórir, Matta og spinningkennarinn hún Bára voru með í för. Á Hverfisbarnum voru margir sætir strákar og ég fór á kostum með handtöskuna, ýmist var henni sveifað um, fólk barið með henni eða lék stórt hlutverk í danstilburðum mínum. Eftir lengri tíma af dansi, tíma á karlaklósettinu aftur með Hlédísi, kyssa sæta stráka, klípa fleiri og missa sig í dansi, ákvað ég að nú skyldum við fara eitthvað annað.

Ég, handtaskan (og núna bættist við pasmínan hennar Hlédísar), Þórir, Hlédís, Matta og Bára fórum á Sólon en þar var leiðinlegt þannig að við fórum út. Freyja frænka mín var skyndilega orðinn dyravörður á Sólon með einn bjór í annarri og nokkra gemsa í hinni. Dyraverðirnir þurftu víst að bregða sér frá og hún var bara í nágreninu. Næst dró ég fólkið með mér á Nellys og enduðum svo á Nonnabátum þar sem mér var gefin rós. Ég reyndi að fá Þóri og Möttu með mér í að fara aftur á Sólon en þau létu ekki platast. Þannig að ég keyrði alla af djamminu heima á jeppanum hennar mömmu því ég var náttúrulega edrú, enda mitt fyrsta djamm eftir 3 mánuði.

Laugardagur
Kom svo heim um sexleytið og gat ekki sofnað. Fór í bað og opnaði gluggann upp á gátt, lá í baðinu þangað til ég heyrði að blaðastrákurinn var kominn með Fréttablaðið, það hefur verið rúmlega sjö. Stökk niður, sótti blaðið og las það, píndi mig svo til þess að sofna því ég ætlaði að vakna klukkan tíu, sem ég gerði og var mættur á Þjóðarbókhlöðuna klukkan ellefu og lærði til klukkan tvö þegar ég átti stefnumót við Svíann Thomas og kínverska kærastan hans. Klukkan fimm keyrði ég svo í sveitina þar sem Vala og ég bökuðum pizzu, horfðum á sjónvarpið og átum nammi, ég var svo í tölvunni til klukkan sjö um morguninn, langt síðan maður hefur verið í tölvuleik - og það var gaman. Það var því alveg gráupplagt að vekja Völu áður en ég fór að sofa, svo að Vala gæti farið að mjólka.

Sunnudagur
Vala vakti mig klukkan hálf ellefu, hún var búin að baka brauð. Eftir morgunmat fór Vala út úr húsi, þvoði jeppann minn og bílinn sinn og sá um almenn útiverk. Ég fór hinsvegar í sturtu, klæddi mig í uppáhaldsjakkafötin mín og horfi svo á Friends. Ég ryksugaði svo í húsinu og fleira - í jakkafötunum auðvitað. Klukkan tíu mínútur yfir eitt kom Vala inn og var tilbúin að fara í ferminguna 25 mínútur yfir eitt. Amma kom með því við ætluðum að skutla henni á Selfoss í leiðinni. Ég og Vala vorum að sjá um ferminguna því einhverjar kerlingar hættu við á seinustu stundu. Þjónninn í sjálfum mér ískraði af gleði og hamingju, ég fílaði mig svo vel að komast aftur í að þjóna. Önnur eins fermingarveisla hefur ekki verið haldinn - hef ég heyrt. Ha ha ha. Eftir veisluna var haldið heim á leið þar sem Vala enn og aftur fór að mjólka en ég horfði á meiri Friends. Eftir mjaltir stukkum við Vala út í bílskúr þar sem við bónuðum jeppann hennar mömmu og bílinn hennar Völu, ég verð að fá að taka það fram að ég er ennþá í jakkafötunum. Smart maður. Síðan brunaði ég í bæinn, beint á Hverfisgötuna þar sem Matta og Þórir voru en síðan fórum við að sækja Hlédísi. Select var það heillinn til þess að snæða eitthvað. Þórir var á bið á slysó því hann hafði rúnkað sér of harkalega með hægri hendinni, hann segjir að það hafi verið eftir fótbolta, en hver slasast í fótbolta?

Ég, Matta og Hlédís vorum því á Slysó til klukkan þrjú að bíða eftir Þóri en töluðum um menntaskólaárin og komandi sumar. Kom svo heim, lærði og sofnaði rétt fyrir fimm. Mánudagurinn var ekki skemmtilegur en ég afkasti mikið.

mánudagur, apríl 19, 2004

Hver er ég?
Allir að smella hér.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Augnhár og tónlist
Mér líður betur í dag. Byrjaði daginn á því að dressa mig upp og fara í skemmtilegt atvinnuviðtal. Stúlkan var rosalega sæt og heillandi sem ég talaði við, þó að ég fái nei verð ég samt hamingjusamur að hafa eytt hjá henni þessari stund í lífinu mínu. Hentist síðan á Hverfisgötuna til þess að hitta hinn sjúka Héðinn en hann hafði greinilega brugðið sér úr húsi, fór því til Önnu sem er fötluð á einni löbb þessa dagana. Þar útbjó ég morgunmat fyrir mig og Önnu Völu.

Kom síðan heim og talaði við heimilislækninn minn í símanum. Ég er kominn með stefnumót við taugasjúkdómafræðing í næstu viku. Krossið fingur gott fólk. Er búinn að vera heima að plokka augnbrúnir og hlusta á GayDarRadio.com. Ási byrjaði á því verkefni að grisja garðinn sem vex fyrir ofan augun mín þegar hann var hérna, kenndi mér hvað þetta getur verið róandi aðferð. Hún er það virkilega.

Heimsborgarinn á von á kynvilltum heimsóknum á næstunni. Thomas frá Svíþjóð sem ég kynntist í Kaupmannahöfn á ráðstefnu í ágúst 2002 ætlar að heimsækja mig um helgina og vera í viku. Hann er að koma með kærastann sinn, það verður áhugavert að sjá hver það er.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Vælukjói
Þetta eru ekki dagarnir mínir. Líkamlega og andlega fer mér aftur eftir bílslysið. Ég finn sterkt fyrir því hvað skammtímaminnið er slæmt þegar maður fer að takast á við skólann á ný. Penni og blað eru mínir bestu vinir þessa dagana.

Líklega ætti ég að biðja Héðinn um að lesa ekki lengra, annars fer hann að fara áhyggjur af mér. En stundum er gott að rasa út, sérstaklega þegar hvorki Ási né mamma og pabbi eru annars vegar til þess að spjalla. Eiginlega líður mér bara illa. Veit ekki hvað veldur en ég veit um nokkur atriði sem eru að næra þessa líðan. Ég kemst ekki fyrir það að stoppa uppsprettu þessarar líðanar þar sem ég veit ekki hvaðan hún kemur. Síðan eru öll þessi atriði sem næra þessa líðan svo mörg að það er eins og það sé óyfirstíganlegt, ef ég einbeiti mér bara að einu verkefni er eins og hin atriðin vaxi á meðan. Þetta er eins og skrímsli sem vex og vex, en ég ætla að vinna það. Er samt farinn að hlakka til þess að mamma og pabbi komi heim frá Kanarí, alltaf gott að tala við þau.

Ég eyddi 100 atriða listanum mínum í dag. Fannst hann hallærislegur þegar ég las hann yfir. Fannst þetta allt bara væl. Furðulegt að allt þetta væl í mér skuli hafa svona mikil áhrif. Samt er eins og vælið sé það eina sem getur látið manni líða betur. Ég hlakka til að það vori og ég losna úr hlekkjunum.

Betra svona?
Jæja, maður er búinn að breyta litum og þvíumlíku. Þessi beiðni kom fram fyrir um það bil tveimur mánuðum en er nú gengin í gegn. Framkvæmdanefnd Gulla gekk bara beint í málið. Já eða nei? Tekuru kannski ekki eftir neinu?

Curves Ahead



Your Sign Is: Curves Ahead


You've got a lot of sex appeal, but you don't overplay it.

You know you're hot. And you don't have to prove it to anyone else.

Instead of being the center of attention, you tend to lure your crush away from the crowd.

It's hard work to get with you - but you are worth the effort.



What's Your Street Sign?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Klukkan er fimm um morgun
Ég er búinn að vera á löbbum síðan rétt rúmlega fjögur. Ási fór heim til Kaupmannahafnar í gær. Ég sakna hans. 26 klukkustundum og 5 mínutum eyddum við samfleytt saman í þetta skiptið. Ótrúlegt maraþon. Það er þó ekki það sem heldur fyrir mér vökunni. Amma mín gisti hjá mér í nótt og er núna lögð af stað út á Keflavíkurflugvöll til þess að komast til Danmerkur, takið eftir þessu að það eru allir í Köben nema ég? Í dag fer Jói líka til Köben og allar lesbíurnar í FSS eru að fara í hópferð næstu helgi. Ég ætla bara að vera heima. Um næstu helgi er ég að fara hjálpa frænda mínum að mála. Hlakka bara til. Amma mín er eldgömul og eiturhress. Í gærkvöldi horfðum við saman á Hrein og bein, ræddum um sæta stráka og hvernig hún ólst upp.

Í gærmorgun hittum við Ási Londanfarana, þennan og þennan. En þeir voru nýkomnir heim úr kynlífsferð. Eldsnemma um morguninn hittist fríður hópur karlmanna á Kaffitári fyrir sólarupprás að ræða endaþarmsmök, rimmingar, kynþokka og fleira. Þegar ég hugsa til baka þá hefur líklega fólki á næstu borðum alveg þótt nóg um. Mikið væri gaman ef Héðinn myndi búa til pistil um ferðina sína og segja frá á nákvæmlega sama hátt og hann gerði í Kaffitári. Eftir nákvæman pistil myndi Héðinn ljúka máli sínu með því að segja: "Þetta er Héðinn Örn Halldórsson (allir fréttamenn ættu að eiga millinafn, sbr. Logi Bergmann), ný...., frá London." Síðan væri hægt að fá Þóri í Pressukvöld til þess að segja sína ferðasögu.

Anna Vala fótbraut sig á miðvikudag fyrir páska. Hún er á hækjum þessa dagana, býr uppi á 4 hæð þar sem er ekki lyfta. Þegar hún kom á slysó vildi hún fá bleikt gifs í stíl við bolinn sinn því hún hafði ætlað sér að fara aftur niður í bæ að djamma, Anný vinkona hennar, var að bíða eftir henni á Gauknum. Anna var víst eitthvað pirruð yfir að mæta ekki skilningi á Bráðamóttökunni.

Sama dag lenti Guffi svo í aftanákeyrslu og liggur núna hálsbrotinn í Keflavík. Guffi var tekinn að aftan á sama stað og ég og Héðinn bara rúmri viku áður. Fyndið, samt ekki. Guffi er samt náttúrulega miklu verr staddur, enda brutum við Héðinn ekki neitt.

Mamma og pabbi eru enn á Kanarí. Ég elska að keyra jeppann þeirra um götur borgarinnar og landsbyggðarinnar. Ég er búinn að keyra Laugaveginn svona 70 sinnum, daglega. Ég vona að bílinn minn komi bara aldrei út af verkstæði. Samt skemmdi Ási þetta pínulítið um daginn þegar við fórum og keyptum okkur ís: "Helduru að allt fólkið horfi ekki á þig og hugsi með sér: Hann er allt of gamall þessi til þess að vera rúnta um á bíl foreldra sinna."

Ég vil bara taka eitt fram. Mamma á jeppann, ekki foreldrarnir mínir.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

föstudagur, apríl 09, 2004

Spaklegt
Ég er enn í sveitinni. Hér er búið við góða ISDN tengingu, ég kann ekkert á svoleiðis en samkvæmt upplýsingum frá systur minni hef ég verið með aðra símalínuna á tali í 6 og hálfan klukkutíma. Ég hélt að maður þyrfti ekki að skella á, bara svona eins og á ADSLinu mínu í bænum. Jæja, ég skulda mömmu og pabba nokkra hundaðkalla, kannski ég bara þrífi eitthvað hjá þeim í staðinn.

Ég er búinn að borða tvö páskaegg, samt er bara föstudagskvöld. Fyrra páskaeggið var étið í gær og sagði: "Augu sér allt og sér þó eigi sjálft sig" þetta leiddi af sér miklar og góðar pælingar, tilvistarkreppu og endurmat. Eggið í dag sagði hinsvegar "Viljugum hesti vilja flestir ríða". Góð stefna þetta, eftir mikla og góða innri pælingar, skipulag og endurmat er verið að segja mér að ég verði eftirsóknarvert leikdýr. Hlakka til að opna egg á morgun.

Þið kannski veltið þessu eggjaáti eitthvað fyrir ykkur, ég og Vala eigum páskaegg fyrir alla daga hérna. Var ekki met í sölu páskaeggja? Ég fer pottþétt í BodyStep, BodyAttack og BodyPump í næstu viku.

Verslaði tvö tímarit á leiðinni austur í gærkvöldi, a) Mannlíf með Jónsa og Rósu og b) Séð og heyrt með Jómba og Fjalari. Eftir viðtalið við Jónsa er ég kominn að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki hommi en það séu hins vegar Fjalar og Jómbi, hafi ég einhvern tímann efast um það. Læt hérna í restina fylgja stjörnuspána mína með í apríl sem finna má í merkilegu tímariti sem móðir mín er áfskrifandi að. Hafi ég einhvern tímann trúað á stjörnuspá, þá er þetta dagurinn.

Það verður eitthvert flakk á þér í apríl, ekki til útlanda en a.m.k. innanlands og mikil ferðalög í huganum. Þú virðist vera að undirbúa mikla ævintýraför á vit hins óþekkta. Ertu kannski að kynnast einhverjum á netinu sem þú ert að fara hitta í eigin persónu? Fiðringurinn innra með þér bendir til þess að eitthvað mjög sérstakt sé í gangi. Gættu þess bara að hafa fæturna á jörðinni og fara afar gætilega í fjármálum.

Meira var það ekki, en ég hefði ekki getað skrifað þetta betur sjálfur.

Bóndi í fullu starfi
Jæja í dag er Föstudagurinn langi. Furðuleg saga á bak við þennan dag og stórmerkilegur alltaf hreint. Í gær kom konan mín til landsins, ég sótti hana út á flugvöll, rak úr henni garnirnar á Vegamótum og skutlaði henni í annað flug. Þetta tók bara tvo og hálfan tíma í það heila. Ég var búinn að bíða í rúman klukkutíma út á velli þegar hún loksins kom í gegnum tollinn. Ég er eiginlega bara svona hálf fegin eftirá að hyggja, ég var svo tilfinningalega ringlaður þegar ég beið eftir Ása. Ég beið í lengri lengri tíma með tárin í augunum og kveið þess að sjá hann. Síðan var ég farinn að velta því fyrir mér að kannski væri ég að bíða eftir vitlausu flugi, róaðist aðeins en samt ekki. Það virtustu allavega allir vera farnir og nýtt fólk komið þegar ég stóð og beið eftir honum. Síðan lét þessi elska sjá sig, þá var ég bara svo feginn að ég slapp við að vera með eitthvað dramashow, grátur eða ískur. Hjúkk, það voru nefnilega rosalega margir sætir strákar þarna í Leifsstöð, örugglega ekki færri en 30. Það hefði komið sér illa að þeir hefðu séð mann eitthvað motional.

Þegar Ási flaug austur á firði til foreldraeininganna sinni keyrði ég austur á jeppa foreldraeininganna minna. Foreldraeiningarnar mínar eru á Kanarí ásamt litlu systkinum mínum. Þannig að það eru bara ég og litla systir mín sem berum ábyrgð á 150 hausum. Á meðan foreldrarnir mínir eru við Afríkustrendur ætlum við systkinin að mjólka tæplega 10.000 mjólkurlítra og selja suður. Gott verkefni það.

Ég gleymi því alltaf hvernig það er að sofa í sveitinni. Þögnin er algjör og ég verð svo var um umhverfið mitt. Ég lagðist upp í rúm með bók og las örugglega tvo kafla í Gunnari Helga. Þegar ég slökkti á náttborðslampanum (já já, örugglega eini staðurinn í heiminum þar sem fólk hefur náttborðslampa, það er í sveitinni) þá sá ég að loftið í herberginu var svo bjart og fallegt. Loftið var svona bjart út af því að birtan frá tunglinu endurspeglaðist á Þjórsánni sem rennur um það bil tvo kílómetra frá bænum. Það var greinilega alveg heiðskýrt, ég var búinn að gleyma þessum hæfileika náttúrunnar til þess að lýsa upp veggloftið mitt. Vaknaði svo tvisvar í nótt. Í annað skiptið var hundurinn minn að geyspa fyrir utan gluggann, klukkan var tvö. Ég trúði því ekki að ég hafði vaknað við það, það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í Reykjavík til þess að ég bylti mér. Samt glaðvaknaði ég við þetta magnaða hljóð og svaf svo áfram. Stuttu síðar vaknaði ég við gæsirnar sem flugu og lentu í túninu, þær gögguðu aðeins og hundurinn reis upp, greinilega bara á framfæturna til þess að fylgjast með þeim. Hundurinn hann Moli er orðinn gamall en áður fyrr stökk hann alltaf af stað til þess að reka gæsirnar úr túninu, því að skíturinn frá þeim gerir ekki gott fyrir túnin.

Síðan er þessi dagur búinn að vera alveg ólýsanlegur, fullur af lífi og fjöri. Ég vaknaði svo endurnærður og frískur. Bjó mér til kaffi og morgunmat fyrir alla þá sem höfðu farið í fjósið, Völu, Helgu vinkonu hennar og Halla frænda okkar sem býr hjá okkur yfir páskana. Halli frændi er þroskaheftur og ótrúlega duglegur strákur, það er gott að hafa hann með okkur, hann hefur litlar þarfir en finnst gott að spjalla. Við erum búin að þrífa bílana og einn traktor, hreinsa moðið frá geldneytum, kúm og kálfum. Hér í sveitinni er hefð fyrir því að gera alltaf gott fyrir dýrin um páska og jól. Blessuð dýrin eru búin að hanga inni allan veturinn, þó að þau lyfti sér tvisvar upp yfir veturinn, hvern drepur það. Við erum samt ekkert að bera áfengi í þau, bara hreinsa í kringum þau extra vel og gefum þeim aukatuggu til þess að japla á. Hleyptum svo trippunum út á haga og mokuðum undan öllum hestunum, synd samt að þau séu ekki á járnum, annars væri ég að fara á útreiðar í kvöld. Höfum svo skrúbbað gólfið og borðið í bílskúrnum, en hérna var slátrað nauti í byrjun vikunnar. Núna eru rúmlega 3000 hamborgarar í frysti hjá okkur, vill einhver koma í hamborgaragrillveislu til mín og systu í sveitina? Svo hef ég að sjálfsögðu sinnt mínum húsfreyju störfum, hér hef ég ryksugað og þurrkað úr öllum gluggum. Veðrið í dag er búið að vera svo gott og bjart að þrjár þvottavélar hanga núna úti á snúru, gerði örlitla skúr áðan sem gefur einstaklega góða lykt í öll fötin. Ég eiginlega vonaðist eftir því að það myndi skúra aðeins niður um fimmleytið, eins og það vill gjarnan gera hérna undir fjöllunum, þess vegna setti ég engin mýkingarefni í þvottinn, þess þarf ekki ef það gerir stutta síðdegisskúr. Utan þessa alls þá hef ég líka náð að lesa 6 kafla í Gunnari Helga og skrifa eina ritgerð.

En núna er klukkan að slá sex. Útvarpsfréttir eru að byrja og um leið kalla eldhússtörfin á mig. Ég ætla annaðhvort að elda spakk og hakkettí eða lasagna. Hvort sem verður þá ætla ég að búa til ekta karftöflumús með þessu öllu saman. Ég og Vala höfum boðið fólki í mat í kvöld þannig að það er um að gera að standa sig vel og leggja sig allan fram við þetta. Í kvöld eigum við svo von á fleira fólki þannig að hér verður spilað fram eftir kvöldi. Á morgun er Skítamórall að spila á Selfossi og hver veit nema að maður bregði undir sig betri fætinum hér á Suðurlandsundirlendinu. - hvað eru mörg lönd í því?

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Gyða mín!
Þegar fólk bloggar svona án þess að minnast annaðhvort á mig, Fríðu eða okkur bæði þá er fólk ekki alveg búið að kynnast lífinu.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

þeir tveir
Mánudagskvöldið var sannkallað Þeir tveir kvöld hjá mér. Ég hitti örugglega fjóra starfsmenn fyrirtækisins bæði í sundi og á börum bæjarins. Þetta byrjaði allt með því að ég fór í nudd til Þóru Gerðar vinkonu minnar. Stelpan er meistari í Alexandertækni og ég er allur að hressast í bakinu eftir áreksturinn. Hún hvatti mig til þess að fara í sund þannig að stefnan fór þangað snemma um kvöldið þar sem ég hitti Árna og Helgu, en Árni vinnur einmitt hjá Þeim tveim. Ég hafði líklega verið í heita pottinum í einn og hálfan tíma þegar þau bar að garði. Ég, Helga og Árni unnum einu sinni öll saman á Argentínu, en það gerum við ekki lengur. Eftir sundið og smá updeit á högum hvers annars kom Jói Kaupmannahafnarbúi í heimsókn til mín. Sagði mér fréttir af öllum hommunum á meginlandi Evrópu, en þeir hafa verið mikið í Kaupmannahöfn á síðustu mánuðum. Eftir smá spjall og skemmtilegheit fórum við og sóttum Héðinn, en Héðinn var mjög spenntur að heyra fréttir af ákveðnum strák sem býr í Kaupmannahöfn. Núna halda allir að ég sé að tala um Kidda, svo er ekki. En af því þetta er mitt blogg þá má ég ekki tala meira um Héðinn.

Síðan var farið á Ölstofuna þar sem fyrir voru 3 starfsmenn Þeirra tveggja (nú ætti Héðinn að vera ánægður ef þetta er beygt rétt hjá mér), Roald, Davíð sæti og Hörður. En þarna var líka Dögg sem var að safna í rúnkminnið sitt. Skemmtileg blanda af fólki. Við ræddum um kynskiptinga, kynfæri og umskurð. Roald stjórnaði umræðunni með prýði.

Í framboði
Um páskana verður Stella í framboði sýnd. Ég ætla að horfa á hana ef það verður ekki neitt á hinum sjónvarpsstöðvunum. En talandi um framboð þá er Jónsi vinur minn í framboði í MA. Hann heldur úti bloggsíðu um framboðið sitt. Þegar ég fer í framboð þá ætla ég að fá Jónsa til þess að vera kosningastjórinn minn.

Hvað er skert?
Heima hjá mér hafa legið síðustu Röskvufréttir síðan þær komu út. Ég búinn að lesa þær eiginlega upp á hvern einasta dag síðan þær rötuðu á mit heimili. Ég hef lagt það í vana minn að lesa alltaf vel það sem Rösvkan og Vakan segja, gaman að velta því fyrir sér og skoða á hvað fylkingarnar leggja áherslu. Ég er samt ekki búinn að vera með Röskvufréttir hjá mér í allan þennan tíma út af einskæðri aðdáun, trúið mér, húsfaðirnn í mér væri löngu búinn að setja þetta í endurvinnslu. Allur snepilinn er svo illa skrifaður og leiðinlegur að það er með ólíkindum. Furðulegt hvað það tekst illa fyrir skemmtilegu fólki að koma skemmtilegu hliðinni sinni á framfæri.

Bakhliðin á Rösvufréttunum eru samt örugglega bestar. Þar er fyrirsögn alveg í anda DV og Séð&Heyrt: Þjónusta við stúdenta skert um 30%. Tvennt er athyglisvert við "fréttina" þeirra. Fyrst hefur fyrirsögnin verið búin til og síðan búin til frétt um málið. Fyrirsögnin byggir svo á lygi og/eða misskilningi og/eða almennri vankunnáttu Röskvu í stærðfræði. Þjónusta við stúdenta er ekki skert um 30%, opnunartíminn er ennþá sá sami og sama þjónusta er veitt. Hinsvegar eru stöðuígildum fækkað um 23% en engin 30%. Hinsvegar þyrfti að auka stöðuígildi um 30% til þess að ná fyrri stöðuígildum. Í greininni er því slegið á fast að þjónustan við stúdenta sé skert og það sé helsta verkefni Stúdentaráðs að veita þjónustu við nemendur. Já, einmitt, það skín í gegnum það í kosningunum. Hefur einhvern tímann verið rifist um það að Stúdentaráð veiti ekki nógu mikla þjónustu? Er ekki alltaf verið að rífast um hvaða aðferðir á að beita við hagsmunagæslu stúdenta. Eins gott að Vaka sé í forystu, fylking sem ætlar að berjast fyrir hagsmunum stúdenta og spara pening svo að það verði hægt að eyða þeim pening í að auka þjónustu. Meiri peningar hjá Stúdentaráði þýða einfaldlega að Stúdentaráð er færara um að gera eitthvað. Þeir starfsmenn sem eftir standa hafa fleiri verkfæri í höndunum á sér. Það er líklega betra að hafa tvo vopnaða hermenn en þrjá hermenn án vopna.

Skoðum því fyrirsögnina aftur. Þjónusta skert um 30%. Þjónustan er til staðar og örugglega öflugri, þó að áherslan sé lögð á hagsmunabaráttu. Prósentutalan sem er gefin upp er út í hött, kannski væri hægt að nýta sparnaðaraðferð meirihlutans til þess að mennta minnihlutann. Búa til almennilegan mótherja.

Annars hef ég alltarf borið virðingu fyrir Röskvunni, þótt hún áhugaverð og framtakssöm. Hún hefur samt aldrei verið jákvæð eða skemmtileg. En Röskvan hefur pottþétt sætu strákana. Þegar ég er umkringdur Röskvustrákum þá langar mig mest af öllu að hafa fæðst Röskvuliði. Mig langar að biðja það Röskvufólk sem les mig um að kippa þessu í liðin og vera með ábyrga penna og ritstjórn, mig langar svo virkilega til þess að hafa unun að þekkja og vinna með ykkur, en nenni ekki svona sandkassadrullumallsleik.

DisorderRating
Paranoid:Low
Schizoid:Moderate
Schizotypal:High
Antisocial:Low
Borderline:Low
Histrionic:High
Narcissistic:High
Avoidant:Moderate
Dependent:Moderate
Obsessive-Compulsive:High

-- Personality Disorder Test - Take It! --

sunnudagur, apríl 04, 2004

Sneiðmyndatökudagur í dag
Já gott fólk, ég segji kannski ekki allt það besta. Ég eyddi morgundeginum í dag hjá ofurhjúkkunni Fríðu á slysó ásamt hjúkrunarfræðinemanum og Vökuliðanum henni Auju. Þegar ég var búinn að ræða við lækninn var strax kallað út lið til þess að opna einhverja deild fyrir mig. Það er orðin hefð fyrir því að þegar ég fer á slysó að ræsa út fólk í vinnu. Síðast var það háls- nef- og eyrnadeild en núna var það bara sneiðmyndatökulið. Eftir sex tíma á slysó, sem liðu eins og 30 þúsund ár, og 400 þúsund bros frá Fríðu þá var ég sendur heim með sterkari töflur og tíma hjá sérfræðingi í taugum, ég man ekki alveg hvað hann kallaði hann, en líklega hefur það verið tauga og eitthvað sérfræðingur.

Fór þaðan beint upp á Þjóðarbókhlöðu til þess að vinna að verkefni sem ég á að skila á morgun. Það gengur vægast sagt illa, sérstaklega þar sem einbeiting er ekki til staðar. Hún hefur líklega orðið eftir í bílslysinu, eða þá að hún virki ekki þegar það er mikill þrýstingur inni í hausnum. Vonandi kemur hún aftur.

Í tilefni af því að ég hef enga einbeitingu og afköstin eru engin þá er ég búinn að taka nokkur próf. Mér líður rosalega vel þegar ég fæ svona niðurstöðu:

Who will you be stuck with at end of time? by chi_a_baidh
Your name is
Your sex is
Your favorite color is
You are stuck there becauseeveryone else died due to the wrath of God
For _____ years17
With
He/She will think you aresexy
You willrepopulate the earth
Created with quill18's MemeGen 3.0!


en finnst svo ósanngjarnt að mér sé boðinn kvenmaður í mun lengri tíma sem er meira segja mun meira sexý:

Who will you be stuck with at end of time? by chi_a_baidh
Your name is
Your sex is
Your favorite color is
You are stuck there becauseeveryone else died due to the wrath of God
For _____ years96
With
He/She will think you areGod
You willmake a coconut radio
Created with quill18's MemeGen 3.0!


en mér þætti þetta skemmtileg pæling:

Who will you be stuck with at end of time? by chi_a_baidh
Your name is
Your sex is
Your favorite color is
You are stuck there becausethe penguins saved you
For _____ years44
With
He/She will think you aresexy
You willkill him/her
Created with quill18's MemeGen 3.0!


en velti því fyrir mér af hverju ég kæmi persónulega illa út úr þessu:

Who will you be stuck with at end of time? by chi_a_baidh
Your name is
Your sex is
Your favorite color is
You are stuck there becauseeveryone else died due to the wrath of God
For _____ years27
With
He/She will think you arestupid
You willkill yourself
Created with quill18's MemeGen 3.0!


en þetta gæti orðið gott deit:

Who will you be stuck with at end of time? by chi_a_baidh
Your name is
Your sex is
Your favorite color is
You are stuck there becausethe penguins saved you
For _____ years97
With
He/She will think you aresexy
You willlive in peace
Created with quill18's MemeGen 3.0!

föstudagur, apríl 02, 2004

Reykingar
Ég ætlaði að vera ýkt duglegur og skrifa mína aðra færslu á bloggið í dag. Ég er staddur í tölvuverinu í Árnagarði, eins og svo oft á föstudögum. Við hliðina á mér var samt að setjast strákpjakkur sem greinilega var að koma úr sígópásu. Strákurinn minnir mig helst á ógeðið í Charlies Angels, en það er önnur saga. Af honum leggur þessi megna svita og reykingalykt sem ég bara legg ekki í að vera í kringum mikið lengur. En eins þið vitið þá er ég með svo viðkvæma húð.

Annars hef ég verið að velta því fyrir mér undanfarið hvort ég sé óléttur, en ég er frekar uppstökkur í skapi og byrja að grenja út af engu tilefni. En kannski gætu þetta verið lyfin sem ég er að taka við bekverkjum og bakbólgum út af árekstrinum á sunnudag, kannski er þetta bara út af verkjunum en allavega þá er þessi gæi hérna við hliðina á mér og lyktin af honum ekki að hjálpa.

Later!

Númer 18.000!
Ég var númer 18.000 á minni eigin heimasíðu og fæ því eina nótt með eiginkonunni minni að launum. Ég hef pantað aðfaranótt 13. apríl, if you know what I mean. Voff voff. Já elskurnar, bara tæp vika í að ég fæ að bera konuna mína augum, en bara tvær vikur í að við getum kelað og leikið okkur.

Ási hringdi annars í gærkvöldi, klukkan var orðin eitt þegar ég byrjaði að smsast við hann. Hann var staddur á Masken í kóngsins köbenlich með Jóa og Eyþóri. Ég kom því ekki fyrir mér hvaða staður þetta væri en Ási sagði að þetta hefði verið aðalstaðurinn þegar við vorum á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í ágúst 2004. Ég var ekki alveg að kveikja og áttaði mig ekki á þessu, en áttaði mig svo á því að ég var líka upptekinn við aðra og stærri hluti á þessari ráðstefnu en að hanga á þessum Masken-bar...

Þetta endaði auðvitað með því að ég hringdi til Kaupmannahafnar í nótt til þess að spjalla. Mér finnst alltaf eins og það sé svo langt síðan ég heyrði röddina hans Ása síðast, þetta var ekkert undantekningartilfelli. Ási var vel í glasi, búinn með þrjá skotbakka og nokkra bjóra, var að drekka tvo ávaxtabjóra, þ.e. af sitthvoru bragðinu. Þið getið rétt ímyndað ykkur stemninguna, ég verð bara fullur við tilhugsuna. Við eyddum einhverjum mínútum í að ræða ágæti hvors annars og nudda eiginkonustaðinn okkar. Líklega þarf ég eitthvað að útskýra hér. Þeir sem eru viðkvæmir er bent á að lesa ekki lengra.

Eiginkonustaðurinn er semsagt staðurinn undir pungnum og hann er einstaklega gott að nudda þegar maður slakar á í millilandasímtali og ræðir við eiginkonuna sína. Ási var staddur á Masken-bar í Kaupmannahöfn en ég var staddur heima hjá mér. Hmm... Líklega ætti ég að lesa þessa færslu yfir en geri það ekki.