laugardagur, janúar 31, 2004

Nýr og hýr
Ef þið skoðið nýja merki Símans og svo merkið sem má finna á LLH - Landssamtaka homma, lesbía og tvíkynhneigðra í Noregi mætti halda að Síminn hafi fengið innblástur frá hýrum norsurum.

Annars ætla ég að biðja Önnu Völu um að svara því af hverju siminn.is simaskra.is og vit.is virka mjög sjaldan hjá mér? Er það af því ég er með tengingu hjá Vodafone?

Fór svo í heimsókn í 1001nótt í vikunni. Þar er gaman að pæla í ímynd, merkjum og framtíðaráætlunum. Jón Þór og Þórdís voru á því að KB Banki væru ekki með gott logó og ég sem var alveg ósammála. Þau vildu meina að þetta væri eins og tréverksmiðja... Gleymdi samt að spurja þau hvað þeim finndist um nýja fótboltann sem er orðinn að tákni Símans eins og Sverrir Páll talaði um á sínu bloggi.

Hvernig hefuru það?
Er mjög einföld setning, en þegar maður fær hana frá Raúl á Spáni þá er það kannski aðeins stærra mál. Ég svaraði spurningunni samviskusamlega en næsta spurning frá honum var svo eitthvað á þessa leið: Hvernig er veðrið hjá þér? Ég verð að viðurkenna að mér varð pínu brugðið. Seinna kom í ljós að hann hefur verið að læra íslensku þessi elska og hefur tekist að halda því leyndu fyrir mér í langan tíma. Voðalega sætt og skemmtilegt. Verst við þetta allt saman var að vera staddur niðri í kosningamiðstöð Vöku í svona motionaltíma og verða eins og fegurðardrottning á sigurstundu. Dramað var þvílíkt en hvað get ég sagt, ég er drottningin af öllu.

Svo var það konan mín sem náði að commentera á þetta allt saman þegar hún frétti þetta. Hún sagðist sjá okkur saman með hringa, mig með slör, tvö falleg börn og hund. Ég segji bara já takk. Hver segjir nei við íslenskutalandi æðislegan spænskan strák? Pant ekki ég, látið það ekki fréttast.

föstudagur, janúar 30, 2004

Frakkland
Það er gaman að lesa ferðablogg Ofurkonunnar frá Frakklandi. Enn skemmtilegra að sjá að hún hugsar til mín, kannski yrðu ekki allir jafn spenntir eða ánægðir með að vinir manns hugsi til manns þegar þeir eru á ferðalagi í skítugu herbergi. Mér finnst það bara gaman. Vildi bara óska að ég væri með henni Önnu minni í Frakklandi. Talandi samt um Frakkland, þá er það spurning um að skella sér á IGLYO ráðstefnuna þar í mars. Ég hef reynt að sannfæra Raúl um að hitta mig þar, gengur misjafnvela, hann er svo lítið gefinn fyrir svona ráðstefnur.

American Idol
Idol: Af hverju ertu að taka þátt?
Keppandi: Því ég þarf á kærustu að halda.

Idol: Hvað er plan A í lífinu?
Keppandi: Þetta er plan A
Idol: Hvað er plan B?
Keppandi: Fara í skóla og verða slökkviliðsmaður
Idol: Ég vona að þér gangi vel sem slökkviliðsmaður

Erum við að grínast? Er þetta sjónvarpsefni? Ég set Friends í, ef ég er búinn að horfa á þá alla eða finn ekki þátt sem mig langar að sjá þá get ég þess vegna hugsað mér að setja gagnkynhneigt klám í tækið, allt nema þetta helvíti.

Beint frá Guatemala
Ég talaði við Moldvörpuna á MSN í dag. Heimsborgarinn fékk alveg í magan því moldvarpan er stödd í Guatemala og hún er meira að segja búin að finna sér hommabar. Hún kemur samt heim á morgun, það verður skemmtilegt fyrir hana að komast í venjulegt líf aftur... eða hvað?

Hver er þetta?
Ekki misskilja mig samt, hann er mjög sætur...
...en hvernig myndi maður láta ef maður gæti bara valið.

HASH(0x882d5cc)
Congradulations! you are going to marry Tom
Welling. He is a smalltown kind of guy who is
always very helpful. He will always treat you
right and is quite good looking besides!! he is
also somewhat mysterious.


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla

Úr The Economist
The president is girding himself for battle: in his state-of-the-union address on Tuesday, he stoutly defended his record on education, Medicare and fighting terrorism. He also called on Congress to make his tax cuts permanent and hinted that a constitutional amendment banning gay marriage might be necessary. Whichever Democrat emerges victorious from the primary season will find that an even tougher contest awaits.

Gott að valdamikið fólk sé með forgangsröðunina á hreinu. Hér þarf að byggja upp heilt samfélag eftir að það var spengt í loft upp. Tekjumismunur er hvergi meiri og þjóðin er þröngsýn og einsleit. Best að sjá til þess að hjónabönd samkynhneigðra verði ekki að veruleika, það er mikilvægt.

Blogggleðin
Hún er sko komin á ný, það er svo margt sem ég þarf að fara tjá mig um. Ég hata þegar það safnast saman á svona "ToDo" list hjá manni. Það er aldrei sniðugt, eða til framdráttar.

Bjarni kom til mín í gær. Langt síðan við höfum eytt tíma saman, það var skemmtilegt, samt reyndi ég að taka til á meðan hann var hérna og gera eitthvað fínt. Við elduðum okkur sjúklega gott lasgna. Djöfulli var þetta gott. Ef að við tveir getum búið til svona góðan mat þá vil ég ekki vita hvað við getum gert saman í rúminu. Skyndilega vaknaði upp sú hugmynd að fara í bíó. Ég sló á þráðinn á kaffihúsið á Hverfisgötunni hjá Héðni og Siggu til þess að athuga hvort þau vildu vera memm. Það voru svo mikil læti í kringum þau að engu líkara var en að hjá þeim væru svona 30 manns í mat, 20 manns í kaffi og 15 hommar að skemmta sér með diskókúlu. Ég átti bara erfitt með að heyra orðaskil í símanum. Ég fékk þó þau skilaboð að það væri laust tveggja manna borð eftir tíu mínútur. Við lögðum fljótt af stað.

Þegar á Hverfisgötuna var komið stóð húsmóðirin sjálf við bakstur á pönnukökum. Að þessu sinni hafði hún greinilega sett á sig sparidressið því svarta skyrtan var girt ofan í en á sama tíma opin niður á nafla. Sigga Systir var hins vegar rosalega kelin við mig og það var gott. Ég át nokkrar pönnsur, drakk kaffi og hljóp út því ég var að fara á 21 gramm með Bjarna.

Furðuleg en góð mynd. Ennþá mikið að pæla í henni. Þungur boðskapur í súrri mynd.

Sláandi fréttir fékk ég þó á Hverfisgötunni en það var um að sumt fólk fengi fyrir hjartað og væri lengi að ná sér eftir að hafa lesið bloggið hjá mér stundum. Héðan í frá ætla ég að lesa allt yfir áður en ég birti það, líka svo að stafsetningar og innsláttarvillum hjá mér fækki.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Ráðleggingar til Eyþórs
Eyþór greip mig á MSN áðan, ég héld að ég talaði frjálslega en ég varð bara peð við hliðina á þessum manni. Boy, I have so much to learn! Eyþór vildi ráðleggingar hvort hann ætti að fara í ræktina í skólanum eða fara í SATS sem er stærri stöð, nálægt skólanum og heima hjá honum. Verðin voru líka eitthvað til umræðu.

Eftir smá umræðu komumst við að því að verðið skipti ekki máli, staðsetningar á báðum stöðvum væri góðar en það sem SATS hefði fram yfir skólaræktina að þar væru líklega fleiri strákar en í skólaræktinni OG ekki SÖMU strákarnir og í skólanum, Eyþór kemst þannig yfir fleiri stráka og hefur um fleira að blogga. Finnst ykkur þetta ekki mjög raunhæft?

Af hverju er ég annars farinn að blogga um annað fólk? Er ég að lokast eða er líf mitt tómt?

Sleipsultan
Núna er Eyþór farinn af Hlöðunni, hættur að dreyma um strákana þar og kominn til Danmerkur. Á síðunni hans (sem er must lesning reglulega) hann talar um fallega Dani og 5 í útvíkkun, boy o boy, man maður eftir góðum tímum í Danmörku. Stefnan er á að vera þar í apríl, þá rifja ég alla þessa takta upp. Það er langt í apríl, hvað með ef ég millilendi í Danmörku í mars, þegar ég er að fara til Frakklands, er það málið?

Eyþór, taktu frá pláss fyrir mig! Ég er alveg að koma!

Sambýliskona
Ég hef líklega formlega eignast sambýliskonu, hún var áður nágranninn minn. Hún Guðrún hefur verið hérna eitthvað undanfarna daga. Það hefur verið einstaklega þægilegt. Þegar við hjónaleysin höfum komið heim hef ég sest við tölvuna til þess að svara tölvupósti, en hún hefur tekið við uppvaskið, þegar hún þurrkar svo er ég yfirleitt kominn á moppuna. Eftir alla hreingerningu er tekið til við að finna sér eitthvað að borða, þó að það sé komið upp úr miðnætti.

Í gærkvöldi bökuðum við skúffuköku, drukkum tvo lítra af mjólk og þeyttan rjóma. Horfðum á Dr. Phil á meðan sem fjallaði um offitu. Skemmtilegt. Að því loknu fórum við að tala við Nick á MSN. Nick er strákur sem við kynntumst á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í ágúst 2002 sem býr núna með kærastanum sínum í New York city. Guðrún er akkúrat að fara til New York til þess að vinna við leikrit í apríl. Ég sem er akkúrat að fara til Kaupmannahafnar í apríl, en þá voru Nick og kærastinn hans að pæla að vera í Kaupamannahöfn. Síðan fóru þau að reyna plata mig til þess að koma til New York í Kaupmannahafnarferðinni minni, það tókst ótrúlega vel að sannfæra mig og fyrst ég er kominn til USA, þá ætti maður að skella sér til Elínar í Oklahoma, ekki satt?

Í alla nótt vorum við Guðrún að tala um bólfélaga okkar langt aftur í tímann (ekki svo mikill fjöldi, þess vegna þurftum við að fara langt aftur í tímann) og gáfum þeim einkunnir. Það var skemmtilegt, en það er líka ástæða þess af hverju ég er svona vansvefta í dag. Urrr...

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Turning point
Ég sótti um nýja vinnu um daginn eins og margir aðrir. Þegar ég tala um marga aðra tala ég um flesta homma í kringum mig og stelpuhópinn í kringum okkur flesta. Nokkrir í pönnunni sóttu meira að segja um þetta sama starf. Gott og vel gaman að því, ég held að það gæti bara orðið gaman ef við kæmumst öll í þessa vinnu. Boy that would be fun.

Ég fyllti út umsóknareyðublaðið samviskusamlega, skrifaði meira að segja upp allar spurningar sem ég átti að svara og hafði hjá mér. Punktaði svo niður það sem ég vildi að kæmi fram eða dytti í hug til þess að taka vel á þessu. Ein spurningin var þó erfiðari en önnur og ég var lengi að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að svara henni. Spurningin var: Hvers vegna hættir þú í seinasta starfi og hvers vegna viltu skipta um starf?

Sem betur fer hugsaði ég aðeins áður en ég svaraði þessu og bjó til hvíta lygi. Hver hefði ráðið mig ef ég hefðist sagt hafa þurft að hætta því ég var farinn að toga í typpið á yfirmanninum og leika mér óþarflega mikið við samstarfsfólk?

Góð speki
Fjölbreytileiki manna kallar á fjölbretni í kynhneigð. Kynhneigð á að vera manninum til góðs og ef við höfðum aðeins eina kynhneigð risi hún varla undir nafni til langframa. Ef veitingahús byði einugis upp á einn rétt, sama réttinn í öll mál, dag eftir dag, má ætla að fólk hætti fljótleg að sækja það. Við þörfnumst fjölbreytni í mat og dryk vegna þess að smekkurinn er svo misjafn. Kynhneigðinni er ætlað að næra sálina. Við ættum að fagna og reyna að skilja fjölbreytileika kynhneigðar. Sumir aðhyllast gagnkynhneigð, aðrir samkynhneigð og enn aðrir tvíkynhneigð. Við hlótum að virða og viðurkenna gildi mismunandi kynhneigða.

mánudagur, janúar 26, 2004

Mig langar að gráta - ég hata blogger - ég hata mig

Ferðakort
Hérna fyrir neðan má sjá ferðakortið mitt. Það er allt rautt þar sem ég hef verið. Vonandi verður miklu meira rautt í framtíðinni. Einhverjar tillögur um lönd sem ég ætti að heimsækja næst?

sunnudagur, janúar 25, 2004

?orrabl?t Gn?pverja
?a? er sko gott part?. Lei?inlegt a? ?i? skylu? flest missa af ?v?. ?etta byrja?i n?tt?rulega me? fyrirpart? hj? foreldrum m?num. ?g t?k ekki ??tt enda eyddi flestum t?ma ? t?lvunni a? vinna ?msa vinnu. Gestunum fannst ?a? eitthva? stressandi og s?g?u ?au a? ?a? minnti ?au helst til miki? ? vinnuna s?na, ?g ?tla l?ti? um ?a? a? segja. Svo var haldi? til vi? a? m?ta sveitungum s?num ? F?lagsheimilinu ?rnesi. Fun fun fun. ?etta var ? fyrsta skipti? ?ar sem ?g borga fyrir a? m?ta ? ?orrabl?t en alveg fr? ?v? ?g var sext?n ?ra hefur m?r veri? borga? fyrir a? vera ?arna, j? a? v?su vi? a? ?j?na og vinna ? barnum en sagan er g??.

Flestu ef ekki ?llu f?lk ??tti skr?ti? a? sj? mig me?al gesta og ? fyrsta skipti alveg edr?, s?g?u sumir. Hmm...

Vi? fengum mj?g g?? s?ti ? salnum, n?rri uppi vi? svi?i? til hli?ar. ? sta?inn fyrir svona g?? s?ti fengum vi? l?ka a? bor?a s??ust. ?a? var svosem allt ? lagi ?ar sem flest allt sem var ? bo?st?lnum er ekki fyrir m?na brag?lauka. En ?g f?kk a? lokum hangikj?t, appels?n og malt. ?a? var svona eins og halda j?l ? seinnaskipti?, bara nokku? nice, nema ? ?etta skipti? me? 270 misdrukknu f?lki ? ?etta skipti?. ? sta?inn fyrir j?latr?? h?kk s?r lykt yfir sta?num og ? sta?inn fyrir litlu systkini m?n leit ?g ? kringum mig og giska?i ? hver myndi drepast ?fengisdau?a fyrstur.

Skemmtiatri?in ?ttu hug minn allan eftir sm?stund. Nefndinni t?kst ? ?tr?lega g??an h?tt a? blanda saman lands- og heimsm?lum upp ? l?ti? samf?lag ? uppsveitum ?rness?slu, ?a? a? Norr?na skyldi hafa stranda? ? F?reyjum, ?slendingar fundu SS sinnep ? austurl?ndum fj?r, Ingibj?rg lenti ? kosningavitleysu, Dorrit og ?li giftust, Beckam var seldur til Sp?nar og fleiri heims?rifam?l m?ti ?akka litlu sveitasamf?lagi uppi ? Hreppum. Hinsvegar voru margar hugmyndir lag?ar fram sem d?mi m? nefna a? kaupa Gammel Dansk verksmi?juna, innlima F?reyjar og kaupa n?jan Keik? ? l?n Landsvirkjunar voru hugmyndir ?essarar ag?tu nefndar.

? eftir var a? sj?lfs?g?u dansa? sm?. Flestir ?orrabl?tsgestir s?u s?r ekki anna? f?rt en a? dansa ? h?gri f?ti V?lu systur minnar, n?na gengur h?n me? h?lfan hektara af ?tvalta?ri rist ? eftirdragi. Helmingur karlmanna reyndi anna? hvort vi? V?lu systur e?a m?mmu m?na, enginn s?ndi m?r ?huga, en nokkrar konur kr?f?ust ?ess a? dansa vi? mig. Ein konan sag?ist bara b??a eftir ?v? a? yngri sonur hennar k?mi ?t ?r sk?pnum. H?n virtist meira spennt fyrir ?essu en a? eignast barnab?rn. Blessu? konan, ?g ?tla bara a? vona a? sonur hennar valdi henni ekki vonbrig?um og ver?i e?lilegur eftir allt saman. En konan ??tti ?a? ekki lei?inlegt ef a? t?u ?ra gamall sonur hennar myndi ganga ? h?ru f?tsporin m?n, h?n taldi ?a? n? frekar j?kv?tt ef eitthva? var.

Samkundan var svo blessu? af n?rveru tveggja presta. Annar ?eirra er s?knarpresturinn minn en hinn sk?r?i mig ? denn. B??ir voru ?eir eitthva? ? glasi, mismiki? ?? og lofs?mu?u samkunndu sem ?essa. Annar ?eirra tala?i um a? svona ?yrftu allar messur a? vera, ?g veit ekki hovrt hann ?tti vi? s?ru lyktina, ?fengi? e?a fj?lda gesa. Hinn kom a? m?r ?egar ?g var a? tala um upp?fer?ir vi? Reynir bar?j?n. ?g og Reynir bar?j?nn eigum mj?g au?velt me? a? tala um allt sem vi?kemur kynl?fi en ?g var semsagt kominn ? gott skri? ? umr??u og fr?s?gn ?egar ?g ?tta?i mig ? ?v? hver st?? vi? hli?ina ? m?r en ?a? var annar prestanna. ?g s? mig tilneydan til ?ess a? bjarga andliti m?nu og or?spori, f?r ?ess vegna a?eins a? tala vi? hann. Upp ?r samtali okkar kom a? hann kennir ?essum manni og l?kir kennslunni sinni vi? l?kamsr?kt. Flestir vilja h?tta og ey?a t?manum ? eitthva? anna? en ?vinningurinn er svo mikill a? ?a? er ?vanabindand. (? fyrsta skipti sem prestur talar um ?vanabindandi ? j?kv??um skilningi ? m?n eyru). Hann vildi samt ekki taka ?a? fram hvort hann fari ? r?ktina e?a ekki. Annar prestana tala?i einnig miki? um og lofa?i Samt?kin FAS. ?a? var skemmtilegt a? sj? hann seinna ? drukknu spjalli vi? pabba minn, kannski hann hafi veir? a? sannf?ra hann a? vera memm ? FAS?

Skyndilega var svo "moment of truth" en s? stund segjir ?a? eitt a? n? er ekki h?gt a? djamma lengur. Lj?sin eru kveikt. Foreldrar m?nir eru ekki lengi a? plata f?lk ? part? eftir svona skemmtanir en sem betur fer l?t f?lk ekki platast ? ?tta skipti?. ?a? var ?v? bara st?rfj?lskyldan sem enda?i ? n?tursnarli ? Haga. Hinsvegar vorum vi? n?gu m?rg ? h?sinu, ?g og Vala ?urftum a? deila r?mi. Kannski v?ri betur vi? h?fi a? vi? vorum ?rju sem deildum r?mi, ?g, Vala systir og st?ra ?tgengna ristin hennar.

Morguninn eftir var ?g seinastur fram ?r r?mi, eitthva? um h?degi. Allir voru kl?ddir og komnir ? r?l, ?? a? ?g hafi veri? s? eini sem var edr? kv?ldi? ??ur. Allir voru b?nir a? bor?a og st?rfj?lskyldan var horfin ??ur en ?g n??i a? tannbursta mig. ?g get ekki be?i? eftir n?sta ?orrabl?ti, vill einhver vera me? m?r ??

föstudagur, janúar 23, 2004

Danadrusla
Hér var Dani á þriðjudagskvöld í heimsókn ásamt fleirum Baunverjum og nokkrum Íslendingum. Við pöntuðum pizzu, drukkum áfenga drykki og fórum í leiki. Þessi fjandans Dani komst í tölvuna mína og hefur breytt öllum stillingum hérna. Hvað á maður að gera núna? Til dæmis sakna ég línunnar neðst í Internet Explorer sem sýnir hvert linkarnir munu tengja mig. Hvað á ég að gera? Hvernig get ég lagað þetta?

Löggustopp
Ég hef greinilega litið út fyrir að vera öfurölvi í kvöld því löggan stoppaði mig tvisvar. Í fyrra skiptið var það hún Arndís sem var svo æðisleg að biðja mig um að anda framan í sig um leið og hún sló sér á lær. Það var skemmtilegt. Nonnabiti var gripinn í lok fimmtudagskvöldsins, síðasti sénsinn til þess að "make the move" - en það gerðist samt ekki. Þegar ég var kominn upp í Breiðholt var löggumann sem vildi spjalla við mig, hann var ekki jafn fallegur og Arndís. Hann bað mig samt ekki um að anda framan í sig.

Samt hef ég örugglega litið út fyrir að vera undir áhrifum áfengis. Í fyrra skiptið hafði ég örugglega verið búin að keyra frá Nonnabita fram að Lækjartorgi þegar ég tók eftir bláum blikkandi ljósum fyrir aftan mig, kannski var það út af því að við hliðina á mér var öll kynorka á norðurhveli jarðar samansöfnuð. En það er önnur saga. Í seinna skiptið var ég upptekinn við það að syngja og dilla mér í takt við tónlistina. Hvað getur maður keyrt lengi og þóst ekki séð lögguna? Hvenær mun hún keyra fram fyrir mig og í hliðina á mér?

föstudagur, janúar 16, 2004

Hannes Hólmsteinn er búinn að fitna!
Jæja ég var að slefast út úr mínum fyrsta tíma á þessari önn. Það var ljúft. Í gærkvöldi kom konan mín og maðurinn hennar í menninguna til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði þar sem þeir hafa eytt undanförnum tveim vikum. Í morgun vöknuðu ég og Paw, fengum okkur espressó, brauð, smjör, sultu, ost appelsínusafa, hrökkbrauð og brugður. Það var mjög nice, vorum svo stokknir út úr húsi rétt yfir átta. Það er svo skemmtilegt að vakna svona snemma. Ég alveg elska það, sérstaklega þegar maður getur borðað morgunmat með einhverjum. Þess vegna erum ég og Héðinn einmitt að velta því fyrir okkur að kaupa íbúðir í sama stigagangi einhvers staðar. Þá getum við gengið á milli í loðnum inniskóm og ljósbleikum sloppum á morgnanna, sníkjandi kaffi og hrökkbrauð af hvorum öðrum. Það á nú að selja íbúð í stigaganginum mínum í vor, eða getur Héðinn boðið betur?

Næst var Paw hent til Dananna sem ætla að keyra um Reykjanesið í dag og fara í Bláa Lónið en þau fóru Gullfoss, Þingvelli og Geysi í gær (þó ekki í þessari röð). Konan heima sofandi en ég fór að sjá að Hannes Hólmsteinn er orðinn feitari. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá var ég að fara í fyrirlestur til Hannesar en komst ekki að aukafitunni hans út af öðrum ástæðum...

Mér líður eins og það sé mikið blogg framundan. Ég er allur að hressast. Ég hringdi símtal í gær sem ég bjóst við að ég myndi aldrei gera. Það er furðulegt að enda viðskiptasambandi en finnast maður vera ljúka ástarsambandi... Kannski ætti ég að halda mér fyrir utan viðskipti og vinna sjálfboðastörf.

Andlitin mín
Komst að þvi í vikunni að tveir æskuvinir mínir eru á strætóskiltum borgarinnar. Annan aðilann þekkti ég ekki fyrr en ég var búinn að horfa á myndina í næstum tvær vikur, en Þóri þekkti ég strax, enda fór ég með hann á rúntinn niður í bæ til þess að sjá auglýsingu.

Jamm ég er semsagt að tala um andlitin sem við horfum á þegar við keyrum um Reykjavíkurborg. Við getum kallað þetta andlit nýja Símans, nýja KB Banka eða hvað sem er, ég legg samt til að þetta verði andlit Reykjavikur og það er ekkert smá, ég meina Reykjavík var Menningarborg Evrópu árið 2000 og Ísland er best í heimi...

Jamm, ég var að tala um æskuvini. Hinn aðilinn sem ég þekki er hún Berglind en við erum búin að þekkjast áður en við fengum hár á kynfærin (ekki það ég viti eða muni, fannst þetta bara hljóma heimsborgaralegt) en við vorum semsagt að dansa saman í gamla daga. Við vorum samt ekki að dansa í sama Dansskóla þannig að ekki vorum við vinir en síðan lágu leiðir saman í Versló og ekki vorum við vinir þá því ég var skápanörd þá og taldi hamingjuna felast í því að ná tveggja stafa tölu fyrir próf. Við getum sagt að undanfarið hef ég alls ekki leitast við að ná hamingjunni minni þannig, eða eftir að ég uppgvötaði á mér endaþarminn.

Stúlkan er semsagt Berglind og vinnur með mér á Argentínu, sem er svolítið fyndið því að í fjarlægð taldi Þórir það alltaf vera sig þegar hann sá Berglindi á strætóskilti, en svo þegar nær var komið sást það vel að svo var ekki...

Þegar þú ert búinn að lesa svona langt í sögunni minni um æskuvini mína þá gætiru haldið að þetta væri ekki æskuvinir mínir. En það er samt ekki satt, þegar ég gerði loksins vinasamning við þetta fólk gerðum við hann afturvirkann, til dæmis fannst okkur Þóri alveg út í hött að við höfðum bara þekkst í tvær vikur þegar slefið á milli okkar var fyrst að þorna. Berglind var mest súr yfir því að hafa ekki nælt sér í mig áður en kom út úr skápnum. Ég skil það vel...

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Skipulagning á tíma?
Vill einhver lesa bloggið hans Jóa og láta hann vita hvort hann sé nokkuð veruleikafirrtur?

sunnudagur, janúar 11, 2004

HHG
Sverir Páll, kennari í MA, hefur skemmtielgar skoðanir um HHG og skrifin hans.

Loksins?
Ég fór í internetrúnt í kvöld. Sá á heimasíðu Röskvu skemmtilega fyrirsögn. Ég hélt að það væri frétt um að loksins væri fréttir og nýtt á forsíðu heimasíðunnar, en í raun var þetta frétt um málefni Háskólans.

Sorry
Ég er sorry gagnvart því sem ég hef látið út úr mér hérna. Fyrirgefðu Þórir. Þú áttir þetta ekki skilið.

föstudagur, janúar 09, 2004

Lord of the Rings
Ég hélt matarboð á þrettándanum. Bauð Siggu systur, Þóri, Völu systur og Oddgeiri. Ég tók út fisk um morguninn og var með vatn í munninum allan daginn. Ég var búinn að ímynda mér 200 aðferðir til þess að útbúa fiskinn. Á endanum ákvað ég að sjóða hrísgrjón með karrý, baka hvítlauksbrauð og ofnbaka fiskinn með gulum baunum, lauk, papriku, kryddi og ost. Eins og almennilegum gestgjafa sæmir sótti ég flesta í matboðið og síðan átti að taka til við matgerðina. Þá kom í ljós að fleira kom með fisknum en girnilega útlitið. Þegar fiskurinn var afþýddur fylgdi frí myglulykt af honum, lyktin var alveg að fara skemma matarboðið mitt. Ég var samt ekkert lengi að bjarga þessu. ég sauð núðlur, hitaði hvítlauksbrauð og allt var borið fram með chilisósu. Það var svolítið gaman að kveðja jólin með núðlum, chili og hvítlauk. Eitthvað annað en það sem maður hafði troðið í sig seinustu vikurnar tvær.

Af hverju er það eina sem ég get hugsað um núna hvað er langt í næstu jól og hvað ég hlakka til að fara troða í mig reyktu svínakjöti, sykri, jólaöli og rjóma. Hmm... Veit einhver hvað er langt í næstu jól? Er einhver til í að halda svona átveislu með mér á næstunni?

Andlit hvað?
Oft finnst mér fólk drulla yfir mig í netheiminum og í raunveruleikaheiminum. Nú fær fólk eitthvað til baka. Mig langar til þess að spurja Þóri af hverju hann telji sig vera andlit KB Banka. Ég og Sigga systir erum ekkert svo viss um það nefnilega. Við teljum að sannleikurinn komi brátt í ljós. Ég kom með þá tillögu að Þórir væri að reyna hrista suma til en Sigga hafði ekkert um það að segja.

KB Banki endurgreidd mér færslugjöldin mín í gær. Þetta var skítur á kanil. Ég get ekki keypt bjór, ekki einu sinni lítinn bjór, þó ég fengi hann á VSK lausu verði. Hinsvegar er búið að eyða milljónum króna í að benda mér á að ég er að fá þennan pening endurgreiddan. Mér finnst vera blása sápukúlur framan í mig, innihaldið er loft en þetta er skemmtilegt að sjá.

Svo er hinsvegar spurning hvort að sápukúlurnar eða unaðsfulltrúar munu vinna á þessu ári. Hvað ef unaðsfulltrúinn minn tæki upp á því að taka sér hlutverk strákanna í myndbandinu "Ladies night" og blása sápukúlur á mig... Þá þarf ekki að spurja hverjir vinna.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Nýr kærasti
Ég er búinn að finna mér nýjan kærasta og viljið þið giska? Hann er ekki á föstu, hann er ekki í skápnum og ekki gagnkynhneigð blók! Nýji kærastinn minn heitir Orlando Bloom. Þið sem vitið ekki hver hann er þá getið þið horft á Lord of the Rings myndirnar eða horft á Jay Leno þáttinn sem var í kvöld. Jesús, hann er bara pínu sætur. Svo er hann líka að spila í bleika liðinu, na na na na na na!

Þetta er örugglega ein af sorglegustu bloggfærslum mínum. Ég er að vinna að annálnum mínum fyrir síðata ár. Persónulegur annáll. Spennið beltin og haldið í hrossin!

Bleikt tannkrem
Þegar ég vaknaði í morgun þá leið mér ekki vel. Ég er alveg viss um að það voru ekki áfengiseiningarnar sem voru innbyrgðar í gær, kannski fjöldi tegunda þeirra. Ég bragðaði á amk fimm rauðum vínum, drakk 5 mojito, 2 jarðaberjakokteila, 4 gosbjóra, kampavín, nokkur skot af Butterscotch (það er gott) og endaði svo á að fá mér romm í kók (einhvern tímann er allt fyrst). Ég var líka svo elskulegur á að skvetta tveimur Butterscotch snöfsum á barþjóninn, þetta var þó ekki til þess að fá hann til þess að fara úr að ofan, heldur meira kannski til þess að krefjast þess að fá flöskuna afhenta. Það gekk þó ekki eftir, en hann fór ekki úr að ofan, enda hefði blindur maður beitt neitunarvaldi sínu. Verður maður svona skrítinn af fríu áfengi?

Annars var ég í miðri sögu að segja ykkur frá því hvernig ég vaknaði. Ég átti erfitt með að koma mér fram úr en náði þó hádegisfréttunum með því að kveikja nógu tímanlega. Það var svo þegar ég var að skvetta úr skinnsokknum að ég fékk áfallið. Fréttamaðurinn á Bylgjunni sagði mér að partý um nóttina hafði endað með því að húsráðandi hafði verið stunginn. Vitandi það að fjöldi fólks fór heim til samstarfsfélags míns eftir partýið fékk ég alveg í magann. Hvaða heilbrigða fólk, annað en þjónar og kokkar, djammi á miðvikudögum. Þarna taldi ég alveg víst að partý samstarfsfólksins hafði endað á annan veg en við hefðum vonað.

Til þess að láta mér líða betur ákvað ég að opna nýja tannkremið sem ég keypti um daginn. Það er í svona bleikri túpu og virtist vera rosalega væmið. Ég var orðinn rosalega spenntur. Langaði mikið að fara tannbursta mig og losna við þynnkubragðið. Þegar ég lét tannkremið á tannburstann var ég pínu vonsvikinn, það var ekki bleikt á litinn heldur ljóstblátt og hvítt. Mjög leiðinlegt á litinn, bragðið á annan veg var hreinlega himneskt. Ef ég hefði ekki verið svona þunnur þá hefði ég misst út vökva. Ég fór bara fram í sófa og tannburstaði mig þar til þess að njóta stundarinnar, mér fannst eins og það væri komið vor, fuglarnir byrjaðir að syngja og svoleiðis.

Svo skolaði ég muninn og fuglinn þagnaði. Ég hlakka til að fara sofa í kvöld. Ég er bæði þreyttur og svo er ég spenntur að sjá hvort að fuglinn syngi aftur.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Guslangur
Jæja opinberlega heiti ég Guslangur Kristmundsson hjá Norrænu Ráðherranefndinni. Ég fékk þetta í svona skemmtilegu bréfi í gær. Síðan þurfti ég að senda bréfið til baka, undirskrifað, átti ég að skrifa Guslangur eða Guðlaugur. Ég fór milliveginn og skrifaði Guðlangur. Ég svara greinilega hvaða nafni sem er...

Jæja, nú ætla ég að hlaupa út úr húsi og sækja pönnuna MÍNA til Héðinns.