þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Frá því síðast
Fyrir tveimur vikum datt mér aldrei í hug að ég ætti eftir að:

- drekka púrtvín með sambýliskonunni minni bæði á Hringbrautinni í Reykjavík og á (c)Anal (s)Treet í Manchester.

- vakna upp við það á miðri nóttu að fellow-sumar-fluffa læddi hendinni niður magann á mér, læsti sér í bringuhárin og dró sér upp að mér. Svona til þess að sofa betur eða eitthvað.

- skilja símanúmerið mitt eftir hjá afgreiðslumanni Café Neró á Heathrow flugvelli.

- taka leigubíl í skuggalegt hverfi Manchester og þegar leigubifreiðin stöðvast fyrir framan stórt hús, tek mig til við að kveðja Ólöfu og leigubílstjórann, þegar sá síðarnefndi galar upp með sér: "..and you have a naked fella waiting for you!" - ekki verða of spennt lesendur góðir, þetta var bara hann Héðinn sem hafði heyrt í bíl fyrir utan húsið. Líklega leit hann út fyrir að vera nakinn af því hann var í kremlituðum náttbuxum og dansinn hefur líklega verið þegar hann þurfti að bera fyrir sig hendur til þess að stöðva glampann á glugganum.

- afþakka ferð til Dóminíkanska lýðveldisins með fyrrum ást lífs míns. Bara við tveir, á þeim forsendum sem ég kýs. Fyrst var ég svo upp með mér og ánægður. Svo varð ég bara reiður.

- legið upp í rúmi með krampa í maganum þegar vinkona mín sagði mér frá klósettferð sinni síðustu helgi.

- vera "sagt upp" með sms-i. Og sagt frá því hér.

- eyðileggja tveggja mínutna þjóðarþögn í Bretlandi með hjáp Héðins. Okkur tókst þetta með því að arka inn gjammandi á skrifstofu skólans hans þar sem á að giska 40 manns stóðu lútnir í höfði og skoðuðu skó hvors annars. Leiðinlegt að segja frá því að það tók okkur rúma mínutu að við áttum að þegja..
Innskot: Þessi tveggja mínutna þögn er haldin til minningar um alla þá sem hafa látist í stríðum. Seinna á djamminu þótti það ekki fyndið þegar ég sagði söguna og útskýrði að við Íslendingar værum auðvitað ekkert að halda svona árlega þagnir. Þegar við færum í stríð þá færum við bara í stríð við breska heimsveldið og við hefðum alltaf unnið. Hverra væri að minnast? - Ég fékk ekki bros, hvað þá glott fyrir þennan smellna brandara. Enginn Breti þekkir "the Cod wars"...

- stolist inn á karlaklósett veitingastaðar með kvenmanni, afklæðst, sýnt á mér þjóhnappana og brugðið mér í búning til skemmtunar fyrir okkur bæði.

- rekast á sæta strákinn í flugvélinni á leiðinni heim, daginn eftir á Lækjartorgi, daginn eftir það á Laugarveginum en síðan þá hefur hann gufað upp. En hafið ekki áhyggjur, Sigga systir þekkir kauða. Hann er nefnilega í landsliðinu í dansi. Var ég búinn að segja ykkur að ég er Íslandsmeistari í dansi? Það sem börn nú til dags fara á mis við mikla dansmenningu sem var hér upp á sitt besta í gamla daga.

- ráðleggja ykkur að fara ekki með Lovísu að versla að degi til og enda á djamminu um kvöldið - með innkaupapokana. Ekki misskilja mig, farið öll að versla með Lovísu en haldið innkaupapokunum og djammi síðar um kvöldið alveg aðskildu. Ég hef hana sérstaklega grunaða um að plata fólk "að rétt aðeins kíkja" í AnnSummers. Það nefnilega endar með því að hún verslar ekkert en þú gengur út með fullan poka af gotterí. Á djamminu veitir pokinn svo mikla athygli að það verður vandræðalegt. Ég tala nú ekki um ef þú ert umkringdur vinahóp á skítugum karíókíbar þar sem vinahópur sem samanstendur af Írum og Skotum vilja endilega fá að kíkja ofan í pokann hjá þér...

- afþakka boð um þríkant um miðja nótt. Röddin hinu megin línunnar vildi ekki gefa sig og bauð mér því að velja sjálfur þriðja aðilann, af lista.

- staðið á gangbraut Suðurgötunnar, bíðandi eftir grænu ljósi, þegar drullug, mannhæðar stóra gusan...

- verið boðið út að borða á Tapas

- búið til jólakonfekt fyrir jólin, notað til þess Amaretto, Beylis, Grand Mariner, koníak, marsípan, núggat, toblerone, skeiðar, hvítt, ljóst og dökkt súkkulaði, nokkra einnota hanska, möndlur, hunang, kókosmjöl og allt allt allt of lítið af þolinmæði.

Heili
Ég er svo mikill sukker fyrir svona prófum, sérstaklega þegar ég get borið mig saman við vini mína. Þýðir þessi niðurstaða að ég hafi unnið?


Your Brain is 93.33% Female, 6.67% MaleYou have the brain of a girly girl

Which isn't a bad thing at all

You're emphatetic, caring, and in tune with emotions.

You're a good friend and give great advice.


miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Mongólía
Ég var ekki búinn að segja ykkur frá því hvað ég sat við hliðina á tveimur skemmtilegum kerlingum á leið heim frá Kaupmannahöfn um daginn. Þær voru brilliant, báðar á fimmtugsaldri, um það bil að andast úr hressleika.

Þær drukku bara koníak um borð í flugvélinni, því að þær drukku bara rauðvín í Kaupmannahöfn og vodka í St. Pétursborg. En þær voru nú ekki að koma þaðan heldur voru þær í Síberiu-hraðlestinni þar sem þemað var Tia Maria. Þær sögðust vera búnar að vera fá nóg af þeim viðbjóði. Í hraðlestinni hittu þær marga sæta stráka, meðal annars tvo unga stráka frá Nýja-Sjálandi sem önnur þeirra deildi klefa með. Hún fór fögrum orðum um það hvernig strákarnir voru vaxnir.

Hin lenti með breskum mæðgum, sem voru duglegar að drekka með henni Tia Maria. Það voru nokkrar flöskur sem þær tóku með sér í hraðlestina. Hápunktur ferðarinnar var þegar önnur ældi og hin spilaði póker á meðan.

Skemmtilegasti staðurinn sem þær fóru til var þorp í Suður-Kína, þar bjuggu 600.000 manns en að staðaldri eru þar 9 milljónir ferðamanna. Þær sögðu að þetta væri það merkilegasta sem þær upplifðu. Borgin var tóm af fólki en full af ferðamönnum. Þeir sem búa þar eru stanslaust að þjónusta ferðamanninn. Þess vegna var stemningin ólýsanleg og þær kynntust einum sætum strák frá Ástralíu og öðrum frá Chile..., þarna kom hlé á frásögnina og sú sem sagði frá horfði gaumgæfilega á mig, sagði svo, þeir hafa verið á aldur við þig - án þess að gefa nokkrar frekar útskýringar.

Þetta þótti mér bæði fyndið og skemmtilegt. Svo gengu þær Kínamúrinn, heimsóttu Peking og voru svolítið í Mongólíu. En á leiðinni út höfðu þær farið í gegnum Stokkhólm og farið þar til Uppsala, þá til Helsinki og farið upp að einhverjum vötnum og þaðan með rútu til St. Pétursborg þar sem þær voru í viku.

Þær náðu alveg að fanga athygli mína, mér þótti þetta svo merkilegt að tvær eldri konur væru að rífa sig upp á rassinum og ferðast svolítið í fimm vikur. Þær vinna nefnilega báðar sem gjaldkerar hjá KB banka...

Svo spurðu þær mig hvaðan ég væri að koma. Þá fannst mér það ekkert merkilegt að hafa eytt helginni í Köben á kvikmyndahátíð, þannig að ég reyndi að segja snögglega fra því en bætti því við að mig langaði á Interrail á næsta ári. "Hvað ertu gamall" var spurning sem dundi á mér áður en ég kláraði frásögnina. Þegar hún hafði heyrt svarið, hallaði hún sér aftur, tók stóran sopa af koníakinu (kláraði glasið) og sagði mér að þá hefði hún verið búin að fara tvisvar í Interrail...

Mér fannst ég ekkert merkilegur en þá bara æstust þær allar upp í að segja mér frá ferðalögum. Þær voru til að mynda saman í Nam (Víetnam) árið 1991 eða hvort það var 1997 eða 1981, eitthvað sem ég man ekki. Þær voru þar í tvær vikur, áttu, dönsuðu og fleira sem ég man ekki. Ég ruglast nefnilega saman við ferðasöguna þegar þær fóru í tvo mánuði til Nýja Sjálands einhverju síðar og bjuggu hjá bónda uppi á einhverju fjalli og voru að aðstoða hann við að hugsa um einhverjar kindur.

En þessu öllu slær saman við það þegar önnur þeirra fór til Kúbu í skipulagða ferð en varð eftir og endaði sem sjálfboðaliði við byggingu sjúkrahúss (var það kannski heimili fyrir munaðarlausra). Hún nefnilega vissi af hinni á leiðinni, þannig hún beið bara eftir hinum helmninngum í tæpa tvo mánuði, svo fóru þær saman eitthvað áfram.

Þær voru báðar vel í holdum og mikið útiteknar. Þær voru í þunnum og mikið notuðum toppum, ermalausum. Sú sem sat við hliðina á mér lyfti upp hendinni og spurði mig hvort að hún þyrfti að fara í sturtu, hvort það fyndist vel. Ég var kurteisin uppmáluð, búinn að svitna sjálfur heil ósköp út af stækjunni sem barst af þeim. En mér var alveg sama, ég vildi bara heyra fleiri sögur.


Úr einu í annað, nýlega var mér tjáð að ég hefði spurt upp úr svefni hvað það kostaði að fljúga til Ástralíu.

Á laugardaginn var ég að þjóna í veislu, sem er ekki frásögufærandi nema að ég hafði verið ósofinn undanfarna þrjá daga. Logi Bergmann var veislustjóri og hann var í svaka stuði, hann spurði frétta af Fréttapésum og annað. En allt kvöldið var ég að drepast úr hræðslu að hann tæki upp á því að skjóta á mig gríni eða segja einhverja brandara um mig. Þetta er semsagt hin margumtalaða rækjuveisla sem Álfheiður talaði um..


Svo vil ég skora á Kamillu að segja svolítið frá Alex. Ég svona bol líka og get alveg lánað þér hann.