sunnudagur, júní 26, 2005

Vatnsleki í húsi við Þórsgötu
Ætli það sé gúrkutíð hjá fréttamönnum? Tengill á frétt Morgunblaðsins. Talandi um Morgunblað, langamma mín er körfuboltastjarnan í Mogganum í dag :)

"Tell your heart that the fear of suffering is worse than the suffering itself. And that no heart has ever suffered when it goes in search of its dreams, because every second of the search is a second's encounter with eternity"

Paulo Coelho - The Alcehemist

þriðjudagur, júní 14, 2005

NY í gær og Minneapolis á morgun
Áður en ég sest niður til þess að segja ykkur frá New York er betra að biðjast afsökunar á öllu bloggleysinu, það er að segja ef þið eruð ennþá að mæta hingað. Einhverjir hafa verið að velta fyrir sér bloggfærslunni minni síðustu. Ekki misskilja þegar maður vitnar í mikilmennin. Þórólfur Jarl fyrrverandi bekkjarbróðir og ég vorum að ræða þurrkatíðina okkar þegar hann lauk samtalinu á svona skemmtilegan hátt. Við höfðum ekki verið að ræða sama þurrkinn á sömu forsendum. Stundum getur skilgreiningin verið ástæða misskilings og skemmtunar.

En núna er ég farinn að hljóma eins og afi, hvað er þá betra en að segja ykkur frá New York. Einhver vinur minn vill meina að ég hafi einstakan hæfileika til þess að upplifa alla hluti miklu betur og á dýpri hátt en annan hátt. Þannig fái ég meira út úr lífinu en annað fólk og sé því að lifa miklu hraðar en aðrir. Ég veit ekki með það en mér fannst ég vera í New York í hálfan mánuð þennan tæpa sólarhring sem ég var þar.

-Hótelherbergið mitt var á 38 hæð á Time Squere, frábært útsýni alveg hreint. Ég held að ég hafi farið fram úr á hálftímafresti í þá 4 tíma sem ég svaf til þess að sjá mannlífið á götunum og í garðinum. Rúmið mitt var tæpir fjórir metrar á breidd, þægilegt en það varð líka til þess að ég flæktist í rúmfötunum í eitt skiptið þegar ég ætlaði að fara fram úr, skallaði vegginn og rúllaði undir skrifborðið. Þurfti því að slaka á í setustofinni á eftir.

-Fór í sturtu í fjögur skipti á herberginu, lyktaði af tilbreytingu af klór í stað brennisteins. Þakkaði fyrir að þessu væri ekki blandað saman heima.

-Lenti í rannsókn hjá NYPD og "díís" eða Detectives þegar skotið var á 24 ára gamla stelpu í verslunarleiðangri á horni 34. og Broadway. Okkur var haldið í 45 mínutur.

-Kíkti í heimsókn til US Post Office. Byggingin er stærri en Hótel Borg, Seðlabankinn, Hæstiréttur og Þjóðminjasafnið - til samans. Öryggisgæslan var meiri en hjá Alþingi sjálfu. Sá fram á að hafa ekki tíma til þess að kíkja í "mikilvægari" stofnanir vegna öryggisráðstafana og tímaleysis hjá mér.

-Gekk hringin í kringum Madison Squere Garden og lét taka mynd af mér og nokkurra hundra metru skilti af Brad Pitt, ég ásamt öðrum 12 ára stelpum.

-Tók átta leigubíla um nóttina á djamminu, þar af fengum við einn frían.

-Fór í starfsmannapartý á einum staðnum þar sem fólk var svo út úr reykt að það réð ekki við áfengisflöskur, bað mig um að blanda drykkinn sinn sjálfur. Sjálf réðu þau bara við það sem það sem þau snéru sjálf...

-Endaði um nóttina á McDonalds á Time Squeare þar sem fram fór 60 manna brúðkaupsveisla. Við áttum ekki mikið eftir af hlátri þegar brúðurin gekk út í bleikum tertukjól með 5 innanpíkubleikar brúðarmeyjar og sjálf í hvít-gráum útgengnum flatbotna inniskóm. Þegar önnurfreyja settist á gólfið af hlátrið og sjálfur var ég að berjast við að öskra ekki úr hlátri var sussað á okkur. Við vorum beðin um að sýna brúðkaupinu virðingu. Gengum svo á eftir hersingunni með borgarann upp á hótelherbergi.

-Sofnaði ekki við fuglasöng heldur suð í ljósaskiltum. Vaknaði ekki við sólarupprás heldur þegar neonskiltin hættu að lýsa upp loftið í herberginu mínu.

-Verslaði á Canal, litlu Kína. Þar var okkur troðið á bak við verslun inn í lagerinn sem var svo læstur. Einum veggnum, fullum af hillum og vörum, var hrundið upp og við skriðum áfram á fjórum fótum. Þar inni var lítið ólöglegt töskubyrgi þar sem gervi merkjavörur voru seldar á grjónagraut og kanil.

-Leitaði að Empire State, fékk mér svo kaffi með Ragnheiði. Litum svo til himins að kaffibolla loknum, höfðum þá drukkið bollann inni í byggingunni. Sniðugt.

-Fór í dótabúð sem var á stærð við Kringluna. Fann samt ekkert sem mig langaði í en keypti bangsa sem mig langaði að kaupa handa kærastanum mínum, sleppti því þess vegna.

-Sá fjóra sæta stráka í New York og eyddi hálftíma uppi á hótelherbergi til þess að hringja til útlanda fyrir 5 dollara. Ætlaði að reyna hitta Nick, ítalskan vin minn, sem ég kynntist í Danmörku árið 2002. En hann var á ströndinni með kærastanum sínum og gat ekki hitt mig, við ætlum því að hittast næst. Ég horfði þá í staðinn á bíómyndina The Whole Nine Yards.
Áhafnavaktin hringdi svo í dag. Þau ætla að senda mig til Minneapolis á morgun, kem heim á föstudag. Ég átti að fara á blint stefnumót í kvöld, en ég virðist hafa verið svikinn um það. Læt ekki plata mig i svona aftur.

Fer svo í rannsóknarviðtal á morgun. Evrópusambandið er að rannsaka sambandshegðun og væntingar samkynhneigðra og gagnkynhneigða. Þau vilja endilega rannsaka mig. Vona að þessi vonbrigði mín af kvöldinu í kvöld gefi ekki slæma mynd af íslenskum hommum.Annars gengur vel að koma sér fyrir á Hringbrautinni. Hér vaska ég upp tvisvar á dag, er búinn að koma mér upp rakatæki og dekra við blómin mín. Er að búa til aðgerðaplan til þess að ná blettum úr sófa. Mála myndir í frístundum og hendi drasli í hvert skipti sem ég ætla að fara sofa. Það er lítið orðið eftir af dóti í herberginu mínu.

Less is more. Hér set ég punktinn í bili. Áður en ég kveð þá fann ég blogg hjá homma í Minneapolis. Hann er ekkert of sáttur við lífið þar...

sunnudagur, júní 05, 2005

það að sofa hjá einhverjum sem þú hefur sofið hjá áður er til dæmis allt í lagi af því að það er bara eins og að fróa sér