mánudagur, maí 30, 2005

Hræsni
Já, hræsni er orðið gott fólk. Hræsni. Ég hef aldrei verið jafn orðlaus og í dag. Það er gaman að spjalla við fólk og ræða málin, stundum eru þetta innihaldslausar vangaveltur og spjöll, stundum er það dýpra. En í dag tók steininn úr.

Ég er skráður á tvo einkamálavefi. Það eru mjög fáir þar sem ég nenni að spjalla um, spurningar um það hversu stórt typpi ég hafi eru penn vegvísir handa mér um að eyða ekki fleiri orkubitum í þann prófílinn. Á báðum einkamálavefjunum er ég með mynd af mér og stundum í góðra vina hópi.

Í dag fékk ég skilaboð frá Spánverja (og munið þið hversu heitur ég var alltaf fyrir þeim) sem vildi ekki tala við mig, en endilega vita meira um einn vin minn sem var með mér á myndinni. Mér sárnar að vinir mínir sem eru flyttir til Kaupmannahafnar séu á hverju kvöldi að veiða og leika sér en veiða svo líka í gegnum mínar einkamálaauglýsingar.

Ég held að þetta sé síðasta vísbendingin mín um að taka mig út af "á lausu" markaðnum. Og það helst STRAX.

föstudagur, maí 27, 2005

Kaffi, te, mig?
Fékk ótrúlega skemmtilega síðu senda til mín frá Þórhalli. Vill ekki einhver kaffi?

þriðjudagur, maí 24, 2005

Nýr norrænn skattavefur
Þetta er einstök fyrirmynd að samstarfi í skattamálum, segir í yfirlýsingu norrænu fjármálaráðherranna sem opnuðu nýjan vef um skattamál á fundi sínum í Kaupmannahöfn á föstudag. Skattavefurinn hefur slóðina www.NordiskeTax.net og er í raun sameiginleg norræn skattaskrifstofa á vefnum.

Markmiðið er að auðvelda skattgreiðendum á Norðurlöndum að leita réttar síns og fá svar við spurningum er snúa að mismunandi skattlagningu í löndunum. Vefurinn er fjórskiptur, eftir tungumálum, löndum, efnisflokkum og vandamáli.

Skattavefurinn á sér ekki einn samastað heldur er hann tengslanet á Netinu fyrir sérfræðinga um skattamál. Hann er hluti af norrænu upplýsingaþjónustunni Halló Norðurlönd þar sem finna má margs konar upplýsingar fyrir norræna borgara (www.hallonorden.org)

- Skattavefurinn er gott dæmi um að norrænt samstarf er til hagsbóta fyrir alla Norðurlandabúa og að allir geta haft ánægju og not af sameiginlegu framtaki segir í yfirlýsingu norrænu fjármálaráðherranna.


Ég veit að það eru ekki margir íslenskir vinir mínir sem ekki líkar þetta nýja samstarf í Norrænum skattamálum, einhverjir hafa fengið bréf um gamlar skuldir...

sunnudagur, maí 22, 2005

Spenntur
Helgin var góð. Sáttur við Eurovision. Var í einkar góðum hópi en ég var rólegur. Flyt á miðvikudaginn. Ég bý í kössum núna. Vantar að selja fataskápinn minn, hver vill kaupa?

Mér finnst þessi síða skemmtileg.

sunnudagur, maí 15, 2005

Dauði og djöfull
You Will Die at Age 82
82

Congratulations! You take good care of yourself.
You're poised to live a long, healthy life.Ég vil ekki grafa vini mína, þarf þá bara að byrja reykja eða eitthvað slíkt.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Jón Jónsson
Mig langar að benda ykkur á heimasíðu sem maður getur eytt klukkutímunum í að skoða. Smelltu hér og næstu tvær klukkutímarnir verða uppteknir við eitthvað allt annað en þú áætlaðir þér.

Já, og ég flýg til Köben í dag. vííí! Fyrsta flugið mitt!

miðvikudagur, maí 11, 2005

Í dag er 100 króna dagur
Ég vaknaði tvisvar í morgun. Einu sinni þegar mamma hringdi og í hitt skiptið þegar mig dreymdi að hringt var í mig. Símtalið sem ég fékk í drauminum var miklu skemmtilegra. Það byrjaði svona:

"Gulli, til hamingju! Þú hefur unnið í 100 króna keppninni."

Ég var skiljanlega mjög þreytulegur enda hringdu þau rétt yfir átta í drauminum og tilkynntu mér að ég hafði unnið í 100 króna keppninni. Verðlaunin eru þau að ég má kaupa mér allt sem mér lysti í dag og allt sem ég keypti kostaði bara 100 krónur!

Hvað gerir nývaknaður Íslendingur sem má kaupa allt sem hann vill á 100 krónur?

Ég fór í bankann og þurfti að bíða eftir að þau opnuðu. Ég sagði gjaldkeranum frá heppninni minni og tók út 800 hundrað krónur af yfirdrættinum. Síðan var ég að ganga um götur bæjarins og gat ekki fyrir mitt litla líf ákveðið hvað ég átti að kaupa. Ég hljóp og hljóp um allan bæinn, tókst ekki að taka neina ákvörðun. Átti ég að kaupa mér fullt af fötum eða kannski bara flugmiða og hótelgistingu? Þetta var allt of erfitt. Þegar langt var gengið fram að kaffi hafði ég ekkert keypt.

En þá hringdi mamma og ég vaknaði í annað skiptið þann daginn. Klukkan var þá 11 og í smá stund fannst mér eins og ég hafði keypt mér gálgafrest.

Hvað er mórallinn í sögunni? Hann er mjög einfaldur:

Vertu með það alveg á hreinu alla daga hvað það er sem þig langar í og hvert þú stefnir, því ef þú vinnur þá hleypir þú ekki út um allt og getur ekki tekið ákvarðanir, heldur eins og reytt hæna með átta hundraðkrónur í hendinni þangað til keppninni er lokið.

þriðjudagur, maí 10, 2005

"Ok, ok, I have accepted your visa"
Sagði konan í Bandaríska sendiráðinu til þess að grípa fram í fyrri mér þegar ég tók nokkrar mínutur í að svara fyrstu spurningunni hennar um námsplönin mín. Ég gaf henni bara ítarlegt og gott svar við fyrstu spurningu, svo hafði hún ekki áhuga/tíma í að vita meira. Greip fram í fyrir mér og sagði mér að vera ekkert að koma aftur, hún myndi senda mér vegabréfið í pósti.

sunnudagur, maí 08, 2005

Andskotans djöfull
Áttaði mig á því í dag klukkan 15:55 að ég væri að læra undir vitlaust próf og er búinn að vera að því síðan á föstudag. Prófið sem, er það stærsta sem ég tek, er á morgun. Efnið er mér samt vel kunnugt en það tók samt rúman klukkutíma að jafna sig og fá púlsinn niður í lærdómsvænan hraða.

Annars er það að frétta að Svava kom óvænt til landsins á föstudaginn, öllum að óvörum. Hún verður þangað til á fimmtudag. Nýverið byrjuðum ég og Guffi á því að slökkva alltaf á símunum okkar þegar maður þarf frið, á öðrum degi hafði það komið mér í koll því ég missti af svakalegu óundirbúnu djammi með gamla þotuliðinu; Svövu og Adda. Sömu nótt voru líka mikil ólæti í bænum. Í gærkvöldi sofnaði ég svo yfir bókunum og vaknaði í morgun, hefði alveg eins getað sleppt því þar sem ég lærði auðvitað undir vitlaust próf.

Svo langar mig að benda fólki á að Héðinn og Matta eru að njóta lífsins í París núna á meðan ég og Sigga systir höngum öllum stundum á Kaffitári. Talandi um Siggu, hún er búin að skrifa mjög áhugaverðan 100 atriða lista á heimasíðunni sinni. Allir að lesa.

Í gær fór ég í sund með Ingva og Karen, þau eru ótrúlegir snillingar. Ingvi á alltaf einhverjar góðar hugmyndir í pokahorninu sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd. Núna var lagður undirbúningur að því að fara í sumarbústaðaferð eftir næstu áramót. Við erum ekkert að missa okkur... nei.


Langar að árétta þann misskilning að Ratleikur 2005 sé bara fyrir útvalda, hann er fyrir alla og hann er ekki liðinn. Hann er enn á áætlun og nú þegar eru svo margir margir margir sem ætla að vera með...

laugardagur, maí 07, 2005

Laugardagur
Vaknaði snemma í morgun til þess að verða einum degi nær Fluffunni. Núna er hnútur að komast í magann en fyrsta flugið mitt er á fimmtudaginn...

föstudagur, maí 06, 2005

Ógeðslegur listi
Oft hitti ég fólk sem bendir mér á að Bandaríkjamenn er ekki alslæmir og auðvitað er það alveg satt, það er ekki hægt að alhæfa um eina þjóð. Listar eins og þessi er samt ekki beint það sem mér finnst vera "upplífgandi". Mér þætti gaman og gott að vita hvað Páfanum þætti um þennan lista en hann er nú þegar búinn að forða okkur frá kynvillu og líknardrápum.

Hausinn á mér er svo mikið dreifður núna en ég er búinn að vera skoða mikið hvernig málum er háttað þarna í hinu mikla fylki Texas. Kannski svona í lokin má benda á að yngsta manneskjan á þessum lista er fæddur 1986. Samt ætla ég ekki að dæma neinn, þeir dæma í Bandaríkjunum.

fimmtudagur, maí 05, 2005

05/05/05
Ef maður á einhvern tímann að blogga þá er það á svona degi. Hver vill ekki taka þátt í því. Ég hef átt svakalegan dag. Eftir að hafa verið heima hjá mér að læra þá hringir Sigga systir mín og platar mig að hitta sig á Kaffitári. Eftir kaffibolla var gengið af stað til þess að borða kjúkling og pizzu á Vegamótum, í tilefni þess að ég var klæddur í kvartbuxur í miðbænum. Sólin skein og svalur vindurinn blés á kálfana þegar ég skoppaði á milli bæjarhluta. Eftir að hafa spilað á Vegamótum og étið matinn okkar fórum við í Tiger að kaupa ýmsan óþarfa, eða réttara sagt bara ég. Síðan fórum við aftur á Kaffitár.

Athyglisvert að í bæði skiptin sátu Danir á næsta borði við okkur en ekki sömu Danirnir og yfir okkur var auglýsing um íslenska mynd á dönsku. Cosmo.

miðvikudagur, maí 04, 2005

You Are 45% Normal

(Somewhat Normal)

While some of your behavior is quite normal...

Other things you do are downright strange

You've got a little of your freak going on

But you mostly keep your weirdness to yourself