sunnudagur, febrúar 29, 2004

Allir að lesa Borgarann
Ingvi vinur minn sagði mér í gær að hann hafði verið á Þjóðarbókhlöðunni í vikunni, hann hafi litið til stelpunnar hliðina á sér, hún var með fartölvu og var að lesa mig. Þetta náttúrulega nær ekki nokkurri átt. Ég vil ekki hafa það á samviskunni að fólk sé frekar að lesa Borgarann en að læra.

Minni á Hinsegin Bíódaga, þeir byrja á fimmtudaginn! www.hinbio.org

Slökkviliðið í Haga
Um daginn kveiknaði heima hjá mömmu minni og pabba. Núna hugsa örugglega einhverjir, já já þetta er jafn líklegt eins og þegar Gulli prumpaði eftir að hafa verið í Bónus á laugardagsmorgni. En þetta er hreinlega sannleikur. Þið getið líklega aldrei giskað af hverju það kveiknaði í, mamma var að ryksuga. Kerlingin er nú snögg að þrífa og fer um húsið eins og stormsveipur en það var ekki hraðinn sem kveikti í, heldur sú árátta að stoppa ekki, þó að reykskynjarinn væri kominn á fullt. Það var þannig að móðir mín var á sínum 200 km hraða um húsið með ryksuguna í eftirdragi. Húsið okkar er gamlt og það er lítið um innstungur og engar eru þær í miðveggjum heldur bara í útveggjum. Það gerir það mjög óhentugt að ryksuga þar sem þú þarft stöðugt að vera færa til klóna í nýja innstungu.

Mamma hafði semsagt nýlokið við að taka úr sambandi inn í eldhúsi og stökk fram í forstofu að ryksuga þar anddyrið, stigann upp til ömmu og svona. Síðan fer reykskynjarinn af stað. Mamma kippir sér ekkert upp við það en veltir því fyrir sér hvað litlu systkini mín séu nú að taka upp á. Hún meira að segja flissar og hlakkar til að athuga hvað þau tóku upp á, þegar hún er búin að ryksuga anddyrið. Hún er nú ekki hálfnuð þegar reykskynjarinn er enn í gangi en þá gargar hún bara fram: "Vill einhver athuga hvað er í gangi þarna frammi!" En það svarar enginn. Mamma heldur samt áfram að ryksuga en ákveður samt að snúa sér við til þess að sjá hvort eitthvað sé í gangi. Til þess að gera langa sögu stutta þá tekur á móti henni svartur reykur sem hún stekkur í gegnum og slekkur á eldinum. Það hafði semsagt kveiknað á hellunni í öllum látunum og brauðkassinn runnið út á helluna.

Eldhúsið var hreinlega ógeðslegt. Það þurfti að ræsa út 3 fjölskyldur til þess að aðstoða við að þrífa alla hæðina í húsinu, vaska upp leirtau og fleira. Dúkurinn er ónýtur í eldhúsinu og hluti af eldhúsinnréttingunni. En mamma mín slökkti eldinn ein.

Hvað lærum við af þessu? Mamma mín er trukkur og er snögg að því, hún yrði einnig góður slökkviliðsmaður. En boðskapur sögunnar er að líklega er betra að ryksuga hægt en að drífa sig of mikið.

Í kjölfar á þessu er margt búið að breytast hjá mér. Mamma er svo ánægð með brunann að hún nær ekki upp í nefið á sér. Þetta er búið að vera vítamínssprauta fyrir hana til þess að endurgera húsið. Hún er búin að mála nærri allt á báðum hæðunum, og er hvor hæð rúmlega 100 fm. Þannig að þetta er búið að vera svolítið. Pabbi er búinn að dúkaleggja innri kjallarann og þegar þetta er skrifað er verið að parketleggja alla efri hæðina. Mamma og pabbi keyptu sér nýjan fataskáp í sitt herbergi, tvöfalt stærri en þann sem þau áttu. Skrifstofan hefur fengið sérstakt herbergi með tilheyrandi nýjum búnaði. Stofan hefur verið breytt og er núna orðin meira að svona mótttökuherbergi heldur en afslöppunar og sjónvarpsglápsherbergi okkar systkinanna, slík stofa er komin niðri í kjallara með koddum og fleira. Ég er kominn með nýtt herbergi eða herbergi 118 eins og við köllum það. Heiðrún systir er flutt í Glaumbæ, Kántrýbær er orðinn að stofu, Vala býr í flísahöllinni og litlu systkini mín hafa skonsuna fyrir leikherbergi.

Síðan er fjölskyldan mín búin að taka upp nýjan stíl, míneralskan stíl, það er búið að henda líklega um það bil 80% af okkar vereldlegu eignum. Til dæmis í svefnherberginu mínu er kominn nýr litur á veggina, rimlagardínur, rúm með rúmteppi, náttborð með engu á og engu í, litlar hillur með öllum Séð & Heyrt blöðunum frá fyrsta tölublaði til þess síðasta og stóll. Þá er það upptalið, ekkert á veggjum og hvergi neitt aukadót. Þetta er svo rauður þráður í gegnum allt "nýja húsið" okkar. Fremri gangurinn niðri er orðinn breyttur á lit, í stað bleikra veggja eru komnir grænir veggir með gráaum flotgólfum, þá þarf ekki að ryksuga, heldur er hægt að spúla bara allt gólfið. Þau telja það heppilegra til þess að koma í veg fyrir annan bruna. Allar aukahillur og skápar hafa verið hent og fleira. Ég hreinlega kannaðist ekki við mig heima hjá mér.

Ég mæli með að fólk kveiki öðru hvoru í hjá sér, það greinilega leiðir góða hluti af sér, fólk fær framkvæmda- og ruslhendagleði. Sem er náttúrulega mjög gott. Þið sem hafið komið heim til mín í sveitina þið vitið að ekki er hefð fyrir því að það safnist saman drasl þarna hjá henni móður minni, en þið ættuð að koma núna, hér áður fyrr gátum við haldið 150 manna veislur í húsinu en núna þegar meirihlutinn af mublum eru komnar á haugana getum við líklega sótt um skemmtanaleyfi fyrir 300 manns, svo mikið er plássið.

laugardagur, febrúar 28, 2004

Persónuleikapróf
Varð að taka eitt persónuleikapróf sem ég fann hjá Kjánanum. Fyrsta spurningin var mjög erfið, en hún fjallaði um hvernig maður hegðar sér í partýjum. Ég verð að segja að mér fannst ég geta verið svo margir karekterar að ég varð að leggja allt blogg til hliðar í smá stund til þess að gera það upp við mig.

Spurningin var svona: At a party, you expect to be ...
og það sem mér fannst ég geta verið var: The hostess, The life of the party, The one helping the hostess, The butt of everyone's jokes, The entertainment, The clean-up person, The social butterfly, Answering the door all night, og síðast en ekki síst:
Locked in the bathroom.

Ég náði samt að gera þetta upp við mig og niðurstaðan varð þessi:

Rerun
You are Rerun!


Which Peanuts Character are You?

Þetta útskýrir margt...

mánudagur, febrúar 23, 2004You're Sudan!

Every time you get a headache, you reach for some aspirin, only to realize that someone destroyed it.  That's just how things are going for you right now... it's hard to eat, hard to sleep, hard to not have a headache.  You try to relax, but people always jump on you about something that doesn't make sense.  If you were a goat, you'd be a Nubian.
Take the Country Quiz
at the Blue Pyramid

Litla systir
Jæja, litla systir mín er byrjuð að blogga með bestu vinkonu sinni. Þið getið skoðað bloggið þeirra hér.

Hrærivélagangur
Kom í dag frá slysastofu heimilistækja. Gekk inn um allar biluðu þvottavélarnar, hrærivélarnar og ryksugurnar. Svona hlýtur móður að líða þegar hún gengur um barnaspítala Hringsins, andrúmsloftið var óbærilegt og mig langaði helst að taka öll tækin með mér heim. Svo loksins sá ég hana, hrærivélina mína. Þeir sögðu mér að mótorinn í henni væri ónýtur. Ég kastaði mér á viðgerðamanninn og grúfði mér í bringuna hans, svo hrærivélin mín sæi ekki tárin. Ég náði að stynja í ekkanum öllum að hann yrði að laga hana, útvega nýjan mótor. Sterki viðgerðamaðurinn hvíslar að mér að það kosti mikla mikla peninga, hrærivélin sé svo gömul að það þurfi að sérpanta mótorinn í hana. Ég lít upp í augun á viðgerðamanninum þegar ég segji: Ég skal gera hvað sem er!

Hrærivélina fæ ég eftir viku. Þá ætla ég að baka bananabrauð. Ég er búinn að láta banana þroskast á eldhúsborðinu núna í viku, þeir verða örugglega tilbúnir til baksturs þá. Fór í BYKO til þess að skoða nýjar hrærivélar og brauðgerðavélar. Ég fór að hágráta og hljóp út, þetta var of snemmt fyrir mig, þó að gamla hrærivélin mín sé gömul og á spítala.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Vetrarhátíð
Fólk heldur upp á Vetrarhátíð í Reykjavíkurborg á ýmsan máta. Ég hendist niður í 101 til þess að hitta Héðinn en hann hafði lokið fréttavakt og þurfti að rjúka. Ég gæddi mér á afgöngum úr morgunpartýi Siggu Systur en hún hafði farið á Selfoss að detta í það og tekið daginn snemma. Eins og venjulega þegar ég er heima hjá Héðni þá hringir Florian vinur minn frá Sviss, nema að í þetta skiptið var hann staddur í Noregi og var um það bil að andast úr kulda. Hann hafði bara fyrr í þessari viku verið að djamma með öllum vinum mínum í Kaupmannahöfn.

Eftir þetta allt lögðumst við Héðinn upp í rúm (já já) til þess að spjalla. Ég meira að segja náði allri sögunni um ósiðsamlega tilboðið hans en lofaði að blogga ekkert um það. Ég þarf því að þegja yfir tveimur leyndarmálum. Ég gæti ærst. Ég held að ég sé ekki að rjúfa tryggð við neinn þegar ég segji að ósiðsamlega tilboðið sem Héðinn fékk var gulltryggt í seinna símtali. Má ég biðja hann líka um að hringja í mig? Ég skal borga leigubílinn, enda bý ég í sveit samkvæmt fréttapésanum.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Bænastund
Áður en ég fer að sofa fer ég með bænirnar mínar. Þetta er voðalega í anda Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, að muna að þakka fyrir hvað maður hefur fengið og búa til óskalista fyrir næsta dag. Þeir sem hafa ekki lesið viðtalið við menntamálaráðherrann í einhverjum af glanstímaritum landsins á seinustu vikum þá viðurkennir hún að eiga stund þar sem hún þakkar almættinu fyrir hvert það gæfuspor sem hún lendir í.

Hver vegna ætti ég þá að eiga í erfiðuleikum með það að viðurkenna það, heimsborgarinn sjálfur? Ég set ekki í minnipokann fyrir einhverjum ráðherra...

Þegar ég var lítill var mér hinsvegar uppálagt að maður færi aldrei fram úr rúminu eftir að fara með bænirnar, slíkt væri bara móðgun við guð. Í gærkvöldi áttaði ég mig hinsvegar á því að ég hafði gleymt að pissa og engdist um í rúminu fram eftir nóttu, án þess að geta sofið alveg í spreng. Ég gat bara ekki fengið mig fram úr til þess að fara pissa, svo sterk var þetta lagt fyrir mig þegar ég var lítill. Þetta hljómar asnalega núna en í gærkvöldi voru þetta hreinlega náttúrulögmál sem ekki var hægt að brjóta. Hvort segjir þetta meira um guðhræðslu mína eða leti? Kannski guðfræðineminn geti svarað því?

Það snjóar víst á Spáni
Þórir er búinn að fá bökunarhneigðina sína aftur. Héðinn safnar skeggi og gagnrýnir blogg mitt á annarra manna síðum. Leonce reið Markúsi Erni. Sigga Systir er lang duglegust að heimsækja mig. Ási er að fara til New York. Tjaldurinn er að spá í að hætta að blogga. Fólkið sem býr fyrir neðan mig reið í nótt. Konan sem býr hinum megin í hinum stigaganginum er búin að hlusta á Rás1 í allan dag. Mamma og pabbi eru að fara til Kanarí. Elín hittir Ása í New York. Ásta fer til Frakklands. Anna Magga býr á Akureyri, nýkomin frá Frakklandi. Addi er að drepa mig. Eyþór hitti fyrrverandi leikfélaga minn hann Jakob Fauerby, kallaði hann legend, tek undir það. Siddý er flutt til Íraks. Pétur sést ekki lengur á bloggsíðum eða gestabókum með hnittin og góð comment. Ragnar er hættur að blogga, segjir það skemmtilegra að lesa bara aðra. Háaldraða amma mín fer til Kaupmannahafnar á næstunni. Vala systir hugsar um að fara til Suður-Afríku. Paw er að fara til Berlínar. Aldís býr í Californiu. Stína er flutt til Baskalands. Svisslendingurinn og stórvinur minn Florian hitti konuna mína í Köben ásamt vöðvabúntinu Patrick, var á leið til Osló, í Osló er ráðstefna um það hvernig hægt er að sækja um styrki til þess að ferðast innan Evrópusambandsins, og svo er Sviss og Noregur ekki einu sinni í því partýi.

Heima sit ég svo og búinn að gera það síðan í nóvember. Mér finnst þetta ekki hægt, ekki fullorðnu fólki bjóðandi. Ég er búinn að lesa um vændi í allan dag, enda á að skila ritgerð um það á morgun. Ég las skoðanir fólks og allt svoleiðis, það gekk vel, en las svo skýrslu um félagslega stöðu þeirra sem stunda vændi og mér er búið að vera flökurt síðan. Ef ég væri í föstu sambandi og maðurinn minn kæmi heim núna, myndi ég senda hann í kalt bað með de samme og læsa mig inni í svefnherbergi, hann þyrfti að sofa í sófanum eða heima hjá sér, það fengi enginn að snerta mig. Þarf samt ekki að hafa áhyggjur af því líka, hingað kemur enginn. Vændi er viðbjóður.

Annars gekk lærdómurinn vel þangað til ég fór að lesa bloggsíður fólks í Kaupmannahöfn, það er búið að hitta Florian og Patrik (enda býr þetta fólk svo centralt), þetta fólk hangir svo á Oscars, fer á BLUS og hittir skemmtilegt fólk. Ég er búinn að missa einbeitingu, ég hefði betur átt að taka pásuna mína í ísskápnum. Geri það næst en núna er ég þotinn í burtu, meika ekki meir. Héðinn, þessi elska, var að hringja við fáum okkur kaffi svo að það sé gulltryggt að ég geti ekki sofnað í kvöld og vakni þar af leiðandi ekki á morgun og geti af þeim sökum ekki skilað ritgerðinni sem ég er búinn að vera vinna að í allan dag. Gott plan.

Furðulegt samt að upplifa það að allir eru út um hvippinn og hvappinn en pannan situr öll heima hjá sér en á erfitt með að hittast. Hverju sætir þetta?

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Besta mynd í heimi
Þetta er örugglega besta mynd í heimi. Af hverju er ekki búið að stækka hana og varpa henni á aðalbyggingu Háskólans?

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

100 atriði eða uppgjör
Hef verið að ganni að skrifa upp svona 100 atriða lista eins og Kjáninn gerði á síðasta ári. Ef þið munið rétt þá var ég að útbúa svoleiðis líka en svo eyddi ég því. Af því að ég er í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, ætla ég að leyfa ykkur að kjósa um hvort ég bý til 100 atriða persónulegan lista eða geri upp síðasta árið hjá mér, háir og láir puntkar. Þið megið kjósa í commentakerfinu núna.

Orðlaus
Elskulegi kjáninn minn bendi mér á blaðið Orðlaus sem kom út nú fyrir stuttu. Þar er verið að hafa eftir frægu fólki um kynlíf. Þar eru tvær skemmtilegar setningar sem ég ætla að hafa eftir:
Skoðaðu tólið áður en þú verður ástfangin(n)!
Veistu hvað, ef einhver myndi rífa fötin mín einhvern tímann (eins og gert er í bíómyndum), ég myndi drepa hann!

Leyndarmál
Ég veit leyndarmál og ég þarf að passa mig á hverjum degi að blogga hvorki um það né segja nokkrum frá því. Ég er samt orðinn rosalega spenntur.

Blátt rakkrem
Ég komst að því í gærkvöldi að bláa raksápan mín er að verða búin. Mér þykir samt svo vænt um hana. Hún er búin að lita raksápburstann minn bláan og brúsanum tengist líka góðar minningar. Ég stóð akkúrat á Stansted að kaupa þessa raksápu sem var með 50% extra og er því á stærð við tvo venjulega raksápudúnka. Ég semsagt stend og skoða þessa sérkennilegu raksápu með annari hendi þegar ég fæ sms og les það með hinni. Sms-ið var frá spánverja hnoðra sem sagði upp á sína góðu ensku: Tomorrow bus be late! Við í FSS vorum semsagt að fara hreiðra um okkur á Stansted flugvelli til þess að geta tekið morgunflugið til Bilbao, en skilaboðin voru til þess að segja okkur að rútan á flugvellinum sem myndi sækja okkur yrði sein. Maður þarf endilega að fara skella sér eitthvað út.

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Drama
Jæja þá er það ljóst, ég er drama. Ég tók art-prófið og ég er drama. Hérna fyrir neðan sjáið þið umsögnina um mig. Áhugaverða var samt að skoða allar hugsanlegar niðurstöður úr þessu prófi. Skemmtilegast var að skoða arkitektúrinn, í þessu húsi hef ég kelað og stundað óritskoðaða hluti. Skemmtileg tilviljun. Hver var að tala um drama?

Drama
You are Drama.
You are extroverted and like to show off, but can be very subtle and intelligent when you want. As an expert at story-telling, you love attention and have developed the skill of keeping it.
You get along well with Literature and Film.

What form of art are you?

Steinar/Guðjón
Munum við ekki öll eftir Steinari sem var með mér í Verzló? Auðvitað man ég eftir honum, en þið sem voruð þarna líka vitið um hvaða gæja ég er að tala. Hvernig helduru að mér verði við þegar ég tala við Guðjón, sem býr í Kaupmannahöfn, á MSN og hann notar myndina af Steinari sem myndina af sér? Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og hélt að MSN væri að klikka eitthvað. Nei nei, ekkert svoleiðis, en samt þekkjast þeir ekki. Þetta var alveg verkefni fyrir Sherlock Gulla.

Taktu prófið um mig með því að smella hér

laugardagur, febrúar 14, 2004

Valentínus
Í dag er Valentínusardagurinn. Ég ætlaði ekki að halda neitt sérstaklega upp á hann neitt. Í dag á þó einn vinur minn afmæli og fyrrverandi (annar af tveimur) kærasti afmæli. Óskaði öðrum til hamingju með afmælið, hinum ekki. Sá síðarnefndi er víst fluttur til Kaupmannahafnar líkt og Jói og Eyþór. Héðinn kom með ágæta kenningu um að þeir væru ekkert að djamma. Líklega eru þeir bara í ódýrum skiptinemastúdentaíbúðum þar sem áfengisverðið er lægst. Suss suss. Og takið eftir að ég er ekki að segja SUS en margir halda og vilja meina að ég alist upp þar, en ég nefni engin nöfn þar sem ég þekki ekki hana Fríðu.

Í kvöld er ball Samtakanna 78 og FSS í Iðnó. Ballið er ball elskenda, en þar verður ákveðinn pörunarleikur í gangi sem heitir Shag-Tag eða eitthvað svoleiðis. Leikurinn virkar þannig að þeir sem vilja geta haft númer um hálsinn og síðan er hægt að skrifa skilaboð til allra þeirra sem eru með númer. Þú getur síðan sótt þín skilaboð og lesið hvað annað fólk segjir um sjálfan þig. Þetta er bara gott fyrir egó-bankann manns. Ég ætla að vera með.

Ég fékk rosalega sæt og skemmtilegt Valentínusarbréf í dag í tölvupóstinum. Ég bjóst ekki við neinu en það kom þægilega á óvart. Ég er búinn að vera endurraða í myndaalbúmið mitt í allt kvöld. Núna verður enn erfiðara fyrir nokkurn mann að heilla mig í kvöld, veit ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt, það verður bara að koma í ljós.

Leyst frá skjóðunni
Jæja, núna er komin ákveðin pressa á mig, bæði hér í bloggheimi og í hinum raunverulega heimi, að segja frá árshátíð Argentínu síðasta þriðjudag. Ég veit ekki hvort það var táknrænt fyrir daginn að vakna um morguninn með svima og almenna vanlíðan, mér fannst ég bara ekki tilbúinn að takast á við daginn, þó ég hafði tannburstað mig þannig að ég skreið aftur upp í. Það var svo upp úr tíuleytið sem ég áttaði mig á því hvaða dagur var. Í smá stund velti ég því fyrir mér að fara ekkert meira fram úr þann daginn, ég leit til hliðar og sá að þar lá bókin um hana Ragnheiði Brynjólfsdóttur sem ég hef verið að lesa undanfarna daga. Ég hugsaði með mér að jafnvel gæti ég lesið í þeirri bók, teygt mig án þess að þurfa að fara fram úr og hangið svo í rúminu fram á næsta morgun. En núna ætla ég að skella inn litlu innskoti um bókina sem liggur á náttborðinu:

Ragnheiður Brynjólfsdóttir var uppi á 17. öld, dóttir Brynjólfs biskups í Skálholti og Margrétar Halldórsdóttur. Sagan er þannig skrifuð að miðilsfundi er komið á og persónur staðarins er leyft að koma fram. Síðan eru frásagnir þeirra ritaðar niður. Sagan er stórbrotin svo ekki sé meira sagt. Á sama tíma lestu um lífið í Skálholti árið 1660 og sálir þeirra segja söguna, bera saman við líf fólks árið 1970 (þegar sagan er rituð) og sagt örlítið til um framtíðina. Stundum er maður bara með gæsahúð en það er lang skemmtilegast að upplifa hvernig raunverulegt karlasamfélag var, völd þeirra og kúgun kvenna og þeirra sem ekki gengu með rétt blóð í æðunum. Eftir að hafa lesið nokkuð hundruð blaðsíður (sagan er í tveimur bindum) lítur maður upp úr bókinni, er bara nokkuð ánægður með þjóðfélagið og finnst við hafa komist nokkuð langt. Ég meina, mér finnst "staðfest samvist" bara vera það mesta sem maður gæti ímyndað sér, þetta er svo allt annar veruleiki. Það er samt skemmtilegast að segja frá því að aðal gæinn, hjásvæfa Ragnheiðar, klæðir sig upp í kvennmannsföt til þess að komast til hennar en slíkt var að sjálfsögðu brot á guðs- og landslögum. Hann átti meira að segja hættu á því að vera sviptur hempunni ofan í allt, eftir að hafa verið að riðlast á biskupsdóttirinni... - jæja, ég læt ykkur eftir að lesa þessa sögu sjálf, hún amma mín lánaði mér hana.

Ég held áfram að segja ykkur frá árshátíðinni. Ég fór ekki í Go-Kartið heldur ákvað að mæta í tíma hjá kennaranum, þið munið þessum kennara sem reynir við mig, var alveg sáttur við þá ákvörðun. Ég fór þá beint á Vegamót eftir tímann en þar ætlaði liðið að hittast til þess að borða miðdegismat. Rautt, hvítt, bjór og nachos fór vel á milli okkar, aðstoðaði mig mjög mikið til þess að höndla þessar aðstæður. Það er pínu erfitt að hitta allt þetta fólk aftur, blendnar tilfinningar. Sumir sögðu við mig þarna að þeir söknuðu mín, aðrir gerðu það seinna um kvöldið þegar áfengiseiningar í blóðinu voru orðnar fleiri en rauðu blóðkornin..

Eftir Vegamót hlupu allir til síns heima, gera sig fína fyrir kvöldið. Við vorum 4 strákar sem hittumst heima hjá Gunna um sexleytið til þess að drekka kampavín og tvær kippur af bjór. Um sjöleytið vorum við allir ferðbúnir; ég var orðinn fullur, áfengið var búið, bílstjórinn kominn og lagt svo af stað í Skeifuna þar sem næsti hluti árshátíðarinnar var haldinn. Um leið og við komum inn í húsið (áður en við komum í kokteilinn) náði ég að plata flesta strákana með mér á klósettið og haldin var í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í nærbuxnasambæringum. Ég fékk sérstök verðlaun fyrir skærbleiku nærbuxurnar mínar en Gunni og Svenni reyndust vera í eins nærbuxum, sömu stærðar meira að segja...

Mojito var í fordrykk, góður eins og í fyrra. Ég og Anna vorum strax komin á trúnó, fyrir forrétt en eftir tvo fordrykki. Einn veggur salarins hét "Wall of Shame" en þar voru frumsýndar nokkrar myndir úr félagslífi starfsmannanna, það voru nokkrar myndir af mér og nokkrar af þeim var ég fáklæddur, sem kom mér mjög á óvart, ég man ekki eftir öllum þessum stundum. Ein myndin var til dæmis tekin aftan á mann sem stendur nakinn í heitum potti, rís greinilega hratt þar upp úr þannig að vatnið lekur af honum og skettist í allar áttir, hver einasti vöðvi líkamans er sperrtur og ég missti vatnið, þangað til ég sá að þetta var ég. Eins gott að ég sé mig ekki svona dagsdaglega, ég væri eins og hundur að eltast við skottið á mér meðan ég væri vakandi...

Síðan var matur og bla bla bla. Maturinn var hræðilegur en vínið þeim mun betra, ég lagði því áhersu á það. Miðað við andrúmsloftið fann ég að það eina sem gæti haldið í mér lífi var alchohol. Leynigesturinn var úr 70 mínútum (því miður ekki Auddi) og gerði mikið grín. Til dæmis gerði hann grín að hommum, það meira að segja mjög lélegan brandara og móðgandi, man hann samt ekki (!). Hverjum dettur í hug að gera grín að hommum á veitingastað þar sem helmingurinn eru þjónar? Vill hann ekki fá stemningu í salinn eða? En síðan komu Idol kynnar og spiluðu fyrir okkur samkvæmislög og tók því fólk við að dansa samkvæmisdansa. Ég fór á kostum við að dansa við stelpurnar og náði meira að segja að bera brjóstið á Maríu. Ég fékk rokkprikk fyrir það en beraði það svo aftur til þess að sjá hvort geirvartan hafði stækkað, hún hafði stækkað um heilan helling og var nú á stærð við maltezers súkkulaði kúlu...

Eftir matinn fór ég á barinn til þess að athuga hvað væri til. Það var flest til og auðvitað sá árshátíðarnefndin til þess að til væri Martini bianco handa mér. Hallelúja. Síðan kom plötusnúður og þeytti skífur, fleiri trúnó. Tveggja manna fundur inni á klósetti í klukkutíma. Annað trúnó í fatahenginu. Fólk missti sig í límmiðum og merkti hvort annað með límmiðum á Argentínu og Nóatúni sem á stóð: "Logandi gott á grillið". Ég reyndi við þjóninn/húsvörðinn, reyndi meir að segja að sannfæra hann um að leyfa mér að vera eftir þegar hann var að henda okkur öllum út. Hann keypti ekki þau rök að líklega ætti ég heima nálægt honum og það væri sniðugt fyrir mig að fá far með honum. Það voru því pantaðir leigubílar til þess að selflytja fólkið heim til Adda. Þar dó ég og fór seinastur heim, rétt fyrir hádegi. Ég labbaði Hverfisgötuna í fötum sem voru hræðileg, með bindi liggjandi yfir sitthvora öxlina og hár á við Davíð Oddson. Skyrtan var meira að segja hneppt skakkt og bindið hafði malbiksför, því að ég hafði misst það í jörðina eftir leigubílinn og síðan keyrði hann yfir það. Ég á því gyllt bindu núna með þessum fínu malbiks/hjólförum á sér. Líklega get ég selt hugmyndina dýru verði til GK. Ég sé þetta alveg fyrir mér, merkimiðinn á bindinu gæti verið á þessa leið:

GK products
Designed by GK - Guðlaugur Kristmundsson


Þetta myndi rokselja. Ég ætlaði samt að fá mér eitthvað við hausverk hjá Héðni og Siggu en þau voru hvorugt heima, eru þau svona dugleg að koma sér úr húsi á morgnanna? Ég fór því heim, sturtaði mig og klæddi, mætti svo rétttæplega of seint í Samanburðarstjórnmál. Mér leið ömurlega í tímanum. Hafði svo enga lyst til þess að taka meira þátt í kosningabaráttunni, hausinn og líkamaninn sagði nei, ég náði aldrei sambandi við viljann.

Mér verður hreinlega hugsað til Birnu, snjöll kona sem vann á Argentínu á síðasta ári en mætti ekki á árshátíðina. Þegar ég spurði hana á laugardeginum 20. desember hvort hún kæmi ekki eftir vinnu að detta í það með starfsfólkinu, þá leit hún á mig í fyrsta skipti eins og ég væri fífl. Ég áttaði mig á því að þarna hafði traustið sem hún bar til mín farið, konan hafði leitað gríðarlega mikið til mín með ráð og leit upp til mín. En svarið hennar var einfalt; "nei það get ég ekki, þá verð ég þunn á sunnudaginn, gröð á mánudaginn og svo með samviskubit á þriðjudag, síðan eru jólin á miðvikudag! Hef bara ekki tíma í þetta."

föstudagur, febrúar 13, 2004

Bananabrauð
Vaknaði við hringingar í vekjaraklukkunni í morgun. Barði á hana og teygði mig í gsm-símann. Við höfðum unnið kosningarnar. Það var góð tilfinning. Druttaðist framúr og skellt í bananabrauð á nærbuxunum. Þegar ég var að bæta síðustu efnunum í gaf hrærivélin sig. Fór svo í sturtu og gerði mig sætan. Klukkutíma síðar var bananabrauðið tilbúið. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og fékk mér margar sneiðar af brauðinu og drakk mjólk með. Smurði brauðið með smjöri sem bráðnaði í brauðið og setti ost ofan á. Það var gott. Síðan eftir svona 7 þykkar sneiðar af bananabrauði þá kláraði ég mjólkurglasið en sá í botninum á glasinu að mjólkin hefði ekki verið upp á sitt besta.

Ég get bara sagt eitt, það er ekki gott að borða banana áður en maginn áætlar að skila einhverju frá sér. Það verður svolítið í það að ég geti borðað banana aftur. Ég trúi ekki að mjólkin hafi skemmt daginn minn. Ég er annars að hendast í mína fyrstu vísindaferð á eftir. Og getið þið hvert! Ég er að fara til Landsvirkjunar, þegar ég loksins kemst í vísindaferð þá er það Landsvirkjun, ég sendi því Frikka póst og sagði honum að ég væri að koma í heimsókn. It feels like going home.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

BlogOut
Ég segji ekki orð fyrr en einhver segjir eitthvað í commentakerfið hjá mér!

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Bakarí
Ég er bara tekinn í bakaríið af snyrtipinnanum, hún segjist ekki öfunda strákana sem eru úti í Köben heldur öfundar hún mig sem geri eitthvað í málunum. Takk elskan, ég skal aldrei láta svona aftur og tek hér með aftur upp stór- og heimsborgaralega hætti. Á morgun fæ ég að vita hvort ég fer til Frakklands i mars á vegum FSS og IGLYO. Fékk í dag tölvupóst frá Sari í Finnlandi, henni langar rosalega að hitta mig í London á LondonGay&LesbianFilmFestival, kannski maður ætti að reyna fara, getur einhver í London hýst mig, Kata, Hafsteinn, Eyvi, Hannes, fleiri? (þetta rímar og allt)

Veit einhver um vinnu fyrir spænskan strák hér í sumar. Það er einum sem langar rosalega að vera hérna í sumar að vinna, læra ensku og íslensku, einhverjar hugmyndir. Ég veit að þrif af einhverju tagi koma ekki til greina.

Heimsborgarinn er back in the business, sem minnir mig á að ég þarf að fara bóka flug til Köben í apríl. Ási, hvað ertu að gera seinnihlutann í júní?

Deit?
Ég á tvo miða í leikhúsið í kvöld, vill einhver koma með mér?

Brotið
Vala systir gaf mér latté-könnu til þess að flóa mjólk á hellu á föstudaginn. Botninn datt úr henni í dag, líklega vegna ofnotkunar. Ég hringdi grengjandi niður í Búsáhöld og gjafavöru, þau vildu bara meina að ég hefði soðið mjólkina, þá jókst gráturinn minn. Auðvitað sauð ég ekki mjólkina, heldur fólk að ég vilji gerlasneytt latté? Oj. Það endaði með því að maðurinn sagði mér bara að koma með könnuna og fá nýja. Og ég sem ætlaði að búa mér til latté með kaffinu í dag og kökunni minni nýbökuðu. Verð bara að drekka mjólk með henni. Fer í göngutúr til að kaupa undanrennu, ég var búinn að byrgja mig upp með g-mjólk og annari fiturvöru frá MS.

Vöfflupartý
Bakaði vöfflur í síðustu viku um miðja nótt. Það voru tveir í næturkaffi hjá mér. Bakaði góðar vöfflur, bauð upp á þeyttan rjóma, sultu og súkkulaði. Namm namm. Rúmlega þrjú fór annar heim en hinn þáði gistinu. He he... Það var bifvélavirkinn sem þáði gistingu hjá mér. Gaman að venju.

laugardagur, febrúar 07, 2004

Öfundsýki
Ég höndla það ekki að lesa blogg hjá Eyþóri, Jóa og konunni minni. Þoli ekki að fólk skuli búa í útlöndum og skemmta sér vel. Konan búin að snúa sig og ég átti þar enga sök í máli, er ég að missa tökin á heiminum? Eyþór er að kynnast fullt af fólki hvaðan æfa að úr heiminum og er kominn með Kana sem sambýlismann honum er að takast að hneyksla. Jói er kominn til Kaupmannahafnar til að vera. Hvað er að gerast?

Vala systir gisti hjá mér í nótt. Við fórum í Kringluna að versla í búið og skoða á útsölur. Kíktum svo á kaffihús þar sem við hittum Gunnu og Jónsa sem voru með Halla strákinn sinn með sér. Þau voru akkúrat í Barcelona í sumar og ég var að velta því fyrir mér að heimsækja þau í húsið þeirra þar áður en ég hefði farið á ráðstefnuna í San Sebastian, hefði átt að gera það. Alltaf að gera það sem maður vill...

Við ræddum útlönd á kaffihúsinu en ein af vinkonum Völu er einmitt farin til Suður Afríku í þrjá mánuði núna. Hún er að fara þangað í sjálfboðavinnu en fær greitt með flugfari og 3 vikna safaríferð. Ég og Vala vorum því að ræða hvaða útráð ætti að vera hjá okkur næst. Gunna frænka kom með góða hugmynd, hún sagði okkur að fara á vínrætarsvæði á uppskerutímabil að týna ber. Vá hvað það hljómaði vel. Við ræddum því hvaða land væri mest spennandi að fara til þess að týna ber. Okkur fannst því ekkert mál að vera ekki að fara til Suður Afríku þegar maður getur farið að vinna við uppskeru á vínræktarstað. Hvað kallast svona á íslensku? Ég á alveg í vandræðum með mig...

Ég geri ráð fyrir commenti frá Héðni vegna málfars. Síðan ætla ég að biðja Íslendinga í Danmörku um að tala ekki um það opinberlega hvað þeir skemmta sér vel án mín. Þeir mega hinsvegar mikið tala um hvað þeir ætla að gera þegar ég kem til Kaupmannahafnar í apríl. Talandi um það þá ætlar Igor frá Spáni og Florian frá Sviss að vera í Kaupmannahöfn sömu helgi og ég þann mánuðinn. Sniðugt.

Gæsasastrákur
Sakna hans Þóris míns rosalega mikið. Ég hef lítið sem ekkert heyrt í honum núna í viku, og ekki ekki séð hann í tvær. Vonandi lagast þetta allt eftir kosningar og Röskvan sleppt takinu á honum. Annars var hann eitthvað að tala um það á sínu bloggi að það væri gott að komast í burtu frá öllum hommunum og tali um kynlíf, stráka og typpi. Á ég að taka það til mín? Nei nei, ég geri það ekki. Hlakka bara til að fá hann Þóri minn aftur, hef kannski verið of mikið að nota hann Héðinn á meðan, en það verður bara gott að fá pásu á hann. Djók.

Þegar ég les þetta allt yfir þá er ég ekki viss um að ég ætti að posta þetta. Jú jú, ég verð að vera persónulegi bloggarinn sem les ekkert yfir. Lagó...

föstudagur, febrúar 06, 2004

Skype.com
Þetta snilldarforrit er búið að leysa að hluta til MSN samskiptin mín. Ási, þessi elska, fékk mig til þess að bæta enn einu forritinu í tölvuna mína til þess að við gætum spjallað saman. En Skype forritið er semsagt alveg eins og MSN en í stað þess að skrifa þá bara talar maður, svo bætir maður við Webcam og diskókúlu, útkoman er international hommapartý.

Er búinn að spjalla mikið til útlanda undanfarið með Skype. Danir eru margir hverjir komnir með Skype og núna bætast einn af öðrum inn á Skype-ið mitt. Skemmtilegast var samt að plata Spánverja á Skybe, hann fékkst bara ekki til þess að fara á .com síðu, því hann er svo spænskur sjáið þið til. Þegar ég sagði honum að hægt væri að downloada Skype með spænskri útgáfu þá var hann kominn með spyke á innan við mínútu og áður en dagurinn var liðinn hafði ég eytt meirihlutanum af honum í að habla við hann. Honum finnst þetta svo sniðugt því núna getur hann æft enskuna sína við mig og ég spænskuna mína. Hann skilur ekki spænskuna mína samt en ég er víst eini maðurinn sem skilur enskuna hans. Meira að segja kennarinn hans skilur ekki þegar hann talar ensku, Spánverjanum finnst hann nú ekki að eiga rétt á að kalla sig kennara með þessa skilningsfötlun. Veit ekki hvort þetta segji meira um enskuna hans eða hæfileikann minn til þess að segja "si" á réttum stöðum. Hef nefnilega komist að því að Spánverjar þurfa að tala í kapp við hvorn annan til þess að samræður virki. Ef maður segjir ekki "si" reglulega og á réttum stöðum þá er það eins og að ætla að keyra fólksbíl allan hringinn í kringum landið án þess að setja bensín á hann.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Almenningur.is
Viljið þið vinir, lesendur, fjandmenn, ástmenn og annað samferðafólk í lífinu hætta að skrá mig inn á almenning.is. Þar er ekkert sem mig langar að styðja eða leggja kröftum mínum lið. Ég er hlynntur því að forysta landsins fái borgað fyrir að vera í eldlínunni. Enda er það mikilvægt að við búum til góðan og sterkan hvata til þess að gott fólk skipist í forystusveit landsins en við sitjum ekki uppi með afgangana þegar fyrirtækin hafa slegist um góða og hugsandi fólkið. Það er bara þjóðhagslega hagkvæmt, ef enginn almennilegur eru til þess að stjórna þessu landi, þá skiptir ekkert máli hvað við hin erum að reyna gera, hvort við erum að reyna dópa í ræsinu eða reka alþjóðlegt fyrirtæki.

Punktur.

Verð að láta þennan góða brandara fjúka, þó hann sé mjög svo gagnkynhneigður
Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; "Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess þangað til".
Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?", spurði unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgin" sagði unga frúin og skellti hurðinni.

Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?". "Heyrði slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur ert ekki í lagi,nú ef ég hafna því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig
úr sambandi." "Og hvað á þá konan mín þá að gera?"

"Nú hún verður þá væntanlega að láta kerti duga." Svaraði Alfreð og glotti.

Kennarinn minn er heitur fyrir mér
Já þetta getur ekki hvaða nemandi sagt, en það þarf sterk bein til að vera ég. Bara í dag er ég búinn að fá sjö email frá sætasta kennaranum mínum á þessari önn. Ég get ekki sagt annað en að ég kunni að velja kúrsana.

Eru annars allir búnir að sjá Stúdentablaðið í dag? Og hvar er Ragnar? Er hann í fríi frá vinnu núna? Ég vil fá öll sóðalegu smáatriðin frá honum þegar hann kemur til baka frá sexcamp.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Vantar þig stað til að vera á?
Er með 10m2 herbergi til leigu á Hringbraut 119, einungis 1km frá Háskólanum. Þetta er tilvalin staðsetning fyrir einstaklinga í Háskólanum. Herbergið er á 5.hæð og er mjög snyrtilegt. Inn af herberginu er baðherbergi með sturtu. Á jarðhæð hússins er þvottarhús. Herbergið er laust frá 1.mars 2004 og leigjist til lengri tíma.

Upplýsingar í síma 861-2686 eða á e-maili ffs@hi.is

mánudagur, febrúar 02, 2004

What?
Meðfylgjandi bréf fékk ég senti til mín frá Sviss. Svolítið skondið þegar tölvuvírusar eru farnir að hanka mann svona. Samt var eitthvað sem beit mig og sagði mér að trúa honum. En samt ekki. Lesið bréfið sjálf.

hi, I am from Switzerland and you'll don't believe me,
but a trojan horse in on your computer.
I've scanned the network-ports on the internet. (I know, that's illegal) And I have found your pc. Your pc is open on the internet for everybody! Because the services.exe trojan is running on your system. Check this, open the task manager and try to stop that! You'll see, you can't stop this trojan. When you use win98/me you can't see the trojan!!

On my system was this trojan, too!
And I've found a tool to kill that bad thing.
I hope that I've helped you!

greets

Einu sinni
fyrir langa löngu var kona sem leitaði sér hjápar hjá lækni vegna svefntruflana. Hún heitir Sigríður og er 35 ára gömul. Hún er gift og á 3 börn sem hún eignaðist á 5 árum, þau eru 3 ára, 1 árs og það yngsta er 6 mánaða.

Ástæðan fyrir heimsókn hennar til læknis var að því maðurinn hennar skipaði henni að fara, því að hjónabandið var að fara til vaskinn. Hún sagðist alltaf vera í vondu skapi, missa sig pirring, sofa illa og væri alltaf með hausverk og vöðvabólgu og hefði lent í því að dotta undir stýri.
Þegar læknirinn talar við hana kemst hann að því að hún hefur ekki sofið almennilega í tæp 3 ár.

Öll börnin voru með magakrampa og eyrnabólgu þannig að þau voru alltaf grenja svo að hún enga svefn fyrir sjálfan sig. Hún fékk lítinn stuðning frá maka sínum því að hann þurfti að vinna langa vinnudaga alla daga vikuna svo að þau gætu haldið nýja húsinu. Hún var komin vítahring síþreytu og streitu. Hún sofnar seint og sefur illa, vaknar sí og æ í svitabaði. Hún er þreytt frá morgni til kvölds.

Margir voru búnir að benda henni á að fara til læknis og fá svefnlyf en hún vildi það ekki því að hún væri með barn á brjósti. Hún fór nú samt að lokum til læknis og læknirinn ráðleggur henni meðferð án lyfja.
Hún á að sleppa koffín drykkjum sem hún drekkur alltof mikið af og svo á hún að fá sér barnapíu og vera meira með manninum sínum svo þau fái næði og hún á að fara í heitt bað fyrir svefninn og fara í jóga eða eitthvað þessháttar.

Eftir þessa meðferð varð allt gott aftur, hjónabandið lagaðist og hún náði að koma svefni sínum á rétt ról. Hún fékk au-pair til að passa börnin og hún gaf sjáfri sér tíma á hverjum einasta degi og hún lifði hamingjusamlega til æviloka.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Út vil ek!
Það eru bara allir komnir til Kaupmannahafnar eða voru að koma frá Akureyri. Mig langar líka. Er að tala við Ingva sem var að koma frá Akureyri, búinn að vera þar á skíðum. Jói, Eyþór, Ása, Guðjón, Ási, Paw, Henrik, Jakob og fleiri eru í Kaupmannahöfn. Samt langar mig mest að búa á Akureyri. Ég er ekki að átta mig á þessari postfærslu hjá mér. Hvar eru pillurnar mínar?...

Pönnufundur
Pönnufundur var haldinn í morgunn. Gestafyrirlesari var Páll Óskar. Ég var þreyttur eftir að hafa drukkið, Martini bianco, rauðvín, bjór, Amarúla, Grand, kaffi og fullnægjingar kvöldið áður. Ekki misskilja mig eitthvað eða draga ályktanir, þetta voru fullnægjingarskot, piparmynta og kremlíkjör. Pannan var haldin heima hjá Hreiðari og þessi maður skrópaði. Verð að segja ykkur meira frá matarboðinu hjá Önnu Völu seinna.

Rýmisgáfur
Ég vil minna Héðinn á að blogga um rýmisgáfur. Athyglsiverðar pælingar.