þriðjudagur, apríl 15, 2003

Ofurkonan
...byrjuð að blogga, hún er snilld í fimmta veldi.

Solla svala
Á heimasíðu Samfylkingarinnar er tengill yfir á síðu FSS og er það eini flokkurinn sem hefur tengil yfir á mannréttindamál og er þar FSS en ekki Samtökin 78, MSC, GayPride eða önnur queer málefni. FSS rúllar þó að við séum með ónýta heimasíðu, ekki spurning!

Páskafrí
Finally we have a páskafrí. Vöðvabuntið hann kennarinn minn náði að koma restinni af námsefninu frá sér fyrir tveimur tímum. Hann hafði verið svo elskulegur að setja upp aukatíma í dymbilvikunni til þess að halda okkur við efnið. Þess elska, stundum langar mig mest til að sleikja á honum geirvörturnar til þess að hann fari að tala um eitthvað skemmtilegra.
Tvær mikilvægustu konurnar í lífinu mínu fyirr utan mömmu virðast þurfa að sofa mikið þessa dagana enda eru þær báðar fæddar í nautsmerkinu nánar tiltekið í maí, fyrir ykkur sem eruð ekki með öll stjörnumerkin á hreinu. Önnur konan sefur í næsta herbergi en hin í næstu borg. Furðulegt hvernig maður treður þeim í kringum sig þessum konum og svo eru þær yfirleitt líka fyrir. Ég er orðinn ruglaður af of miklum lestri.

mánudagur, apríl 14, 2003

1. fundur
Fór á minn fyrsta stífelsisfund áðan. Fyrsti fundur jafnréttis og öryggisnefndar SHÍ þar sem ég var kosinn formaður. Nokkuð skemmtilegur fundur og fræðandi. Hlakka til að fara vinna með þessu yndislega fólki. Við erum flest öll af suðurlandinu, jafnrétti, ég veit ekki... allavega öryggi!

Konan bloggar
Þær gleðifréttir bárust frá Kaupmannahöfn að konan mín var að byrja að blogga. Blogg konunar minnar má finna á frakoben.blogspot.com fyrir þá sem hafa kynferðislegan áhuga eða annan áhuga á henni. Hér heima er söfnun hafið á "Konan heim" og eru öll framlög vel þegin. Borga má með gjaldmiðlum, flugmiðum, frípunktum og sleferí. Engum verður hafnað, öll framlög verða íhuguð.

No wonder
Engin furða þó að fólk væri að kvarta undan því að ég væri ekki að blogga. Stundum langaði mig hreinlega að kýla strumpinn í magann og miðjufótinn þegar hann gekk upp að mér, hvíslaði í eyrað á mér eins og gamall pervert og hvatti mig til þess að fara blogga. Stundum voru þetta vandræðaleg moment, því að fólk var í kringum okkur, því ég hitti Strumpinn alltaf í fjölmenni, við höfum enn ekki afrekað að hittast i privacy.
Bottempoint er að ég er búinn að vera skrifa öðru hvoru inn á síðuna mína en kíkti svo á hana áðan en þá voru þar skrifin mín síðan í desember. Kannski er það bara jákvætt að þið gátuð ekki lesið allt sem ég hafði skrifað og gert, ég hafði til dæmis tekið nokkur próf á netinu þar sem þau sögðu að ég væri Davíð Oddson, kysi framsókn, hegðai mér eins og Rachel í Friends og væri bleikur litur. People, give me a break! Núna verður tekið saman höndum og millifært!...