Robbie rændur
Það gerðist um miðja síðustu viku að lífsförunaut mínum til margra ára var stolið. Það var líka ekkert venjulegt rán. Háöldruð miðaldra kona sem hefur selt meira en sálu sína dröslaði sér inn í Verslun Guðsteins þar sem hún fékk að hringja. Þegar ég hafði lokið afgreiðslu á myndarlega manninum þá ætlaði ég að gera mig líklegan til þess að senda skilaboð. Ég fékk skyndilega svo kaldan svita yfir mig allan; Nokia 3510i-eitthvað símanum mínum hafði verið stolið og það sem verra var; berrassaði Robbie minn á bakhliðinni (sjá mynd) var stolið með! Ég varð svo hissa og pínulítið reiður að ég fann hana hvergi þó að ég hafði hlaupið upp og niður Laugarveginn í lengri tíma. Lögreglan sagði mér að gleyma símanum, en Kristján (lögreglan sem svaraði) var ekki að skilja að mér væri sama þó að dópistinn hirti símann, ég vildi bara fá Robbie aftur!
Ég og Robbie erum búnir að vera saman núna í nærri fjögur ár. Þetta hefði orðið fjórða sumarið okkar saman. Ég kynntist honum á útimarkaði í Boscome í suður-Englandi þegar ég svaf í risíbúð sem Vala systir mín leigði af dópistanum í kjallaranum og leigði ásamt finnskri stelpu. Ég á ennþá snældu af bröndurunum sem við sögðum alla nóttina og hún kenndi okkur finnsku eins og við hefðum aldrei vitað neitt áhugaverðara.
Það er bara svo erfitt að segja bless, en í staðinn verð ég bara að þakka fyrir allar góðar minningar sem ég átti með Robbie, ég var nefnilega mjög stoltur af honum og duglegur að sveifla honum hvert sem ég fór. Syðst fór hann til Spánar, vestast fór hann til Helsinki, nyrst fór hann til Húsavíkur og austast fór hann til San Fransisco.
Ég var svo reiður þegar ég fór upp í Kringlu seinna um daginn að þessi kerlingarbeygla má bara vera heppin að hafa ekki verið að ganga meðfram vegunum sem lágu upp í Kringlu. Það er ljótt að segja það en samt mun verra að hugsa um það að hefði ég séð hana, hefði ég látið vaða.
Ég hef því tekið saman við Samsung E340E og við auglýsum eftir öðru fólki og símum þeirra sem vilja skiptast við okkur á símanúmerum, því Robbie tók allt með sér þegar hann skildi við. Við erum tilbúnir að vera duglegir að senda sms og hringjast á, komi eitthvert símapar sig í samband við okkur í síma 6988998.
En rekist þið á Robbie, þá mun Toyotan ekki þurfa að aka niður einn bæjarrónann, komi þið honum til mín.