Hræsni
Já, hræsni er orðið gott fólk. Hræsni. Ég hef aldrei verið jafn orðlaus og í dag. Það er gaman að spjalla við fólk og ræða málin, stundum eru þetta innihaldslausar vangaveltur og spjöll, stundum er það dýpra. En í dag tók steininn úr.
Ég er skráður á tvo einkamálavefi. Það eru mjög fáir þar sem ég nenni að spjalla um, spurningar um það hversu stórt typpi ég hafi eru penn vegvísir handa mér um að eyða ekki fleiri orkubitum í þann prófílinn. Á báðum einkamálavefjunum er ég með mynd af mér og stundum í góðra vina hópi.
Í dag fékk ég skilaboð frá Spánverja (og munið þið hversu heitur ég var alltaf fyrir þeim) sem vildi ekki tala við mig, en endilega vita meira um einn vin minn sem var með mér á myndinni. Mér sárnar að vinir mínir sem eru flyttir til Kaupmannahafnar séu á hverju kvöldi að veiða og leika sér en veiða svo líka í gegnum mínar einkamálaauglýsingar.
Ég held að þetta sé síðasta vísbendingin mín um að taka mig út af "á lausu" markaðnum. Og það helst STRAX.