miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Stórskuld!
Prufa, prufa, einn, tveir, þrír, heyrir einhver í mér?

Vinahópurinn talar um skuld, til dæmis ef þú hefur ekki sofið hjá þá skuldaru í kynlífi, ef þú hefur ekki borðað; skuldaru í mat. Ég er með húrrandi háa skuld í bloggi og inneignir mínar á öðrum reikningum virðast ekki getað bjargað skuldinni. Þetta eru allt sitthvorir gjaldmiðlarnir. Þetta blogg er tilraun til þess að bjarga því sem eftir stendur af þessum rjúkandi rústum. Fólk var farið að senda mér nafnlaus skilaboð af netinu og ónefnd vinkona sem einnig gefur út vinahandbók fyrir vini sína hótaði að taka mig út af bloggvinalistanum...

Diljá!

Hvað hef ég gert í sumar?
-ég hef verið í New York í 44°C og svitnað við það eitt að setjast upp í leigubíl
-ég hef farið upp í Þorskafjörð og grillað ofan í átta hommarassgöt en boðið upp á kampavín á stút á meðan beðið var eftir steikinni
-ég hef farið út á Gróttu í fallegasta sólarlagi sumarsins
-tekið á móti tveimur hollenskum og kynvilltum blaðamönnum og kynnt þeim fyrir íslensku partýi í Lauganesinu
-boðið í mat og var snoðaður á milli aðalréttar og deserts, án mikillar umræðu
-skipt um dekk á bíl
-hlegið að móður minni sem vegna tímabundinna veikinda og skyndilegs frítíma nefndi báðar hendur sínar: Einar og Frímann - kerling er úr lið og sleit allt saman
-bauð vini mínum að sitja í flugstjórnarklefanum í lendingu, hafði beðið eftir því í 15 ár, held hann yngdist um jafn mörg ár við upplifunina
-unnið mikið, þ.e. flogið mikið
-hitt þar af leiðandi marga farþega
-einn skrifaði mér ástarbréf
-sem ég svaraði
-svo lærði ég spænsku, bæði opinberu útgáfuna og þá skítugu - skítuga er miklu skemmtilegri
-hlaupið innan um feitt fólk í fallegum garði í Minneapolis, mér fannst ég svo grannur
-unnið flugfreyjuleik sem ég sjálfur fann upp á
-setið í Central Park og horft á feita fjölskyldu klifra upp á steina
-baðað mig í Landmannalaugum og hent slími á sænska túrista
-fór á GayPride í Reykjavík
-spilað Olsen Olsen í 37.000 feta hæð
-stokkið mörgum sinnum af brettinu í Sundhöllinni, elska Sundhöllinna!
-hafið flugpunktakeppni við Önnu Völu
-djammað í Kaupmannahöfn, New York og Baltimore
-sagt upp leigusamningnum
-grátið einn, of mikið og of oft
-fengið frítt í sund og fengið frítt að borða
-verið boðinn í rómantískan kvöldverð og heillaður upp úr skónum
-þvegið þvott og skúrað gólf
-fengið símhringingar frá stráknum sem ég kynntist á hlaupum í Hljómskálagarðinum
-verið sleiktur
-orðið vel sveittur á hommaballi, vildi láta klippa bolinn af mér þegar heim var komið
-sofið hjá konunni minni
-keypt mér baðolíu og gefið nudd
-sleppt því að sofa heila nótt
-legið úti í garði í sólbaði
-hent fötum og keypt fötum

Skrifað þetta átta og hálfa skroll blogg. Farinn með konuna mína á rúntinn og svo upp í rúm, hún fer á morgun. Ég hef saknað ykkar.