mánudagur, júní 30, 2003

Nú eru þær allar dauðar
lýsnar í höfðinu á mér. Haldið þið ekki að Haukur Agnars sé að hrósa núverandi ríkisstjórn fyrir menntastefnu í Háskólamálum í grein sem hann skrifar á Sellunni!?! Ég held ég fari í göngutúr núna og fái mér vatn til þess að athuga hvort ég hafi verið að skilja lífið, býflugurnar, blómin og lögmál Newtons. Nú þarf allt að fara í endurskoðun. Þetta er svona eins og eftir jarðskjálfta, maður fer yfir húsin sín og athugar hvort þau séu í lagi. Þessu má líka líkja við hryðjuverkin 11. september, það fór allt í endurskoðun í öryggismálum. Í dag þegar ég vaknaði hélt ég ekki að þessi dagur yrði stórtíðindadagur!

Ég mun ekki blogga meira í dag. Ég hef nóg að gera í þessu máli. En ég mun blogga á morgun til þess að kveðja ykkur áður en ég fer til London baby London á miðvikdag!

Heimsókn að norðan
Sverrir Páll heimsótti mig í gær. Hann kom rétt fyrir fimm í Þjóðveldisbæinn og auðvitað voru hérna gestir sem hann þekkti. Þið þekkið hann öll! Klukkan hálf sex stungum við af og lokuðum Þjóðveldinu, ég er svo mikill prakkari, það á að vera opið til sex. Við fórum að skoða Hjálparfoss, Búrfellsvirkjun, Stangarrústirnar og Þjórsárdalslaug. Það var gaman. Síðan bauð ég Sverri heim í mat til mömmu. Heima var margt um manninn eins og venjulega tæplega tuttugu manns í mat, bæði kjúklingur og lambahryggur. Sverrir Páll fittaði vel inn í en fannst greinilega óþarft að lögleiðing fíkniefna væri meðal umræðuefna við matborðið hjá ættinni minni.´
Að loknum mat og kaffi tók ég kollhnís, helljarstökk og setti heimsmet í ókurteisi. Ég skildi Sverri Pál eftir hjá ættingjum mínum því ég rauk út í sumarbústaðapartý með Argentínufólkinu. Sverrir stoppaði víst heillengi heima, tæpa tvo tíma eftir að ég fór. Ég á eftir að fá dóminn hjá honum þá um það hvernig ættingjar mínir og fjölskylda er.

Staffadjamm
Í gær var staffadjamm hjá Argentínu. Við vorum í bústöðum rétt hjá Hveragerði. Ég eyði því mánudegi í þynnku í Þjóðveldisbænum. Sem betur fer hafa ekki margri komið í dag en það sem verra er að ég get ekki verið úti í góða veðrinu því að hausverkurinn eykst í sólinni. Þetta er alveg glatað.

Toppurinn á sjálfsöryggi
Mýfluga sem flýtur á bakinu niður Ölfusá með standpínu öskrandi: opnið brúna, oooopppnnnnið helvítis brúna!

Við nutum ásta
Var að tala við vin minn á MSN (ekki Héðinn) þar sem hann sagði mér frá one night standinu sínu um helgina - eða réttara sagt ríðufélaganum sínum sem hann eignaðist eða ég veit ekki hvað maður á að kalla svona fling. Anyway, ég spurði eitthvað hvort það hefði verið gaman að hnoðast, hvort þetta hefði verið áhugavert og góð líkamsrækt eða hvað. Svarið var; nei við nutum sko ásta. HVAÐ ER ÞAÐ?

sunnudagur, júní 29, 2003

Annaðhvorteða
Ef eitt bloggar þá er hitt í fríi. Eru þetta samantekin ráð hjá Ása og Elínu?

Martini Bianco
Slysaðist aftur til þess að drekka í annað skipti á þessu ári, í sama mánuðinum í þokkabót. Aftur þurfti ég að drekka Martini Bianco. Ég mæli ekki með þessu krakkar, ég var búinn að vera vinna eins og hestur, fyrst í Þjóðveldisbænum allan daginn með rúmlega 150 manns, síðan fór ég í Árnes að afgreiða á barnum. Jesús, ég var svo þreyttur, ég meira að segja lagðist fram á barborðið og óskaði þess að geta sofnað. Þá var ég rekinn heim.

Ég hefði ekki verið nema svona á að giska 2 mínútur heima þegar ég ákveð að hringja í Önnu Siggu og viti menn, hún var að fara á Hestakránna (Efri-Gnúpverjar, ég og Anna Sigga teljumst til þeirra, kalla barinn Rauða-refinn). Þar var ofsalega gaman og meðal annars lenti ég í pólitískum rökræðum við Oddvita Hrunamanna sem hefur grænt blóð í sínum æðum. Ég og Addi með bláa blóðið í Gunnbjarnarholti vorum alveg að reyna keyra hann í kaf, ég held að það hafi ekki tekist því að oddviti Hrunamanna rökræðir þannig að hann hækkar röddina frekar en að koma með rök eða hlusta á önnur. Kannski fylgir þetta græna blóðinu, maður spyr sig. Fyrst við erum að tala um oddvita Hrunamanna þá má ég til með að segja ykkur sögu af gamla oddvitanum en hann heitir Loftur og var gjarnan kallaður Oddur Loftviti, en það er önnur saga og líklega ekki fyndinn fyrir neina aðra en mig og Önnu Siggu.

Ég, Anna Sigga og Jón Einar, bróðir hennar, tókum okkur þó aðeins pásu frá barnum og kíktum á Hlemmstokk. Hlemmstokk er hátíð sem lagðist af fyrir um það bil 3 árum, en þá var tjaldað á túnunum á Hlemmiskeiði og haldin útihátíð um mánaðarmótin maí/júní. Yfirleitt voru tún notuð sem voru að fara í endurræktun, því að túnin voru eitt moldarsvað eftir lætin og umferðina af fjöldanum sem mætti á þessar hátíðir. Hlemmstokk var semsagt endurreist, þó í breyttri mynd þar sem það er núna árshátíð Ástríks og verður haldið hér eftir seinustu helgina í júní.

Ástríkur er fótboltalið Gnúpverja, Skeiða og Hrunamanna. Hópurinn er einvala lið karlmanna á bestra aldri og eru flestir þeirra bæði vel vaxnir, skemmtilegir og sætir. Það má því segja að Ástríkur sé rjóminn af ísnum, fyrir utan mig að sjálfsögðu.

Við endurkomu á barinn var þar fleira lið mætt og fleiri sem höfðu áhuga á að bjóða manni í glas, enda ekki margar hetjur á þessu svæði sem koma út úr skápnum og það finnst fólki hérna tilefni til þess að borga glas fyrir mig á barnum. Þetta getur klárlega orðið hættulegt. Fyrir utan það að ég sé orðinn drukkinn sem er hættulegt perse, þá mætir líka þetta helvítis fótboltalið á barinn og ég þarf að fara sitja á mér. Mér líkar það bara hreinlega ekki, veit samt að mér tókst það vel.

Þegar ég fór var ein gellan búinn að fara mjög í taugarnar á mér, en hún var með bústað á leigu í nágreninu. Hún var búinn að fanga athygli allra á barnum og var með einhverja stæla. Hún var meira að segja í bleikum bol rúmlega þrítug og hallærisleg. Inn á milli slefaði hún upp í mann sem var þrefalt eldri en hún, en það vita allir að reglan er að maður má ekki vera með manneskju sem er meira en tvöfalt eldri en maður sjálfur. Þetta var hvorki fögur sjón né skemmtileg.

Þegar Anna Sigga var að fara kallaði hún á mig, Jón Einar og Árna gítarleikara. Ég og Nonni hlýddum eins og hundar en Árni fékk að klára lagið. Við vorum búin að sitja úti í bíl í 5 mínútur þegar ég var sendur inn til að sækja kauða. Var ekki bleika hexið nærri komið upp í kjöltuna á Árna, það fór pínu í taugarnar á mér þannig að ég sagði við Árna að við værum að fara og hann yrði eftir ef hann stæði ekki upp núna. Samviskusami Árni hlýddi mér eins og liðsveit í landhernum. Gellan var ekki að fýla þetta heldur gekk á eftir mér með blót og hvassyrðum þangað til ég fékk nóg. Snéri mér við og kallaði hana illum nöfnum og ósmekklegum. Ég kom sjálfum mér á óvart hvað ég gat verið hvass, enda kom það mér á óvart hversu mikið hún hafði greinilega farið í taugarnar á mér. Hún hljóp á eftir mér og kallði mig einhverjum nöfnum á móti, reyndi að taka mig á sálfræðinni með því að segja að ég væri frændi hennar. Þegar ég var búinn að kjafta hana í kaf og hún hafði komið illa út úr þessu (ég er ekki einu sinni að ýja að því að ég hefði komið vel út úr þessu) þá reyndi hún að vera ljúf og sagði við mig og alla strákana sem höfðu hópast út til að sjá okkur rífast: “Jæja förum nú öll að skemmta okkur en pössum okkur á því að gera engan óléttann!” Ég veit ekki af hverju ég fékk púka en ég sagði að bragði: “Þarna er munurinn á mér og þér, ég hugsa aðeins lengra en þú og ríð engu sem getur orðið ólétt” Það var eins og hlátursgasi hefði verið hleypt út um púströrið á bílnum þegar Anna Sigga brunaði með okkur í burtu, allt fólkið af barnum stóð úti í krampa og gellan var sigruð.

Skilaboð: Það stelur enginn athyglinni af mér í sveitinni minni!

Polití
Að lokinni Hestakrá var farið á Útlagann. Ég veit ekki af hverju allir dyraverðirnir þekkja mig þar og af hverju mér er allta hleypt þangað inn frítt en það þarf ég að kanna. Kannsi er Árni eigandi skotinn í mér? Hann var nú í einhverju toppsæti í Herra Suðurland einu sinni... Maður þarf að kíkja á þetta. Anyway. Þegar því var lokið og Anna Sigga var að keyra heim kemur lögreglan á eftir okkur á 150 km hraða og stoppar okkur. Það var kominn ágætur svefngalsi í okkur og Anna Sigga var mönuð upp af okkur í bílnum til að gera eitthvað truflað. Anna Sigga þekkir alla stráka í sýslunni þannig að hún var fljót að sjá það að það var strákur í sumarlöggunni sem kom upp að bílnum. Hann kom að bílnum, bankaði á gluggann og Anna Sigga skrúfaði niður. Þegar hún er búin að opna gluggann tekur hún upp veskið og segjir: Hvað er það? Þúsund kall?
Liðið í bílnum lá. Sumarlöggan vissi ekkert hvernig hún ætti að bregðast við þessu og sagði, já, nei, ætli ökuskírteini væri ekki bara fínt? Hún rétti honum það en bað hann um að skoða það mjög vel og hún vildi ekki sjá það fyrr en hann væri greinilega búinn að skoða það vel. Löggan stóðst prófið hennar Önnu Siggu sem sagði: Já þú ert bara með meirapróf. Eftir smá spjall, brandara, skot og um það bil þau 30 skipti sem löggann stakk hausnum inn í bílinn til að þefa af Önnu Siggu sagði hann: Ætli það sé ekki best að biðja þig um að blása hérna? Anna Sigga benti honum á hagræði fyrir skattborgara að rörinu yrði ekki eytt í óþarfa en hann þagði bara. Anna Sigga rétti honum því tyggjóði og lét hann halda á því meðan hún blés í rörið. Þegar hún hafði blásið flottasta blás sem ég hafði á ævinni upplifað þá teygði hún sig fram, sótti tyggjóið sitt í lúkuna hans og spurði hversu drukkin hún væri. Gæinn sagði að hún væri alveg blá edrú. Þá náði Anna Sigga að æsa og sig og sagðist vilja leggja fram kæru. Hún hefði verið að drekka á Útlaganum í allt kvöld og það er greinilegt að hún hefði verið látin kaupa vatn. Hann hikaði og sagði bless. Anna Sigga var án efa maður kvöldsins.

föstudagur, júní 27, 2003

Bilað
Það er ekkert gaman að blogga þegar commentakerfið manns virkar ekki. Ég segji því pass í dag.

Grátur
Þetta fengu margir í nettilboði Flugleiða í dag. Svona lagað stenst ég hreinlega ekki.
Kaupmannahöfn 16.900,-
Brottför : 1 júlí
Heimkoma : 6. júlí / 7. júlí / 8. júlí

Brottför : 5. júlí
Heimkoma : 7. júlí / 8. júlí / 9. júlí

fimmtudagur, júní 26, 2003

Kann ekki íslensku
Þótt að Blogger sé núna búinn að breyta útliti sínu og taka upp Dabba/Landsvirkjunar lookið, spurning hvort að Skjöldur hafi verið hér í ráðum? Þá kann Blogger ekki íslensku og það er léleg breyting. Kann einhver að hjálpa mér?

Gulli var plataður
Vaka, Anna Sigga og Lilja hringdu í mig í gær. Þær voru staddar á Útlaganum að drekka bjór. Ég var bara eins og donna, lét hella upp á kaffi fyrir mig, sagði að bjórinn færi svo illa í húðina mína! Það tísti nú í “karlmönnunum” á barnum líkt og í gamalli vindsæng þegar ég hafð sagt þetta. Sef sko ekki hjá þeim í bráð!
Ég var semsagt plataður í það að skipuleggja reunion fyrir grunnskólann minn þann 12. júlí. Þær kunnu alveg á mig stelpurnar, lögðu þetta fram og spurðu mig hvað mér fyndist og bla bla bla. Síðan voru þær að reyna að skipuleggja, ég fékk alveg í taugarnar þegar þær voru eitthvað að reyna að gera þetta skipulega. Eftir um það bil 5 mínútur tók ég fram yfir hendurnar á þeim og sagðist myndu gera þetta, hringja í liðið og sjá um alla skipulagningu, ég gat ekki horft upp á þetta mistakast. Það eina sem þær gerðu var að glotta. Tilganginum var náð!

miðvikudagur, júní 25, 2003

Afmæli
Í dag á Kalli afmæli. Til hamingju með það Kalli minn. Ég heyrði í Heiðdísi áðan sem á einmitt heima á Höfn eins og Kalli. Ég sagði henni að verslunarstjórinn í Krónunni ætti afmæli í dag. Henni fannst það nú litlar fréttir heldur gargaði á mig: Ég á líka afmæli í dag!

Mér leið eins og ég hefði étið saur. Hver hringir í vini sína til þess að segja þeim að aðrir vinir mans eiga afmæli? Svar: Lúðinn hann Gulli!

Kjánadraumur
Ég er orðinn svo hugfanginn af draumunum hans Kjána að ég ákvað að sjá hvað mig myndir dreyma í nótt. Ég ákvað að reyna að leggja hann á minnið og allt. Mig dreymdi furðulegasta draum sem ég hef á ævinni dreymt.
Mig dreymdi að öll hús í Kaupmannahöfn væru í Reykjavík og öfugt. Ég veit hvað þið hugsið. Þetta passar ekki, hvernig haldið þið að dönsk stórborgarhús líti út í reykvísku borgarkipulagi. Þetta er nefnilega ekki að passa. Síðan var ég staddur í Köben að labba niður brekku (ok, þetta hefur þá líklega verið Reykjavík, því hvar er brekka í Köben?) með danskri lesbíu. Danska lesbían var mjög andlitsfríð en lítil og feit (kannski hefur þetta verið íslensk lesbía, því að danskar lesbíur eru grannar, ljóshærðar og sætar). Allavega þá vaknaði ég með hausverk í morgun eftir svona erfiðan draum og fékk magasár af spenningi að fara hitta Ása í lok Ágúst.

Hvað ætli svona draumir merki annars? Þýðir þetta að Gulli er loksins orðinn heimsborgari? Eða þýðir þetta bara að ég er með þráhyggju gagnvart Köben, já eða Reykjavík. Tvær borgir sem ég sakna báðar. Kannski er verið að benda mér á að ég er svo lítið í báðum þessum borgum að ég er farinn að ruglast á þeim. Kannski er líka verið að benda mér á hvað ég umgengst lesbíur lítið. Ég held ég verði að hætta núna. Er einhver draumasérfræðingur?

London baby London
Talandi um útlönd. Ég flýg út 2. júlí til London og kem heim 7. júlí. Hver haldið þið að sé líka að fara til London á sama tíma? Enginn annar en Jónsi stórvinur minn af norðurlandinu! Vuhu! Hvað gera tveir hommar í London? Fylgist með! Við töku sömu vél og allt! Haldið að þetta sé ekki brill? Hver hefði giskað á að örlögin dragi mig og Jónsa til London?

Flugugottveður
Uppi í Þjóðveldisbæ eru núna á að giska 2 milljónir fluga bara fyrir utan dyrnar. Hér er greinilega algjört flugupartý. Þeim fjölgaði mikið eftir rigninguna í gær, þær eru byrjaðar að stinga en það er líklega ekki meira en vika eftir af þeim. Síðan koma þær náttúrulega aftur eftir rúman mánuð eins og venjulega, vonandi að þá verði ég bara erlendis.

Nestið mitt
Ég hélt að ég hefði annaðhvort týnt, gefið eða gleymt nestinu mínu. Það reyndist þó ekki vera. Súkkulaðikakan mín var undir borðinu, rétt hjá fótunum mínum. Hjúkk maður. Talandi um súkkulaðiköku, eru allir búnir að smakka súkkulaðiköku á Cozy?

Hvað er að gerast?
Bjarni og Héðinn búnir að blogga!

Gulli
Það eru margir kettir sem heita Gulli. Í fyrra skírði yfirmaðurinn minn köttinn sinn Guðlaug Hagalín, en yfirmaðurinn minn heitir Guðmundur Hagalín. Kötturinn hefur þess vegna verið sem einn af fjölskyldumeðlimum í eitt ár, ég er búinn að lofa að kíkja á hann með haustinu.
Núna er Elín búin að eignast kött sem heitir Gulli líka. Jeminn, þetta er að verða tíska. Ég er að komast í tísku krakkar!

Hótanir
Margrét Öxnevad, snilldarkonan í Mötuneytinu með meiru, var með hótanir og skot í hádeginu í dag. Hún sagði mér að ég væri skemmtilegur á netinu. Hvað á hún eiginlega við? Hún sagði að ég væri með skemmtilega pistla á netinu. Hjálp, hver er að fylgjast með mér?
Hún var líka að tala um að ég væri pólitískur. Eitthvað nefndi hún það líka að hún læsi mig um leið og norsku blöðin á netinu. Þið kannski munið eftir henni Margréti, ég hef sagt frá henni áður. Hún er frá Noregi, eldri dama og mjög fín. Kveikið þið? Ertu hérna Margrét?

þriðjudagur, júní 24, 2003

Sverige
Fréttir frá Svíðþjóð eru góðar. Ásgeir komst inn í 80 manna hópinn. Til hamingju krúsí.

Hvað hefur á daga mína drifið?
Mikið ofboðslega langar mig til að bæta ykkur það upp að hafa ekkert bloggað, en það er meira út af leti en að ég sé að verða óskipulagður í vinnunni. Já, eða kannski bæði. Maður veit ekki.

Rafting
Sunnudagurinn var snilld. Fór í Rafting í Þjórsár með tveimur MEGA sætum Ameríkönum og restinni af staffinu í Árnesi. Freyja frænka var svo elskuleg að eyða þynnkunni sinni eftir ættarmótið í torfkofanum fyrir mig. Ég hefði bara getað étið þá þarna, hráa. Enga matseld fyrir mig. Ég skalf á beinunum með bóner allan tímann. Þeir hétu Russ og Jim. Ég bað þá um að koma í Þjóðveldisbæinn daginn eftir, þeir hafa ekki látið sjá sig.
Á leiðinni niður Þjórsá sáum við álfkonu, en hún stóð á árbakkanum, íklædd rauðum mussum, með sítt rauðbrúnt hár. Hún hafði ekkert andlit en horfði samt á okkur. Við sáum hana öll en eftir að hafa farið niður einar flúðir stóð hún á hól í sömu stellingu nokkru frá. Aldrei sáum við fætur eða andlit á konunni en hún hafði samt greinilega brjóst. Spurning hvað þetta þýði?
Eftir Rafting tókst mér ekki að plata alla í sund (vildi sjá Ameríkanana) heldur fórum við að grilla og ég var sofnaður rétt rúmlega átta af þreytu.

Ættarmót og piknik
Fór í vinnuna eins þunnur og hægt er á laugardagsmorgun. Hafði kvatt Gest fyrr um morguninn og asnast til þess að snúa heyi úti á túni fyrir foreldraeinngarnar. Í vinnunni var ég ekki jafn sprækur og daginn áður. Var ekki málglaður og svarði spurningum gesta eins snubbótt og hægt var. Meikaði þó daginn eftir að hafa fengið ljómandi góðan steiktan fisk hjá Önnu Margréti Ofurkonu, en ég hefði búist við skötu og saltfisk.
Þannig er það nefnilega hjá Búrfellsvirkjun að hér hefur verið saltfiskur og skata frá því vatni var hleypt á hverflana og því hefur aldrei verið breytt, fyrr en Önnu Margréti var treyst fyrir því að elda hérna eina helgi. Namm namm. Takk fyrir mig Anna Panna. Karlarnir sleiktu út um enda búnir að fá 30 ára óþol af skötu og saltfiski. Ef að matráðskonan hefði frétt þetta hefði hún andast á staðnum.

Dagurinn var bærilegri og Anna Margrét kom með kaffi, kex og köku sem við átum úti í grasi. Flugurnar settust í kaffið mitt og drukknuðu, en það var bara bragðbætandi og hressandi. Mig vantar líka svo mikil steinefni. Þannig að þetta var nú bara gott.
Um kvöldið fór ég á ættarmót. Þetta er svona með skemmtilegri ættarmótum sem endar með því að annar makanna fer að hlaupa á eftir hinum og biðja hann um að hætta að drekka. Við nefnilega förum alltaf í stóra útilegu, leigjum stórt tjald (sem enginn notar), höfum brennu, kynnum okkur, förum í stórfiskaleik, fótbolta og reipitog. Þarna er líka eina skiptið þar sem er haldið landsmót í sippi. Ég komst ofarlega á verðlaunapallinn, en þó ekki alveg.
Reipitogið fór vel fram og var haldið eins og venjulega þegar langt er gengið á áfengisbyrgðirnar. Í þetta skiptið var mitt lið fljótt að hugsa og um leið og ég sagði “sleppa” náðum við að fella helvítin á hinum endanum.

Í ættarkynningunni lærði maður mörg ný nöfn og fattaði á fljótan máta hvað fólk væri nú að gera á þessum 5 árum sem liðin eru. Þetta finnst ættinni minni svo sniðugt því þá þarf ekki að vera eyða kvöldinu í eitthvað hallæris smáhjál heldur beint hægt að fara drekka, syngja, hlaupa og kyrja. Ættarkynningin fer þannig fram að hver ættleggur stendur upp saman og kynnir sig, hver einstaklingur fær ákveðna umfjöllum um hvað er að gerast í vinnu, skóla, einkalífi og svo framvegis. Yfirleitt var pínulítið slúðri bætt við. Minn ættleggur var fyrstur þar sem afi var elstur systkinanna. Þegar þeim var öllum lokið þá hallaði mamma sér fram að mér og hvíslaði: “Það er eins gott að þú verðir kominn með kærasta eftir fimm ár þannig að við getum kynnt hann til leiks og reynt að koma svolítið sterk inn í þessum kynningum” en ég held að mamma hafi ekki verið að grínast og henni langi mest að hneyksla þessa ættingja, enda ekki hennar ætt. Hún er AA, eins og við köllum þau eða Aðgiftir Andskotar. AA lenda alltaf verst út úr ættarkynningum þar sem má grípa fram í og bæta við þeirra frásagnir. Þau þurfa líka alltaf að byrja kvöldið á því að drekka 3 hot’n’sweet staup og mamma bara þolir þau ekki. Er ég kannski ekkert að leggja grunn að kærasta eftir fimm ár með því að segja frá þessu?
Ja, maður spyr sig.

Um klukkan tvö um nóttina var ákveðið að nota eina aðilann á svæinu til þess að keyra fullan bíl á Útlagann. Við fórum margar stelpur á Útlagann, bæði ættingar og AA. Stoppuðum þar í þrjú korter. Helga AA kom með en hún náði einmitt að klára tvo gin og tonic, 5 eplasnafsstaup og 3 bjóra á þessum stutta tíma þarna inni. Fljótlega eftir lokun fór ég að draga liðið út í bíl. Helga AA (gift Nonna Steina frænda) stakk þá upp á því við mig að við færum eitthvað tvö saman á bílnum, því hún væri svo skotin í mér. Nú voru góð ráð dýr þar sem hún var bæði komin með aðra hendina og hausinn í klofið á mér. Ég var ekki lengi á óútskýranlegan hátt komin út úr bílnum og hlaupinn inn eftir hjálp. Með því að segja þessa sögu þá var restin af stelpunum komin út í bíl eftir núll eina. Þar var þessi saga borin undir Helgu og hún staðfesti hana og bið um smá privacy með mér. Legg ekki meira á mig. Svo dró hún upp tvo bjóra úr veskinu sínu en náði að klára þá báða áður en við komum á tjaldsvæðið. Helga var svo lang síðust farinn að sofa og var enn vakandi um sexleytið þar sem hún gekk á milli tjalda og sparkaði í tjaldsúlur og jeppadekk, kallaði okkur aumingja að drepast svona snemma. Helga var þunn daginn eftir.

Helga var akkúrat þessi feimnatýpa í upphafi kvöldsins og sagði fátt, var jafnvel að spá í að fara bara heim eftir matinn, en hot’n’sweet hefðin náði henni svona góðri strax.

Útilega
Föstudagur var alveg brilliant. Vaknaði klukkan fimm til þess að snúa fyrir pabba og mömmu. Fór svo í vinnuna sprækur og hress. Gestur og Hjördís frændfólk mitt frá Danmörku var í heimsókn þannig að ég fór beint heim eftir vinnu. Maður myndi segja að þau væru svona fínt fólk. Þau eiga víst einhverja vínekrú út í Frakklandi og læti. Sniðugt fólk. Fyrir matinn fór ég út að hlaupa og fór svo á netið og keypti mér nokkra flugmiða út og suður í gegnum Evrópu fyrir ca. 100.000 kall.
Í matnum voru haldnar ræður, frændi minn sló oft í glös, stóð stundum upp og hélt lofræðu um fjölskylduna mína. Það var gaman. Ég valdi vín með matnum og valdi Peter Lehman frá Ástalíu og El Coto frá Spáni. Þau voru ánægð með vínin og nefndu einhver frönsk vín sem þeim líkaði. Þau líkar mér ekki og það var ekki jafn gaman þegar þau sögðust einmitt eiga þá framleiðslu, þarna var ég hreinlega búinn að drulla yfir þau. En það er líka nauðsynlegt og skemmtilegt. Ég heimsæki þau svo 2. september, segjið svo að ég sé ekki skipulagður. He he.
Um kvöldið fór ég í langþráða útilegu með Ómaríu, Óla, Ingva og Karen. Tær snilld, drukkum bjór og höfðum gaman. Ómar drakk samt bara pilsner og kláraði eins og tvær kippur. Eftir þamb frá níu til rúmlega eitt (sem leið eins og korter) var farið á Útlagann þar sem ég og Karen drukkum Martini Bianco eins og okkur væru bæði borgað og launað fyrir það. Lentum samt í einhverjum útistöðum við annað fólk á pöbbnum sem voru aðdáendur Bubba. Við gátum hvergi lent á einhverri málamiðlun eins og Bítlum eða Hljómum. Ekkert dugði.
Enduðum svo öll út í tjaldi á trúnó og tali um kynlíf. Vaknaði klukkan sjö og fór heim til þess að snúa og kveðja Gest frænda.

mánudagur, júní 23, 2003

Ef þetta er ekki danskt...?
Fann þessar upplýsingar á heimasíðu í Danmörku. Ef svona lagað er ekki danskt þá veit ég ekki hvað. Ég prófaði að slá inn heimilisfangið hans Ása og hjá frænda mínum. Hér að neðan má sjá allar helstu upplýsingar um hvernig komast eigi þarna á mili. Jeminn. Ég vildi sjá einhvern gera þetta í Reykjavík.

Rute/Retning: Afstand: Beskrivelse: Tid:
Afstand : 23,4 km Tid : 00:20
Følg Rådmandsgade ca. 300 m 00:01
300 m Drej til venstre ad Titangade ca. 400 m 00:01
800 m Fortsæt ligeud ad Gyritegade ca. 50 m 00:01
800 m Drej til venstre ad Hildursgade ca. 200 m 00:02
1000 m Drej til højre ad Haraldsgade ca. 500 m 00:02
1,5 km Fortsæt ligeud i krydset ca. 10 m 00:02
1,5 km Drej til venstre ad Lyngbyvej ca. 400 m 00:03
19 1,9 km Følg Motorvej 19 ca. 7,1 km 00:08
19 9 km Følg Motorvej 19/E47/E55 ca. 9,9 km 00:14
19 18,9 km Drej fra ved Fra-/tilkørsel nr. 10 ca. 700 m 00:15
229 19,6 km Drej til højre ad Hørsholm Kongevej ca. 1 km 00:16
229 20,6 km Følg 1. vej i Rundkørslen 00:16
229 20,6 km Følg Hørsholm Kongevej ca. 1,1 km 00:17
229 21,6 km Fortsæt ligeud i krydset ca. 10 m 00:18
229 21,7 km Fortsæt ligeud ad Hørsholm Allé ca. 700 m 00:18
229 22,4 km Drej til venstre ad Usserød Kongevej ca. 400 m 00:19
22,8 km Drej til højre ad Syrenvej ca. 70 m 00:19
22,8 km Drej til venstre ad Ribisvej ca. 90 m 00:19
22,9 km Drej til højre ad Gyvelvej ca. 300 m 00:19
23,3 km Drej til højre ad Tranevej ca. 100 m 00:20

laugardagur, júní 21, 2003

Þynnka
Ég er þunnur, nenni ekki að tala við fólkið hérna, hvað þá að brosa. Ég er að meygla. Byrjaði í rauðvíni, fór svo með eina kippu en endaði í 3 tvöföldum Martini Bianco. Legg ekki meira á mig. Mig langar heim að sofa.

Morten
Ég var á MSN í dag að tala við Morten félaga minn í Danmörku. Við vorum að ræða hinar ýmsu þarfir og nauðsynjar. Ég var aldrei neitt að skafa af þeim skoðunum sem ég hafði og notaði þau orð og lýsingar sem mér fannst henta hverju sinni til þess að koma skoðunum mínum á framfæri. Morten benti mér á að ég talaði tungumál og notaði orð sem ekki margir myndu þola að heyra. Huh.. Aumingja þau, ég kaupi kannski bara sígó fyrir þau.

Víkó-Sígó
Í Þjóðveldisbæinn kemur margt skemtilegt fólk. Sumir eru skrítnir, skondnar þjóðir, þjóðverjar sem kunna illa þýsku og frakkar sem skilja bara frönsku. Fjölbreytileikinn er gífurlegur og ekki einu sinni nær hugmyndaflugið að beisla fólk í hólf eða dálka.
Í dag kom ungt þjóðverjapar, strákur og stelpa, sem er vert að segja aðeins frá. Bæði voru þau með mörg tattoo, hann upp um alla handleggi en hún með stórt tattoo sem náði frá nafla, upp á milli brjósta, út á sitthvort brjóst, yfir aðra öxlina en þar skiptist það í tvennt, annað fór niður hendina en hitt niður bakið. Ég sá þetta svona vel því að þetta var svona vel til sýnis. Strákurinn var með mikið skegg og það náði vel niður fyrir brjóstvöðvana á honum en hún var með miklar fléttur sem náðu niður á mjaðmir. Undir höndunum hafði stelpan fína brúska, það er ekki langt í að hún gæti fléttað þá líka. Þau voru bæði klædd í það sem þau vildu meina víkingaföt. Hún var nú samt örugglega að leika hórutýpuna eða tropical víkingakonu.
Seinna komst ég að því að tattooin voru heimtilbúin með daufum náttúrulitum sem þau mála á sig á morgnanna. Af þeim steig megn svitalykt sem situr ennþá í torfkofanum. Ég hef náð svo lítið að lofta hérna út.

Rétt í þessu mætti fjölskylda sem er ekki til frásagnar nema að önnur foreldraeiningin kemur inn með sígerettu. Ég bendi henni kurteisislega á að við reykjum ekki inni. Hún var snögg til svars og sagði mér að þetta væri ekki hús og því værum við ekki inni. Ég myndi vilja sjá hana eiga þessa rökræðu við Gísla Súrsson, Gunnar á Hlíðarenda, Hallgerði Langbrók og þið vitið um fleira fólk.
Hún var drullusúr og settist á tröppurnar fyrir utan. Reykti sinn smók og skalf af reiði. Ég sá hvað hún beit fast í filterinn og blés frá sér með vanþóknunar andvarpi í hvert sinn sem hún stytti líf sitt.

Ég er alveg hlynntur reykingum, á meðan að bara svona leiðinlegt fólk reykir. Þá drepst það fyrr og borgar skattana fyrir mig. Ef það væri staðreyndin myndi ég halda kjafti í hvert einasta sinn.

föstudagur, júní 20, 2003

Menam
Mér fannst ég tilneyddur til þess að bæta við tengil á Menam vegna gamalla kynlífsgreiða.

Sjonni
Hefur mætt með nýjar fréttir og uppfærða síðu. Kíkið við.

fimmtudagur, júní 19, 2003

Dæmi um sjálfboðaverkefni
Eyrún frá Ungu fólki í Evrópu hafði samband í dag. Henni finnst flest spennandi og var ánægð hvað ég var mikið inni í verkefninu sem er rekið af Evrópusambandinu. Hún spjallaði við mig í góð þrjú korter og ég var orðinn allt of seinn að hitta konuna mína hana Jóhönnu. Eyrún sagði mér allt frá því hverni best væri að sækja um pening í þessu verkefni. Hún bað mig um að kíkja í kaffi.

FÉLAGSMIÐSTÖÐ Á SUÐUR-ÍTALÍU
Héðinn Halldórsson starfaði í eitt ár sem sjálfboðaliði í 15 þúsunda manna bæ í Suður-Ítalíu. Verkefnið fólst í því að vinna í félagsmiðstöð fyrir unglinga sem áttu við ýmis vandamál að glíma, auk þess að veita þroskaheftum stuðning. Vandamál unglinganna voru mikil og má að nokkru rekja það til ítölsku mafíunnar sem hefur mikil ítök á þessum slóðum. Héðinn bjó við góðan aðbúnað og deildi hann húsakynnum með öðrum sjálfboðaliða sem var frá Belgíu. Við komuna til Ítalíu byrjaði Héðinn strax á ítölskunámskeiði og smám saman gat hann bjargað sér á ítölsku. Að sögn Héðins var þetta ár á Ítalíu eftirminnilegt og þroskandi.

miðvikudagur, júní 18, 2003

Víglundur
Hvað er þjóðlegra en að fá lítinn dverg í heimsókn til þess að laga torfþakið. Hann var svo yndislegur að mæta fyrir hádegi til mín hann Víglundur og negla í torfið sem var farið að fjúka upp. Síðan spjölluðum við eins og venjulega um pólitík og Villi (eins og hann er kallaður í mötuneytinu) var sammála mér í mörgu eins og lögleiða (eða hætta að banna) fíkniefni, taka upp skólagjöld í HÍ, leggja af persónuafsláttinn og breyta þjóðfánanum.
Eftir miklar neglingar þá fórum við í þjóðlegan mat, hangikjöt, sem var svo feitt að það þurfti enga sósu með kjötinu. Kartöflurnar voru svo vatnssósa að maður renndi þeim bara niður. Goslaust kók er til þess að taka mesta reykbragðið úr munninum og heitt rauðkál er aldrei óvinsælt (tvöföld neitun, ég reyni að forðast þetta)

Bye bye birdie
e. Goldie Kræst

Hvað er eiginlega að mér? Ég vann í allan gærdag við það að guida fólk í bænum, en í tilefni dagsins var dauður fugl búinn að liggja á miðju gólfinu án þess að ég tæki eftir því. Ég hafði gengið yfir hann og á hann á að giska 600 sinnum í gær. Enda var hann vel út flattur og marinn. Maríuerla var nefnileg með hreiður í loftbita hjá mér og einn unginn hafði greinilega ekki náð flugtakinu í fyrstu tilraun.
Þarna á vel við máltakið: You never make a first impression twice. Honum mistókst í fyrsta skipti en það var líka hans síðasta. Ef við skoðum þetta út frá hagfræðinni þá er þetta algjör synd. Foreldrar ungans eru búnir að fara óteljandi ferðir til þess að fæða ungann og systkini hans hafa þurft að sjá eftir plássinu allan þennan tíma og jafnvel þurrft að deila litlum sem engum mat. Ég hefði verið svekktur að sjá á eftir allri vinnunni minni ef ég hefði misst krakkann minn niður rúmlega tvær mannhæðir (gleymum því ekki að ég datt niður að þakinu, en unginn datt að innan þannig að ég féll lengra, en lifði af, eitthvað sem hann getur ekki státað sig af).

Bornemouth
Vala systir hefur það gott í Englandi. Við fengum tölvupóst í gær. Þetta var frekar skemmtilegt og jákvætt bréf, enda hafði enginn heyrt í henni í viku. Langamma var orðin svo stressuð að hún svaf ekki lengur. Hún var svo hneyksluð á okkur að hafa ekki hringt eða athugað með hana. Svarið sem hún fékk alltaf frá okkur var: Við fengum sms frá henni á sunnudaginn! En amma vildi nú meina að það var ekki samskiptaform, því að nauðgarinn eða mannræninginn hefði nú getað skrifað það, við hefðum semsagt enga sönnun fyrir því að Vala drægi andann.

Síðan kom bréf í gær eins og ég sagði áður. Vala var bara hress, hún er búinn að ná góðum tökum á vinnunni eða eins og hún sagði: Ef maður er bara kurteis og brosir þá fær maður fullt af tipsi. Loksins eru þessar tannréttingar farnar að skila sér í vasann hjá manni. Ég fæ langmest af tipsi af öllum hinum krökkunum.
Svo heldur hún eitthvað áfram en fer svo að tala um eigið ágæti eins og hún sé sætasta stelpan og eigi séns í alla strákana. Einhver hugarfarsbreyting á þessum bæ.

Eins og ég hef kannski sagt áður þá býr hún með tveimur finnskum stelpum, hún er eitthvað að læra setningar og orð í finnsku (kannski Vala og Ási eru hérna komin með sameiginlegt leynimál) en þær eru ekki jafn duglegar að djamma og hún. Vala minnist eitthvað á hvað Bretar eru skrítnir, þeir djamma bara á hverjum degi og hætta um miðnætti. Drekka bjór og vín á hverjum degi og mæta í vinnu klukkan hálf átta. Þetta finnst Völu skrítið en hún minnist ekki á hversu mikið magn af áfengi hún drekkur. Veit einhver hvað maður má vera gamall til að drekka þarna úti í Englandi? Þetta er nú eitthvað skrítið land eins og Bandaríkin, ég meina ef það má ekki tala um samkynhneigð í skólum, má þá drekka bjór á virkum degi?

Hérna er linkur á hótelið sem Val (með breskum hreim – en það er hún kölluð, borið fram eins og hvalur á enskri tungi) vinnur á. Það væri gaman að panta gistingu og koma á óvart.
Excuse me young girl... (aftur breskur hreimur)

mánudagur, júní 16, 2003

Já já
Héðinn búinn að taka út shout outið sitt. Við þessu var að búast.

Heppni/Óheppni
Af hverju kemur þetta aldrei fyrir mig?

Vökva
Ég er að fara upp á þak að vökva. Ef ég kem ekki aftur frá því að vökva rann ég niður þakið eins og síðast, vonandi ekki tábrotinn samt.

Lestur
Ég veit ekki hvort að Elín er ekki að trúa því að ég lesi - eða hvort ég er að búa þetta allt til. Ég ætla allavega að réttlæta hvað ég les. Annars er langt síðan ég sá Elínu. Hmm... Við björgum því á næstu vikum.
Ég kláraði í gær "Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?" eftir Hannes Hólmstein. Fyrir helgi kláraði ég Bösseliv - kærlighed og sex (meira að segja búinn að senda til Paw og þakka fyrir lánið). Þar á undan voru það bækurnar "30 aðferðir við að ná árangri og tímastjórnun" eftir Thomas Möller. "Farsæld er ferðalag" eftir Brian Tracy. "Tarot-bókin" eftir Guðrúnu man ekki hvers dóttir.
Núna er ég að lesa bókina "Lincoln - the unknown" eftir Dale Carnegie.
Næst á dagskrá eru bækurnar úr Dale Carnegie námskeiðinu, Norræn sakamál (smá spenna verður að vera með), Eftir dauðann hvað þá?, Sálnaflakk, Dulspeki, Feng Shui, Frelsið eftir JSM, Stjórnmálaheimspeki, American politics, Politikan i norden (lesist með norskum hreim - hún er á norsku), British government og Hvar á maðurinn heima?

Spennandi vinna framundan.

Á einhver byssu?
Í morgun hafa 3 rútur af Frökkum komið, þ.e. rúmlega 100 Frakkar. Það er hreinlega eins og einhver hafi ákveðið að setja upp mína verstu martröð. Ég var að fara deyja. Þau keyptu, hvert og eitt einasta eitt póstkort. Eitt póstkort kostar 60 krónur. Þau töluðu að sjálfsögðu bara frönsku og skildu ekki orð í frönsku. Þau réttu mér alltaf 50 krónur og ætluðu að labba í burtu með póstkortið, ég þurfti alltaf að kalla á eftir þeim og láta þau borga meira. Ógeðslega sniðugt að þykjast ekki skilja ensku, þá halda þau að þá geti þau sparað sér 10 krónur. Ég veit ekki hvað þau ætla að gera við 10 krónur, hvað geta þau keypt fyrir þær? Fyrir hverju voru þau svona ofboðslega mikið að spara? Af hverju ætti líka ekki allt fólkið í kringum eina manneskju búið að átta sig á því að það kostar 60 krónur. Svo þegar maður gefur til baka þá telja þau alla peninga, bara til þess að vera örugg um að ég sé ekki að stela af þeim tíu krónum. Svona fólk.
Ég var hættur að ómaka mig við að tala ensku í restina, talaði bara íslensku, sagði sextíu krónur, takk, bless, hafðu það gott, góðan daginn og allt það. Þá skyndilega eins og smurð vél, skildu allir ensku orðin sem ég lét út úr mér. Svona fólk er eina liðið sem á skilið miltisbrand.

sunnudagur, júní 15, 2003

Bloggerföt
Hafa bloggarar áttað sig á því að það er hægt að kaupa bloggerpeysu, bol og húfu. Ég er að spá í að splæsa í svona. Verður einhver með mér í þessu?

Argentína
Fór aðeins niður í vinnu í vikunni, kíkti á liðið. Það er ekki laust við að ég saknaði þess að vera með sinaskeiðabólgu í hendinni og illt í iljunum. Ég get ekki beðið eftir vetrinum og fara labba með diska og brosa. Annars var þetta svart og hvít stemning. Ég var í öllu hvítu en er venjulega í öllu svörtu þegar ég er að vinna.

OV-333
Bílinn minn lítur vel út núna. Ég er búinn að þrífa hann hátt og lágt. Bóna að utan og innan, meira að segja búinn að þrífa úr fölsunum. Þegar ég er búinn að vinna á hverjum degi fer ég á bílaplan og skola af elskunni minni. Ég er búinn að finna ástríðu í lífinu mínu, bílinn minn er líka það eina sem ég fæ að ríða (my car is the only thing I can ride).

And I bend over too!
Ég tek það allt til baka að Þjóðverjar eru búnir að breytast. Hingað komu þýsk hjón áðan á að giska á þrítugsaldri. Þeim fannst allt of mikið að borga 300 krónur fyrir að sjá Þjóðveldisbæinn og um leið fræðast um hvernig fornir Íslendingar lifðu. Þeim fannst hins vega alveg sjálfsagt að hanga í lúgunni hjá mér og spurja mig allt um gamla lifnaðarhætti og fá almennar upplýsingar. Þau vildu fá eitthvað fyrir ekkert. Ég get ekki verið í kringum svona nískt fólk þannig að ég hætti að svara þeim og leit ekki einu sinni upp úr bókinni minni þegar þau spurðu spurninga. Þegar ég fletti blaðsíðum þá leit ég upp og kinkaði kolli. Þegar þau voru svo farin að standa á þröskuldinum og halda í hvort annað þannig að hitt gæti lagst fram og séð inn í bæinn. Þá blöskraði mér alveg, lokaði sölulúgunni minni og læsti, gekk framfyrir og innum dyrnar með bókina mína, lokaði og læsti. Sat svo inni í lokrekkju og kláraði kaflann. Þegar ég kom fram voru þau komin út en komu svo 15 mínútum seinna með fleiri spurningar. Þá hringdi ég í Ingu vinkonu og fór að spjalla. Ég nenni ekki að púkka upp á svona lið. Ef þú vilt ekki kaupa þjónustuna, ekki búast við að fá hana ókeypis. Þú getur ekki tekið mig þurrt í rassgatið um leið og ég er búinn að totta þig - án þess að ég fái neitt! Þetta er spurning um prinsip.

Tíu ástæður fyrir því að vera ekki í viðskiptum við Landssímann
1. Landssíminn klúðrar að senda reikninginn heim til þín og sendir hann eitthvað annað, heimilisfang sem enginn skilur hvernig honum kom til hugar (bæði á gsm síma og heimasíma) og þú kemst í vanskil. Þetta er þér auðvitað þér að kenna þó þú hafir skrifað rétt heimilisfang á pappírinn þeirra. Þú stendur uppi með vanskilakostnað, dráttarvexti og annað slíkt. Þau hlæja að þér þegar þú biður um að þessi gjöld séu felld niður og þú fáir að greiða þetta í áföngum. “Við lokum þá bara símanum” er svar sem fólk kann vel á þeim bænum.
2. Miðað við fjárdrátt aðalgjaldkerans þá splæsti hver íslendingur 1000 krónum í það ævintýri – hið minnsta. Það samsvarar tveimur mánaðargjöldum í gsm hjá hverjum og einum Íslendingi. Spurning hvort að Skjár Einn hafi alltaf verið ókeypis.
3. Landssíminn klúðrar því að láta talhólfið virka þegar maður breytir úr frelsi í áskrift eða öfugt – í hvert einasta skipti! Þeir biðjast aldrei afsökunar og breytingin kostar alltaf jafn mikið þrátt fyrir mistökin.
4. Netreikningar – maður skráir sig í þá og þannig gengur það heillengi þangað til það breytist allt í einu og maður fær sendan reikning heim. Síðan vill enginn kannast við það að maður hafi verið í netreikningum.
5. Allt sem þú biður um er vesen. 118 finnst þú meira að segja með sérþarfir.
6. Þjónustuverið gerir ekkert fyrir þig. Ef þú biður um eitthvað segja þau þér að mæta í verslun til þess að biðja um sama hlutinn svo þú getir kvittað fyrir hann. Leggðu bara niður þjónustuverið og lækkaðu símakostnaðinn minn. Þjónusta hvað? Til hvers þarf ég að hafa þjónustu sem segjir að það er sama hvað ég biðji um ég þarf að hitta þau og kvitta.
7. Verslanir Símans. Þegar þú svo loksins kemur í verslanirnar þá segja þau þér að gera aðgerðina/þjónustuna á netinu.
8. Netið – þegar þú ert svo kominn heim og ætlar að gera aðgerðina á netinu – þá hefuru ekki til þess aðgang og þarft að sækja um það.
9. Bið – þá þarftu að bíða eftir aðganginum á meðan þau senda það til þín í pósti. Það er mun öruggara að þú sjálfur opnið bréfið með lykilorðinu þínu en eftir að hafa komið í eigin persónu niður í verslun til þeirra.
10. Starfsmenn Símans svína á þig í umferðinni á Símabílum.

Nýtt símanúmer
Á meðan ég man ég er kominn með nýtt símanúmer 698-8998

Andalandi
Jæja, nú er klukkan hálf eitt og nýkominn sunnudagur. Lóa vinkona mömmu er í heimsókn. Hún og mamma eru orðnar rjóðar í kinnum og skemmtilegar. Pabbi og afi eru með önnur einkenni sem frekar lenda í talsmáta þeirra. Ég er búinn að hella upp á kaffi og setja á brúsa því að við erum að fara rúnta. Þess vegna er gott að setja kaffi á brúsa til þess að halda sér vakandi. Lilli (hann er kallaður Jón Stóri af framsveitinni) hringdi áðan rétt rúmlega tólf. Hann var í góðu partýi og fólk fór að finna sér til hreyfings hér upp við fjöllin. Þess vegna er stefnan tekin fram í sveit að hitta Jón. Það var ekki búið að leggja á Jón þegar dyrabjallan hringdi. Þegar dyrabjallan hringir eftir klukkan 12 þýðir það bara að Þóra (frá næsta bæ) hefur brugðið sér í göngutúr með landann sinn undir hendina. Þóra fær alltaf kaffi til þess að blanda með landanum sínum, en í þetta skiptið tók hún andalandann, en hún á alltaf nokkrar tegundir.

Ég mun því eyða næstu klukkutímum í að vera leigubílstjóri sveitarinnar á milli partýa fyrir foreldra mína. Það er bara fínt, ég er með kaffi í brúsa, síma og bók. Ég ætla að vera nörd í þessum partýjum, sitja úti á veröndum, lesa Hannesbókina mína um það hvernig við verðum rík, drekka kaffi og senda sms.

Baunverjar og MA útskrftir
Ein gleðitíðindi bárust mér til eyrna í erfidrykkjunni í dag, en þær fréttir voru að ákveðinn Baunverji kemur til landsins á morgun, sunnudag, til þess að vera við útskrift MA 17. júní. MA-ingar eru merkilegt fólk og það virðist vera einhver tengsl á milli þeirra og Danmerkur. Þetta er að vísu ekki konan mín sem ætlar að láta sjá við útskriftina heldur einn af uppáhaldsfrændum mínum, Gestur Stefánsson, kannski þekkir Sverrir Páll hann. Vonandi alla vega, því mér finnst að allir ættu að þekkja Gest frænda. Konan hans Hjördís er nú smekkmanneskja og skemmtileg. Mamma vill meina að við þrjár (Hjördís, hún og ég) erum álíka miklar drottningar, þess vegna kemur okkur vel saman. Ástæða þess að Gestur frændi kemur er að hann á 60 ára útskriftarafmæli frá MA. Gaman að því.

Rafting
Ragnar bloggari fór í Rafting í Þjórsánni og sá sveitaheimilið mitt. Svolítið skondið því hann vildi ekki trúa því eða meina að þarna ætti nokkur maður heima. Hélt meira að þetta væri svona tímabundinn staður til að vera á eða eitthvað þannig. Gott að Héðinn var þarna með mér til þess að staðfesta og stimpla allt sem ég sagði. Annars hefði ég bara litið út eins og einhver hálfviti sem ýkir allar sögur.

Afi
Ég og afi erum búnir að ræða stjórnmál mikið þessa dagana. Í jarðarförinni í dag ræddum við mikið um nauðsyn þess að taka upp skólagjöld í HÍ og fella niður persónuafsláttinn. Ég og afi komumst að því að fólk í jarðarförum er mjög sjaldan reiðubúið til þess að ræða stjórnmál og verður stundum bara brjálað. Einnig komumst við að því að þeir sem hafa aldrei sinnt látnum ættingja eða borið virðingu fyrir honum grenja mest, hæst og lengst.

Pása
Jæja nú er ég búinn að vera taka mér góða pásu hérna á blogginu. Það er nú kannski ekki út af því að ég hafi ákveðið það heldur er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér. Ég er loksins búinn að koma saman flugferð til Berlínar á góðu verði eða 30.000 krónum. Við fljúgum með 3 flugfélögum og förum í gegnum þrjá flugvelli. Þetta var ansi mikið púsl og tók meira en 8 tíma, ég er hreinlega hættur að trúa á þessi lággjaldaflugfélög, því að ef ég ætla að borga lítið þá tekur það mig 12.000 krónur í vinnu að finna hentugt sæti á hentugum tíma á hentugu verði. Í upphafi var ég búinn að finna flug á 50.000 krónum og þá þurfði ég að hafa ansi litlar áhyggjur, en af því ég var að finna flug fyrir 4 þá kannski borgaði þetta sig frekar. Þó að ég sjái mjög eftir þessum 8 tímum (sem voru reyndar notaðir eingöngu í vinnunni) en ég hefði frekar getað klárað að lesa bókina eftir Hannes Hólmstein: Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?

Þessi blessaði flugferðaáætlunardagur endaði svo með því að konan mín gerði lítið úr þessari vinnu minni með því að segja að 30.000 krónur væri mikill peningur. Ég var svo sár að ég lét orð fjúka, sem ég hefði betur látið ósögð, fyrirgefðu ástin mín, ég skal lofa að segja ekki aftur nema að ég nauðsynlega þurfi.

föstudagur, júní 13, 2003

Klaufi
Ragnar stóð undir nafni þegar hann týndi VISAkortinu sínu og splæsti í pillur, bjór og videóspólur handa miðbæjarrónunum. Samstarfsfólk hans stóð sig ekki jafn vel þegar þau afgreiddu rónana með kortinu hans.

fimmtudagur, júní 12, 2003

Tábrotinn
Ég held ég sé tábrotinn, allavega er fóturinn það bólginn að ég get ekki notað efri hlutann til þess að stíga á kúplínguna. Það var ekki þægilegt að keyra úr sveitinni til Reykjavíkur í kvöld, ég geri það líklega ekki aftur tábrotinn. Ég tábrotnaði (eða brákaðist - eða bara bólgnaði) þegar ég rann niður af þakinu á Þjóðveldisbænum og niður á grasið sem var orðið að drullu, vill þá ekki betur til en að ég lendi svona illa á tánni. Þegar ég fer niður á svæði þá bakkar Ásgeir BU yfir tána, en ég hafði verið á spjalli við krakkana á pallinum. Þegar heim var komið rak ég tána í þröskuldinn og hrasaði inn. Ætli þetta séu nægar ástæður til þess að mega hringja sig inn veikann?

Kreml.is
Í dag var grein nr. 2 birt eftir mig á Kreml.is. Ég er ofboðslega stoltur, ætli það sé svona að eignast börn?

miðvikudagur, júní 11, 2003

Vökva þakið
Í svona góðu veðri eins og í dag sit ég úti á þaki og vökva þakið. Ég stilli svona sjálfvirkum úðara upp á þakið, en sit svo með bók og les á milli þess sem ég færi úðarann til. Þegar það koma gestir finnst þeim þetta merkileg sjón.

Útilega
Þá er það ákveðið. Í næstu viku ætlar þotuliðið í útilegu á Flúðum. Ég er alveg að deyja úr spenningi enda er þotuliðið þekkt fyrir að skemmta sér vel og eftirminnilega. Ingvi, Karen, Óli og Ómaría eru öll komin í gír. Ég held meira að segja að ég fái mér bara bjór.

Mamma
Ég vaknaði rétt fyrir sjö í morgun. Fór fram úr og vakti mömmu, en hún er ekki sú morgunsprækasta. Ég stakk upp á því að við færum að steikja kleinur, engin viðbrögð og pabbi var enn sofandi hinu megin í rúminu. Þegar ég fór að tala um kosti þess að steikja kleinur rauk mamma fram úr, burstaði tennurnar og var byrjuð að hita feitina þegar ég var rétt búinn að snúa mér frá rúminu hennar. Ef við færum að baka þá þyrfti mamma nefnilega ekki að fara í fjósið. Þá myndi pabbi ekki gera neina athugasemd ef hann fengi nýbakaðar kleinur þegar hann kæmi inn. Jæja, við vorum ekki þær duglegustu, en við bökuðum samt úr 4 kílóum, það finnst okkur mömmu lítið, því að við eigum met upp á 12 kíló!

Það er svo gaman að svona kleinubakstri, allt er skipulagt og hvort okkar hefur sitt verkefni, við erum ekkert að ryðjast inn á verksviðs hins og þetta virkar allt eins og smurð vél hjá okkur. Helsti kosturinn er samt að spjalla. Meðal annars náðum við að tala um ættarmótið sem er eftir rúma viku. Ég var einmitt að segja mömmu að ég myndi koma um kvölið þegar ég væri búinn að vinna. Mamma svaraði án nokkurar umhugsunar um leið og hún snéri upp á kleinurnar: "Nú, og ég sem var búinn að segja öllum að þú myndir ekki koma því þú værir að ríða einhverjum homma úti í Brussel!" Hvað á maður að halda þegar mamma mans skellir einhverju svona fram í andlitið á manni? Á maður að hlægja eða segja bara: uhh? Eftir svona 5 sekúnda þögn þá bætti hún við: "Ég taldi það bara ekkert víst að þú yrðir heima, þú virðist vera svo upptekinn að komast til Evrópu."

Kleinurnar smökkuðust vel, þó að ein hræran hafi orðið seig vegna klikkunar í kerfinu hjá okkur, kerfið gerir ekki ráð fyrir því að maður taki sér pásu til að snýta sér.

þriðjudagur, júní 10, 2003


Karl Urban: you like them tall, dark, sexy and fun.


Which guy are you destined to have sex with?

Hmm... Ég reyni bara að hafa gaman af þessu...

Einmana
Það hefur enginn bloggað um helgina, ég er því einmana í tölvunni minni og andagiftin er farin. Hér mun því verða þögn í dag.

mánudagur, júní 09, 2003

Elín
Ég vil benda fólki á Elínu, ef hún heldur svona áfram þá fer hún pottþétt í tenglsafnið mitt!

Skrúfjárn
Verðmætustu tækin í Búrfellsvirkjun eru skrúfjárn. Þau er ómögulegt að fá lánuð. Þessa þriðju stærstu ferðahelgi sumarsins hefur aðeins eitt klósett verið starfrækt í Þjóðveldisbænum, af tveimur. Það þýðir að afkastageta klósettanna hefur minnkað um 50% sem er þónokkuð þegar þrjár rútur mæta í hlað til að pissa. Eitt klósettið var læst að innanverðu og nú þarf að opna það að utan með skrúfjárni. Ég leitaði strax til vélstjóra, en þeirra skrúfjárn mega ekki yfirgefa stöðvarhúsið. Ég hringdi í rafvirkjana (þeir eiga svona lítil og nett skrúfjárn) þeir ætluðu að bjarga þessu með því að koma með skrúfjárn í næsta matartíma. Þegar ég mætti í næsta matartíma þá var mér tjáð það að ég gæti ekki fengið lánað skrúfjárn. Ástæðan væri tvíþætt. Í fyrsta lagi þarf skipun frá yfirmanni til þess að lána verkfæri og í öðru lagi þá fékk ég lánað skrúfjárn í fyrra sem ég skilaði rúmri viku of seint.

Yfirmaður þeirra er einnig minn yfirmaður og hann er núna í helgarfríi. Ég ætla ekki að hringja í hann út af einu skrúfjárni. Ég ákvað því að leita á náðir bakvaktar og hringdi í síma svæðisvaktar. Er þá ekki Bjarni Ragnars kominn á svæðisvakt sem einmitt kvartaði undan því að ég hafi ekki skilað inn skrúfjárninu sem ég minntist á áðan. Ég vil því benda þeim sem koma í heimsókn í Þjóðveldisbæinn að vera búin að pissa því hér geta verið langar raðir á klósettin.

Fréttir
Hlustaði ekkert á fréttir um helgina, enda engin almennileg þula. Ég bíð bara eftir fréttunum á morgun. Ég geri ráð fyrir að hlusta klukkan 16:00 og 18:00. Þá er maður líka orðinn svona nokkuð með. Þó að ég hafi frétt að það hafi kveiknað í húsi í Hveragerði vegna eldingar. Þetta þótti mér fyndið og sagði í mötuneytinu að enda þýddi ekki neitt annað; allir væru heima og fréttastofurnar yrðu að matreiða eitthvað ofan í liðið. Íslendingar væru neytendur og það þyrfti að hafa ofan af þessu fólki svo það myndi ekki gera eitthvað af sér. Ég vildi meina að þetta væri samsæri hjá ríkisstjórninni og fréttastofum landsins til þess að enginn myndi stela og allir horfðu á sjónvarp. Augun í vélstjórunum og rafvirkjunum rúlluðu fram á kinnar og aftur inn, enda hafði ég í síðasta matatíma haldið góða framsögu um nauðsyn þess að lögleiða fíkniefni, maturinn hélt þó athygli allra og einu umræðurnar voru hvort að við ættum ekki að selja fíkniefni í Þjóðveldisbænum. Þeir héldu að ég væri að grínast.

Annars hef ég orðið svo æstur undanfarna daga í rökræðum að á laugardagskvöldið voru öll systkinabörn mömmu, afkomendur og ættingjar í mat heima. Þá bárust fíkniefni til tals, en ég læt það ekki fylgja sögunni hver byrjaði, og frænka mín vildi meina að það væri bönkunum að kenna að hafa ekki nógu gott kerfi – þannig að það væri bara hægt að ræna þá. Hún vildi meina að sökin lægi hjá bönkunum, þá tók ég 300 slög á mínútu og æsti mig full mikið þegar ég lýsti þeirri skoðun minni yfir því að vandamálið væri ekki þeirra að vernda sig ekki nógu mikið, heldur þeirra sem röskuðu ró annarra. Þar lægi vandinn og hann þarf að leysa. Vandræðaleg þögn fylgdi í undanfarið sem mamma var snögg að bjarga og lýsti því yfir að hún væri fegin að ég rasaði út hér því að um næstu helgi er ættarmót í ættinni hjá pabba og þar myndi fólk hreinlega hrökkva upp af ef ég væri ekki búinn að rasa út áður. Sniðug kona, þarna náði hún á sama tíma að bjarga mér og drulla yfir ættina hans pabba.

Annar í hvítasunnu
Hvað er betra en að bryðja hálsbrjóstsykur og drekka koníak á þessum fína mánudegi?

Mínir eigin fordómar
Eins og ég hef sagt ykkur frá áður þá hef ég verið að lesa bókina Bösseliv – Kærlighed og sex. Ég kláraði bókina í gær og er ofboðslega ánægður með það, tel mig nú loksins fær í flestan sjó. Bókin er einstaklega vel skrifuð, létt og laus við alla fórdóma. Hún nær að fjalla um öll málefni á hlutlausan hátt og snúa fordómum manns við. Sadómasókynlíf (BDSM) var til dæmis eitthvað sem ég setti alltaf spurningarmerki við og vildi þá meina að þetta væri ekki kynlíf. Bókin snéri mig þar niður og nú til dæmis ætla ég að prófa það áður en ég drepst. Svona getur ein bók skipt máli, til dæmis þætti mér ekkert ógeðslegt að fá piss á mig eða í, því ég er búinn að lesa það í bókinni að hland er með öllu skaðlaust til neyslu, og er betra eftir drykkju bjórs. Þegar kom að kafla um kynlíf með dýr, byrjaði ég að lesa, en þegar kaflinn sagði eitthvað á þessa leið: sem betur fer verður það algengara í ríkjum heims að kynlíf við dýr er ekki refsivert, strax eftir að hafa lýst því hvað það væri gaman að ríða kalkúnum í rassinn.

Eins og hendi væri veifað var ég búinn að fletta yfir í næst kafla, ég ætlaði sko ekki að láta plata mig út í að ríða kalkún í rassinn, hvað þá að sleppa fórdómum yfir kynlífi við dýr. Ég hef nefnilega mínar grensur, mín mörk. Svo verður maður að halda eftir a.m.k. einum fordómum, annars verður maður ekki viðræðuhæfur.

Má keyra á þjóðvegum landsins?
Algengasta spurningin sem ég fæ hérna í þessum torfkofa er ekki um almenna lifnaðarhætti á Þjóðveldisöl, heldur virðist fólk stoppa hérna hjá mér til þess að spurja mig hvort það megi ekki keyra lengra, halda áfram að keyra malbikið og upp á virkjunarsvæði. Hvað heldur fólk eiginlega? Nei við lögðum hérna malbikaðan veg upp á miðjan Sprengisand bara fyrir fallegt fólk eða? Hvaðan kemur þetta fólk? Vill einhver kannast við að ala þetta fólk upp?

Héðinn:
Hér eru skilaboð frá mömmu minni; hún ætlar ekki að segja fleiri Völu Matt brandara í kringum þig fyrst þú gast ekki asnast í heimsókn. Henni fannst þetta í meirafalli lélegt. Þú ert ekki í náðinni.

Bandaríkjamenn - leiðsögumaður - Svört föt - áfengi og koníak
Í gær komu heim til foreldra minna tvær bandarískar stelpur sem munu vera hjá okkur fram í vikunna, nánar tiltekið þá eru þær frá New Jersey (hvernig skrifar maður þetta, dem it!). Þetta er eitthvað verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík þar sem þau unnu verkefni með krökkunum þar, anyway. Hvað veit ég. Ég er ekki alveg að ná þessu en hér er basic: þau unnu saman, hittust unnu meira saman og núna eru þau að djamma og ferðast um landið. Semsagt sniðugt. Veit ekki meira um þetta.

Þegar ég kem heim úr vinnunni í gær þá eru þær mættar þangað og þær eru alveg yndislegar (átti ekki von á því vegna uppruna þeirra, í raun var ég með mjög lágar kröfur). Ég fór í túristaleik með þeim eftir kvöldmat, fór inn um allt virkjanasvæðið, Þjóðveldisbæinn, Stöng, Gjánna, Gaukshöfð, Hjálparfoss og fleiri merka staði. Þeim fannst þetta svo magnað og gaman, mér líka. Ég get bætt því inn í núna að þær eru tvítugar. Ég vissi aldrei hver ég gæti komið því að þegar ég bjó til þessa frásögn í hausnum á mér, en núna er því bjargað.
Stelpurnar tvær ákváðu svo bara að skella sér á ball með mér (Svört föt munið og ég búinn að safna munnvatni), við fórum af stað og ákváðum að fara í partý til Atla og Steinunnar. Atli er þungavigtarmaður og vinnur sem gæslumaður fasteigna hjá hreppnum. Steinunn er jafn þung í skapinu og á vigtinni og vinnur sem sundlaugastjóri sveitarinnar, enda á hið nýja sameinaða sveitarfélag tvær sundlaugar og eina til viðbótar í einkarekstri. Stór störf á þeim bænum. Þar fengu allir koníaksstaup og bjór. Áður en við fórum gáfu mamma og pabbi Allison og þau þeim sitthvorn bjórinn. Þetta höfðu þær aldrei upplifað og þær héldu að við værum að gera grín að þeim.

Svo var komið í partýið, þar var helst talað um typpi og þá áttu bandarísku stelpurnar erfitt með að sitja undir. Við skiptum yfir í ensku og töluðum um mennsk typpi, tuttatyppi og fleira. Meira að segja var Anna Björk búin að hringja í mig og segja mér að hún hefði leynigest handa mér þegar ég kæmi og það var að sjálfsögðu dildó sem beið mín. Anna Björk er ekki það skörp með typpi að hún potaði typpinu í augað á sér. Ég greip tækifærið og jós úr viskubrunninum mínum og dreifði því húsráði mínu að það væri best að sleikja sæði í burtu ef það færi í augu fólks. Þá gat Atli (þungavigtarmaðurinn) ekki stillt sig og sagði sögu frá því þegar þeir lentu í vandræðum á Kynbótastöðinni og voru að taka sæði úr tudda. Oft vilja vera mikil læti og þeir verða ansi æsti. Aðgerðin gengur þannig fyrir sig að tuddinn er látinn hoppa upp á tunnu sem er íklædd húð af kú með hala og síðan er tekinn skítur og lykt af kú sem er yxna (gröð belja). Þá verður hann alveg vitlaus, út kemur einn og hálfur meter af pulsustykki (því meti hefur ekki verið náð á mínum skeiðvelli). Þá er gripið um vininn og hann settur inn í hólk sem er frekar stór og þungur enda ekkert smá skot. Í einu svona skoti er rúmur líter (heldur ekki verið toppað á skeiðvellinum mínum) þannig að við erum að tala um mikið magn gæðaefnis. Typpatilfærslumaðurinn var ekki það handlaginn í eitt skiptið að hann kom því ekki inn í hólkinn og sæðið sprautaðist út um allt og upp í augað á gæjanum. Honum sveið í marga daga en hefði líklega ekki gert það ef það hefði verið sleikt í burtu...
Blessaður maðurinn ber viðurnefnið sæðisaugað og gárungar segja að ef maður horfir vel inn í augað á honum má sjá sæðisfrumu bregða fyrir. Ég sel það nú ekki mikið dýrara en ég keypti það.

Eftir það var farið á Beggabar og byrgt sig upp af ódýrum bjór til þess að drekka á leiðinni. Við vorum búin að vera kannski tvær mínútur þegar við stóðum upp og ætluðum að fara. Bandarísku stelpunar skildu eftir bjórin og löbbuðu á eftir okkur, þegar út í bíl var komið og búið að fylla þá alla þá lít ég á þær tvær og spyr þær hvar bjórinn sé. Þær segja að hann sé inni á barnum á borðinu. Ég sagði þá bara eins og Stella í Orlofi sagði forðum: "Viljið þið gjöra svo vel og ná í þá, þeim gæti verið stolið!" Þá eru bandarísk lög á þann veg að það er bannað að drekka í bíl og það sem meira er; bannað að hafa opnar bjórdósir í bílum, hvernig fara þeir með í endurvinnslu... Jæja, ekki minn hausverkur.

Skyndilega var hætt við að fara á Svört föt og ákveðið að fara á Útlagann. Þeim þótti þetta ansi furðulegt háttalag á öllum, enda búið að ákveða að fara á þetta ball. Á Útlaganum var margt fólk og strákarnir voru ekki lengi að spotta tvær útlenskar stelpur og þeim leið eins og drottningum. Fullt af strákum þarna, sætum, vel klæddum og allir herramenn. Enginn þeirra kleip þær í rassinn eða drógu þær út af dansgólfinu út af staðnum. Þær eru víst mjög vanar því að líkamar þeirra eru fyrir stráka að hafa hendurnar á. Þær voru einnig mjög hissa þegar þeir voru að tala við þær, buðu þeim í glas og spurðu þær út í hvað þær gerðu, framtíðarplön og allt slíkt. Þær voru alveg þrumulostnar. Hvar hafa svona strákar verið allt þeirra líf?

Þetta var pæling. En greyjin hvað þær litu illa út á dansgólfinu. Báðar að reyna dansa, en þær sögðu við mig að þær hefðu aldrei heyrt svona lög áður og aldrei komið í svona stemningu. Önnur stóð í báðar fætur eins og hún hafði verið negld við gólfið og hreyfði mjaðmirnar sínar réttsælis. Hin lyfti hnjánum til skiptis með opinn munn. Þær vöktu verðskuldaða athygli enda flestir sem hoppa, tvista eða hreyfa sig yfir höfuð í takt við tónlistina inni á staðnum.

Í morgun vaknaði ég með þær mestu hálsbólgur sem ég hef á ævinni upplifað. Ég á erfitt með að tala, öndun er hæg og ég get ekkert reynt á mig. Ég var vægast sagt eins og drusla þegar ég mætti í morgunmatinn og get ekki kyngt neinu, þannig að ég drakk bara Swiss Miss sem var rúmlega 80°C heitt, en hafði lítinn árangur. Pabbi fór og sótti koníak (Camus V.S.O.P) hellti því í glas (ekki staup heldur glas) og ég drakk. Ég varð strax mun betri en þið hefðuð átt að sjá svipinn á bandarísku stelpunum. Ég skal vakna á hverjum morgni með þessar bólgur ef ég sé þennan svip yfir morgunmatnum. Pabbi helti svo koníaki í pela handa mér svo ég gæti drukkið það í dag. Þá gátu þær ekki orða bundist og spurðu hvort að ég væri ekki að fara í vinnuna og af hverju ég væri að drekka koníak fyrir hádegi.

Þeim fannst það kaldhæðnislegt þegar ég fór af stað keyrandi í vinnuna, eftir koníaksstaup, en rétt áður höfðum við talað við morgunverðarborðið sameiginleg vandamál landanna eins og ölvunarakstur.

sunnudagur, júní 08, 2003

Samningur
Núna er maður búinn að innsigla samninginn við konuna. Núna búast allir við samning um að þegar við erum fertugir þá ætlum við að giftast, en við höfum nú ekki miklar áhyggjur af því að ganga ekki út. Þegar annar deyr, þá skal hann gjöra svo vel að bíða hjá Lykla-Pétri eftir hinum. Hann má alveg reyna við Pétur, og eiga hann, en svo ætlum við saman í himnaríki og skipta stráka englunum bróðurlega á milli okkar. Síðan má skipta og allt svoleiðis. Ég get ekki beðið eftir himnaríki, ég held það verði ofsalega gaman. Þá skiptir líka ekki máli hvort maður á heima í Köben, Reykjavík eða annars staðar.

Its just another GayPub Babe!
Heitir nýtt hommalag sem Skarphéðinn samstarfsmaður minn bjó til í vetur, þegar hann átti að vera læra. Hann ætlar að leyfa mér að heyra, en lag og texti er eftir hann sjálfan. Hann vonast til þess að fá gott fólk með sér í lið til þess að taka þátt í undankeppni Eurovison á næsta ári. Ég er búinn að panta að vera með go-go númer.

Ég og danskan
Ég er að lesa bókina Bösseliv - kærlighed og sex, sem Paw, kærasti Ása lánaði mér. Sum orðin koma mér í alveg opna skjöldu og ég þarf að skrifa þau hjá mér til þess að skilja þau, eða fletta upp seinna. Mikið er talað um kynlíf, tilfinngar, sambönd, sjúkdóma og fleira í þessari bók. Þetta er semsagt svona alltmuligt bók. Mjög sniðug og þægileg. Eitt orð er tíðrætt í umtalaðri bók en það er orðið pik. Ég hélt í einfeldni minni að hér væru allir að tala um ljósmynd eða teikningu. Hélt það alveg fyrstu 40 blaðsíðurnar. Síðan fór ég eitthvað aðeins að stoppa, því mér fannst notkunin á myndum eitthvað furðuleg. Ég var alveg grænn og fór að velta því fyrir mér hvað gæti haft þessa eiginleika.

Verum ekkert að orðlengja þetta meira, danirnir voru að tala um typpi. Ég hélt að þeir væru að tala um ljósmyndir. Er það furða þó að ég sé að lesa mér til?

Rændur
Jæja - þá er önnur helgi í opnun og það er búið að brjótast inn. Þegar ég rak sundlaugina hérna um árið var þó beðið fram á 17. júní en núna var þetta framið um Hvítasunnuhelgina, merkilegt hvað frí getur farið furðulega í fólk. Best að lýsa því hvernig dagurinn minn var.
Ég mæti í vinnu í góðum fíling, fer á klósettin og þríf þar. Útgangurinn var eins og þar hefði verið 18 manns að ganga um. Vona að þau hafi ekki öll skitið. Þegar því verki er loksins lokið geng ég upp í bæ og opna. Við blasir mér óskemmtileg sjón. Úr strompinum hangir garðslangan mín eins og heningarsnúra. Allt innandyra er orðið öðruvísi. Þegar ég skoða betur þá sé ég að það er kveikt á ljósunum, en ég hafði slökkt í gær eins og alltaf. Mér er ekki farið að lítast á blikuna þegar ég kem inn í starfsmannaaðstöðuna. Þar er búið að snúa öllu við, ég opna peningakassann, en þar er öll skiptimyntin óhreyfð. Ég opna skúffurnar og leita uppi restina af peningunum, þeir eru ekki þar, en þegar ég skoða betur er búið að henda peningapokanum út í horn. Ég tók hann upp eins og hann væri fullur af rottum (vildi ekki skemma sönnunargögn) en inni í pokanum voru allir peningarnir, upp á krónu! Það næsta sem ég þurfti að gera var taka til og setja allt á sinn stað. Ekkert var skemmt en allt út um allt. Það var líkt og einhver væri að hrekkja mig.

Þegar ég pæli aðeins í þessu þá hlýtur þetta að hafa verið einhver sem þekkti til. Það getur enginn kveikt ljósin nema sá sem veit hvernig það er gert. Þegar inn í starfsmannaaðstöðu hefur verið gengið skipulega til verks að hrekkja mig en láta eigur Þjóðveldisbæjarins í friði, s.s. peninga, póstkort og tæki. Allt mitt dót eins og símaskrá, glósur, vatnsbrúsi, pennar og bækur voru kjánalega röðuð upp.

Ég lét það vera að hringja á lögregluna, en ég ætla að setja þessar 18 bjórdósir sem ég fann bak við hús í endurvinnslu og bæta mér þannig upp þetta áfall.

föstudagur, júní 06, 2003

ruv.is
Hér er hægt að hlusta á alla fréttatíma sem Héðinn Halldórsson hefur lesið fyrir Fréttastofu útvarps. Ég mæli með fréttatíma í dag klukkan 16:00, mér finnst Héðinn hafa þar náð mjög mikilli færni í framburði og lestækni. Annars finnst mér fólk eins og Héðinn eigi að vera með Læðunni, þar sem þetta fólk hefur bæði útlitið, röddina og gáfurnar. Útvarp er fyrir ljótt fólk sem fær ekki vinnu í Sjónvarpi.

Svört föt
Á Flúðum á sunnudaginn, best að fara safna upp munnvatni.

Fagmennska
Héðinn Halldórsson

Snobberí snobb
Áðan kom gamall maður, blindur á öðru auga, og sagði til nafns, spurði mig í sama andarfráblæstri hvort ég kannaðist ekki við sig eða nafnið. Ég neitaði því en þá varð gamla píluskífan móðguð og sagðist vera frægasti farastjóri hér árum áður, byrjaði að guida Þjórsárdalinn áður en hér kom virkjun, Þjóðveldisbær og vegur. Hvað ætli hann hafi verið að guida? Hér er vikur og hérna meginn er sandur?
Plís Héðinn, ekki leika þennan leik eftir 10 ár, en ef þú gerir það, passaðu þig að vera búinn að bursta báðar tennurnar. Þá kemuru allavegana betur út úr þínum snobbleik.

Fólk frá Virginíu – á meira sameiginlegt með mér en ég held
Í gær kom fólk sem var frá Virginíu. Þetta voru yndisleg hjón (kona og karl) um fimmtugt, þau voru rosalega hress og skemmtileg, áhugasöm og við spjölluðum mikið. Þau komu hingað klukkan hálf eitt og fóru rúmlega hálf þrjú. Þau voru hérna semsagt í meira en tvo tíma. Við settumst niður og spjölluðum heilmikið, það var rosalega gaman að þeim. Mér líkaði vel við þau. Þau eiga alveg 3 börn og eiga heima í fjallshlið með stórum eikartrjám og í dalnum er stórt vatn en steinsnar frá húsinu þeirra rennur á niður hlíðina í mörgum fallegum fossum. Hann vinnur sem vélstjóri hjá virkjun rétt hjá þannig að honum fannst mikið til virkjana hér koma og ég gat frætt hann mikið um þær og látið hann hafa bæklinga. Hún vann aðalega heima á meðan börnin ólust upp, en þau eru núna á aldrinum 18 til 25 ára, þau tvö yngstu enn heima. Hún vann aðallega við úthringingar á skoðanakönnunum og vörukynningum, en einnig vann hún mörg greidd félagsstörf í sveitarfélaginu. Núna er hún farin að vinna sem ritari í banka í um það bil 40 km fjarlægð þar sem þau búa.
Þau tóku meira að segja upp myndir frá heimili sínu og sýndu mér útsýnið sem þau hafa af veröndinni hjá sér. Það er brött hlíðin niður en gróin og falleg, gott útsýni um áðurumrætt vatn og lítin byggðakjarna. Þegar þau töluðu voru þau með sérstaklega bandarískan hreim, mjög suðurríkjalegur og ég sagði þeim það, þeim þótti það mikið hrós. Spes þetta suðurríkjafólk.

Síðan fóru 24 spurningar að rigna yfir mig. Þau vildu að fá að vita allt um mig, þau náðu því upp úr mér hvað ég fæ borgað á tímann, hvað ég borga mikið af bílnum í hverjum mánuði, hvar ég bý og hvað ég borga í leigu, hvernig ég lifi og svo framvegis. Síðan fóru þau að spurja hvort ég væri á föstu, ég greip tækifærið (því að við vorum búin að tala svolítið lengi) og ætlaði að losna við þau. Ég sagði þeim að ég væri nýhættur að deita æðislegan strák og það hefði verið pínu erfitt, þannig að núna ætlaði ég að vera á táslum í sumar. Ég hitti alveg naglann skakkt á höfuðuð. Haldið þið ekki að sonur vinahjóna þeirra sé hommi! Og þessi umræddi suðurríkjahommi er besti vinur hans James, son þeirra hjóna. Ég legg ekki meira á mig. Þau sögðu samt bless fljótlega...

Í viðjum vanans
Jæja, nú er liðin vika frá því ég opnaði torfbæinn. Ég er búinn að lesa þessar bækur: Animal Farm, 30 áhrifaríkar leiðir til þess að ná markmiðum og árangri, Farsæld er ferðalag, Samkynhneigðir og fjölskyldulíf og er núna að lesa Ofan hreppafjalla.

Ég vonast til þess að geta byrjað að lesa Lesbian and Gay Studies á morgun. Ég ætti að ná því. Annars er ég búinn að vera ofsalega duglegur að uppfæra heimasíðu FSS og þetta blogg. En einnig er ég búinn að vera duglegur að lesa og undirbúa mál fyrir Jafnréttis og Öryggisnefnd SHÍ. Hvernig get ég svo gleymt undirbúningi fyrir AFSS, ég er búinn að finna út 100 möguleika fyrir alla að fljúga til Berlínar og Bilbao. Við getum millilent alls staðar þar sem við viljum, hvort sem er í Sviss, France, Stockholm, you just name it. Búinn að finna góðar rútínur.

Svo eiga rosalega margir von á póstkortum frá mér þessa dagana. Splæsti í nokkur skemmtileg, litrík og áhugaverð.

fimmtudagur, júní 05, 2003

Bankarán
Voðalega er það mikið í tísku núna að ræna banka. Er ekki í lagi fólk? Verið svolítið frumleg og stelið þar sem hægt er að finna pening án myndavéla! Ég veit um einn stað sem heitir Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal. Þangað kemur margt fólk, borgar mikinn pening og það er einn í staffi. Þið þurfið lítið annað að gera en að taka símann og peningana, and you are safe! Common, verið pínu vakandi! Hugsa út fyrir kassann. Svo má náttúrulega alltaf fá sér vinnu. Enda er mottóið mitt, steldu frekar 1000 krónum og komstu upp með það en að stela 2000 krónum og vera böstaður.

Þjóðverjar - sætir eða súrir?
Hingað koma bara Þjóðverjar og íslenskt fjölskyldufólk sem er 40+ ára. Þjóðverjar eru ekki sætir og íslenskir karlmenn sem eru á aldur við pabba eru ekki beint markhóparnir mínir. Við verðum að fara flytja inn fólk í Þjóðveldisbæinn. Ég ætla að fara senda út kynningarbréf í mennta- og háskóla um víðan heim - nema Þýskalandi.

Ósanngjörn skipti
Mér finnst fátt leiðinlegra en að fá sms frá honum Ása mínum. Sérstaklega þegar hann situr úti í 20+ stiga hita í Fællesparken í Kaupmannahöfn að skoða stráka sem eru allir berir að ofan. Þetta finnst mér ekki sanngjarnt. Í staðinn reyni ég að láta mér líða vel hérna uppi í Þjóðveldisbæ. Hér er sólskin, heitt og massa rok. Sólbaðið mitt samanstendur af vettlingum, flíspeysu og ullarteppi, svo er aldrei slæmt að taka með sér bók. Ég tók með einblöðung áðan, hann fauk niður í læk. Ég læt það vera að sækja hann. Ég les bara inni og fer í ljós í kvöld.

Baunverjar eiga þjóðhátíðardag í dag. Ég ætla að leggja til að við Íslendingar högum okkur eins og þeir Baunverjar á svoleiðis dögum. Okkur finnst þeir ekki skipta máli og við göngum um ber að ofan.

Ekki alltaf dans á rósum
Það er ekki leiðinlegt að vera formaður háttvirts félagasamtaka þegar hellist yfir mann allur þessi helvítis ruslpóststreymi. Í dag fékk ég bréf frá listamanni sem vildi reyna lokka FSS til þess að kaupa listaverk af sér. Persónulega þætti mér þetta ekki neitt stofudjásn en ég skal ræða málin að kaupa svona ef ég bý ekki í Svíþjóð eftir 40 ár.

Svaf yfir mig
Langt síðan ég prófaði það. Ég ætlaði að reyna stelast inn á svæðið, en það tókst ekki, þetta var greinilega eini dagurinn á árinu sem allir voru úti að vinna meðfram þjóðveginum. Bæði sumarstarfsfólk og fastráðið starfsfólk. Ég vil kenna mömmu og pabba um þetta. Annars ræddi ég um lögleiðingu fíkniefna við fjölskylduna, ömmu og afa í gær yfir kvöldmatnum. Ég náði að sannfæra þau öll um að það væri langsniðugast að lögleiða fíkniefni. Það var nokkuð sem ég átti alls ekki von á. Núna eru þau orðin harðari lögleiðingu fíkniefna en ég sjálfur! Svona gerist þegar eggið kennir hænunni.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Hver er skýringin?
Hvers vegna shoutar enginn út hjá mér? Er það af því fólk hefur ekkert að segja? Kemur ekki hingað? Það eru allir sammála mér? Ég er geðveikur og paranojd? Hvað gerðist? Annars þarf ég líka skýringu á því hvers vegna sumt gengur ekki upp og af hverju aðstæður koma manni í þá stöðu að vera ringlaður, örvæntingarfullur og tómur. Var ég sofandi? Vissi ég kannski alltaf að hlutir enda ekki allir eins og maður vill - þó maður vissi af því. Reynir maður að blekkja sig?

Nýr ritari
Starfmenn Búrfellsvirkjunar/Sultartangavirkjunar hafa eignast nýjan ritara. Sá heitir Friðþjófur og tekur við af Hrafnhildi. Konurnar í mötuneytinu segja okkur að Hrabba (en það er Hrafnhildur alltaf kölluð) og maðurinn hennar Siggi Palli (Sigurður Páll) hafi farið erlendis til Ítalíu. Fólk á svæðinu finnst þessa hneysa enda eru hér allir nískir og týma aldrei að eyða pening í neitt.

Ofurkonan daðrar
Ofurkonan tók sig til í gær með daðurstilþrif. Þegar unglingavinnan mætir í matinn þá tekur mín sig til og skellir annarri kinninni (já - rasskinninni) upp á línuna þar sem maturinn er og fylgist með því þegar fólk fær sér að borða. Hún er þarna lengi vel og þegar 30 ungmenni hafa fengið sér á diskinn koma vélstjórar og rafvirkjar og fljótlega kemur Hagalín, stöðvarstjóri. Þá getur Inga, ráðskona ekki stillt sig lengur og hvíslar að henni - við sitjum ekki hérna elskan mín.

Þess má geta að í umrætt skipti fékk Ofurkonan mjög gott útsýni yfir ákveðinn aðila sem við erum í kappi um að klípa. Sá sem getur klipið á undan hinu fær verðlaun! Ég held að ég vinni pottþétt - enda skelli ég aldrei rasskinn upp á línu til sýnis - ég nota aðrar aðferðir.

Ef þú fylgist vel með blogginu mínu eða ofurkonunnar - þá kemstu fljótt að því hver umræddur jón er.

Útvarp Búrfell
Nýja útvarpsstöðin heitir Útvarp Búrfell. Útvarp Búrfell mun leitast við að koma með fréttir af fólki sem vinnur í Búrfelli og endurspegla veruleikann sem fólk lifir í þegar það framleiðir rafmagn. Dagskrárstjóri hefur verið ráðinn Anna Margrét, fréttastjóri Helga (Heiðrún) Magg og tilkynningastjóri er undirritaður. Anna Margrét er ansi dugleg að stjórna dagskrá þegar hún fer að sofa, en þá er venjan að hún og tilkynningastjóri skiptast á fréttaskotum áður en við sofnum. Hér er litið að gerast, ég veit - en á svona stað er það fréttnæmt þegar hundur bítur mann, Helga skellir brjóstum á borðið, Gulli klípir rassa, Inga kvartar og konurnar í mötuneytinu taka pásu. Mötuneytið er líka ansi duglegt við að leggja okkur til efni í útsendingarnar hjá okkur. Enda er fátt sem fer framhjá þeim.

Ertu hommi?
Var fyrsta spurningin sem krakkar úr Melaskóla í Reykjavík spurðu mig þegar þau mættu í Þjóðveldisbæjarrúnt í morgun. Ég svitnaði á handarbakinu, pældi í því hvort að ég hefði ekki örugglega tekið af mér dragdrottningarmeikið síðan í gær, eða hvort ég væri enn í bleiku, þröngu hjólabuxunum með gula svitabandið. Þegar ég hafði gengið úr skugga um að ég hafði þvegið af mér alla hommsuna þá kom skýringin. Ég hafði líklega þagað í svona 3 sekúndur. Þá sögðu þau: Nei ef þú værir hommi, þá gætiru reynt við kennarann okkar, hann er algjör gæji. Þá með var það búið. Kannski maður gerist bara kennari, krakkar virðast ganga í það verk að koma homma út og út úr skápnum. Allavega - segjið svo að ég veiði ekki í sveitinni.

þriðjudagur, júní 03, 2003

Helga er mætt
Helga Magg mætti til vinnu í mötuneytið í gær. Gaman að henni. Blessuð konan er svo brjóststór að þegar hún sker grænmeti, kjöt eða eitthvað annað þá leggur hún brjóstin á borðið og liggur á olnboganum sínum á meðan hún sker. Þetta eru anski skemmtileg tilþrif hjá konunni, enda er hún búin að ná ansi góðri tækn, búin að elda þarna í 32 ár. Ég legg ekki meira á ykkur í bili.

Vaknað um miðja nótt
Bjarni hringdi um helgina frá London. Hann var svo fullur að honum brá þegar ég svaraði. Það var eins og hann hafði ekki ætlað að hringja í mig. Ég var að deyja úr þreytu og það endaði með því að ég skellti á. Sorry skan.